Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 28
LISTIR
28 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Alltaf á laugardögum
Smáauglýsing
á aðeins 500 kr.*
Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.*
Almennt verð er 1.689 kr.
Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum.
*5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003.
Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins,
sími 569 1111 eða augl@mbl.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
O
R
21
22
0
0
9/
20
03
FYRSTA eintak 1. bindis Biskupa
sagna var afhent við athöfn í Ráð-
herrabústaðnum í gær og veitti Geir
H. Haarde fjármálaráðherra því við-
töku fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.
Útgáfa Biskupa sagna hefur verið
unnin með sérstökum styrk frá for-
sætisráðuneytinu og tilkynnti fjár-
málaráðherra að á fjárlögum næsta
árs yrði veitt 10 milljónum króna til
að ljúka þessu verkefni.
„Með þessu bindi eru komin út
þrjú fyrstu bindi Biskupa sagna í út-
gáfu Fornritafélagsins, og er þá að-
eins eftir að gefa út sögur af Guð-
mundi biskupi góða, en stefnt er að
því að þær birtist eftir um það bil tvö
ár í tveimur samstæðum bindum.
Nýtur félagið styrks til útgáfunnar
frá forsætisráðuneytinu í tilefni þús-
und ára afmælis kristnitökunnar,“
sagði Jóhannes Nordal, forseti
Fornritafélagsins, við athöfnina.
Skipt í tvo hluta
Í 1. bindinu eru prentuð þrjú forn
rit: Kristni saga, Kristni þættir og
Jóns saga helga. Sigurgeir Stein-
grímsson, Ólafur Halldórsson og
Peter Foote sáu um útgáfuna, en rit-
stjóri var Jónas Kristjánsson.
Jónas kynnti útgáfuna og sagði
m.a. að vegna þess hve viðamikið
efni þessa bindis reyndist hefði því
verið skipt í tvo hluta eða bækur
sem hvor um sig er um 400 bls. og
bundin sérstaklega.
Í fyrra hluta er að finna marg-
víslegt fræðilegt efni um sögurnar,
en í síðara hlutanum eru sögu-
textarnir sjálfir með skýringum,
ásamt viðaukum og nafnaskrá.
Fremst í síðari hluta bindisins er
texti Kristni sögu, sem Sigurgeir
Steingrímsson hefur annast útgáfu
á. Næst koma Kristni þættir í útgáfu
Ólafs Halldórssonar, en þá er að
finna á víð og dreif í Ólafs sögu
Tryggvasonar hinni mestu sem sett
var saman snemma á 14. öld.
Í viðauka eru birtir kaflar um
kristniboð og kristnitöku á Íslandi
úr helstu heimildum öðrum en þeim
sem prentaðar eru í heild í þessu
bindi. Þannig er hér saman komið á
einn stað allt það sem finna má og
máli skiptir um kristnitökuna í forn-
um heimildum.
Lengsta ritið í bindinu er Jóns
saga helga, en Peter Foote, prófess-
or í London, annast útgáfu hennar.
Kristniboðið hófst á Norðurlandi, og
í þessu bindi er birt saga fyrsta
Hólabiskupsins, Jóns helga Ög-
mundarsonar (1106–1123). Jóns
saga var snemma rituð á latínu af
Gunnlaugi Leifssyni, munki á Þing-
eyrum (d. 1218 eða 1219), en er að-
eins varðveitt á íslensku í þremur
gerðum. Að lokum eru prentaðir
tveir þættir sem tengjast Jóns sögu:
Gísls þáttur Illugasonar og Sæ-
mundar þáttur.
Fremst í fyrra hluta bindisins eru
tvær ritgerðir sem ætlað er að varpa
ljósi á bókmenntagreinina í heild
sinni og það tímabil í sögu Íslands og
Evrópu sem Biskupa sögurnar fjalla
um. Ásdís Egilsdóttir ritar almennt
um ævisögur dýrlinga, sérstaklega
hinna íslensku. Guðrún Ása Gríms-
dóttir stiklar á stóru í kristnisögu
Evrópu og fjallar síðan um ýmsa
þætti íslenskrar kirkjusögu á fyrstu
öldum kristni í landinu.
Á eftir þessum inngangs-
ritgerðum koma síðan formálar fyrir
sögum þeim sem prentaðar eru í síð-
ari hluta. Útgefendur fjalla hver um
sitt útgáfuverk á fræðilegan og þó
alþýðlegan hátt, svo sem venja er í
formálum Íslenzkra fornrita. Sig-
urgeir Steingrímsson ritar um
Kristni sögu, Ólafur Halldórsson um
Kristni þætti og Peter Foote um
Jóns sögu helga ásamt Gísls þætti
og Sæmundar þætti. Ritgerðir þess-
ar tengjast mjög hinum ítarlegu
skýringum og athugasemdum sem
birtar eru neðanmáls í síðara hluta.
Þá eru í fyrra hlutanum ýmis
fræðileg hjálpargögn, svo sem heim-
ildaskrá, páfa-, biskupa- og kon-
ungaraðir, ættaskrár og landakort
yfir helstu staði sem um er getið.
Í tilkynningu frá Fornritafélaginu
segir: „Biskupa sögurnar eru bæði
fjölskrúðugar bókmenntir og stór-
merkileg heimildarit um fyrstu aldir
kristinnar trúar á Íslandi, og í þeim
birtist önnur hlið á mannlífinu en í
hinum veraldlegri frásögnum svo
sem Íslendingasögum og Sturlungu.
Hér fær lesandinn innsýn í hug-
arheim kaþólsku kirkjunnar á mið-
öldum og kynnist um leið lífsbaráttu
alþýðufólks sem leitaði styrks hjá
helgum mönnum í raunum sínum og
hversdagslegu basli. Með þessari út-
gáfu er bætt úr brýnni þörf því að
Biskupa sögurnar hafa ekki birst í
vandaðri heildarútgáfu síðan Jón
Sigurðsson og Guðbrandur Vigfús-
son sáu um útgáfu þeirra fyrir nærri
hálfri annarri öld (1858–1878).“
Fyrsta eintak fyrsta bindis Biskupa sagna í útgáfu Fornritafélagsins afhent við athöfn
Bætt úr
brýnni þörf
Morgunblaðið/Þorkell
Biskupar og fjármálaráðherra ásamt aðstandendum útgáfunnar við athöfnina í Ráðherrabústaðnum í gær.
Geir H. Haarde tekur við fyrsta eintakinu úr hendi Jóhannesar Nordal.
GALLERÍ Fold stendur fyrir list-
munauppboði í Súlnasal Hótels
Sögu á sunnudag kl. 19. Verkunum
er skipt í fjóra flokka: Þrykk, prent
og ljósmyndir. Vatnslitaverk, past-
elverk og önnur verk unnin á papp-
ír. Skúlptúra og önnur þrívíð verk,
keramik og bækur og olíu- og akríl-
verk.
Verkin verða til sýnis í Galleríi
Fold, Rauðarárstíg 14–16, í dag kl.
10–18, laugardag til kl. 17 og
sunnudag kl. 12–17.
Uppboðsskráin er á slóðinni
www.myndlist.is.
Listmunaupp-
boð á Sögu
Listasafn ASÍ
Sýningum Einars Garibalda Ei-
ríkssonar og Bruno Muzzolini lýkur
á sunnudag. Einar sýnir málverk og
kallast sýning hans „Ísland í níu
hlutum“. Bruno sýnir ljósmyndir og
myndbandsverk og kallast sýning
hans „Augnagildrur“.
Listasafn ASÍ er opið alla daga,
nema mánudaga, kl. 13–17. Aðgang-
ur er ókeypis.
Sýningu lýkur
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Greppikló er eftir
Juliu Donaldson í
þýðingu Þórarins
Eldjárns. Mynd-
skreytingar eru
eftir Alex Scheffl-
er.
Greppikló, hvað
er greppikló?
Hva, Greppikló,
það veistu þó ... Þetta segir litla
músin við refinn, ugluna og slöng-
una sem hún mætir á göngu sinni
um skóginn. Þau verða hrædd og
þjóta burt þótt músin viti vel að ekki
sé til nein greppikló. Og þó ... Útgef-
andi er Mál og menning. Bókin er
28 bls. Verð: 1.990 kr.
Börn