Morgunblaðið - 10.10.2003, Side 1

Morgunblaðið - 10.10.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 274. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Daglegt líf Óþarfi að henda gömlu tölvunni 26 Svört föt Sylvíu Leituðu til Stjörnuleitar eftir aðstoð Fólk 59 Fallegustu hundarnir 350 hundar af tæplega 50 tegundum á haustsýningu Hundar 46 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti snerist í gær til varnar stefnu sinni í bæði utanríkis- og efnahags- málum en mikið hefur borið á harkalegri gagnrýni á Bush und- anfarið og hafa vinsældir forsetans dalað, m.a. vegna stöðu mála í Írak. „Ég lét til skarar skríða vegna þess að ég ætlaði ekki að horfa upp á að öryggi bandarísku þjóðarinnar væri í höndum brjálæðings. Ég var ekki á þeim buxunum að standa álengdar og treysta einfaldlega á andlegt heilbrigði og stillingu Saddams Husseins,“ sagði Bush um herförina í Írak og gerði um leið lítið úr þeirri staðreynd, að engin gereyðingarvopn hefðu fund- ist í Írak. Bush hefur áður látið svipuð orð falla en athygli vekur að alls flutti Bush þrjár ræður í gær. Um var að ræða fyrstu lotu eins konar al- mannatengslaátaks Bush-stjórnar- innar, sem ráðist hefur verið í til að bregðast við hinni hörðu gagnrýni sem fram hefur komið. Reuters George W. Bush hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Bush snýst til varnar Portsmouth í New Hampshire. AFP. Bregst við gagnrýni og dalandi fylgi  Níu manns/16 MIKIÐ uppnám ríkti í palestínskum stjórnmálum í gær eftir að fulltrúar á heimastjórnarþingi Palestínu- manna gáfu til kynna að þeir myndu ekki samþykkja orðalaust skipan neyðarráðuneytis Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna. Voru þing- fulltrúar sagðir reiðir yfir því að ekki var haft samráð við þá við myndun stjórnarinnar. Jafnframt hermdu fregnir að Ahmed Qurei, forsætis- ráðherra nýju stjórnarinnar, hefði sagt af sér eftir deilur við Arafat. Arafat og Qurei eru sagðir hafa átt stormasaman fund í Ramallah og lauk honum, eftir því sem næst verð- ur komist, með því að Qurei baðst lausnar. Sagði á fréttasíðu BBC að Qurei hefði verið ósáttur við afskipti Arafats af öryggismálum. Aðeins nokkrir dagar eru síðan Qurei sór embættiseið. Forveri hans, Mahmoud Abbas, sagði af sér emb- ætti fyrir mánuði eftir að hafa orðið undir í valdabaráttu við Arafat. Qurei deildi við Arafat Ramallah. AFP. BÚIST er við miklu verðstríði á norska smá- sölumarkaðnum á næstunni og eru fyrstu merkin þegar komin fram í lægra ölverði. Ástæðan er yfirvofandi innrás lágvöruverðs- verslana frá meginlandinu. Tvö stærstu brugghúsin í Noregi hafa lækkað verð á öli og í matvöruversluninni og raunar í mörgum öðrum greinum er mik- ill titringur vegna væntanlegrar komu þýsku lágvöruverðskeðjunnar Lidl. Hefur hún þeg- ar opnað verslanir og ýtt undir aukna sam- keppni í Finnlandi og Svíþjóð. Þeir, sem þekkja vel til norska markaðar- ins, einkum matvörumarkaðarins, segja, að þessi þróun hafi aðeins verið tímaspursmál. Lækkunin á ölverðinu sé aðeins reykurinn af réttunum, lækkun á ýmissi matvöru muni fylgja í kjölfarið. Hér eftir verði erfiðara en áður að halda sig við gamla, háa verðið. Sérfræðingarnir segja, að lágvöruverðs- keðjur á borð við Lidl, Aldi, Netto og Fakta muni hafa mótandi áhrif á umhverfi smá- söluverslunarinnar á næstunni og því er spáð, að væntanlegt verðstríð muni leiða til verulegrar uppstokkunar og ekki sé víst, að norsku verslanakeðjurnar muni allar lifa átökin af. Á þessum markaði sé um að ræða sömu þróun og í fluginu þar sem lágfar- gjaldafélög eru að kippa fótunum undan gömlum og grónum félögum. Á því hafi SAS-flugfélagið fengið að kenna að und- anförnu. Verðstríð á norsk- um smásölumarkaði Ljósmynd/Scanpix Matvara mun líklega lækka í verði í Noregi á næstunni. Myndin er tekin í matvörubúð í Ósló. Mikið/16 HLUTHAFAFUNDUR Eimskipa- félagsins samþykkti í gær samning um hluthafaviðskipti frá 19. síðasta mánaðar. Rúmlega 88% greiddu at- kvæði með samningnum en tæplega 6% voru á móti. Á fundinum var kjörin ný stjórn í félaginu en skipt var um alla stjórnarmennina. Þau viðskipti sem um ræðir koma fram í rammasamningi og fylgi- samningum hans um kaup og sölu á hlutabréfum í eigu Eimskipafélags- ins. Samningurinn var gerður milli sjö aðila og auk dótturfélags Eim- skipafélagsins voru þeirra á meðal Samson Global Holding, Fjárfest- ingarfélagið Straumur, Íslandsbanki og Landsbanki Íslands. Á fundinum kom fram hörð gagn- rýni á nýja ráðandi hluthafa í félag- inu, sem eru að stórum hluta Lands- banki Íslands og stærstu hluthafar hans. Fráfarandi stjórnarformaður gagnrýndi í ræðu sinni þau viðskipti sem greidd voru atkvæði um á fund- inum og leiddu til þess að hann var haldinn. Þá lýsti hann þeirri skoðun sinni að viðskiptin, sem leiddu til lækkunar eiginfjárhlutfalls félags- ins, kynnu að verða til að veikja fé- lagið. Hann gagnrýndi einnig hug- myndir um að skipta upp félaginu og sagði þær vinna gegn þeirri hagræð- ingu sem náðst hefði með tilkomu Brims, sjávarútvegsstoðar Eim- skipafélagsins. Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í félaginu, gagnrýndi einnig fyrr- greind viðskipti og taldi vegið að fé- laginu. Sagði hann viðskiptin fara gegn hagsmunum flestra hluthafa en hygla tveimur þeirra, Íslands- banka og Fjárfestingarfélaginu Straumi. Jón Steinar Gunnlaugsson lög- maður, sem fór með atkvæði Lands- bankans, andmælti þeirri gagnrýni sem fram hafði komið og sagði rangt að um óeðlileg viðskipti hefði verið að ræða. Þau hefðu öll farið fram á markaðsgengi og líta yrði á samn- inginn í heild en ekki taka út einstök viðskipti eins og gagnrýnendur hefðu gert. Sagði hann nýja hluthafa blása til sóknar í rekstri félagsins. Halldór J. Kristjánsson sagði að fundi loknum um gagnrýnina sem fram kom að hluthafarnir hefðu tal- að og að 88% þeirra væru sammála því mati að samningarnir yrðu að dæmast sem ein heild. Magnús Gunnarsson, nýr stjórn- arformaður félagsins, sagði eftir fundinn að það væri mikil áskorun að takast á við að gegna stjórnarfor- mennsku í Eimskip og sagði stjórn- ina vilja styrkja hag félagsins og hluthafanna. Viljum styrkja hag félagsins og hluthafa Hluthafafundur samþykkir til- lögur nýrra ráð- andi hluthafa ♦ ♦ ♦ JÓN Steinar Gunnlaugsson lögmaður greiðir atkvæði á hluthafafundi Eimskipafélagsins, en hann fór með atkvæðisrétt Landsbankans og þeirra bréfa sem hann hafði umboð fyrir. Á myndinni má auk Jóns Steinars sjá Kjartan Gunnarsson, varaformann bankaráðs Landsbankans, Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans, Björgólf Guðmundsson, stjórnarfor- mann og einn helsta eiganda Landsbankans, og Magn- ús Gunnarsson, nýkjörinn stjórnarformann Eimskipa- félagsins. Morgunblaðið/Sverrir Atkvæði greidd á hluthafafundi Magnús Gunnarsson, nýkjörinn stjórnarformaður Eimskips, eftir hluthafafund  88% hluthafa/14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.