Morgunblaðið - 12.09.2003, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.09.2003, Qupperneq 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 31 UM aldamótin 1900 ríkti mikil bjartsýni um öldina sem var að hefj- ast, töldu menn að mikið framfara- skeið hlyti nú að fylgja þeim uppgötv- unum í vísindum og tækni sem einkenndu síðustu áratugi nítjándu aldar. Fáa grunaði að fræjum stjórnmálastefnanna tveggja, sem réðu mestu um fram- vinduna á tuttugustu öldinni, hafði þegar verið sáð. Aðeins þurfti að bíða þess að illviðurinn festi rætur og yxi, vökvaður af tveim stórstyrjöldum. Segja má að þessar tvær stjórn- málastefnur séu runnar af sömu rót, sósíalismanum, samhyggjunni, en í þeirri hugmyndafræði er ríkisvaldinu ætlað að reisa himnaríki á jörðu. Skipti litlu máli hvort það var með stéttleysis-bolsévisma Leníns, eða Þúsund ára ríkis þjóðernissamhyggju Hitlers. Nærtækara er þó að kalla þessar stjórnmálastefnur helstefnur, því að þjóðfélagsgerðinni sem þær geta af sér er einna best lýst sem Hel- víti á jörðu. Í byrjun þessrar aldar þótti mér ómaksins vert að skyggnast eftir því hvort einhverjar af stjórnmála- stefnum nútímans væru líklegar til að taka að sér hlutverk fyrrnefndra hel- stefna á tuttugustu og fyrstu öldinni. Ekki þurfti ég að leita lengi áður en þrjár vástefnur nútímans urðu á vegi mínum. Fimm sameinkenni Það sem dró athygli mína að þeim var að þær hafa nokkur sameinkenni með þeim helstefnum sem þjökuðu mannkynið á síðustu öld. Í fyrsta lagi hefur hver þessara stefna mikinn fjölda fylgismanna, sem eru svo sannfærðir um ágæti þeirra, að kalla mætti þá heittrúarmenn. Í öðru lagi hefur hver þessara stefna fólgnar í sér innri mótsagnir, sem gera það að verkum að útkoman af framkvæmd þeirra kallar fram ástand sem er andstætt því ástandi sem þeim er ætlað að koma á. Í þriðja lagi virðist vera innbyggð í þessar stefnur fyrirlitning á þeim sem ekki aðhyllast stefnurnar. Í fjórða lagi rekja stefnurnar rætur til eins konar lærdómsveldis. Í fimmta lagi gera allar þessar stefnur kröfu um að vald sé fært til ríkisins með óafturkræfum hætti til að hægt sé að koma á fyrirmyndarrík- inu, og þessi valdatilfærsla er á kostn- að einstaklingsfrelsis. Óheilög þrenning Helstefnurnar þrjár eru þessar eft- ir því sem ég best fæ séð: Öfgakennd nátturuverndarstefna, evrópska sam- bandsríkishugsjónin og síðast en ekki síst Íslam. Ég get aðeins gert grein fyrir þeim í stuttu máli hér. Öfgakennd náttúruverndarstefna er þegar farin að hafa áhrif til hins verra hér á landi, enda er íslenska kvótakerfið t.d. byggt á henni. Kröfur eru gerðar um alls kyns takmarkanir á framleiðslu á grundvelli þessarar barnungu helstefnu. Þegar eru farnar að koma fram kröfur um alls kyns kvóta á framleiðslu sem fela það í sér að vald stjórnmálamanna yfir lífi okk- ar mun aukast ískyggilega. Auðséð er að þetta mun orsaka örbirgð, ójöfnuð, ófrelsi, hungursneyð, hörmungar og styrjaldir þegar líða tekur á öldina Hættan ef þessari stefnu er samt ekki eins bráð og af hinum tveimur, en samspil þeirra á að öllum líkindum eftir að kalla yfir okkur heimsstyrjöld á öðrum áratug þessarar aldar. Við ættum að byrja að sjá umbreyt- ingu Evrópusambandsins í ráðstjórn- arríki tuttugustu og fyrstu aldarinnar þegar dregur að endalokum þriðja áratugarins. Óvíst er að hægt sé að snúa við þessari þróun þótt allir legð- ust á árarnar frá þessari stundu. Þró- unarsaga Evrópusambandsins líkist skrípaharmleik, þar sem hver mistök- in elta önnur og að lokum stendur eft- ir ómynd kerfis sem nánast enginn frumkvöðla þessarar þróunarsögu hefði talið skynsamlegt að stefna að. Enn eigum við þó eftir að upplifa það að þessi óskapnaður afnemi sína eigin tilvist með hildarleik uppreisna, borgarastyrjalda og styrjalda við önnur ríki. En þessi glórulausa tilraun til að af- nema landamæri og þjóðir hlaut að enda með þeim ósköpum að þjóð risi gegn þjóð þegar landamærin skilja ekki lengur að ósamrýmanlega menn- ingarhópa. Þurftum við hildarleikinn í Júgóslavíu til að segja okkur að garð- ur er granna sættir? Og þurfum við nýjan styrjaldarharmleik í Evrópu til sannfæra okkur um þessi augljósu sannindi enn á ný? Íslam fæddist og breiddist út með styrjöldum, enda taka menn varla á sig ok ambáttarsonarins Ísmaels ótil- neyddir. Guð lofaði því um ættföður íslams að hann yrði í stöðugum átök- um við alla sem í kringum hann voru, og ekki fæ ég betur séð en að þetta hafi gengið eftir hvað varðar andlega arftaka hans. Trúarbrögð sem útbreidd eru með styrjöldum virðast vera markvissasta leiðin til að koma á helvíti á jörðu. Við höfum þegar fengið sýnishorn af því hvernig það reynist að blanda saman Íslam og nútímahernaðartækni. Við eigum enn eftir að upplifa fulla dýrð þessa ógiftulega hjónabands hern- aðartækni og trúarbragða. Ekki þykir mér ólíklegt að mín kynslóð muni sjá þessa dýrð langt fyrir miðja tuttugustu og fyrstu öld- ina. Varla dregur það úr dýrðinni þegar hinar helstefnurnar tvær leggj- ast á árarnar með ambáttarsyninum. Um helstefnur nýrrar aldar Eftir Árna Thoroddsen Höfundur er kerfisfræðingur. tug verið unnið að ýmsum bótum og auðvitað sýnist sitt hverjum þegar aðgengi breytist. Þegar unnið er að aðgerðum t.d. með uppsetningu hindrana, þreng- inga, miðeyja og hringtorga, er m.a. verið að ná niður hraða og styrkja gönguleiðir. Það er mark- visst unnið að því að ná niður hraða ökutækja í einstökum hverfum, en skilningur okkar byggist á faglegum rannsóknum á því að alvarleiki slysa stendur í réttu hlutfalli við hraðann. Við allar breytingar, s.s. þrengingar og hindranir, er verið að huga að auknu öryggi, skapa betri að- stæður og minnka líkur á alvar- legum slysum. Umferðarvika í Hafnarfirði Umferðarvikan samanstendur af nokkrum viðburðum. Fjallað er um samgöngur, hjólreiðar og vistakstur svo eitthvað sé nefnt. Árleg minningarathöfn um fórn- arlömb umferðarslysa verður í Víðistaðakirkju auk hefðbund- innar kertafleytingar. Bíllaus dagur verður haldinn og allir fá einn dag frítt í strætó til að hvetja til aukinnar notkunar al- menningssamgangna. Um leið og ökumenn eru minntir á aukinn fjölda ungra vegfarenda í umferðinni nú í skólabyrjun eru Hafnfirðingar og aðrir landsmenn hvattir til að hugsa um gæði umferðarinnar alla daga ársins. Minni hraði veit- ir okkur öllum meira öryggi. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.