Morgunblaðið - 12.09.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.09.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís SMÁFÓLK brynjað pollagöllum í öllum regnbogans lit- um flykktist að tjörninni í Hafnarfirði til að skoða „al- vöru síli“ eins og eitt þeirra komst að orði. Það hefur verið fremur haustlegt um að litast undanfarna daga, þungt yfir og vindasamt á höfuðborgarsvæðinu. Þá er ekki annað að gera en að kappklæða sig og demba sér út í votviðrið. „Sjáiði sílið! Alvöru síli!“ hrópaði einhver við tjörnina og allir komu til að skoða. „Alvöru síli“ vekur athygli VIÐAMIKLAR Íslandskynn- ingar verða í Minneapolis í Bandaríkjunum og Toronto í Kanada næstu daga, en á síð- arnefnda staðnum verður Ís- lensk-kanadíska verslunarráðið formlega stofnað í dag og verð- ur Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, á meðal viðstaddra. Flugleiðir í samvinnu við Flugleiðahótelin, Kynnisferðir, Iceland Naturally, Ferða- málaráð og Reykjavíkurborg standa að 10 daga Íslandskynn- ingu í Mall of America í Minneapolis, stærstu versl- unarmiðstöð Bandaríkjanna, 12. til 21. september. „Hér er sennilega um að ræða ein- hverja umfangsmestu Íslands- kynningu á neytendamarkaði sem nokkurn tíma hefur verið ráðist í,“ segir Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, en um 80 manns koma að kynningunni. Meira en 28 milljónir manns heimsækja Mall of America ár- lega og er gert ráð fyrir að a.m.k. 80.000 til 100.000 gestir verði þar daglega meðan kynn- ingin stendur yfir. Eftirlíkingar af fossum, Bláa lóninu, eld- fjöllum og víkingabúðum verða á svæðinu og kynningarmyndir um Ísland verða sýndar á stórum vegg stanslaust í rúma 11 tíma daglega, en auk þess verður sett upp söluskrifstofa í verslunarmiðstöðinni. Íslenskir skemmtikraftar eins og t.d. hljómsveitirnar Guitar Islancio, Jagúar, Leaves og fleiri og fé- lagar úr Njálusönghópi Sögu- setursins á Hvolsvelli skemmta gestum, samkeppni um hver líkist mest Björk verður í gangi, íslenskir hestar verða á svæðinu fyrir börnin og Siggi Hall kynnir íslenska mat- reiðslu. Kvikmyndahátíðin í Toronto hófst 4. september og lýkur henni á laugardag en á meðal mynda eru Nói Albínói og Stormy Weather. Iceland Naturally og sendi- ráð Íslands í Kanada standa fyrir ýmsum uppákomum í borginni í mánuðinum. Delta Chelsea hótelið verður með ís- lenskan matseðil til 22. sept- ember og m.a. kynna Siggi Hall og Ragnar Pedersen íslenska matargerðarlist. Þá kemur djasstríó Sigurðar Flosasonar fram. Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari verður með sýn- ingu í Goethe-safninu 15.–25. september, en í dag, föstudag, verður sérstök dagskrá á Delta Chelsea-hótelinu í tilefni stofn- unar Íslensk-kanadíska versl- unarráðsins. Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flytur hátíð- arræðu og Einar Gústavsson, framkvæmdastjóri skrifstofu Ferðamálaráðs í New York, greinir frá Íslandi sem áfanga- stað ferðmanna auk þess sem Páll Magnússon kynnir Fjár- festingastofuna og fjárfest- ingar á Íslandi, m.a. í kvik- myndagerð, og Hugh Porteous kynnir Alcan á Íslandi. Viðamiklar Íslandskynning- ar í Minneapolis og Toronto Mjög mismunandi verðbreytingar á einstökum vörutegundum undanfarin tíu ár Rúgbrauð hækk- að um 113%                         ! "  # $%   &     '( # )*+,-.  / 0    11  2 $    1 & # 3                -    *-.        -  -    4 1 5             !  kjötfars úr 388 kr. í 453 kr. eða um 16% og kílóið af pylsum hækkaði úr 753 kr. í 804 eða um 7%. Vodkað hækkaði um 8% Hins vegar lækkaði úrbeinaður svínahamborgarhryggur á tíma- bilinu um 10% úr 2.098 kr. kílóið í 1898 kr. Tómatar lækkuðu úr 344 kr. í 199 kr. eða um 42%. Kaffi hins vegar hækkaði um 82% á tímabilinu úr 415 kr. í 756 kr. og 50 cl kókdósin úr 64 í 86 kr. eða um 34%. Bjórdósin hefur hækkað um 36% til 47% eftir því hvaða tegund miðað er við og vindlingar hækkuðu 229 kr. pakk- inn í 444 kr. eða um 94%. Aftur á móti hækkaði flaskan af bandarísku vodka einungis um 8% á tímabilinu úr 2.300 kr. í 2.490 kr. Þegar hækkunin á rafmagni er skoðuað kemur í ljós að rafmagn hefur hækkað um 15% á tímabilinu og heit vatn um 29%. Bensín aftur á móti hækkaði um 74% frá 1992 til 2002. Þá hækkaði bíómiðinn um 60% úr 500 kr. miðinn árið 1992 í 800 kr. í fyrra. Myndbönd hafa hins vegar hækkað mun minna á tímabilinu eða um 11% úr 433 kr. árið 1992 í 479 kr. í fyrra. VERÐBREYTINGAR einstakra vörutegunda hafa verið mjög mis- munandi á undanförnum árum. Þannig hefur rúgbrauð til að mynda hækkað um 113% á tíu ára tímabili frá 1992 til 2002, strásykur um 144%, stórlúða um 106% og skyr um 71%. Á sama tíma hefur smjör hins vegar lækkað um 15% og rjómi um 7% og ennþá meira að raungildi því meðalverðlagshækkunin á ofan- greindu tímabili frá árinu 1992 til 2002 samkvæmt mælingum vísitölu neysluverðs er um 38%. Svo dæmi séu tekin kostaði kílóið af rúgbrauði 233 kr. árið 1992 en það hafði hækkað í 500 kr. í fyrra sem jafngildir 113% hækkun. Heil- hveitibrauð hafði hins vegar hækk- að úr 251 kr. í 324 kr. á tímabilinu sem er hækkun upp á 29% og nokkru undir verðlagshækkuninni á tímabilinu sem er um 38% eins og fyrr sagði. Kílóið af skyri kostaði 140 kr. fyr- ir tíu árum en það kostaði 240 kr. í fyrra, sem er 71% hækkun. Ný- mjólkin hafði hækkað úr 67 kr. í 81 kr. sem er 21% hækkun, kílóið af 26% osti hækkaði úr 806 kr. í 937 kr. eða um 16%, hveiti hækkaði úr 60 kr. kílóið í 87 kr. eða um 45%, Stjórn Vesturbyggðar leitar stuðnings vegna atvinnumála Áhyggjur af atvinnu- ástandi á Bíldudal BÆJARSTJÓRN Vesturbyggðar kom saman til fundar á miðvikudag þar sem m.a. var rætt um atvinnu- ástandið á Bíldudal. Samþykkt var ályktun þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum af atvinnuástandinu. Vill bæjarstjórnin að leitað verði full- tingis Byggðastofnunar, At- vinnuþróunarfélags Vestfjarða og iðnaðarráðherra um greiningu á stöðunni og tillögur verði lagðar fram til úrbóta. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu ríkir mikil óvissa í atvinnumálum á Bíldudal. Rækju- vinnslan Rækjuver hefur verið lok- uð frá því í vor og fiskvinnslufyr- irtækið Þórður Jónsson ehf. er í greiðslustöðvun. Um 250 manns höfðu lögheimili í Bíldudal um síð- ustu áramót og samkvæmt upplýs- ingum frá Svæðisvinnumiðlun Vest- fjarða eru 12 manns nú á atvinnuleysisskrá. Brynjólfur Gíslason, bæjarstjóri Vesturbyggðar, sagðist í samtali við Morgunblaðið vona að skipan starfshóps yrði klár í næstu viku þannig að vinnan gæti farið af stað sem fyrst. Heyra þyrfti í atvinnu- rekendum á Bíldudal og kanna horfur hjá þeim. „Fólki er löngu hætt að standa á sama um atvinnumálin en ég er sannfærður um að þetta fer allt á besta veg,“ sagði Brynjólfur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugvél lenti harkalega á Reykjavíkurflugvelli Þrír hjól- barðar vélarinnar sprungu RANNSÓKNARNEFND flug- slysa hefur tekið til rannsóknar flugatvik á Reykjavíkurflugvelli í gær þegar þrír hjólbarðar á Metro-flugvél Flugfélags Íslands sprungu í harkalegri lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Fjögur aðal- hjól eru á vélinni og sprakk á öll- um nema einu. Að sögn Jóns Karls Ólafssonar, forstjóra félagsins, urðu ekki aðrar skemmdir á flug- vélinni og flugmennina sakaði ekki. „Við teljum að vélin hafi fengið á sig hnút í ókyrrð í lendingunni,“ sagði Jón Karl við Morgunblaðið. Atvikið átti sér stað klukkan 6.47 í gær morgun. Flugvélin var að ljúka flugi frá Keflavík en þangað hafði hún flogið fyrr um morg- uninn með farþega frá Akureyri. Rannsóknarnefnd flugslysa var strax tilkynnt um atvikið. Þá var lögregla kvödd til og aðstoðaði hún við að mæla bremsuför flugvél- arinnar á austur-vestur brautinni þar sem atvikið varð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.