Morgunblaðið - 03.10.2003, Síða 50

Morgunblaðið - 03.10.2003, Síða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag fara úr höfn Atl- antic Peace, Mánafoss og Frár VE. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Green Frost, Levant Gracht og Lómur. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hársnyrting, fótaað- gerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16,30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9– 12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 vefnaður og spilað í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. kl. 9–16.30 púttvöllur- inn opinn. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan op- in, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, myndlist o.fl., kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14 spilað. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 10 gler. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9. Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30, tréútskurður og brids kl. 13. Pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Félag eldri borgara í Garðabæ. Félagsvist föstudag 3. október kl. 13 í Garðabergi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Útvarp Saga 94,3 í dag kl. 12.20. Þáttur um málefni eldri borgara. Gerðuberg, félags- starf. Sími 575 7720. Kl. 9–16.30 vinnustof- ur opnar, m.a. búta- saumur og fjölbreytt föndur. Kl. 13 bók- band, kl. 14 kóræfing, kl. 20 dansleikur. Veit- ingar í Kaffi Bergi. Í dag kl. 11 „Gleðin ger- ir limina létta“. Stofn- fundur. Umsjón Júlíus Arnarson íþróttakenn- ari. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefn- aður, kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga. Kl. 14–15 bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurð- ur, baðþjónusta, fóta- aðgerð og hárgreiðsla. Bingó. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Hvassaleiti 58–60. Kl. 14.30 föstudagskaffi. Hársnyrting. Fótaað- gerðir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl.10–11 kántrí-dans, kl.13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs, kl. 14.30 dansað við lagaval Sigvalda, rjómaterta með kaffinu. Allir velkomn- ir. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9. 30 bókband og morgun- stund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12. 30 leir, kl. 13. 30 bingó. FEBK. Brids spilað kl. 13.15 í Gjábakka. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laugar- dögum. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105, nýir félagar velkomnir. Heitt á könnunni. Munið gönguna á mánu- og fimmtudag. Framsóknarfélag Mosfellsbæjar. Fé- lagsvist í kvöld, kl. 20.30 verður spiluð fé- lagsvist í Framsóknar- salnum í Háholti 14, 2. hæð. Veglegir vinn- ingar og allir velkomn- ir. Borgfirðingafélagið í Reykjavík. Spilum fé- lagsvist á morgun, laugardag 4. okt., kl. 14 í Síðumúla 37. Minningarkort Minningarkort Grafar- vogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Lauga- vegi 31, Rvík. Í dag er föstudagur 3. október, 276. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Tak eftir því, sem ég segi. Drottinn mun gefa þér skilning á öllu. (2. Tm. 2, 7.)     Kolbrún Halldórsdóttiralþingismaður, sem mun á komandi þingi verða fyrsti flutnings- maður frumvarps til laga um bann við kaupum á kynlífsþjónustu, fjallar á vefsíðu sinni um frétt DV um umfangsmikla rannsókn lögreglu- yfirvalda á vændismáli. „Það sem gerir umfjöll- un DV þess virði að henni sé veitt sérstök at- hygli er frásagnarmát- inn og þau sjónarmið sem lesa má út úr orða- vali blaðamanns.     Þannig er sagt frá þvíhvernig stúlkurnar falbjóði þjónustu sína … talað er um mennina sem eiga viðskipti við þær … rætt um tekjur kvenn- anna og sagt frá því að umboðsmenn þeirra hafi tekið 40–50% af innkomu þeirra eftir að hafa séð um ferðakostnað fyrir þær auk uppihalds. Síð- an er fjallað um það að konurnar hafi starfað hér á landi í ákveðinn tíma … þær hafi starfað fyrir Íslendingana sem þær unnu með. Allt bendir þetta til að blaða- maður telji vændi vera starfsgrein, sem beri að fjalla um sem slíka.     Um þessar mundir og áseinustu árum hefur farið fram öflug barátta vítt um heiminn, sem miðar að því að draga sannleikann um vændi fram í dagsljósið. Angi af þessari baráttu hefur borist hingað til lands og er skemmst að minnast heimsóknar aðstoðar- forsætisráðherra Sví- þjóðar, Margaretu Win- berg.     Í umfjöllun fjölmiðla umheimsóknina var vitn- að í mál Margaretu og sagt frá því hvernig hún hrakti goðsögnina um hina „hamingjusömu hóru“. Margareta Win- berg heldur því fram, með alla sænsku ríkis- stjórnina á bak við sig, að vændi sé ofbeldi gagnvart konum framið af körlum. Hún leggur á það ríka áherslu í mál- flutningi sínum að kaup- andi vændis og sú sem selur það standi afar ójafnt að vígi, hvort heldur sé félagslega eða efnahagslega. Vændi snúist ævinlega um að annar aðilinn – sá sterk- ari, nýti sér veika stöðu hins.     Kaupendurnir hafa valum að kaupa ekki, en staða vændiskvenn- anna er það veik að þær eiga ekki val. Þannig sé beinlínis rangt að halda því fram að konur, sem eiga alvöru val, geti tek- ið um það ákvörðun einn góðan veðurdag að ger- ast vændiskonur. Við verðum alltaf að spyrja okkur hvað sé í boði. Gæti það t.d. gerst að kona standi frammi fyrir vali um að gerast lög- fræðingur eða vændis- kona …?“ spyr Kolbrún í pistli á www. althingi.is/ kolbrunh/. STAKSTEINAR Vændi ekki starfsgrein Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur, eins og svomargir aðrir Íslendingar, verið dálítið á flakki með börnin sín í út- löndum. Ekki bara í sumarleyfis- ferðum, heldur drógu nám og störf fjölskylduna á milli landa oftar en einu sinni. Af þessu leiddi að börn Víkverja þurftu að ganga í ýmsa skóla erlendis um nokkurra ára skeið. Það er í sjálfu sér ekki í frá- sögur færandi að öðru leyti en því að samhliða þessu brölti uppgötvaði Víkverji hvað að honum sneri varð- andi val á skólum fyrir börnin, sem er nokkuð sem fæstir foreldrar gera sér mikla rellu yfir á Íslandi þar sem flest börn fara nánast sjálfkrafa í sína hverfisskóla. Þegar heim var komið þróuðust skólamál barna Víkverja því þannig að þau gengu ekki í sína heimaskóla, heldur skóla sem valdir voru af því þeir hentuðu þörfum þeirra af ýms- um ástæðum. Nú er sonur Víkverja í tíunda bekk – utan heimahverfis – og kom heim með þær fréttir um daginn að þeir skólafélagar hans sem ættu heima lengra en einn og hálfan kílómetra frá skólanum fengju fría strætómiða, en hann fengi enga. Þetta fannst honum hróplegt óréttlæti þar sem hann þarf að fara lengri veg en flestir. x x x VÍKVERJI lofaði syni sínum aðkanna hvort þetta væri nú ekki á einhverjum misskilningi byggt, sér- staklega í ljósi þess að nýlega var fjallað um það í blöðum að foreldrar hefðu í raun sannri frjálst val um það í hvaða skóla börn þeirra gengju svo lengi sem pláss væri fyrir þau í viðkomandi skóla. Eftir töluverða eftirgrennslan, hjá skrifstofu við- komandi skóla og síðan Fræðslu- miðstöð í Reykjavík, kom í ljós að foreldrar sem einhverra hluta vegna nota ekki heimaskóla fyrir börnin sín fyrirgera þessum rétti á strætó- miðum, burt séð frá því hversu langt barnið þarf að fara. Víkverja þótti athyglisvert að þótt sonur hans hefði reyndar átt fullan rétt á strætómiðum í sinn heima- skóla, samkvæmt eins og hálfs kíló- metrareglunni, er ekki hægt að færa þau réttindi með honum þótt um enn lengri veg sé að fara. Reyndar er í gildi sú furðulega regla að ef barn flyst af svæði heimaskóla á meðan skólaárið stendur yfir, fær það stætómiða „aðra leið“, út árið, en síðan ekki söguna meir! Reglan virð- ist því vera sú að ef börnin flytja ein- hverja vegalengd í burtu eru þau „vanin“ af miðunum, fyrst með helmingi færri miðum og svo engum. Þetta minnti Víkverja á bóndann sem ætlaði að venja hestinn sinn af heyi. Það gekk ljómandi vel, hest- urinn fékk alltaf minna og minna hey, þar til bóndinn var svo óhepp- inn að hesturinn drapst fyrirvara- laust, einmitt þegar tilraunin var komin svo langt á veg að hann hefði verið farinn að lifa á lofti. Morgunblaðið/Kristinn Þeir sem eiga heima lengst frá skól- unum fá ekki fría strætómiða. ÉG tel mig heppna mann- eskju því ég hef aldrei reykt. Ekki einu sinni próf- aði ég það á unglingsárum mínum. Seinna kom í ljós að ég er með ofnæmi fyrir tóbaki eftir að hafa leitað til læknis vegna mikillar van- líðunar. Þá hafði ég komið á veitingahús þar sem flestir reyktu og loftið var mengað af reyk. Ég gladdist því mjög yfir áhuga heilbrigð- isráðherra á að banna al- gjörlega reykingar á veit- ingastöðum. Reykingar eru andstyggð. Þetta situr í föt- um fólks og reykingafólk fær oft gular og ljótar tenn- ur. Sumir verða andfúlir, hárið þurrt og rytjulegt og húðin ömurleg. Reykinga- fólk eldist oft fljótar. Það blæs líka peningum sínum út í loftið, sem er sorglegt. Reykingafólk kvartar yf- ir að geta hvergi verið við iðju sína – en hvað með okkur hin sem ekki viljum eða megum vera nálægt þessu? Eigum við sífellt að þola reykingar frá eigin- gjörnu reykingafólki? Vonandi stefnum við öll í þá átt að lifa heilbrigðu og reglusömu lífi í framtíðinni, laus við þá fíkn sem reyk- ingar eru. Þá mun okkur ganga betur að lifa í sátt og samlyndi. Sigrún Á. Reynisdóttir. Nauðsynlegur uppgröftur? Í KELDUDAL í Skagafirði er verið að grafa upp gaml- an kirkjugarð (fornminja- gröftur). Þessi kirkjugarð- ur er frá miðöldum, frá kristnu tímabili og búið er að grafa upp u.þ.b. 50 beinagrindur. Hvers vegna var ekki nóg að vita að þarna hefði verið kirkjugarður, þurfti að grafa upp allar þessar beinagrindur og hvað verð- ur gert við beinagrind- urnar? Okkur finnst þetta svo fjarstætt, það á bara að blessa yfir garðinn og láta svo í friði. Hvaða kirkjugarður er næstur? Kona að norðan. Ekki fjölskylduefni ÉG vil lýsa yfir undrun minni á vali kvikmynda sem sýndar eru í Ríkis- sjóvnarpinu á laugardags- kvöldum. Þar eru sýndar kvikmyndir sem höfða ekki alltaf til allrar fjölskyld- unnar. Það er slæmt ef fjöl- skyldan getur ekki sest nið- ur saman á laugardags- kvöldum og horft á góða bíómynd. Það vill manni til happs að maður getur horft á Skjá 1. Eins er þetta með út- varpið rás 1. Þar virðist eingöngu vera efni fyrir yngra fólkið, stöðin er kom- in með þessa sömu síbylju eins og aðrir sem höfða frekar til unglinga en ekki efni sem fullorðið fólk hlustar á. Fólk er orðið þreytt á þessari síbylju og það er sama hvern maður hittir það virðast allir vera farnir að hlusta á útvarp Sögu þar sem verið er að fylgjast með töluðu máli og því sem er að gerast í þjóð- félaginu. Vil ég þakka Guðna Má á Rás 2 fyrir þættina á föstu- dagskvöldum, þeir eru frá- bærir. Eins finnst mér Skjár 1 og Útvarp Saga frábær og veit að það eru margir sam- mála mér. Hlustandi. Tapað/fundið Drengjareiðhjól týndist BLÁTT drengjareiðhjól af gerðinni Mongoose tapað- ist í Lyngbrekku í Kópa- vogi eða næsta nágrenni nýverið. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 820 6377. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Tóbaks- reykingar Morgunblaðið/Jim Smart LÁRÉTT 1 metnaðargjarn, 8 í vondu skapi, 9 þakin ryki, 10 ætt, 11 fugl, 13 búa til, 15 æki, 18 vatns- ból, 21 guð, 22 bogna, 23 heldur, 24 þekkta. LÓÐRÉTT 2 munntóbak, 3 setja tak- mörk, 4 málms, 5 regn, 6 styrkt, 7 óttast, 12 tangi, 14 elskur, 15 hæð, 16 hindra, 17 stefni, 18 reykjarsvælu, 19 hárið, 20 ill kona. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 húkka, 4 tíkin, 7 mjúkt, 8 gulli, 9 ill, 11 rétt, 13 maga, 14 óarga, 15 barm, 17 trúa, 20 orm, 22 tímar, 23 örðug, 24 renna, 25 kæran. Lóðrétt: 1 humar, 2 klúrt, 3 atti, 4 tagl, 5 kelda, 6 neita, 10 lærir, 12 tóm, 13 mat, 15 bætur, 16 ríman, 18 ræður, 19 angan, 20 orka, 21 mörk. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.