Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 39
En því miður ertu farin en þú ert
farin á betri stað og ég mun aldrei
gleyma þér eða því sem þú hefur gert
fyrir mig með því að vera til. Ég elska
þig og vona að þú takir á móti mér
þegar ég kem.
Þinn frændi
Hlynur.
Stefanía var hjartagóð og falleg
ung stúlka sem var rétt að byrja lífið.
Brosið hennar bjarta, lýsti og
gladdi þá sem nærri voru. En það er
svo ótrúlega stutt á milli lífsins og
dauðans. Orð eru fátækleg á þessari
miklu sorgarstund. Einn strengur í
hörpu fjölskyldunnar er slitinn.
Hljómurinn verður aldrei sá sami.
Það þarf að stilla þá strengi sem eftir
eru og fá þá til að hljóma aftur skært
og fallega.
Nú er það okkar vinanna að rétta
hjálparhönd og fjölskyldunnar allrar
að styrkja hvert annað.
Sá tími sem okkur er úthlutað hér
er mislangur. En fullvissan um það
að lífið haldi áfram í ljósi Guðs og þeir
sem dánir eru fylgi okkur í andanum,
gerir missinn og sorgina bærilegri.
Minningarnar um hið góða hjartalag
Stefaníu og brosið sem lýsti allt upp,
hjálpar þeim sem eftir standa til að
finna á ný lífinu jákvæðan farveg.
Það hefur verið aðdáunarvert að
fylgjast með þeirri samstöðu sem
hefur myndast í fjölskyldunni og
vinahópnum á þessum sorgardögum.
Nú hafa foreldrarnir, okkar kæru
vinir Pétur og Edda, ákveðið að
stofna kærleikssjóð í minningu Stef-
aníu. Þannig geta þau haldið minn-
ingu dóttur sinnar á lofti um ókomin
ár. Kærleikurinn er mikilvægasta
aflið í samfélagi manna og þjóða. Við
biðjum þess og trúum að kærleiks-
sjóðurinn verði til blessunar og geti
veitt þeim styrk sem eiga um sárt að
binda. Þannig verður minningu Stef-
aníu best haldið á lofti og hennar
kærleiksbros mun lifa.
Guð styrki og verndi alla fjölskyld-
una.
Þorvaldur, Dís og fjölskylda.
Elsku Stefanía mín, mig langar svo
að skrifa til þín nokkur orð þó svo að
ég viti að þú heyrir bænir mínar. Ég
vill þakka þér fyrir að hafa leyft mér
að kynnast þér í lifanda lífi. Ég veit
að ég þekkti þig í mjög stuttan tíma
en þrátt fyrir það áttu mjög sérstak-
an stað í mínu hjarta. Falleg ásjóna
þín og persónuleiki munu aldrei
hverfa mér úr minni. Þegar ég horfði
fyrst djúpt í augun á þér og þú heill-
aðir mig algjörlega upp úr skónum
með fallega brosi þínu.
Ég vildi óska þess að geta farið aft-
ur í tímann og upplifað aftur góðu
stundirnar sem við áttum saman. Til
dæmis þegar við sátum undir stóra
trénu, borðuðum tapas og hlógum
saman. Þér fannst maturinn svo góð-
ur að þú ætlaðir sko beint upp á hótel
og segja stelpunum að það væri hægt
að borða eitthvað annað en pizzur og
hamborgara á Spáni. Ég gleymi því
heldur ekki hvað þú fórst hjá þér
þegar ég sagði þér hvað mér þætti þú
sæt. Ég á ekkert nema góðar minn-
ingar en hefði viljað eiga fleiri og
kynnast þér betur.
Ég gæfi allt til að fá að breyta at-
burðarásinni á kveðjustundinni en
vilja Guðs verður ekki breytt. Aldrei
hefði mig grunað að þetta væri þín
hinsta kveðjustund. Þú sveifst burt
frá mér með englum Guðs og kvaddir
okkur öll. Ég get vel hugsað mér að
Guð hafi viljað þig í faðm sinn en það
er samt erfitt að skilja svona grimm
örlög. Þetta risti djúpt sár í sálu mína
og um stund hélt ég að heimurinn
væri að endalokum kominn. Þegar
sársaukinn var sem mestur og ring-
ulreiðin var að buga mig, fann ég allt í
einu fyrir ró og kyrrð innra með mér.
Ég fann fyrir návist þinni og geri það
enn.
Elsku Stefanía mín, þakka þér fyr-
ir þann styrk sem þú hefur gefið mér
og þínum nánustu. Án hans væri
ómögulegt að yfirstíga þennan harm-
leik og halda lífinu áfram. Ég veit að
þú ert í góðum höndum og þjónar
mikilvægu hlutverki í ríki Guðs. Von-
andi fæ ég einhvern tíma að hitta þig
þar aftur, elsku engillinn minn.
Þinn vinur
Arnar Fells Gunnarsson.
Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund,
en lofaðu’ engan dag fyrir sólarlags stund.
Um sólskin kvað fuglinn og sá hvergi skúr,
þá sólin rann í haf, var hann kominn í búr.
Um sumardag blómið í sakleysi hló,
en sólin hvarf, og élið til foldar það sló.
Og dátt lék sér barnið um dagmálamund,
en dáið var og stirðnað um miðaftans stund.
Svo örstutt er bil milli blíðu og éls,
og brugðizt getur lánið frá morgni til kvelds.
En gott átt þú, sál hver, sem Guð veitir frið,
þó gæfan þín sé hverful um veraldar svið.
Um Guðs frið þú syngur og grætur ei skúr,
þó geymi þig um sólarlag fanganna búr.
Sem barn Guðs þú unir sem blómstur við sól,
þótt brothætt sé sem reyrinn þitt lukkunnar
hjól.
Þó lukkan sé brothætt, þó ljós þitt sé tál,
sá leitar þín, sem finnur og týnir engri sál.
Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund,
og lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund.
(Þýð. M. Joch.)
Elsku Edda, Pétur, Jónbjörn,
Edda Marý, Ósk, Bella, amma Mæja,
Birna og aðrir ástvinir. Við biðjum
góðan guð að umvefja ykkur og milda
ykkar sára söknuð. Hvíl þú í friði
elsku frænka, megi guð geyma þig og
minning þín ylja alla tíð.
Ásgeir frændi og fjölskylda.
Elsku frænka.
Ég hafði einmitt verið að hugsa til
þín daginn áður en mamma færði
mér sorgarfréttirnar, hvað það væri
orðið langt síðan við hefðum sést.
Hversu skammarlegt það væri hve
lítið samband hefði verið síðustu ár.
Fullt af minningum koma upp í
hugann en öllu erfiðara er að koma
þeim niður á blað. Ein fyrsta æsku-
minning mín er þegar þú komst í
heimsókn til okkar með mömmu
þinni og pabba og mér sem hafði allt-
af verið litla barnið fannst ég allt í
einu vera rosa stór og mikilvæg í
kringum litlu stelpuna sem þó var
ekki nema tveimur árum yngri. Eða
þegar þú varst nýbyrjuð í Austur-
bæjarskólanum og „stóra stelpan“
farin að líta aðeins meira framhjá
aldursmuninum. Við vorum saman
alla daga og varla tími fyrir skóla eða
píanótíma til að missa nú ekkert úr
leikdeginum. Við töluðum um allt
mögulegt, til dæmis Boggu ömmu
sem okkur hafði langað að kynnast.
Hvað okkur langaði mikið að skreppa
upp til himna þó ekki væri nema í
einn dag til að eyða með ömmu og við
ætluðum báðar að eignast litlar dæt-
ur í framtíðinni og skíra þær Vil-
borgu. Ekki hafði neinn grunað þá að
þú ættir eftir að leggja svona fljótt
upp í ferðina miklu. Ég veit þó að
amma hefur tekið vel á móti þér og
ég er með ykkur í huganum.
Elsku Pétur, Edda, Edda Marý,
Ósk, Bella og Jónbjörn, ég sendi ykk-
ur mínar innilegu samúðarkveðjur.
Steinunn Arnardóttir.
Elsku Stefanía. Þær eru ógleym-
anlegar minningarnar sem komu upp
í hugann er við heyrðum um ótíma-
bært fráfall þitt. Þú litla sæta ljúfan
góða sem ávallt brostir svo blítt. All-
ar stundirnar sem við áttum saman í
Pétursbúð og á Klapparstígnum eru
okkur minnisstæðar. Þitt hlýja bros
og viðmót sem bræddi öll hjörtu, sem
og glaðværð þín og ferskleikinn sem
um þig lék. Minningin um þig verður
ávallt geymd í hjörtum okkar. Þessi
orð eru skrifuð til þess að bera þakkir
og kveðjur fyrir þær stundir sem þú
gafst okkur.
Þó styttist dagur, daprist ljós
og dimmi meir og meir,
ég þekki ljós, sem logar skært,
það ljós, er aldrei deyr.
(M. Joch.)
Elsku Edda, Pétur og systkini. Við
biðjum þann sem lífið gaf að hugga
ykkur og styrkja í þessari miklu sorg.
Með vinarkveðju.
Ragnheiður Elín og Yngvi Örn.
Ég var ekki búinn að þekkja þig
lengi en tel mig samt hafa kynnst þér
mjög vel. Þegar ég horfi til baka lít ég
á þig sem engilinn sem kom í líf mitt í
stutta stund og færði mér ótrúlega
mikla hamingju. Þú varst eina mann-
eskjan sem ég veit um sem hafði jafn
yndislega fallegan persónuleika og
útlit í senn. Það var eitthvað við þig
sem fékk alla sem nálægt þér voru til
þess að fyllast hamingju og gleði,
þegar þú gekkst inn í herbergi ljóm-
aði það og allir sem þar voru. Enginn
veit af hverju svona yndislegar per-
sónur eru teknar úr lífi okkar en ef
það er einhver ástæða þá er hún ef-
laust sú að það hefur verið skortur á
hamingju þar sem þú ert nú.
Minning þín mun ætíð lifa í hjarta
mínu.
Nánustu fjölskyldu, ættingjum og
vinum sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Gunnar Kristinsson.
Við sem vinnum við grunnskóla
landsins kveðjum á hverju vori nem-
endur 10. bekkja. Við berum í brjósti
ósk um gott gengi ungmennanna og
vonum að allt gangi þeim í hag. Í aug-
um okkar er þetta alltaf glæsilegur
hópur og verðugir fulltrúar íslenskr-
ar æsku. Þeir eru að leita á vit hins
óþekkta til þess að öðlast meiri
þroska og afla sér menntunar. Stef-
anía var í þessum hópi okkar í Aust-
urbæjarskóla fyrir þremur árum.
Hún kom í bekkinn minn í 5. bekk og
var ég umsjónarkennari hennar upp í
10. bekk. Hún sýndi fljótlega að hún
var góður og vandvirkur nemandi og
aflaði sér virðingar kennara og
starfsmanna skólans fyrir sakir kurt-
eisi og prúðmennsku. Hún var frem-
ur hlédræg en eignaðist vinkonur
sem bundust vinaböndum sem héldu
upp úr grunnskólanum. Þegar ég
kvaddi þessa nemendur mína vorið
2000 var ég bjartsýn fyrir þeirra
hönd og vonaðist til þess að geta
fylgst með þeim í framtíðinni. Það
hvarflaði aldrei að mér að ég ætti eft-
ir að kveðja einn þeirra hinni hinstu
kveðju. Megi minningin um góða
dóttur og systur vera foreldrum og
systkinum styrkur á þessum erfiðu
tímum.
Guðrún Halldórsdóttir.
Elsku Stefanía. Á tímabili vorum
við bestu vinkonur, við vorum næst-
um því óaðskiljanlegar. Við áttum
margar góðar stundir saman og nú
minnist ég þeirra með bros á vör og
geymi þær í hjarta mínu, því að þær
eru mér svo dýrmætar.
Það er sárt að sætta sig við að þú
sért farin frá okkur en ég veit í mínu
hjarta að þú ert á góðum stað. Ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að kynn-
ast þér og þínu fallega hjartalagi. Þú
varst yndisleg manneskja og ég mun
sakna þín sárt.
Ég bið Guð að varðveita og blessa
fjölskyldu þína á þessum erfiðu sorg-
artímum.
Hvíl í friði minn fagri vin, ég sé þig
á nóttu í draumaheim, þar sem að
englarnir vaka og ljósið skín.
Ragnheiður.
Elsku Stefanía. Að hugsa til þess
að þú sért farin er ákaflega sárt og
sorgin er mikil. Hvar sem þú varst
geislaði af þér og þú varst alltaf svo
hlý og góð, algjört æði. Það tók mig
marga daga að átta mig á því að það
varst þú sem varst farin, hélt að þú
mundir koma einn daginn til mín eins
og við höfðum talað um og við mund-
um tala um ferðirnar okkar og skoða
myndir. Ég verð að horfast í augu við
sannleikann sem er mjög sárt, engill-
inn minn. En ég veit að þú fylgist
með mér, ég finn það. Að hafa fengið
að kynnast þér og eiga þig sem vin-
konu finnst mér vera gjöf frá Guði og
verð ég honum ævinlega þakklát fyr-
ir það. Þú varst yndisleg, Stefanía
mín, og minninguna um þig mun ég
ávallt geyma í hjarta mínu. Ég veit að
þegar þú fórst þá varstu ánægð og
allt var búið að ganga vel hjá þér og
með þá vitneskju að leiðarljósi líður
mér vel.
Guð geymi þig, Stefanía mín.
Þín vinkona
Anna Linda.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
JÓSAFAT J. LÍNDAL
fyrrverandi sparisjóðsstjóri,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
laugardaginn 6. september, verður jarðsung-
inn frá Kópavogskirkju í dag, miðvikudaginn
17. september, kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á að láta hjúkrunar-
heimilið Sunnuhlíð njóta þess, sími 560 4100.
Erla Líndal,
Jóhanna Líndal Zoëga, Tómas Zoëga,
Kristín Líndal, Jónas Frímannsson,
Jónatan Ásgeir Líndal, Helga Þorbergsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
KRISTINN BÆRINGSSON
frá Ísafirði,
andaðist á sjúkrahúsi í Vâxjö í Svíþjóð föstu-
daginn 12. september síðastliðinn.
Bryndís Sigurðardóttir,
Svava Kristinsdóttir,
Elínborg Ólöf Kristinsdóttir,
Greger Karlsson
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ELÍSABET MAACK THORSTEINSSON,
Smáraflöt 22,
Garðabæ,
sem andaðist sunnudaginn 7. september,
verður jarðsungin frá Garðakirkju fimmtu-
daginn 18. september kl. 13.30.
Ragnar Thorsteinsson,
Geir Thorsteinsson, Helga S. Helgadóttir,
Pétur Thorsteinsson, A. Anna Stefánsdóttir,
Hallgrímur Thorsteinsson, Ragnheiður Óskarsdóttir,
Sigríður Thorsteinsson, Þórhallur Andrésson,
Ragnheiður Thorsteinsson, Einar Rafnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUNNAR HERMANN GRÍMSSON,
Dvalarheimili aldraðra,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 19. september kl. 13.30.
Sigurlaug Helgadóttir,
Gunnar Gauti Gunnarsson, Steinunn Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
AÐALBJÖRG JÓHANNA
BERGMUNDSDÓTTIR
frá Borgarhól,
Vestmannaeyjum,
sem lést mánudaginn 8. september, verður
jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
laugardaginn 20. september kl. 14.00.
Birna Berg Bernódusdóttir,
Elínborg Bernódusdóttir,
Þóra Birgit Bernódusdóttir,
Aðalbjörg Jóh. Bernódusdóttir,
Helgi Bernódusson,
Jón Bernódusson,
Þuríður Bernódusdóttir,
Elín Helga Magnúsdóttir,
tengdabörn, ömmubörn,
langömmubörn og langalangömmubarn.