Morgunblaðið - 10.10.2003, Side 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 21
Árbæ | Krakkarnir í Selásskóla tóku vel á móti
Þórólfi Árnasyni borgarstjóra og fleiri gestum
þegar borgarstjóri opnaði nýja viðbyggingu
við Selásskóla. Krakkarnir í 3. bekk léku upp
úr ritgerðum sínum um Ísland, en fjórðubekk-
ingarnir röppuðu þulu.
„Krökkunum fannst alveg afskaplega gam-
an að fá borgarstjóra í heimsókn,“ segir Örn
Halldórsson, skólastjóri Selásskóla. „Þórólfur
er búinn að vera hérna að spjalla við krakkana,
þau eru mjög hrifin af því að fá svona heim-
sókn.“
Nýja viðbyggingin er á tveimur hæðum við
norðurhlið 1. áfanga núverandi skólahúss. Fyr-
irkomulagið innanhúss tekur mið af meiri opn-
un rýma en algengt er, í viðbyggingunni eru
fimm stórar heimastofur opnar fram á gang og
þrjár hefðbundnar heimastofur. Þar er einnig
tölvuver, bókasafn og vinnuaðstaða kennara.
Viðbyggingin er um 1.500 fermetrar, og er
áætlaður kostnaður samtals um 300 milljónir
króna. Hún hefur verið um tvö og hálft ár í
byggingu.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þórólfur Árnason borgarstjóri var hinn hressasti og brá á leik með börnunum í tilefni dagsins.
Röppuðu þulu fyrir borgarstjóra
Áminnt vegna ólyktar | Tvö fisk-
verkunarfyrirtæki á Hvaleyrarholt-
inu í Hafnarfirði voru áminnt af
Heilbrigðiseftirlitinu vegna ólyktar,
en fólk sem býr í nágrenninu hafði
kvartað nokkuð undan lykt und-
anfarið.
Málið snýst um lykt sem kemur af
heitloftsþurrkun á fiskhausum, en
hvorugt fyrirtækið hefur leyfi til
slíkrar starfsemi. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu fá
nú fyrirtækin frest til 14. október til
að koma að skriflegum andmælum,
annars megi búast við kæru komi til-
vik sem þessi upp aftur.
Morgunblaðið/Þorkell
Allir með netfang | Grunnskólar
Garðabæjar leggja mikið upp úr
rafrænum samskiptum við for-
eldra, og í Hofsstaðaskóla eru allir
foreldrar barna með skráð net-
fang. Í öðrum skólum er hlutfallið
næstum jafn hátt, frá 90 til 96%.
Rafræn samskipti spara pappír
en geta líka sparað bæði kenn-
urum og foreldrum tíma og fyr-
irhöfn þegar þeir þurfa að ná sam-
bandi hver við annan. Þeir sem
ekki hafa netfang fá eftir sem áður
tilkynningar á pappír, að því er
kemur fram á heimasíðu Garða-
bæjar.
Hafnarfirði | Allt bendir nú til að
Leikfélag Hafnarfjarðar fái aðstöðu
á neðstu hæð gamla Lækjarskóla.
Getur leikfélagið þá haldið sýningar
og æft í húsinu, auk þess að hafa
fundar- og geymsluaðstöðu þar.
Gunnar Björn Guðmundsson, for-
maður leikfélagsins, segist vonast til
að geta flutt inn í húsnæðið í síðasta
lagi um áramót. „Þetta breytir öllu
fyrir okkur, Leikfélag Hafnarfjarðar
var eitt stærsta áhugamannaleik-
félagið á landinu hér áður fyrr.“
Gunnar segir að leikfélagið hafi
lengi verið á hrakhólum, alveg síðan
félagið missti aðstöðuna í Bæjarbíói.
„Við höfum lengi verið að biðja um
aðstöðu til að geta sýnt almennileg
stykki, boðið upp á námskeið og ann-
að, og þá kom þessi hugmynd upp,
hvort leikfélagið hefði áhuga á að
vera þarna. Við fórum og skoðuðum
húsnæðið og það voru allir í félaginu
þrælánægðir með þetta.“ Leikfélag-
ið sótti í framhaldinu um að fá að-
stöðu í gamla skólahúsnæðinu, og
hefur nú fengið jákvætt svar frá
bænum.
Ellý Erlingsdóttir, formaður þjón-
ustu- og þróunarráðs Hafnafjarðar,
segir að lítið þurfi að gera við hús-
næðið, einungis rífa niður einn milli-
vegg, svo leikfélagið ætti að geta
flutt fljótlega ef samningar takast
milli félagsins og bæjarins. Fundað
var í ráðinu á miðvikudag þar sem
ráðið mælti með því að leikfélagið
fengi aðstöðu í skólanum fyrrver-
andi. Á efti hæðum hússins verða
Námsflokkarnir með aðstöðu áfram.
Leikfélagið
í gamla
Lækjar-
skólahúsið