Morgunblaðið - 12.09.2003, Side 21

Morgunblaðið - 12.09.2003, Side 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 21 BÆJARSTJÓRN Sandgerðis hefur samþykkt samninga við húsnæðis- samvinnufélagið Búmenn og eignar- haldsfélagið Miðnestorg ehf. um uppbyggingu húsa fyrir íbúðir og þjónustu við Miðnestorg í miðbæ Sandgerðis. Fulltrúar minnihlutans lýstu sig andvíga samningnum og telja glannalega farið í fjármálum. Samningur Sandgerðisbæjar og Búmanna kveður á um byggingu tveggja húsa í miðbæ Sandgerðis og eru þau tengd saman með þjónustu- húsi, alls um 3.000 fermetrar að stærð. Í húsunum verða níu íbúðir á vegum Búmanna, fjórar þjónustu- íbúðir, skrifstofur Sandgerðisbæjar, bókasafn bæjarins, eldhús og salir og óráðstafað þjónusturými sem ætlunin er að leigja út til fyrirtækja. Húsnæðissamvinnufélagið Bú- menn byggir húsið og leigir Sand- gerðisbæ það pláss sem fer undir bæjarskrifstofur, bókasafn og fleira. Búmenn buðu byggingu hússins út á dögunum og munu vera í viðræðum við lægstbjóðanda, Húsagerðina sem bauðst til að taka verkið að sér fyrir tæpar 370 milljónir. Áformað er að hefjast handa við framkvæmd- ir síðar í mánuðinum. Sandgerðisbær mun auk þess verja nokkrum fjármunum til fegr- unar svæðisins á byggingartímanum og þátttöku í stofnkostnaði, að því er fram kom í bæjarstjórn, 4,2 millj- ónum á þessu ári, 11,5 milljónum á því næsta og 13 milljónum á árinu 2005. Óttast að í of mikið sé ráðist Samningurinn var samþykktur á fundi bæjarstjórnar í fyrradag með fjórum atkvæðum fulltrúa meiri- hlutans, K-lista Samfylkingar og óháðra og D-lista Sjálfstæðisflokks. Fulltrúar B-lista Framsóknarflokks og Þ-lista Sandgerðislistans greiddu atkvæði á móti. Höskuldur Heiðar Ásgeirsson, oddviti framsóknarmanna, segist hafa áhyggjur af því að með samn- ingnum sé bæjarfélagið að takast á hendur meiri skuldbindingar en það geti staðið undir. Sandgerðisbær leigi 2.000 fermetra húspláss og greiði fyrir rúmar 27 milljónir á ári, auk virðisaukaskatts, með samningi sem gildi til 25 ára og sé óuppsegj- anlegur. Síðan eigi bæjarsjóður að reyna að endurleigja öðrum ein- hvern hluta af þessu plássi. Vísar Heiðar til þess að inni í því húsnæði sem bærinn leigir sé þjónusturými sem ætlunin sé að leigja fyrirtækj- um. Heiðar segir að ekki hafi legið fyr- ir mat á áhrifum þessa samnings á fjárhag bæjarsjóðs þegar málið var tekið til afgreiðslu. Því liggi ekki fyrir hvort bæjarsjóður geti staðið undir þessum skuldbindingum. Sjálfur telur Heiðar glannalega far- ið. Hann segist jafnframt hafa hug á að kanna betur hvort bæjarstjórn hafi verið heimilt að samþykkja samninginn án þess að slíkt mat á áhrifum hans hafi legið fyrir. Við afgreiðslu málsins rifjaði meirihluti bæjarstjórnar og bæjar- stjóri upp aðdraganda málsins og lagði fram í bókun, í tilefni gagnrýni Heiðars. Þar kemur fram það álit að bæjarfulltrúar hafi fengið allar for- sendur til að taka ákvörðun um upp- byggingu á miðbæjarsvæðinu og lýst undrun á afstöðu Heiðars Ás- geirssonar. „Það er skoðun meirihluta bæj- arstjórnar og bæjarstjóra að fram- kvæmdin verði til hagsældar fyrir bæjarkjarnann enda er með fram- kvæmdinni lagður metnaður í betri þjónustu og vöxt í bæjarfélaginu. Við undirrituð eigum okkur framtíð- arsýn í uppbyggingu svæðisins og vísum til föðurhúsanna þeirri böl- sýni og svartsýni sem kemur fram í bókun B-listans,“ segir í bókun full- trúa meirihlutans og bæjarstjórans. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Uppbygging miðbæjar Sandgerðis fer fram á auða svæðinu fyrir miðju myndarinnar en það hefur verið nefnt Miðnestorg. Verslunarhús Samkaupa sést til vinstri á myndinni. Framkvæmdir hefjast síðar í mánuðinum. Sandgerðisbær leigir húsnæðið af Búmönnum Sandgerði Framkvæmdir að hefjast við uppbyggingu á Miðnestorgi Minnihlutinn telur glannalega farið UNDIRBÚNINGUR er hafinn að gerð heimildarmyndar um Reykja- nesbrautina, væntanlega hraðbraut Íslands. Aðstandendur myndarinnar hafa verið leita eftir styrkjum hjá sveitarfélögunum á Suðurnesjum til að gera myndina. Í bréfi þeirra kemur fram að sýnd verður breytingin á þessari leið frá því Óli póstur lagði vörður eftir Reykjanesinu til þess að Reykjanes- brautin breytist í stystu hraðbraut í heimi, eða hraðbraut Íslands. Fjallað verður um atburði sem tengjast brautinni, meðal annars Keflavíkurgöngur hernáms- andstæðinga. Nefnt er að margar og skemmtilegar þjóðsögur gerist á leiðinni og einnig gerð grein fyrir byggðarlögunum og varnarliðinu. Að verkefninu komu Kristlaug Sigurðardóttir kvikmyndafram- leiðandi, Hrafnhildur Hafberg framkvæmdastjóri og Viðar Odd- geirsson kvikmyndatökumaður. Samstarfsaðili þeirra er kvik- myndafyrirtækið Glansmyndir. Morgunblaðið/Árni Torfason Tekið framúr á Reykjanesbrautinni, álver Íslenska álfélagsins í Straumsvík nálgast óðfluga. Heimildarmynd um hraðbraut Íslands Reykjanesbraut LÖGREGLAN í Keflavík segir að allt of algengt sé að börn fari hjálmlaus í skólann á reiðhjólum. Undanfarna daga hefur lögreglan lagt áherslu á að sinna umferðareft- irliti við skólana í umdæmi sínu. Í dagbók hennar kemur fram að víða er ýmsum hlutum ábótavant. Of mikið er um að börnin hjóli hjálmlaus í skólann. Þá skapast oft umferðarteppa við skólana þegar foreldrar aka börnum sínum þang- að og víða vantar betra skipulag á hlutina. Hefur lögreglan unnið að úrbótum á því sviði í samráði við kennara, foreldra og skipulagsyfir- völd. „Þurfa allir að leggjast á eitt til þess að tryggja öryggi barnanna á leið í skólann, sérstaklega þarf að leggja áherslu á þau yngstu,“ segir í dagbók lögreglunnar. Of algengt að börn hjóli hjálmlaus í skóla Suðurnes FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur hafnað kröfu Vatnsleysustrand- arhrepps um að ákvarðanir húsnæðis- nefnda Garðabæjar og Seltjarnarness um að mæla með viðbótarlánum til kaupa skjólstæðinga þeirra á húsnæði í Vogum. Hins vegar vekur ráðuneyt- ið athygli á því að ákvörðun húsnæðis- nefndar Garðabæjar er í andstöðu við eigin vinnureglur nefndarinnar. Vatnsleysustrandarhreppur gerði athugasemdir við að einstök sveitar- félög eða húsnæðisnefndir þeirra hafi beint því til Íbúðalánasjóðs að veita einstaklingum viðbótarlán til kaupa á fasteignum utan viðkomandi sveitar- félags. Nefnd voru dæmi um slíkar ráðstafanir húsnæðisnefnda Garða- bæjar og Seltjarnarness í Vogum, án þess að húsnæðisnefndin þar hafi komið að málum. Leitaði sveitarstjórn til félagsmála- ráðuneytisins. Í áliti þess sem nýlega var gengið frá kemur fram að ráðu- neytið tekur undir þau sjónarmið hreppsins að í lögum og reglugerð sé á því byggt að það séu húsnæðis- nefndir viðkomandi sveitarfélaga sem taki ákvarðanir um húsnæðismál á sínu svæði og það sé verkefni viðkom- andi sveitarfélags að ráða málum inn- an sinna umdæma. Ráðuneytið hafn- aði því hins vegar að fella niður umræddar ákvarðanir húsnæðis- nefnda Garðabæjar og Seltjarnarness um viðbótarlán vegna ríkra hagsmuna þeirra umsækjenda sem keypt hafa húsnæði á grundvelli þeirra. Loks tekur ráðuneytið undir þá ósk Vatns- leysustrandarhrepps að gerðar verði ráðstafanir til að slíkt endurtaki sig ekki. Álitið var kynnt á fundi hrepps- nefndar. Þar kom fram að sveitar- stjóri muni eiga fund með lögfræðingi hreppsins um framhald málsins. Tekið er undir sjónarmið hreppsins Vogar HREPPSNEFND Gerðahrepps hefur ákveðið að óska eftir viðræðum við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins um að svæði norðan við Rósaselstorg, í nágrenni Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, verði fært út fyrir varnarsvæði þannig að Gerðahrepp- ur geti ráðstafað því. Baugur Group hf. er að leita að hagkvæmum lóðum fyrir bens- ínstöðvar. Nýlega óskaði félagið eftir viðræðum við Gerðahrepp um lóð fyrir bensínstöð norðan hringtorgs á mótum Reykjanesbrautar, Gerðaveg- ar og Sandgerðisvegar, svokallað Rósaselstorg. Við umfjöllun í skipulags- og bygg- ingarnefnd Gerðahrepps kom fram að svæðið er innan varnarsvæða og vakin athygli á því að ef ekki takist að fá það tekið undan varnarsvæði þurfi lóðarfyrirspurnin að fara til umfjöll- unar skipulags- og byggingarnefndar varnarsvæða. Hreppsnefndin hefur nú ákveðið að óska eftir viðræðum við varnarmálaskrifstofu um málið. Vilja fá bensínstöð við Rósaselstorg Gerðahreppur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.