Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 FYRSTA eintak 1. bindis Biskupa sagna var afhent við athöfn í Ráð- herrabústaðnum í gær og veitti Geir H. Haarde fjármálaráðherra því við- töku fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Útgáfa Biskupa sagna hefur verið unnin með sérstökum styrk frá for- sætisráðuneytinu og tilkynnti fjár- málaráðherra að á fjárlögum næsta árs yrði veitt 10 milljónum króna til að ljúka þessu verkefni. „Með þessu bindi eru komin út þrjú fyrstu bindi Biskupa sagna í út- gáfu Fornritafélagsins, og er þá að- eins eftir að gefa út sögur af Guð- mundi biskupi góða, en stefnt er að því að þær birtist eftir um það bil tvö ár í tveimur samstæðum bindum. Nýtur félagið styrks til útgáfunnar frá forsætisráðuneytinu í tilefni þús- und ára afmælis kristnitökunnar,“ sagði Jóhannes Nordal, forseti Fornritafélagsins, við athöfnina. Skipt í tvo hluta Í 1. bindinu eru prentuð þrjú forn rit: Kristni saga, Kristni þættir og Jóns saga helga. Sigurgeir Stein- grímsson, Ólafur Halldórsson og Peter Foote sáu um útgáfuna, en rit- stjóri var Jónas Kristjánsson. Jónas kynnti útgáfuna og sagði m.a. að vegna þess hve viðamikið efni þessa bindis reyndist hefði því verið skipt í tvo hluta eða bækur sem hvor um sig er um 400 bls. og bundin sérstaklega. Í fyrra hluta er að finna marg- víslegt fræðilegt efni um sögurnar, en í síðara hlutanum eru sögu- textarnir sjálfir með skýringum, ásamt viðaukum og nafnaskrá. Fremst í síðari hluta bindisins er texti Kristni sögu, sem Sigurgeir Steingrímsson hefur annast útgáfu á. Næst koma Kristni þættir í útgáfu Ólafs Halldórssonar, en þá er að finna á víð og dreif í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu sem sett var saman snemma á 14. öld. Í viðauka eru birtir kaflar um kristniboð og kristnitöku á Íslandi úr helstu heimildum öðrum en þeim sem prentaðar eru í heild í þessu bindi. Þannig er hér saman komið á einn stað allt það sem finna má og máli skiptir um kristnitökuna í forn- um heimildum. Lengsta ritið í bindinu er Jóns saga helga, en Peter Foote, prófess- or í London, annast útgáfu hennar. Kristniboðið hófst á Norðurlandi, og í þessu bindi er birt saga fyrsta Hólabiskupsins, Jóns helga Ög- mundarsonar (1106–1123). Jóns saga var snemma rituð á latínu af Gunnlaugi Leifssyni, munki á Þing- eyrum (d. 1218 eða 1219), en er að- eins varðveitt á íslensku í þremur gerðum. Að lokum eru prentaðir tveir þættir sem tengjast Jóns sögu: Gísls þáttur Illugasonar og Sæ- mundar þáttur. Fremst í fyrra hluta bindisins eru tvær ritgerðir sem ætlað er að varpa ljósi á bókmenntagreinina í heild sinni og það tímabil í sögu Íslands og Evrópu sem Biskupa sögurnar fjalla um. Ásdís Egilsdóttir ritar almennt um ævisögur dýrlinga, sérstaklega hinna íslensku. Guðrún Ása Gríms- dóttir stiklar á stóru í kristnisögu Evrópu og fjallar síðan um ýmsa þætti íslenskrar kirkjusögu á fyrstu öldum kristni í landinu. Á eftir þessum inngangs- ritgerðum koma síðan formálar fyrir sögum þeim sem prentaðar eru í síð- ari hluta. Útgefendur fjalla hver um sitt útgáfuverk á fræðilegan og þó alþýðlegan hátt, svo sem venja er í formálum Íslenzkra fornrita. Sig- urgeir Steingrímsson ritar um Kristni sögu, Ólafur Halldórsson um Kristni þætti og Peter Foote um Jóns sögu helga ásamt Gísls þætti og Sæmundar þætti. Ritgerðir þess- ar tengjast mjög hinum ítarlegu skýringum og athugasemdum sem birtar eru neðanmáls í síðara hluta. Þá eru í fyrra hlutanum ýmis fræðileg hjálpargögn, svo sem heim- ildaskrá, páfa-, biskupa- og kon- ungaraðir, ættaskrár og landakort yfir helstu staði sem um er getið. Í tilkynningu frá Fornritafélaginu segir: „Biskupa sögurnar eru bæði fjölskrúðugar bókmenntir og stór- merkileg heimildarit um fyrstu aldir kristinnar trúar á Íslandi, og í þeim birtist önnur hlið á mannlífinu en í hinum veraldlegri frásögnum svo sem Íslendingasögum og Sturlungu. Hér fær lesandinn innsýn í hug- arheim kaþólsku kirkjunnar á mið- öldum og kynnist um leið lífsbaráttu alþýðufólks sem leitaði styrks hjá helgum mönnum í raunum sínum og hversdagslegu basli. Með þessari út- gáfu er bætt úr brýnni þörf því að Biskupa sögurnar hafa ekki birst í vandaðri heildarútgáfu síðan Jón Sigurðsson og Guðbrandur Vigfús- son sáu um útgáfu þeirra fyrir nærri hálfri annarri öld (1858–1878).“ Fyrsta eintak fyrsta bindis Biskupa sagna í útgáfu Fornritafélagsins afhent við athöfn Bætt úr brýnni þörf Morgunblaðið/Þorkell Biskupar og fjármálaráðherra ásamt aðstandendum útgáfunnar við athöfnina í Ráðherrabústaðnum í gær. Geir H. Haarde tekur við fyrsta eintakinu úr hendi Jóhannesar Nordal. GALLERÍ Fold stendur fyrir list- munauppboði í Súlnasal Hótels Sögu á sunnudag kl. 19. Verkunum er skipt í fjóra flokka: Þrykk, prent og ljósmyndir. Vatnslitaverk, past- elverk og önnur verk unnin á papp- ír. Skúlptúra og önnur þrívíð verk, keramik og bækur og olíu- og akríl- verk. Verkin verða til sýnis í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14–16, í dag kl. 10–18, laugardag til kl. 17 og sunnudag kl. 12–17. Uppboðsskráin er á slóðinni www.myndlist.is. Listmunaupp- boð á Sögu Listasafn ASÍ Sýningum Einars Garibalda Ei- ríkssonar og Bruno Muzzolini lýkur á sunnudag. Einar sýnir málverk og kallast sýning hans „Ísland í níu hlutum“. Bruno sýnir ljósmyndir og myndbandsverk og kallast sýning hans „Augnagildrur“. Listasafn ASÍ er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 13–17. Aðgang- ur er ókeypis. Sýningu lýkur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Greppikló er eftir Juliu Donaldson í þýðingu Þórarins Eldjárns. Mynd- skreytingar eru eftir Alex Scheffl- er. Greppikló, hvað er greppikló? Hva, Greppikló, það veistu þó ... Þetta segir litla músin við refinn, ugluna og slöng- una sem hún mætir á göngu sinni um skóginn. Þau verða hrædd og þjóta burt þótt músin viti vel að ekki sé til nein greppikló. Og þó ... Útgef- andi er Mál og menning. Bókin er 28 bls. Verð: 1.990 kr. Börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.