Morgunblaðið - 17.09.2003, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.09.2003, Qupperneq 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HELGINA 27.-28. september mun Jón Böðvarsson verða í Dalvíkur- byggð og segja frá Svarfdælasögu og tengdum sögum og þáttum. Jón hefur orðið vinsæll fyrir er- indi sín um Njálu og fleiri Íslend- ingasögur. Nú snýr hann sér að Svarfdælu, sem mörgum hefur þótt óaðgengileg. Ef að líkum lætur mun Jón segja fólki hana á sinn hátt, þótt hann byggi frásögn sína á rannsóknum margra. Sögusviðið nær allt frá fremstu byggðum Svarfaðardals og Skíða- dals út á Upsaströnd og Árskógs- strönd. Fjöldi staðarheita í sögun- um er enn í almennri notkun. Samkoman verður á laugardegi 27. og sunnudegi 28. september kl. 13-17 í félagsheimilinu Rimum við Húsabakkaskóla. Sögur úr Svarfaðardal E ITT af því sem engan veg- inn varð komist hjá að verða var við á menning- arsíðum dagblaðanna í Lundúnum voru umræður um hina svonefndu Nelliku- madonnu, eftir Rafael. At- hygli mín beindist líka að stórri töflu á vegg í aflöngum gangi á leið í veitingabúð á jarð- hæð Þjóðlistasafnsins, ætluð fyrir blaða- úrklippur og annað fróðlegt tengt safninu til tímabundinnar upphengingar. Á henni voru þá stundina földi snifsa sem fjölluðu um mál- verkið, hvers konar bollaleggingum þess efn- is hvernig mögulegt væri að koma í veg fyrir að það yrði selt úr landi, ásamt hvatningu um að leggja samskotum í því skyni lið. For- vitnilegt að beina kastljósinu að umræðunni þar sem viðlíka kemur reglulega upp sunnar í Evrópu, en harla lítið um það fjallað í fjöl- miðlum hér, nema í smádálkafréttum. Er þó um að ræða mik- ilsverðan fróðleik varðandi menning- argeymdir sem kunna að glatast og hvernig aðrar þjóðir haga samræðunni er slík mál eru á brenni- depli. Mál er að tólfti hertoginn af Norðhumru, einn auðugasti landeigandi í Bretlandi, eign- ir hans metnar á 800 milljónir punda, hugð- ist selja Guðsmóðurina með Jesúbarnið Getty-safninu í Malibu í Kaliforníu fyrir 35 milljónir. Það gátu menn einfaldlega ekki sætt sig við og hafinn var herferð fyrir því að koma í veg fyrir meint hneyksli með sam- skotum og fékk málið fljúgandi viðbrögð hjá Þjóðarhappadrættinu sem ákvað eftir ein- ungis rúmlega tveggja klukkustunda fund að veita safninu 11½ milljón punda úr eins kon- ar minjavörslusjóði, „heritage fund“. Þótt einhverjar milljónir söfnuðust í viðbót var hertoginn fastur fyrir í ákvörðun sinni að selja myndina til Getty-safnsins og úr öllu þessu varð mikið mál sem staðið hefur frá því seint á síðasta ári. Rataði jafnt í fréttir sem leiðara dagblaðanna auk þess að margir létu ljós sitt skína í viðtölum og les- endabréfum. Málverkið sem er í svokallaðri mínatúrstærð, 29X23 cm, hékk uppi í Sains- bury álmunni í einn mánuð svo almenningur gæti litið djásnið og lagt málinu lið með frjálsum framlögum. Gaf málinu ekki sérstakan gaum meðan ég var í borginni, en hélt eftir nokkrum blaða- snifsum, en þesslags umræða er samt jafn- aðarlega í grunni sínum áhugaverð sem ein hlið listaverkamarkaðsins, fersentimeterinn hér nokkuð dýr. Margt skrítið mun hafa komið upp varðandi söluna eins og verða vill á listaamarkaði, meðal annars bætti safnið 5 milljónum punda við upphæð Þjóðarhappa- drættisins úr sjóði sem John Paul Getty yngri, sem búsettur er í London stofnaði 1985, einmitt í því skyni að hindra að mikils- verð málverk væru seld úr landi! Sjóðurinn nam upprunalega 50 milljónum punda og honum fylgdi sú yfirlýsing að það væri hneykslanlegt að sjálf höfuðborg konungs- ríkisins væri ekki lengur samkeppnisfær á alþjóðlegum listamarkaði. En það var nokkru áður en safnið mikla reis í Malibu, menn hafa þó í flimtingum að hér sé á ferð einvígi á milli Gettys yngra og Gettys eldra. Safnið sem varðveitir listaverkaeign Gettys eldra hefur um þessar mundir úr meiri sjóð- um að ausa en nokkurt annað í heiminum. Það fer létt með að yfirbjóða listaverk á uppboðum og stöðugt á höttunum eftir fá- gæti, gott fyrir Norðurlönd að það hefur meðal annars sýnt áhuga á gullaldarmál- urunum dönsku, einkum Cristen Købke. Safnið hefur yfir að ráða fjármunum af olíu- hagnaði sem nema fjórum milljörðum evra og verður árlega skilyrðislaust að punga út 127,5 milljónum til nýkaupa og forvörslu listaverka til að halda jafnvægi í skatta- málum. Það hefur enda farið svo, að í fjöl- mörgum tilvikum á uppboðum undanfarin ár þá málverk eru slegin á metverði stendur Getty-safnið að baki kaupanna. Meðal ann- ars rötuðu sverðliljur van Goghs til Malibu, sem ástralskur bjórbruggari keypti á met- verði um árið eins og frægt er, einnig að en- demum því hann gat svo ekki staðið við kaupin, gott ef hann lenti ekki á endanum bak við lás og slá. Menn orða það líka svo, að í samanburði við Getty-safnið séu önnur söfn í heiminum eiginlega fátækraheimili. Engan veginn öll kurl komin til graf-ar, því ekki vildu allir sérfræð-ingar meina að Nellikumadonnansem Rafael á að hafa málað 1508, stuttu eftir að hann bar að í Flórenz, væri ekta. Málverkið mun nefnilega lengstum hafa verið álitið eftirgerð og af ýmsum naumast talið meira en 6.000 punda virði! Líka til umhugsunar og heilabrota að áhug- inn á málverkinu var ekki meiri en að það hékk uppi í dimmu fordyri í Alnwich kastala eða allt til ársins 1992, er þó í ljósi sögunnar varla til frásagnar um mikilsháttar listaverk sem fyrir einhverja óskilgreinda atburðarás eru dregin fram í dagsljósið, dæmin mörg. Í þessu tilviki var það listsögufræðingur frá Þjóðlistasafninu sem færði rök að því að málverkið væri ekta, infra- og röntgen- myndir staðfestu það svo að hinn skarp- skyggni halur hafði á réttu að standa. Samkvæmt enskum lögum er óheimilt að flytja verðmæt listaverk úr landi fyrr en að þrem mánuðum liðnum eftir að kaup eru gerð, söfnin hafa þann umþóttunartíma til að koma á móts við kaupverðið. Þjóðlistasafninu hefur nú tekist að ná saman 21 milljón í því skyni og þótt upphæðin svari ekki til tilboðs þeirra í Malibu er það á ýmsa vegu hagstætt fyrir hertogann sem er að hugleiða sinn gang og þannig standa málin í dag. Nellikumadonnan SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Frá sýningu á Nellikumadonnunni í Þjóðlistasafninu í Lond- on. Marka má smæð málverksins af safngestunum. Rafael (1487–1520), Nelliku- madonnan, 1508, 29x23 sm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.