Morgunblaðið - 10.10.2003, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÉG hlýt að hafa misst af því þegar
greint var frá í fjölmiðlum að öll næt-
urafgreiðsla apóteka væri hætt.
Að minnsta kosti finnst mér ólík-
legt að það hafi ekki talist fréttnæmt.
Hvers eigum við að gjalda?
Eigum við að kalla til vaktlækni á
óguðlega háum taxta vegna þess eins
að við erum með tannpínu, höfuðverk
sem við getum ekki sofið fyrir,
eyrnaveikt barn eða vantar einfald-
lega hóstasaft?
Mér persónulega finnst það ætti
að halda áfram að hafa næturaf-
greiðslu í að minnsta kosti einu apó-
teki í borginni.
Eða kannski að fara að leyfa, eins
og mörg nágranalönd okkar, að lyf
sem eru ekki ávanabindandi eða lyf-
seðilsskyld séu seld í stórmörkuðum.
Væri ekki ágætt að geta gengið
inn í 10-11 í Lágmúlanum eftir að
Lyfju lokar og fengið parkódín eða
hitalækkandi stíl fyrir litla barnið
okkar sem getur ekki sofið fyrir
eyrnaverk?
Ég hef sjálf lent í því að vera and-
vaka hálfa nótt vegna hósta og átti
hvorki verkjatöflur né hóstasaft, þá
var nú yndislegt að geta sent mann-
inn minn í apótek að kaupa það sem
þurfti til að við fengjum góðan næt-
ursvefn.
Ég mælist til þess við eigendur
apótekanna að vera í samkeppni og
bjóða upp á þessa þjónustu. Það eru
margir sem hugsa eins og ég, ef ég
fæ góða þjónustu þegar ég þarf á
henni að halda þá held ég tryggð við
það fyrirtæki.
Í leiðinni vill ég hvetja samborgara
mína að við látum aðeins í okkur
heyra og krefjumst þess að fá þessu
breytt í fyrra horf.
Við þurfum stundum á apóteki að
halda, jafnvel þótt það sé nótt.
ANDREA ÆVARSDÓTTIR,
Ferjubakka 2,
109 Reykjavík.
Lokun apóteka
Frá Andreu Ævarsdóttur
ÞAÐ er kristaltær staðreynd að fisk-
verndunarsjónarmið lágu ekki að
baki kvótakerfinu í sjávarútvegi.
Ef svo hefði verið, hefðu fiskveiðar
verið þróaðar í vistvænar veiðar. Í
stað þess að hafa þróast í rányrkju
með þungavinnuvélum.
Það er einnig á hreinu að fiski-
fræðingar eru ekki svo treggáfaðir
að þeir viti ekki þetta. Að röskun líf-
keðjunnar er í fullum gangi með því
sem hér segir: Alltof miklum veiðum
á uppsjávarfiski, þ.e. loðnu, síld og
kolmunna. Alltof mikilli notkun á
trolli því er dragnót nefnist í daglegu
tali og er hamast með þetta tæki al-
veg upp í þara. Allt of miklum
þungatrollveiðum úthafsskipa allt
upp að fjórum mílum. Alltof mikilli
notkun flotvarpna sem notaðar eru
jöfnum höndum á loðnu, síld, kol-
munna og karfa. Það er alveg á
hreinu að skammtíma gróðasjónar-
mið réð ferðinni þegar kvótakerfið
var úthugsað.
Það vita allir sæmilega greindir
menn að hið viðkvæma lífríki hafs-
botnsins þolir ekki til lengdar að
hamast sé á því allan sólarhringinn
ár eftir ár með trollvirkjum sem
vega með hlerum og öllu þetta frá
sextíu tonnum upp í níutíu tonn. Allt
þetta þungavinnudrasl er svo dregið
með allt að ellefu þúsund hestafla
orku um hafsbotninn.
Almenningur gerir sér engan veg-
in ljóst hvers konar varanleg nátt-
úruspjöll er verið að vinna á móður
náttúru.
Almenningur á Íslandi er svo
hlunnfarinn með þessu. Fáeinir
menn hafa með reglugerðarfargani
og lagagerð í kjölfarið eignað sér til
einkaafnota allan fiskinn í sjónum.
Heila sjálfendurnýjandi náttúruauð-
lind sem í orði er kölluð sameign
þjóðarinnar, en með orðinu sameign
er almenningur gerður að ábyrgðar-
aðilum auðvaldsins, þ.e. að standa
undir rekstri auðvaldsins og bera
ábyrgð á um tvö hundruð milljarða
skuldum útgerðarinnar.
Athugið! Hrun fiskstofna, ekki
bara við Ísland heldur í öllum heims-
höfunum, er áþreifanleg staðreynd
samkvæmt niðurstöðu vísindamanna
í þeim efnum. Nú eru aðeins 10% eft-
ir af fiski í sjónum á heimsmæli-
kvarða miðað við það sem var 1950.
Framtíð Íslands er náttuverndar-
félag sem stofnað var 1996 til höfuðs
náttúruspjöllum á hafsbotni, svo og
gegn hvers konar óréttlæti hvaða
nafni sem nefnist.
Nú hefur undirritaður fram-
kvæmdastjóri Framtíðar Íslands
tekið fram lúðurinn og blæs nú gegn
nátturuspjöllum á hafsbotni svo og
gegn óréttlæti því sem þjóðin er
beitt með hinu svonefnda kvótakerfi
í sjávarútvegi.
Því verður gripið til þess ráðs að
leita eftir svari hjá þjóðinni með
þessum eftirfarandi spurningum:
1. Ertu fylgjandi því að landgrunn
Íslands innan 50 sjómílna verði frið-
lýst svæði sem þjóðgarður, sér í lagi
með tilliti til þess ef gengið verður í
ESB. Svæði þetta innan 50 sjómílna
verði einungis nytjað með kyrrstæð-
um veiðarfærum þ.e. línu handfær-
um og netum á takmörkuðum svæð-
um.
2. Ertu fylgjandi því að sala og
leiga aflaheimilda, svo og veðsetning
aflaheimilda verð lögð niður með við-
unandi fyrirvara.
GARÐAR H. BJÖRGVINSSON,
framkvæmdastjóri Framtíðar
Íslands, Herjólfsgötu 18,
220 Hafnarfirði.
„Með allt á
hreinu“
Frá Garðari H. Björgvinssyni