Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Þórar-insdóttir fæddist í Reykjavík 5. mars 1932. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 27. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórarinn Kjartansson kaup- maður og iðnrek- andi, f. í Núpskoti í Bessastaðahreppi 25. nóvember 1893, d. í Reykjavík 26. des. 1952, og Guð- rún Daníelsdóttir húsmóðir f. í Reykjavík 26. apríl 1895, d. í Reykjavík 1. feb. 1967. Systkini Sígríðar eru: Gerður, f. 22. sept. 1919; Daníel, f. 24. apríl 1921, d. 25. október 1992; Guðfinna, f. 22. júlí 1922; Kjartan, f. 17. júlí 1923, d. 18. sept. 1969; Lárus, f. 10. okt. 1924; Níels, f. 29. júní 1927, d. 19. jan. 1959, Þóra, f. 31. okt. 1929, Gunnar, f. 15. jan. 1931, d. 8. nóv. 1992; Ólöf, f. 20. mars 1933; Krist- Kjartan Jónas læknir, f. 26. okt. 1957. Maki Lilja Einarsdóttir sjúkraliði: Þau eiga þrjú börn. Þau eru: Sigríður Birta nemi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar, f. 12. okt. 1986, Kjartan Birgir, f. 26. janúar 1992, og Einar Karl, f. 14. jan. 1994. Sigríður ólst upp á heimili for- eldra sinna á Laugavegi 76 í Reykjavík. Hún lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1948. Verslunarprófi frá Austur- bæjarskóla 1949. Sjúkraliði frá Sjúkraliðaskóla Íslands 1979. Sígríður var ritari hjá O. Johnson og Kaaber 1948–1949, í Stjórn- arráði Íslands sumarið 1947 og í fullu starfi 1949–1950. Dansari í Listdansskóla Sigríðar Ámann 1946–1951. Vann í Útvegsbanka Íslands 1951–1958 og 1967–1977. Starfaði í Rammagerðinni 1977– 1978. Sjúkraliði á Borgarspítala, 1979–1989. Hjúkrunarritari á Borgarspítala 1989–1998. Sigríð- ur tók þátt í ýmsu félagsstarfi, var formaður Læknakvenna- félagsins Eikar 1978–1980 og meðstjórnandi 1980–1982 og meðstjórnandi í Félagi hjúkrun- arritara á Borgarspítala. Útför Sigríðar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. veig, f. 24. feb. 1936, d. 4. okt.1954, og Þór- ir, f. 23. sept. 1939. Sigríður giftist 4. desember 1954, Kjartani Birgi Kjart- anssyni lækni, f. í Reykjavík 5. jan. 1932, d. í Danmörku 3. maí 1966. Foreldr- ar hans voru Kjartan Jónas Jóhannsson, læknir og alþingis- maður, f. í Reykjavík 19. apríl 1907, d. í Reykjavík 7. jan. 1987, og Jóna Breið- fjörð Ingvarsdóttir húsmóðir, f. í Hafnarfirði 28. des. 1907, d. í Reykjavík 29. júlí 1994. Börn Sig- ríðar og Kjartans eru: 1) Þórar- inn Birgir iðnrekstarfræðingur og kennari, f. 15. desember 1952, 2) Þorbjörg Kristveig landfræð- ingur, f. 17. ágúst 1955. Maki Jón- as Gunnar Einarsson viðskipta- fræðingur. Þau eiga tvö börn: Guðrúnu Sóleyju, f. 26. nóv. 1989 og Jón Kjartan, f. 8. apríl 1993. 3) Mikið er erfitt að hugsa um það að amma Sigga sé farin frá okkur fyrir fullt og allt. Hún sem alltaf var jafn full af fjöri, það var einhvern veginn alveg óhugsandi að hún myndi ein- hvern tíma deyja. Þó að hún lægi veik á spítalanum þá fannst mér al- veg sjálfsagt að hún yrði útskrifuð von bráðar og færi aftur upp í Hvassaleiti. Í síðasta skiptið sem ég sá ömmu á lífi datt mér ekki í hug það yrði það síðasta, ég kvaddi hana bara eins og ég var vön. Núna sé ég svo eftir því að hafa ekki heimsótt ömmu mína á hverjum einasta degi sem hún var á sjúkrahúsinu, því að núna fer ég að hugsa um allan tím- ann sem við hefðum getað eytt sam- an en gerðum ekki. Það var alltaf jafn notalegt að koma upp í Hvassaleiti eftir skóla eða um helgar og fá ristað brauð með köldu smjöri og heitt kakó, eða djöflaköku með þeyttum rjóma. Út- varpið var alltaf í gangi og oft sjón- varpið um leið, síminn hringdi á hálf- tíma fresti, og amma sjálf alltaf á þönum. Samt hafði hún alltaf tíma til að setjast niður og spjalla við okkur barnabörnin, það var ekkert sem ekki var hægt að ræða um við hana. En núna eru bara minningarnar eftir, og ég veit að ég á aldrei eftir að gleyma þeim. Það eina sem fær mig til að líða betur er að hún sé núna komin á betri stað og búin að hitta hann afa aftur, og muni taka á móti okkur hinum þegar rétti tíminn kemur. Sigríður Birta. Elsku Sigga. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin, við vissum að þú varst veik en grunaði ekki að hverju stefndi og að þú færir svona snögg- lega. Í huganum birtast mörg minn- ingabrot liðins tíma, þegar þú varst ung með börnin lítil og Kjartan var á lífi og við bjuggum í sama húsi ásamt ömmu, afa og fleiri ættingjum. Við elstu frænkurnar vorum viljugar að passa þegar þið skruppuð frá, það var svo spennandi að komast í eld- hússkápinn, þar sem þú geymdir há- hæluðu skóna, fá að máta þá, þeir voru svo flottir og pössuðu á okkur, því þú varst með svo netta fætur. Minningin um ferðina vestur á Ísa- fjörð, þegar Kjartan var þar læknir um tíma og við bjuggum hjá ykkur í stóra húsinu úti í Skógi. Þar fengum við að njóta bjartra sumarnátta og veiða inni á fjörðum, meðan þið kon- urnar voruð í kaffiboðum. Um tíma- bil bjugguð þið í Bandaríkjunum, þar sem Kjartan var í framhalds- námi í geðlækningum og þar áttuð þið fjölskyldan góðan tíma. Seinna voruð þið Kjartan í London, þar sem hann starfaði tímabundið, en fljót- lega upp úr því byrjuðu erfiðir tímar þegar hann veiktist af krabbameini. Þegar Kjartan lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn, vorið 1966, voru Þórarinn og Þorbjörg heima hjá okkur og er erfitt að gleyma þeim harmi, sem þau systkinin gengu í gegnum við að missa ung föður sinn, Þórarinn þá nýfermdur. Þá fékkstu að takast á við hlutverk einstæðrar móður að vinna og koma börnunum upp, sinna menntun þeirra og að halda húsinu, sem þið voruð nýbúin að festa kaup á þegar Kjartan lést. Því hlutverki gegndir þú með mikl- um sóma eins og öðru, sem þú tókst þér fyrir hendur. Við fengum að njóta nærverunnar við þig og frænd- systkinin, þar sem þið mamma voruð í svo nánu sambandi, og litum við á þau meira sem systkini okkar á þessum tíma. Með þínu jákvæða skapi, glaðværð og hlátri, sem smit- aði alla í kringum þig, tókst þér að vinna marga sigra og þá stærstu að sjá börnin þín vaxa úr grasi, mennt- ast og síðan eignast sínar eigin fjöl- skyldur. Við minnumst góðra stunda með þér og okkar börnum, þú hafðir ein- stakt lag á börnum, sýndir þeim áhuga, ræddir við þau eins og þau væru fullorðnar manneskjur og fylgdist með lífi þeirra. Þau elskuðu „Sys-kökuna“ þína, sem enginn gat gert nema þú. Góðar minningar eru frá Svíþjóð, þar sem stutt heimsókn breyttist í sumarlanga dvöl, þú fékkst vinnu, sem átti eftir að hafa áhrif á þinn starfsferil, en þú varst nýhætt í bankanum, eftir nærri 25 ára starf, og ákvaðst að fara í sjúkra- liðanám. Eftir það vannstu við umönnun, þar sem margir fengu notið hlýju þinnar og elsku og var eftir því tekið hvað þú mættir alltaf glæsileg og brosandi til starfa. Þú hafðir unun af að klæða þig vel og varst einstaklega smekkleg og fáguð í klæðaburði og framkomu. Litlu börnin spurðu hvort þú værir drottning. Margar glaðar stundir var setið yfir kaffibolla, sem oft end- uðu með skemmtilegum spálestri, sem þú sem aðrir höfðu gaman af. Söknuðurinn er mikill fyrir okkur öll, sem kveðjum okkar yndislegu frænku allt of snemma, og enn meiri hjá mömmu, sem kveður ástkæra yngri systur. Við biðjum Guð að styrkja Þór- arin, Þorbjörgu og Kjartan, börn þeirra og maka, í sorg þeirra. Elsku Sys, takk fyrir allt. Þín Þóra systir, Hrefna, Björg, Kristveig, Guðrún, Soffía og fjölskyldur. Við hittum Siggu mágkonu okkar fyrir stuttu, á hjartadeild Landspít- alans. Hún hafði fengið hjartaáfall, en var svo hress og kát að ekki hvarflaði annað að okkur en að hún mundi fara heim á ný eftir örfáa daga. Okkur var því illa brugðið þeg- ar við heyrðum að hún væri öll. Siggu kynntumst við fyrst sem kærustu Kjartans bróður okkar, þegar við vorum enn börn að aldri. Við hrifumst strax af því hve glæsi- lega hún var klædd og bar sig vel, enda hafði hún verið í ballett. Þau voru rétt um tvítugt þegar þau eign- uðust fyrsta barnið og okkur þótti þetta allt ótrúlega spennandi. Eins og þá var gjarnan siður fór hann í nám, en hún vann fyrir fjöl- skyldunni. Áður en Kjartan lauk námi og útskrifaðist sem læknir voru börnin orðin þrjú. Á þessum ár- um bjuggu þau á Laugavegi 76, stór- hýsi sem faðir hennar hafði komið upp, þar sem móðir hennar og nokk- ur systkina hennar bjuggu einnig. Þar var gott að koma og gestrisnin mikil. Sigga hafði ekki einungis auga fyrir því að klæða sig vel, hún gat einnig borið einfaldan mat þannig á borð að úr varð glæsilegt veisluborð. Þá hafði hún einstakt lag á að gera hýbýli vistleg, hún var stílisti áður en það orð varð til. Minnisstætt er til dæmis er þau bjuggu um skeið vest- ur á Ísafirði þar sem við áttum þá heima, en Kjartan var þá héraðs- læknir í Súðavík. Um sumarið voru þau í Birkihlíð, sem var skólasel gagnfræðaskólans. Húsið var stórt og mjög lítið um innbú. Siggu tókst samt að gera það líkast ævintýra- höll. Er skyggja tók voru allir gluggar þar uppljómaðir með kerta- ljósum í glerkrukkum sem hún hafði málað í fallegum litum, löngu áður en slíkt tíðkaðist. Að Vestfjarðadvölinn lokinni hélt fjölskyldan til Bandaríkjanna þar sem Kjartan fór í framhaldsnám. Nokkru eftir að þaðan kom keyptu þau raðhús í Hvassaleiti og lífið virt- ist brosa við þeim. Þá veiktist Kjart- an skyndilega af illkynja sjúkdómi, sem ekki varð við ráðið þótt leitað væri bæði til Bandaríkjanna og Dan- merkur, og lést hann örfáum mán- uðum eftir að hann veiktist. Þá stóð Sigga ein uppi með þrjú börn, það elsta um fermingu. Hún stóð sig eins og hetja og fór aftur að vinna utan heimilis. Fyrstu árin í Útvegsbank- anum, þar sem hún hafði unnið áður, síðan dreif hún sig í sjúkraliðanám og vann við það í nokkur ár, en seinna vann hún sem deildarritari á Borgarspítalanum. Nú síðustu árin var hún hætt að vinna úti og naut þess að geta átt góðar stundir með börnum sínum og barnabörnum. Hún kom börnum sínum vel til manns og þau endurguldu það ríku- lega. Þegar við ræddum síðast við hana talaði hún sérstaklega um hve hún hefði notið þess þegar elsti son- urinn Þórarinn, sem annars býr í Barcelona, bjó hjá henni í sumar. Einnig hvað börn hennar tvö sem hér búa, Kjartan og Þorbjörg, og þeirra fjölskyldur væru góð og um- hyggjusöm. Sigga hafði einstakt lag á að umgangast börn og laða þau að sér. Okkar börnum þótti mjög gam- an að koma til Siggu frænku, sem alltaf átti eitthvert spennandi dót. Ekki var því að undra þótt samband hennar við barnabörnin væri mjög gott og þau veittu henni mikla gleði. Eins og oft vill verða voru sam- fundir of sjaldan og aðallega þegar eitthvað var um að vera í fjölskyld- unni svo sem afmæli, fermingar, út- skriftarveislur o.fl. Þar vakti Sigga enn sem fyrr athygli fyrir glæsilega framkomu og klæðaburð, bar sig sem ung stúlka og var að sjálfsögðu á pinnahælum. Við kveðjum Sigríði mágkonu okkar með söknuði og þökkum góða samfylgd. Kristjana og Þorbjörg. Hún Sigga er dáin. Mágkona mín í tæp 50 ár. Við kynntumst fyrir rúm- um fimmtíu árum, þegar hún og Kjartan, eldri bróðir minn fóru að vera saman. Við tveir bjuggum sam- an í herbergi á Njálsgötu, en hún í húsi móður sinnar og systkina á Laugavegi. Kom hún því oft við þegar þau ætluðu að fara eitthvað. Eins og títt var, vorum við frekar fálát í byrjun, en það óx síðan í fulla vináttu. Þegar þau giftu sig var okkur boðið, og skömmu síðar komu við Elín í fyrstu heimsóknina til þeirra á Laugavegi 76. Voru þau bæði kát og við sam- glöddumst þeim. Bauð hún okkur staup af víni í kristallsstaupum. Voru þau úr búi móðurafa hennar, Daníels, sem þá hafði búið stórbúi í Brautarholti, á Kjalarnesi, en seinna varð kunnur sem dyravörður í Stjórnarráðinu. Voru staupin þá 12 en nú voru aðeins 4 eftir og því til- valið að nota þau við svona hátíðlegt tækifæri. Kom þá Þórarinn sonur þeirra, lítill ,röltandi og fórum við að leika við hann. Rakst ég í glas mitt og brotnaði af því fóturinn. Vorum við hvekkt yfir þessu, en Sigga sagði: Blessaður vertu þetta er bara glas. Þegar ég bar mig enn illa sagði hún: þú varst líka að leika og vera góður barninu mínu og það er mér miklu meira virði. Minntumst við aldrei aftur á þetta. Svona var Sigga snögg upp á lagið og ákveðin. Hún var ekki há- vaxin en bar sig afskaplega vel. Hún dansaði ballet þegar við kynntumst og bauð hún okkur Kjartani á sýn- ingu í Þjóðleikhúsinu, þar sem hún dansaði í flokki stúlkna, 17 - 18 ára. Átti dansinn hug hennar allan. Hætti hún því alveg, eignaðist son, gifti sig, stofnaði heimili og vann í banka. Aldrei heyrði ég hana minn- ast á ballett, eftir það. Fannst mér hún sóma sér vel í bankanum, hún naut þess að vera vel tilhöfð og gekk, að því er virðist áreynslulaust á mjög háum hælum. Sáumst við alloft á þessum árum, við bræður í námi og sumarvinnu, en þær unnu úti. Voru helstu tilefnin barnaafmælin. Var það alloft því að þau áttu tvö börn til, Þorbjörgu og Kjartan, en við áttum fjögur. Þegar hann lauk námi fóru þau eitt ár til Ísafjarðar og skömmu síðar eitt ár í Buffalo, N.Y. Þegar heim kom fór- hann í sérnám í geðlækningum en dó úr krabbameini 34 ára. Vorum við í Svíþjóð og náði ég að finna hann og pabba í Kaumannahöfn í eina viku. Einni viku seinna hitti ég Siggu og mömmu þar, við dánarbeð hans. Sigga gat haldið raðhúsinu og komið börnum sínum til manns. Þor- björg og Kjartan eru gift, hún með 3 og hann með fjögur börn sem voru yndi ömmu sinnar. Þórarinn lifir e.t.v. drauma móður sinnar, því að hann býr í Barcelona á vetrum en vinnur á Íslandi á sumrin og bjó þá ávallt hjá Siggu. Sigga hafði gaman af að vera erlendis. Við Sigga hitt- umst aftur þegar við fluttum til Ís- lands. Komum við Elín stundum til hennar á kvöldin og voru það gleði- stundir. Síðast kom hún til okkar í afmæli Elínar, í vor og lék á als oddi. Við Sigga voru nálæg hvort öðru vegna náins sambýlis við Kjartan bróður, ég í meirihluta 18-20 ára og hún frá táningsárum þar til yfir lauk. Var það oftast ánægjulegt og oft mjög gaman, en stundum erfitt. Við þekktum hann og hann gjörþekkti okkur, a.m.k. sagði hann það sjálfur. Enn er vík milli vina og sendum við Elín hlýjar kveðjur, frá Ísafirði, til barna og barnabarna. Eins og presturinn sagði við okkur fyrir mörgum árum: Nú er a.m.k. betra að trúa því, að hún sé í betri höndum. Ingvar Kjartansson. Þegar sumarið rennur inn í haust- ið kveður Sigga móðursystir mín þetta líf, óviðbúið og snöggt. Sigga var fulltrúi þeirrar kynslóð- ar sem hefur upplifað hvað mestar breytingar í íslensku samfélagi – hún var á vissan hátt tengiliður gamla tímans og hins nýja þar sem nýir siðir, lífshættir og skoðanir héldu innreið sína. Hún var nútíma- kona í orðsins fyllstu merkingu, en bar jafnframt mikla virðingu fyrir fortíðinni og gildum hennar. Í huganum er Sigga ein af kven- hetjum okkar, baráttukona sem hafði ríka réttlætiskennd – sem ein- stæð móðir að koma til manns þrem- ur mannvænlegum börnum, leiða þau í gegnum þykkt og þunnt og jafnframt halda reisn sinni. Reisn hafði Sigga til að bera – glæsileg hvort sem var í fjölskylduboðum eða á gönguferðum um hverfið sitt. Allt- af var eins og gamla ballerínan frá unglingsárunum væri á ferð þar sem hún fór, fas hennar og hreyfingar voru þannig. Hún lá ekki á skoðun- um sínum og gat stundum verið býsna hvöss í skoðanaskiptum en alltaf var líka stutt í glettnina og brosið – hún hafði frábæran húmor, og mikla hlýju. Hún var órjúfanlegur hluti af stór- fjölskyldunni, börnum og afkomend- um ömmu Guðrúnar og afa Þórarins á Laugavegi 76. Eins langt og bernskuminning- arnar ná aftur koma ótal atvik upp í hugann, saga fjölskyldunnar, marg- breytilegur og litríkur vefur ná- kvæmlega eins og lífið er – stundum erfitt og á brattann að sækja en oft- ar bjart og skemmtilegt. Hún tók virkan þátt í lífi þessarar fjölskyldu – stórir og litlir viðburðir – sorg og gleði, það vantaði mikið ef Sigga gat ekki einhverra hluta vegna mætt. Þrátt fyrir að náttúrulögmálið sé þannig að það sem lifir mun deyja er erfitt að sætta sig við það þegar ást- vinur kveður – en minninguna um Siggu frænku berum við áfram. Auður Sveinsdóttir. Lát mig starfa, lát mig vaka, lifa, meðan dagur er. Létt sem fuglinn lát mig kvaka, lofsöng, Drottinn, flytja þér, meðan ævin endist mér. Lát mig iðja, lát mig biðja, lífsins faðir, Drottinn hár. Lát mig þreytta, þjáða styðja, þerra tár og græða sár, gleðja og fórna öll mín ár. (Margrét Jónsdóttir.) Þessar ljóðlínur koma í hug minn er ég kveð Siggu, æskuvinkonu og vinnufélaga. Kallið kom að óvörum, SIGRÍÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.