Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 VERÐ á íbúðarhúsnæði á höfuðborg- arsvæðinu hækkaði enn í ágústmánuði samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Hækkunin í ágúst var 0,5% og hefur þá verð á íbúðar- húsnæði í fjöl- býli hækkað um 4% í sumar og um rúm 14% á síðustu 12 mánuðum. Fasteigna- mat ríkisins reiknar út í hverjum mán- uði vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli á höf- uðborgarsvæðinu. Vísitalan í ágúst var 162,4 stig og hækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði. Vísitalan hefur hækkað jafnt og þétt undanfarin misseri. Þannig var hún 100 í ársbyrjun 1999, sem þýðir að frá þeim tíma á fjórum og hálfu ári hefur verð á íbúðarhúsnæði hækkað um 62,4%. Íbúðaverð hefur hækkað enn meira sé farið lengra aftur í tímann. Þannig var vísitalan í ágúst árið 1997, fyrir sex ár- um, 88,7 stig. Frá þeim tíma hefur íbúðaverð í fjölbýli því hækkað um 83%. Fasteigna- verð hækk- aði um 14% á einu ári "  #    " $ "% #&" ## #### ,   -.   /0-1  &  &  2 .%%%3 ! #  "  &   DR. HELGA Hannesdóttir, barna- og unglingageðlæknir, hefur verið sæmd heiðursdoktorsnafnbót við læknadeild Turku-háskóla í Finn- landi. Doktorsritgerð Helgu ber heitið, Studies on child and adoles- cent mental health in Iceland, en hún var varin 22. febrúar 2002 við Turku-háskóla. Ritgerðin var valin besta doktorsritgerð ársins 2002 við læknadeild háskólans í Turku. Sérstök nefnd finnskra alþing- ismanna og deildarráðs lækna- deildar Turku-háskóla stendur ár- lega að útnefningunni en athöfnin fór fram í fyrradag. Heiðraðir eru þeir sem hafa skrifað bestu dokt- orsritgerðirnar á hverju ári og efn- ir háskólinn af þessu tilefni til sérstakrar at- hafnar og er blaðamönnum hvaðanæva frá Finnlandi boðið að vera við- staddir. Helga segir nafnbótina mikla viðurkenningu á rannsókn- arstarfi sínu en vinnan við ritgerð- ina tók tíu ár. Fól hún í sér rann- sókn á 4.000 íslenskum börnum á aldrinum 4-18 ára. „Það hefur vak- ið athygli að ritgerð um geðlækn- ingar skuli hafa verið valin besta ritgerðin en síðustu ár hafa þær yf- irleitt komið úr greinum eins og erfða- og sameindalæknisfræði.“ Helga kveðst vona að nafnbót há- skólans í Turku auki skilning hér á landi á því að barna- og unglinga- geðlækningar séu viðurkennd vís- indagrein um allan heim en Ísland sé eina landið í Evrópu sem hafi ekki viðurkennt hana sem sérgrein innan læknisfræði. Við læknadeild Turku-háskóla voru varðar 97 doktorsritgerðir á árunum 2001-2002 og af þeim voru valdar til heiðursdoktors- útnefningar 7 ritgerðir. Ritgerð Helgu var sú eina sem var valin á sviði geðlækninga. Sæmd heiðursdoktorsnafnbót Helga Hannesdóttir KRAKKARNIR á leikskólanum Fögrubrekku heimsóttu Gerðarsafn í Kópavogi í gær til að kynnast list Olgu Bergmann. Börnin voru eftir að fá að kíkja inn í eitt verkið. Kannski leynast í hópi þeirra listamenn eða listrýn- endur framtíðarinnar? spennt og áhugasöm enda ekki amalegt að fá að skoða listsýningu sem þessa. Hér standa þau prúð og stillt í röð og bíða Morgunblaðið/Ásdís Listrýnendur framtíðarinnar GAT kom á sportbát við Þerney skammt undan Reykjavík um kl. 21 í gærkvöldi þegar hann rakst á pramma sem er milli lands og Þerneyjar. Tveir menn voru um borð og komust þeir heilir á húfi upp á prammann. Í fyrstu var talið að báturinn hefði sokkið og var björgunarskip Slysavarna- félagsins Landsbjargar, Ás- grímur S. Björnsson, frá Reykjavík, ásamt slöngubátum frá Seltjarnarnesi, hraðbjörgun- arbát úr Kópavogi og þyrlu Landhelgisgæslunnar, kallað út. Mennirnir komust upp á prammann sem fyrr segir og var björgunarbátum og þyrlu því snúið við en ákveðið að björgunarskipið héldi áfram til mannanna. Þegar að var komið var talsverður fjöldi sport- og fiskibáta á staðnum og voru mennirnir ekki í neinni hættu. Bátur mannanna maraði í gær- kvöldi í hálfu kafi bundinn við prammann og undir miðnætti var aðeins stefni bátsins upp úr sjó. Ekki er ljóst hverjar orsak- ir slyssins eru en lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, var einn af þeim fyrstu á vett- vang en hann var staddur í smá- bátahöfn Snarfara, félags sport- bátaeigenda, við Elliðavog. Sáu neyðarblys frá bátnum „Við stóðum bara á bryggj- unni í góða veðrinu,“ segir Jón- as þegar hann sá neyðarblys frá bátnum og fór á staðinn. Bát- urinn heitir Inga Dís, norskur af gerðinni Marex og er einn af stærri og kraftmeiri sportbátum landsins, tíu og hálfur metri að lengd. Hann kostar nærri 20 milljónir króna nýr. Jónas seg- ist sjálfur hafa flutt bátinn til landsins frá Noregi í hitteð- fyrra. Í gærkvöldi var unnið að því að reyna að blása upp björg- unarbát inni í bátnum og koma honum þannig á flot og freista þess að draga hann í fjöru. Pramminn sem báturinn rakst á er í eigu Snarfara, félags sportbátaeigenda, og er notaður sem áningarstaður fyrir báta- eigendur, en þar eru bæði grill og borð. Engin lýsing er við prammann. Gat kom á hraðbát við Þerney Einum af stærri sportbátum landsins siglt á skemmtipramma IMPREGILO segist hafa um það staðfestar upplýsingar að rúmensk- ur starfsmaður eins af undirverktök- um félagsins hafi fengið greitt sam- kvæmt virkjanasamningi. Í tilkynningu frá Impregilo, sem send var út í gærkvöld, segir að von sé á fulltrúa undirverktakans hingað til lands og verði þá óskað nánari skýr- inga og staðfestingar á því að fyr- irtækið hafi virt samninga um lág- markslaun. Rúmeninn var látinn fara af Kára- hnjúkasvæðinu eftir að hafa neitað að undirrita yfirlýsingu um að hann hefði 265 þúsund króna mánaðarlaun og dvelst hann nú í Reykjavík með aðstoð íslenskra verkalýðsfélaga sem vilja að hann sæki rétt sinn. Framkvæmdastjóri Samiðnar hef- ur fullyrt að í ráðningarsamningi starfsmannsins hafi verið kveðið á um allt önnur og betri laun en hann hafi síðan raunverulega fengið. Tel- ur hann málið vera athugandi fyrir Vinnumálastofnun og þar með fé- lagsmálaráðherra. Af hálfu Impregilo er tekið fram að algengt sé að hluti launa starfs- manna umrædds undirverktaka sé að þeirra eigin ósk greiddur fjöl- skyldum þeirra í Rúmeníu en mis- munurinn hafi verið varðveittur á sérstökum reikningi undirverktak- ans til útborgunar hér á landi. Þann mismun geti starfsmenn fengið greiddan hvenær sem þeir óski þess. Miðstjórn Samiðnar mótmælir harðlega framkomu Impregilo við starfsmenn á virkjunarsvæðinu og framkvæmd á gildandi kjarasamn- ingum. Segir í ályktun miðstjórnar- fundarins að Impregilo hafi ráðið hundruð starfsmanna gegnum starfsmannaleigur á kjörum sem standist hvorki íslensk lög né ís- lenska kjarasamninga. „Stjórnin lít- ur á þessa framkvæmd sem alvar- lega aðför að íslenskum vinnumarkaði og áskilur sér rétt til að verjast henni með öllum tiltækum ráðum,“ segir í ályktuninni. Þá lýsir stjórnin furðu sinni á framgöngu Samtaka atvinnulífsins. Segjast virða samninga um lágmarkslaun Samiðn mótmæl- ir framkomu Impregilo  Mótmælir/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.