Morgunblaðið - 12.09.2003, Side 27

Morgunblaðið - 12.09.2003, Side 27
eftir Thorbjörn Egner. Tónlist: Thorbjörn Egner og Christian Hartmann. Leikþýðing: Hulda Valtýsdóttir. Ljóðaþýðing: Kristján frá Djúpa- læk. Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson. Hljómsveitarstjóri: Jóhann G. Jó- hannsson. Dansar og sviðshreyfingar: Ástrós Gunnarsdóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Leikmynd: Brian Pilkington. Leikarar: Mikki refur: Þröstur Leó Gunn- arsson Lilli klifurmús: Atli Rafn Sigurð- arson Marteinn skógarmús: Kjartan Guð- jónsson Hérastubbur bakari: Pálmi Gests- son Bakaradrengur: Friðrik Friðriksson Bangsapabbi: Örn Árnason Bangsamamma: Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir Bangsi litli: Sigurður Þórhallsson og Oliver Másson Amma mús: Ragnheiður Steindórs- dóttir Húsamús: Brynhildur Guðjónsdóttir og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir Hjónin á bænum: Randver Þorláks- son og Anna Kristín Arngrímsdóttir Patti broddgöltur og hundurinn Habbakúkk: Björgvin Franz Gísla- son Elgurinn: Jóhann Sigurðarson Krákan: Sigríður Þorvaldsdóttir Uglan: Margrét Guðmundsdótti Íkornabörn og mýs: Sindri Már Ágústsson, Andri Már Birgisson, Hildur Margrét Jóhannsdóttir, Móna Sif Hadaya, Sigurbjartur S. Atlason, Óskar Völundarson, Erna Ósk Arnardóttir, Gunnhildur Eva Gunnarsdóttir, Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir, Sólrún María Arn- ardóttir, Margrét Dórothea Jóns- dóttir, Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir og Thelma Rut Gunnarsdóttir. Dýrin í Hálsaskógi LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 27 # 3  6# 67              6     1 681      ! "#66)    $     ! "#66)    ! #"%!69 :   ; 6/   <  & '(  $)*     66/   <  + 6/  =   1 6  >  ,  - ./  * 6 1?6/   <  0 12  66@1  3 4 5 6/  =   1 6  >   67 !/2 !   631 A3 1      1 681  $   1 4             + 6/  =   1 6  >  0 12  66@1  3 4 5 6/  =   1 6  >  8  4  !6$  1 6@1  9  6  1 B   6@1    66@1  $ ! #6/  =   1 6  >  ,24  4#***6  0 C 6  >  1 (# 2 6/  =   1 6  >  -6/  =   1 6  >                          : ;6@   1 6     3   6D D 1 1     1 6E 7< 7    !  "6F&  @  68# ,<!, 62 21 6    ,""6 1    692      9 6 1    692    3  =6D D 1 1     1 6E   >%6 1    692      7 6 1    692      , 6 1    692                     6     1 681      ! "#66)    $     ! "#66)    ! #"%!69 :   ; 6/   <  & '(  $)*     66/   <  ,  - ./  * 6 1?6/   <  7 !/2 !631 A3 1      1 681        ! "#66)    ?   5! "#66)    *.  .> > %@  66=G   ?  !"#$%&'(%%)*++&+ ++   8<  1  #   "A%A+!!HAI  @1   = 8<       1 8<   >1    A  ;     < ;        ,                  >  4#63  $ 1 6% : %  *69 GJ 2 G 692        !A5 B6B 2K692    C4 -  3 %692    C / $ 6BA/A@  1 6:1    D    6B 2K692    %! "# !6L  B  692    > 6  @ G 692    E4# 5 62<2<1 6     9  4#  # 6M    692      -./ 81  1 N(     N   ; #    A #$% &'   ( )  @1      @1   0    @1      @1   @ $ 1   2   2 >$ 1 / 2 >$ 1     * $% &'   (() 2 >       9  3 1  5   2 >  6  ; / 2 >$ 1 :1 /   % $ #    BRIAN Pilkington er höfundur leik- myndarinnar að Dýrunum í Hálsa- skógi. Brian er löngu þjóðþekktur fyrir teikningar sínar og mynd- skreytingar í barnabækur, en hann hefur aldrei unnið fyrir leikhús áð- ur. Dýrin í Hálsaskógi er verk sem allir þekkja og oft er stuðst við hug- myndir höfundarins, Thorbjörns Egners, við hönnun leikmynd- arinnar. Ekki þó í þetta sinn. „Ég er ekkert mikill leik- húsmaður sjálfur,“ segir Brian Pilk- ington. „Ég hef ekki komið nema kannski fjórum sinnum í leikhús síð- an ég flutti hingað, og tvisvar úti. En eitt af þeim verkum sem ég hef séð hér eru Dýrin í Hálsaskógi. Þeg- ar ég var nýkominn til Íslands voru Bessi Bjarnason og Árni Tryggva- son að leika í þessu, þannig að ég þekkti verkið. Stelpan mín, sem er tuttugu og fimm ára í dag, átti plöt- una og spilaði hana aftur og aftur og aftur, þannig að ég þekkti verkið ansi vel. Það hefur verið mér mikil hjálp, vegna þess að ég er lesblindur og á erfitt með að lesa handrit og svoleiðis, og því var þetta auðveld- ara fyrir mig en annars hefði verið. Þetta hefur ekki verið neitt annað en rosalega gaman og alls ekki erf- itt, þótt ég hafi aldrei unnið fyrir leikhús áður.“ Brian Pilkington segir að vegna reynsluleysis síns í leikhúsinu hafi hann ekki haft hugmynd um hvern- ig hann átti að vinna verkið og skila því af sér. „Ég gerði bara eitthvað, og það virðist hafa heppnast frá byrjun til enda. Ég bjó til módel af leikhúsinu til að sjá hvernig ég gæti nýtt mér hringsviðið og svæðið umhverfis. Ég byggði sviðið og leiktjöldin og prófaði mig áfram með skiptingar og lýsingu og það virkaði allt mjög vel. Þetta var þó allt svona „sirka“ eins og ég vildi hafa það, og þegar ég fór að vinna með sviðsmönn- unum vissu þeir ekkert hvað var að gerast í hausnum á mér. Þegar byrj- að var að mála kom í ljós að þetta var ekki alveg eins og ég vildi. Ég tók það því á mig að mála sviðs- myndina sjálfur. Það var rosaleg vinna, – ætli ég hafi ekki gert þetta 70% einn, en fékk svo tvo málara mér til aðstoðar. Þetta var lærdóms- rík reynsla. Ég er vanur að vinna á blað sem er kannski 50 x 40cm, en þarna þurfti ég að mála tré sem eru 6 metra há. Það kom mér þó á óvart að það var ekkert miklu meira mál að mála svona stórt, og tók ekkert miklu lengri tíma, – kannski tvo tíma á tré. Þetta var ofsa gaman.“ Góð tilbreyting að vinna í hópi Reynslunni ríkari segist Brian Pilkington vel geta hugsað sér að vinna meira fyrir leikhús, enda átti hann sig nú mun betur á því hvernig sú vinna fer fram. „Það yrði þægi- legra fyrir mig núna, – og líka fyrir fólkið í kringum mig. Ég veit að ég þarf að gera mjög nákvæma fyr- irmynd og þá er ekkert mál að treysta öðrum fyrir restinni. Ég vildi hins vegar gjarnan fá lengri fyrirvara til að skila hugmyndinni, tvær, þrjár vikur er of stuttur tími. Þetta er þó búið að vera mjög gam- an. Annað sem er búið að vera skemmtilegt fyrir mig og öðruvísi er það að vinna með svona hópi. Ég er vanur að vinna einn með sjálfum mér, þar sem ég geri allt sjálfur, allt frá því að skrifa sjálfur og teikna myndir til þess að brjóta um. Þannig hef ég unnið í þrjátíu ár. Þegar ég kem í hóp, þar sem allir þurfa að vinna saman, hef ég hins vegar átt svolítið erfitt með að ýta sjálfum mér fram. Vinnan við Dýrin í Hálsa- skógi var þó mjög jákvæð fyrir mig að þessu leyti.“ Leikmynd Brians Pilkingtons er sérstaklega björt og hlý; – skóg- urinn er fallega grænn og vex svo- lítið fram í salinn. Brian segir ljósa- hönnuði hafa unnið mjög gott verk við lýsingu hennar. Þrátt fyrir gróð- urinn virðist sviðið rúmt og nóg pláss fyrir alla íbúa Hálsaskógar. „Þegar Þjóðleikhúsið bauð mér þetta verkefni var ég fyrst að velta því fyrir mér hvers vegna þeir vildu mig í þetta. Það eru margir búnir að læra þetta fag í skóla. En sennilega var ég beðinn vegna vinnu minnar við barnabækur, og mig langaði strax að gera þetta eins og bók – þrívíða bók – þú veist, svona bók þar sem síðurnar rísa upp um leið og þú opnar. Mig langaði að ná þeirri til- finningu í leikmyndina. Þess vegna vildi ég líka hafa trén teiknuð, – en ekki einhvers konar alvöru tré. Þannig tengi ég þetta líka öðru höf- undarverki mínu. Ég reyndi að gera þetta í mínum stíl og ég held að það virki bara vel.“ Morgunblaðið/Þorkell Brian Pilkington: Ég gerði bara eitthvað og það virðist hafa heppnast. Vildi skapa leikmynd í mínum stíl væri ekkert án þessara manna.“ Mikki, hvernig líst þér á nýju regl- urnar í Hálsaskógi – hvers vegna eiga öll dýrin að vera vinir? Mikki: „Ég kann ofsalega illa við þessar reglur. Þetta er illa gert af þeim gagnvart mér. Auðvitað er erfitt að sætta sig við það að eiga bara að skipta algjörlega um fæði. Það er svo sem allt í lagi að borða eina og eina gulrót með. Ég þarf auðvitað mjög orkuríkan mat til þess að lifa. Ég er mikið á ferðinni og þarf að vera „fitt“. Ég þjálfa mjög mikið, – fer í ræktina nokkrum sinnum á dag.“ Nú gerist Lilli áhugasamur um vel- ferð Mikka. Lilli: „Það má líka benda á það, að það fæst sjöþúsundkall fyrir hvern veiddan ref, þannig að Mikki þarf að eyða mikilli orku bara í það að leynast og komast af undan veiðimönnum. Hann er eftirlýstur.“ Mikki: „Mér finnst þetta mjög skrýtið, miðað við það hvað ég get nú verið góður að það skuli lagt fé til skotts mér. Ég er í minnihlutahópi og jafnvel lagður í einelti. Mér eru settar reglur sem ég á að fara eftir, en eðli mitt er annað. Það er þó eitt gott við það. Við lærum að við getum breytt svo mörgu í okkar fari. Þótt það virð- ist óyfirstíganlegt vandamál hjá mér þetta með matinn og hegðunina, þá er það merkilegt hvað maður getur að- lagast, og ég vona að það takist hjá mér og ég hafi þetta af.“ Dýrin í Hálsaskógi verða frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins á morg- un kl. 14. begga@mbl.is „Það er enginn vandi að baka piparkökur, ef maður kann bara piparköku- sönginn. “ Hérastubbur og bakaradrengurinn – Pálmi Gestsson og Friðrik Friðriksson í hlutverkum sínum. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.