Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR KFÍ – Haukar 81:89 Íþróttahúsið Torfnesi, Ísafirði, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, fimmtudaginn 9. október 2003. Gangur leiksins: 13:22, 19:28, 19:35, 26:35, 30:43, 39:36, 45:46, 53:54, 60:64, 70:75, 75:83, 81:89. Stigahæstir hjá KFÍ: Adam Spanich 35, Jeb Ivey 24. Stigahæstir hjá Haukum: Mike Manshel 28, Halldór Kristmannsson 22. Áhorfendur: 230.  Því miður var ekki nánari upplýsingar að fá frá Ísafirði í gærkvöldi. Þór Þ. – ÍR 112:106 Þorlákshöfn: Gangur leiksins: 12:10, 19:15, 29:24, 33:31, 38:39, 45:48, 53:57, 64:65, 69:67, 86:75, 89:89, 93:93, 106:106, 112:106. Stig Þórs: Ray Robins 43, Leon Brisport 27, Billy Dreher13, Gunnlaugur Erlends- son 10, Rúnar Sævarsson 10, Ágúst Grét- arsson 4, Grétar Erlendsson 3, Finnur Andrésson 2. Fráköst: 31 í vörn – 8 í sókn. Stig ÍR: Reggie Jessie 47, Keven Grand- berg 18, Ólafur Sigurðsson 15, Eiríkur Ön- undarson 13, Ómar Sævarsson 8, Ólafur Þórisson 2, Benedikt Pálsson 2. Fráköst: 29 í vörn – 10 í sókn. Villur: Þór 23 – ÍR 24. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Kristinn Óskarsson. Áhorfendur: Tæplega 400. KR – Breiðablik 116:95 DHL-höllin, Reykjavík: Gangur leiksins: 0:2, 4:8, 11:9, 18:13, 28:18, 34:20, 44.30, 46:41, 55:46, 60:51, 62:57, 73:63, 80:65, 89:67, 93:67, 101:73, 107:85, 116:95. Stig KR: Chris Woods 40, Baldur Ólafsson 17, Skarphéðinn Ingason 17, Steinar Kal- dal 14, Helgi R. Guðmundsson 11, Hjalti Kristinsson 8, Jóhannes Árnason 3, Magn- ús Helgason 2, Magni Hafsteinsson 2, Ólaf- ur Már Ægisson 2. Fráköst: 23 í vörn – 12 í sókn. Stig Breiðabliks: Kyrem Massey 26, Pálmi Sigurgeirsson 22, Mirko Mirijevic 18, Jón- as Ólafsson 11, Friðrik Hreinsson 9, Loftur Einarsson 5, Þórarinn Andrésson 4, Jó- hannes Hauksson 1. Fráköst: 20 í vörn – 16 í sókn. Villur: KR 21 – Breiðablik 22. Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Guð- mundur Stefán Maríasson sem mættur er í slaginn eftir 12 ára hlé. Stóðu sig vel. Áhorfendur: Um 300. Tindastóll – Snæfell 85:92 Sauðárkrókur: Gangur leiksins: 10:0, 10:10, 15:15, 20:17, 22:19,26:21, 30:25, 35:26, 39:30, 44:37, 48:40, 50:46, 57:58, 61:61, 68:63, 70:70, 72:75, 79:84, 83:87, 85:92. Stig Tindastóls: Charlton Brown 24, Clif- ton Cook 18, Adrian Parks 17, Kristinn Friðriksson 12, Axel Kárason 12, Helgi Rafn Viggósson 2. Fráköst: 23 í vörn – 14 í sókn. Stig Snæfells: Corey Dicerson 32, Lýður Vignisson 23, Sigurður Ágúst Þorvaldsson 19 Hlynur Bæringsson 10, Dondrel Whit- more 6, Hafþór Ingi Gunnarsson 2. Fráköst: 26 í vörn – 3 í sókn. Villur: Tindastóll 18 – Snæfell 16. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Eggert Aðalsteinsson, dæmdu vel. Áhorfendur: 410 1. deild kvenna Keflavík – Grindavík .........................104:73 Stig Keflavíkur: Erla Þorsteinsdóttir 19, Birna Valgarðsdóttir 17, María Erlings- dóttir 16, Erla Reynisdóttir 12, Kristín Blöndal 10, Svava Stefánsdóttir 8, Rann- veig Randversdóttir 8, Halldór Andrés- dóttir 6, Bryndís Guðmundsdóttir 4, Marín Karlsdóttir 2. Fráköst: 15 í sókn - 23 í vörn. Stig Grindavíkur: Sólveig Gunnlaugsdóttir 24, Petrunella Skúladóttir 12, Guðrún Guð- mundsdóttir 10, Ólöf Pálsdóttir 10, María Guðmundsdóttir 6, Sandra Guðlaugsdóttir 5, Harpa Hallgrímsdóttir 2, Rut Ragnars- dóttir 2, Jovana Stefánsdóttir 2. Fráköst: 8 í sókn - 22 í vörn. Villur: Keflavík 17 - Grindavík 27. 1. deild karla ÍG – Ármann/Þróttur............................89:87 KNATTSPYRNA Spænski bikarinn, 64 liða úrslit: Cerro Reyes – Sevilla...........................................1:7 Cultural Leonesa – Albacete....................1:0 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Grindavík: Grindavík - Njarðvík......... 19.15 Keflavík: Keflavík - Hamar ................. 19.15 HANDKNATTLEIKUR Efsta deild karla, RE/MAX-deildin, norð- urriðill: Varmá: Afturelding - Grótta/KR ........ 19.15 KA-heimilið: KA - Víkingur...................... 20 Hlíðarendi. Valur - Fram.......................... 20 Í KVÖLD DREGIÐ var í 16 liða bik- arúrslitum karla og 8 liða kvenna í húsakynnum ÍSÍ í gær. Bikarmeistarar HK halda í Hafnarfjörðinn til móts við FH 2 og Íslands- meistara Hauka fá KA í heimsókn á Ásvelli í Hafnarfirði. Hjá kvenfólkinu leika bikarmeistarar Hauka gegn Fram í Safamýrinni og hlutskipti Stjörnunnar verður að sækja ÍBV heim en þau lið mættust í undanúrslitum í fyrra þar sem Eyjastúlkur unnu 25:17. Konurnar leika 29. og 30. október en karlarnir nokkru síðar, fimmtudag- inn 6. nóvember. Leikir í karlaflokki: ÍBV 2 – Fylkir Valur 2 – ÍBV FH – Afturelding FH 2 – HK Haukar – KA Víkingur 2 – Valur Víkingur – Breiðablik ÍR – Fram Leikir í kvennaflokki: Fylkir/ÍR – FH ÍBV – Stjarnan Fram – Haukar FH 2 – Grótta/KR Stjarnan fer til Vestmannaeyja SAMSTARFI Þróttar og Hauka um rekstur kvennaliðs í meistaraflokki er lokið. Því var slitið að frumkvæði Þróttar á fundi sem félagði hélt í gær en Þróttarar telja sig hafa burði til þess að standa á eigin fótum og eiga lið í fremstu röð í kvennaknattspyrnunni á næstu árum, en mikil uppbygging er í kvennaknattspyrnu félagsins. Lið Þróttar/Haukar kom upp í úrvalsdeild kvenna á síðasta hausti þegar Þróttur vann 1. deildina og Hauk- ar höfnuðu í öðru sæti. Í framhaldinu var ákveðið að slá liðunum saman og freista þess að mynda sterkt lið í efstu deild. Samstarfið kom ekki í veg fyrir að liðið féll úr deild kvenna á dögunum eftir eins árs veru og því var ákveðið að slíta samstarfinu. Sameiginlegt lið fé- laganna, Þróttur/Haukar2 lék í næst efstu deild í sum- ar. Íris Björk Eysteinsdóttir, sem þjálfaði Þrótt/Hauka í sumar og Þrótt í fyrra, sagði starfi sínu lausu í síðustu viku. Ekki er ljóst hver tekur við starfi hennar. Samstarfi Þróttar og Hauka slitið Það ríkti mikil spenna í Þorláks-höfn fyrir fyrsta leik Þórs í úr- valsdeild. Hátt í 400 manns voru mættir til að fylgjast með viðureign Þórs og ÍR. Formaður körfuknattleikssam- bands Íslands setti Íslandsmótið formlega fyrir leik og bauð nýliðana velkomna. Þórsarar hófu leikinn af miklum krafti og komust 5 stig yfir en ÍR-ingar hleyptu þeim þó aldrei langt frá sér. Staðan í hálfleik var 48:45, ÍR-ingum í vil. Í þriðja leikhluta ríkti jafnræði með liðunum en hann endaði 69:67. Þórsarar hófu síðasta leikhlutann af miklum krafti og komust í 12 stiga forystu en ÍR-ingar sýndu mikla þrautseigju og náðu að jafna leikinn fyrir leikslok. Í framlengingu var jafnræði með liðunum til að byrja með en Þórsarar voru sterkari á endasprettinum og skoruðu 6 síð- ustu stigin og tryggðu sér sætan sig- ur. Vandræðalaust hjá KR Ég get ekki verið annað enánægður með 21 stigs sigur í fyrsta leik en mér fannst við fá óþarflega mikið af stigum á okkur. Við vorum ekki nógu öfl- ugir í fráköstunum og á því þurfum við að ráða bót,“ sagði Ingi Þór Stein- dórsson, þjálfari KR-inga, við Morg- unblaðið eftir sigur á Breiðabliki, 116:95, í DHL-höllinni, heimavelli KR-inga. KR-ingar höfðu leikinn í öruggum höndum allan tímann. Það var rétt undir lok annars leikhluta sem þeir slökuðu en á skömmum tíma misstu þeir 15 stiga forskot niður í fimm stig, 46:41. En nær komust Blikarnir ekki. KR-ingar juku muninn jafnt og þétt í síðari hálfleik og voru búnir að gera út um leikinn löngu áður en leiktíminn rann út. „Það er alltaf gott að byrja mót á sigri en munurinn hefði einfaldlega átt að vera meiri en raun bar vitni,“ sagði Ingi Þór sem er nokkuð bjart- sýnn fyrir hönd sinna manna. „Ég ætla að fara með liðið eins langt og ég get og vonandi næ ég að skila lið- inu einhverjum titlum. Ég er með góðan hóp og fína breidd og tel liðið geta veitt Suðurnesjaliðunum keppni í toppbaráttunni jafnvel þó svo að við séum aðeins með einn Bandaríkjamann.“ Chris Woods var fremstur á meðal jafningja hjá KR en hittni hans var prýðileg, vel spilandi leikmaður þar á ferð. Baldur Ólafsson var öflugur í fyrri hálfleik en í þeim síðari tók Skarphéðinn Ingason af skarið og lét mikið að sér kveða. Steinar Kaldal átti sömuleiðis fína spretti sem og Helgi R. Guðmundsson en báðir voru þeir ákaflega lunknir að „stela“ bolt- um úr höndum Blikanna. Þrír leikmenn báru uppi leik Breiðabliks, Kyrem Massey, Pálmi Sigurgeirsson og Mirko Virijevic, en Blikarnir fóru oft illa að ráði sínu í sóknarleiknum þar sem þeir glopr- uðu boltanum hvað eftir annað í hendurnar á KR-ingum sem refsuðu þeim miskunnarlaust. „Ég reikna fastlega með því að Blikarnir verði að berjast í neðri helmingi deildarinnar en ég hef ekki trú á að þeir lendi í vandræðum. Bandaríkjamaðurinn á eftir að kom- ast betur inn í leik þeirra og þetta er baráttuglatt lið,“ sagði Ingi Þór, þjálfari KR. Snæfell byrjar af krafti Ég er svo sannarlega í skýjunumyfir þessum sigri,“ sagði Bárð- ur Eyþórsson, þjálfari Snæfells, eftir að liðsmenn hans skelltu Tindastóli, 92:85, á Sauðárkróki í gærkvöldi. „Við spiluðum illa í fyrri hálfleik, það er óviðunandi að fá á sig 48 stig í fyrri hálfleik, en við fór- um yfir málinn í leikhléinu og unnum okkur inn í leikinn sem var vissulega köflóttur hjá báðum liðum en okkur tókst að innbyrða sigurinn og þetta eru dýrmæt stig sem við náðum hérna. Það er ekki nema rúm vika síðan ég náði saman tíu manna hóp og mér finnst byrjunin lofa góðu, Corey Dicerson er mjög góður, en Lýður kom líka mjög sterkur inn í síðasta fjórðungi leiksins. Bæði þessi lið, Tindastóll og Snæfell, eru á eftir sunnanliðunum sem eru búin að spila marga leiki, en ég spái því nú samt að þau eigi bæði eftir að taka stig af þeim líka,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells. Leikur beggja liða var fremur hægur og leikkerfin virtust eiga nokkuð í land með að ganga létt og snurðulaust, en bæði lið börðust ágætlega allan tímann. Tindastóls- menn byrjuðu betur og höfðu foryst- una lengst af, en þó skildu aldrei nema nokkur stig á milli. Í síðasta leikhluta kom Lýður Vignisson sjóð- heitur til leiks og hreinlega skaut heimamenn í kaf þegar hann setti niður fjórar þriggja stiga körfur í röð og halaði þannig inn sigur Snæfell- inga. Kári Marísson, aðstoðarþjálfari Tindastóls, var hins vegar ekki kátur með úrslitin. „Þeir eru einfaldlega með ágætt lið, og mjög sterka ein- staklinga eins og Corey Dicerson. Við spiluðum með köflum ágæta vörn á þá en þeir líka stíluðu inn á að opna fyrir þriggja stiga skytturnar, sem skiluðu sínu. Sigurinn hefði get- að lent hvorum megin sem var, en munurinn var sá að þeir nýttu skot sín en við ekki, sérstaklega í síðasta leikhlutanum. En þetta er bara byrj- unin, það eru mörg stig í pottinum enn,“ sagði Kári Marísson, aðstoð- arþjálfari Tindastóls. Haukar sóttu tvö stig til Ísafjarðar KFÍ hefur endurheimt sæti sitt íúrvalsdeildinni í körfuknattleik á nýjan leik eftir tveggja ára fjar- veru. Ísfirðingar tóku á móti Hauk- um í fyrsta heimaleik sínum á leiktíð- inni og urðu að bíta í það súra epli að tapa með átta stiga mun, 89:81, eftir að hafa verið ellefu stigum undir í hálfleik, 46:35. Leikmenn KFÍ náðu að komst yfir í síðari hálfleik en tókst ekki að fylgja góðum kafla eftir og Haukar komust yfir á nýjan leik og tryggðu sér sigur. Þrátt fyrir ósigur þá var Guðjón Þorsteinsson, formaður KFÍ, sáttur við margt í leik sinna manna að leiks- lokum, þótt hann væri óánægður með tapið. „Ég er ánægður með spilamennsku okkar í þessum leik og ég lít björtum augum fram á veginn, við eigum eftir að verða ennþá betri þegar á líður um leið og liðið á eftir að styrkjast ennfrekar, þannig að ég er að mörgu leyti sáttur við spila- mennskuna þótt við séum ekki ánægðir með tapið,“ sagði Guðjón Þorsteinsson. Þór byrjar af miklum krafti LEIKMENN Þórs í Þorlákshöfn láta ekki hrakspár slá sig út af lag- inu, en þeim er spáð falli úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í gær- kvöldi bitu þeir í skjaldarrendur og unnu ÍR-inga, 112:106, í fram- lengdum leik á heimavelli í fyrstu umferð Íslandsmótsins, en þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Þór leikur í úrvalsdeildinni. Eftir hefð- bundinn leiktíma var staðan jöfn, 93:93. Jón Sigurmundsson skrifar Guðmundur Hilmarsson skrifar Björn Björnsson skrifar PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður í handknattleik, sem leikur með Bidasoa á Spáni, þarf að gangast undir liðþófaað- gerð á hné og fer hann undir hnífinn í dag eða á morgun. Til stóð að Patrekur færi í sprautu- meðferð en eftir að hafa ráðfært sig við Brynjólf Jónsson lækni landsliðsins var ákveðið að Pat- rekur færi í aðgerðina sem fram- væmd verður á Spáni. Reikna má með að hann verði frá æfingum og keppni næstu vikurnar en Patrekur var vongóður um að aðeins smáhluti liðþófans væri skaddaður þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í gær. Patrekur fer í aðgerð ÞAÐ er skammt stórra högga á milli hjá Íslandsmeisturum Hauka í handknattleik. Á morg- un mæta þeir Barcelona í Meistaradeild Evrópu og um aðra helgi sækja þeir Magde- burg heim til Þýskalands. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, og Alfreð Gíslason, koll- egi hans hjá Magdeburg, hafa verið í mjög góðu sambandi vegna leiksins og hafa þeir skipst á að senda myndbands- spólur af leikjum sinna liða. „Það þýðir ekkert að vera í neinum feluleik og við teljum betra að vinna saman. Við fáum spólu frá leik þeirra við Vardar eftir helgina og þeir fá á móti leikinn okkar við Barcelona,“ segir Viggó. Viggó varð meistari með Barcelona Viggó Sigurðsson, þjálfari Ís- landsmeistari Hauka, lék í tvö ár með liði Barcelona, frá 1979– 1981. Hann varð Spánarmeist- ari með Barcelona árið 1980 en forráðamenn félagsins ákváðu að fá Viggó í sínar raðir eftir frábæra frammistöðu hans með Víkingum í leik á móti Barce- lona í undanúrslitum Evrópu- keppninnar árið 1978. Viggó lék með Valero Rivera Lopéz hjá Barcelona en hann hefur þjálf- að spænska liðið með frábærum árangri síðastliðin 20 ár. Viggó og Alfreð skiptast á spólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.