Morgunblaðið - 10.10.2003, Side 53
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 53
ÍSLENSK lið í knattspyrnu hafa
ekki verið daglega á ferð í Ham-
borg. Íslenska landsliðið í knatt-
spyrnu hefur aldrei leikið í Þýska-
landi, en tvö félagslið hafa leikið í
Hamborg. Fyrst Keflavík gegn
Hamburger SV í Evrópukeppni bik-
arhafa 1976 – tapaði í Hamborg, 3:0,
en gerði jafntefli í Reykjavík, 1:1.
Steinar Jóhannesson skoraði mark-
ið.
VALSMENN mætti Hamburger
SV í Evrópukeppni meistaraliða
1979. Valur tapaði í Reykjavík, 3:0,
og í Hamborg, 2:1. Atli Eðvaldsson,
fyrrverandi landsliðsþjálfari, skor-
aði mark Valsmanna.
KEVIN Keegan, knattspyrnu-
stjóri Man. City, lék þá með Ham-
burger, en hann var kjörinn knatt-
spyrnumaður Evrópu 1978 og 1979,
sem leikmaður Hamburger SV.
TVEIR íslenskir íþróttamenn
hafa klæðst hinum fræga búningi
Hamburger SV, hvítum, bláum og
rauðum. Það eru handknattleiks-
mennirnir Einar Magnússon og
Guðjón Magnússon, fyrrverandi
landsliðsmenn Víkings, sem léku
með HSV 1976 til 1977.
ARNÓR Guðjohnsen, faðir Eiðs
Smára, segir í viðtali við fréttavef
Sky sjónvarpsstöðvarinnar að sonur
sinn sé mjög sáttur hjá Chelsea og
hann sé ekki á förum frá félaginu.
Eiður hefur á undanförnum dögum
verið orðaður við Manchester City,
Newcastle og Middlesbrough en
Arnór, sem er umboðsmaður Eiðs,
segir að ekkert þessara félaga hafi
sett sig í samband við sig. „Það eina
sem ég hef heyrt um þetta eru þess-
ar fréttir sem ég hef lesið í blöð-
unum,“ segir Arnór.
ARNÓR segir að Eiður Smári hafi
vel gert sér grein fyrir því að hörð
samkeppni yrði um stöður í liðinu og
hann væri ánægður að þurfa að
berjast fyrir sæti sínu. „Eiður verð-
ur ekkert óttasleginn þó svo að hann
sé ekki valinn í liðið enda finnst hon-
um að hann hafi sannað sig hjá fé-
laginu. Hann dreymir um að vinna
titla með Chelsea og honum líður
mjög vel hjá liðinu,“ segir Arnór.
ÓLAFUR Stefánsson og félagar
hans í Ciudad Real héldu sigur-
göngu sinni áfram í spænsku 1.
deildinni í handknattleik í fyrra-
kvöld. Ciudad Real sigraði Altea,
29:25, og hefur þar með unnið alla
sex leiki sína á mótinu. Ólafur skor-
aði 5 mörk, en markahæstur var
spænski landsliðsmaðurinn Talant
Dujshebaev með 7 mörk.
BARCELONA, sem mætir Hauk-
um í Meistaradeild Evrópu á sunnu-
daginn, fylgir Ciudad Real eins og
skugginn, með 11 stig, en Börsung-
ar unnu góðan útsigur á Portland,
29:27. Spænski landsliðsmaðurinn
Iker Romero var fremstur á meðal
jafningja í liði Barcelona og skoraði
10 mörk.
FÓLK
LOGI Ólafsson, annar
landsliðsþjálfaranna í
knattspyrnu, segist ekki
öfunda Ásgeir Sigurvins-
son, félaga sinn, þessa dag-
ana í Þýskalandi. „Þrýst-
ingurinn er mikill á honum
og fjölmiðlamenn sitja um
hann. Það er ekki nema
von – Ísland stóð sig vel
gegn Þýskalandi í Reykja-
vík og þá hefur Ásgeir
leikið hér í landi í mörg ár. Ég fæ
sem betur fer að vera í friði við mín
störf með strákunum á meðan.“
Logi stjórnaði opinni æfingu ís-
lenska landsliðsins seinni partinn í
gær, á meðan þýskir fréttamenn
sóttu að Ásgeiri.
„Ég finn ákveðna sigur-
vissu Þjóðverja liggja í
loftinu. Þeir telja að þeir
hafi átt slakan dag á Ís-
landi er Þjóðverjar voru
heppnir, náðu jafntefli
gegn okkur – og við hefð-
um leikið yfir getu. Ég er
ánægður með þennan
hugsunarhátt Þjóðverja.
Við getum nýtt okkur
hann. Strákarnir eru að verða til-
búnir í slaginn og við mætum til
leiks án þess að nein pressa sé á
okkur.
Léttleikinn ræður áfram ríkjum
hjá okkur,“ sagði Logi.
Hermann leikur ekki landsleikinnnema að hann sé hundrað pró-
sent sáttur við það sjálfur. Hann er í
góðri meðhöndlum
hjá lækni og sjúkra-
þjálfara, sem leggja
sig alla fram við að
Hermann vinni
sjálfstraust og verði tilbúinn sjálfur í
slaginn, án þrýstings frá neinum. Ég
hef trú á því að það takist,“ sagði
Logi.
Logi sagði að það hefði verið
ákveðið eftir æfingu í gærmorgun,
sem allir leikmenn landsliðins tóku
þátt í og fóru í gegnum af sóma, að
hvíla Rúnar Kristinsson og Pétur
Hafliða Marteinsson, gefa þeim frí
frá seinni æfingunni siðdegis í gær.
Í mörg horn að líta
„Það var ekki gert að óskum
þeirra, heldur töldum við að besti
væri að ofgera þeim ekki á æfingum.
Það er eins og áður mjög létt yfir
leikmannahópi okkar og þeir sem
hafa mest að gera hér í Hamborg eru
sjúkraþjálfarinn, Stefán Stefánsson,
lækninn Sigurjón Sigurðsson og
Guðmundur Jónsson liðsstjóri. Þeir
voru að störfum til miðnættis fyrsta
kvöld okkar hér [miðvikudagskvöld]
og þeir verða það einnig í kvöld og
annað kvöld. Landsliðsmennirnir
nýta sér krafta þeirra til að þeir
verði sem best búnir undir átökin
gegn Þjóðverjum. Það verður þó
ekki ljóst fyrr en rétt fyrir leikinn
hverjir leika. Við teflum ekki fram
leikmönnum nema þeir séu hundrað
prósent tilbúnir,“ sagði Logi Ólafs-
son landsliðsþjálfari í Hamborg síð-
degis í gær.
RUDI Völler, landsliðsþjálfari
Þýskalands, segir að sínir
menn ætli sér sigur, en þeir
geta þó ekki leyft sér að van-
meta Íslendinga á knatt-
spyrnuvellinum. „Ísland er
ekki aðeins þekkt fyrir hveri
og smávaxna hesta. Íslend-
ingar eiga gott knattspyrnu-
landslið, sem er skipað góðum
leikmönnum sem leika víðs
vegar um Evrópu. Það er liðin
tíð að menn geta bókað fjög-
urra til fimm marka sigra
gegn Íslandi fyrirfram. Við
höfðum heppnina með okkur í
Reykjavík á dögunum – að
tapa ekki þar,“ sagði Rudi
Völler, sem vill ekkert annað
en sigur í Hamborg.
Ísland er
meira en
hverir og
hestar
kemur til greina; sigur, sigur, sig-
ur…
Ef landsliðsmenn Þýskalands ná
því ekki og þá sérstaklega gegn lið-
um, sem eru talin slakari, fá leik-
menn það óþvegið. Pressan er mikil
á bestu leikmönnum Þýskalands,
hvort þeir leika með landsliðinu eða
sínum félagsliðum.“
Ásgeir sagði að það væri skemmti-
legt að vinna með strákunum í lands-
liðinu. Landsliðið var komið í
ákveðna lægð um tíma, en eftir að
landsliðshópurinn fór til Selfoss til
að undirbúa sig fyrir heimaleikinn
gegn Færeyjum og leikinn í Litháen,
sem unnust, breyttist hugarfarið.
„Strákarnir voru sammála um að
gera allt sem við gætum til að ná níu
stigum í leikjunum þremur fyrir
Þjóðverjaleikina, þannig að þeir
yrðu spennandi, sem raunin varð á.
Það voru allir sammála um að það
væri alltaf skemmtilegra að leika
landsleiki sem vinnast. Sætta sig
ekki við tap.
Við breyttum um leikaðferð –
byrjuðum að leika með þrjá miðverði
og tvo menn úti á köntunum. Þessi
leiðaðferð hefur hentað varnar-
mönnum okkar vel, sem sést til
dæmis á leik Lárusar Orra, sem
tvíefldist og ég man ekki eftir að
hafa séð hann leika eins vel og hann
gerði í síðustu leikjum okkar.“
Ásgeir sagði að landsliðsmennirn-
ir væru ánægðir og þeim líði vel.
„Það er númer eitt, tvö og þrjú, að
mönnum líði vel.
Andrúmsloftið hjá Þjóðverjum er
ekki eins gott. Við erum með leik-
menn sem eru félagsverur og tveir
og tveir eru saman á herbergi. Leik-
menn Þýskalands eru einir á her-
bergjum – sitja þar fyrir framan
tölvu eða tala í síma.“
Verðum að þjappa
okkur saman
Ásgeir sagði að það væri óneit-
anlega slæmt fyrir íslenska liðið að
margir leikmenn liðsins hafa lítið
leikið að undanförnu. Þá eru leik-
menn eins og Lárus Orri Sigursson
og Heiðar Helguson meiddir og
verða ekki með, eins og Jóhannes
Karl Guðjónsson, sem tekur út leik-
bann. Hermann Hreiðarsson hefur
einnig verið meiddur, sem og Pétur
Hafliði Marteinsson og Rúnar Krist-
insson.
„Það er alltaf slæmt að missa
reynda leikmenn, en við verðum að
standa saman. Þeir leikmenn sem
koma í staðinn inn í hópinn verða að
sýna það að þeir eru verðugir lands-
liðsmenn til að leika í byrjunarliði.“
Ásgeir sagði að það væri mjög já-
kvætt að það er enginn þrýstingur á
honum, Loga eða leikmönnum í sam-
bandi við leikinn við Þjóðverja.
„Fólk gerir sér alveg grein fyrir því
út í hvað við erum að fara. Það eru
ekki margir sem krefjast þess að við
leggjum Þjóðverja að velli. Það væru
óraunhæfar kröfur.
Auðvitað förum við í leikinn til að
ná fram sigri, ef við getum. Við
leggjum leikinn upp þannig. Það er
eðlilegt,“ sagði Ásgeir.
Landsliðshópurinn kom saman í
Hamborg síðdegis á miðvikudag og
hefur hann aðstöðu í norðurhluta
borgarinnar.
AP
Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, leggur á ráðin með tveimur leikmönn-
um sínum á fyrri æfingu íslenska landsliðsins í Hamborg í gær. Ásgeir er hvergi banginn.
„Ánægður með
hugsunarhátt Þjóðverja“
Logi Ólafsson
Hermann Hreiðars-
son á fullri ferð
„VIÐ erum mjög ánægðir með hvað Hermann Hreiðarsson hefur
staðið sig vel á æfingum. Hann æfði á fullu með okkur í morgun og
einnig áðan – er líkamlega sterkur og úthaldið í góðu lagi, en það er
spurningin hvernig er hann í návígi maður gegn manni, eða í sam-
bandi við fastar spyrnur?“ sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari eft-
ir seinni æfingu landsliðsins síðdegis í gær í Hamborg.
Eftir
Sigmund Ó.
Steinarsson
í Hamborg
ÁSGEIR Sigurvinsson segir að það sé
ekki hægt að afskrifa Litháa, sem
mæta Skotum í Glasgow á sama tíma
og Þjóðverjar og Íslendingar leika í
Hamborg. „Þeir eru með gott lið og ef
þeir ná að leggja Skota að velli skjót-
ast þeir upp fyrir þá og í þriðja styrk-
leikaflokk landsliða í Evrópu. Við Logi
ætlum ekki að fá stöðugar upplýsingar
frá Glasgow um gang mála þar. Höf-
um eflaust fullt í fangi með að stjórna
íslenska liðinu í leiknum gegn Þjóð-
verjum, svo að við förum ekki að
blanda öðrum leikjum í það verkefni.
Ég neita því þó ekki, að það væri gam-
an að fá upplýsingar frá Glasgow á
einhverjum ákveðnum tímapunkti,“
sagði Ásgeir.
Þýskaland er með 15 stig fyrir loka-
leikina í riðlinum, Ísland 13, Skotland
11 og Litháen 10.
Ásgeir hefur
trú á Litháum