Morgunblaðið - 10.10.2003, Síða 55

Morgunblaðið - 10.10.2003, Síða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 55  HELGI Jónas Guðfinnsson, sem var valinn besti leikmaður úrvals- deildar karla í körfuknattleik síðasta vetur, verður ekki með Grindavík gegn Njarðvík í fyrstu umferð deild- arinnar í kvöld. Að sögn Friðriks Inga Rúnarssonar, þjálfara Grinda- víkur, gæti hann verið frá keppni í nokkrar vikur.  GÍSLI Kristjánsson skorði eitt mark þegar lið hans Fredericia HK tapaði 30:25 fyrir Kolding IF í dönsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik í fyrrakvöld.  HARRY Redknapp, knattspyrnu- stjóri Portsmouth, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu auk þess sem honum er gert að greiða jafnvirði um 400.000 kr. í sekt. Ástæðan er sú að Redknapp fór al- veg yfir strikið í gagnrýni sinni á Andy D’Urso dómara leiks Ports- mouth og Wolves í lok ágúst.  LOUIS van Gaal er á ný kominn í vinnu hjá Ajax í Hollandi eftir að hafa verið án atvinnu í nokkra mán- uði. Í gær var hann ráðinn tækni- legur ráðgjafi liðsins og tekur við af Leo Beenhakker, sem sagði skilið við Ajax í vor og tók við starfi lands- liðsþjálfara Mexíkó. Í nýju starfi sínu kemur Gaal til með að vinna við hlið Ronalds Koemans þjálfara Ajax, Koeman var tæknilegur ráðgjafi Ajax leiktíðina 1998 til 1999 þegar Gaal var þjálfari. FÓLK Viggó og lærisveinar hans mættuBarcelona í 3. umferð EHF- keppninnar fyrir tveimur árum. Haukar töpuðu leiknum á Spáni með tíu marka mun, 39:29 og á Ásvöllum, 30:28. „Ef maður ber saman lið Barce- lona þá og nú er alveg ljóst að liðið í dag er miklu sterkara. Börsungar hafa endurnýjað lið sitt og fengið frábæra leikmenn eins og Iker Rom- ero, Frakkann Jarome Fernandez, júgóslavneska línumanninn Skrbic og norsku landsliðsmennina Frode Hagen og Glenn Solberg svo lið þeirra er stjörnum prýtt og er án efa eitt af sterkari liðum í heimi. Barce- lona er búið að vinna Portland og Ciudad Real, bæði Evrópumeistara- lið, og það eitt segir manni að þetta er heimsklassalið. Með tilkomu þess- ara nýju manna hafa þeir sett sér skýr markmið en það er að vinna alla titla sem í boði eru, þar á meðal Evr- ópumeistaratitilinn,“ sagði Viggó við Morgunblaðið. Viggó hefur síðustu daga legið yfir myndböndum af leikjum Barcelona og reynt að finna einhver ráð sem hann getur átt uppi í erminni á sunnudaginn. „Það er bara ekki hægt að finna neinn veikleika á þeirra liði. Styrk- leikinn felst hins vegar í fantagóðum varnarleik og hraðaupphlaupum. Þeir eru ótrúlega fljótir fram og refsa liðum fyrir minnstu mistök í sóknarleiknum. Sóknir þeirra standa stutt yfir og þeir eru endalaust að skipta mönnum út og inn.“ Viggó segir að Barcelona leiki 5+1 vörn sem er ákaflega hreyfanleg og það sé því lykilatriði hjá hans mönn- um að spila agaðan sóknarleik og hefta það eins vel og mögulegt er að Spánverjarnir nái hröðum sóknum. „Það þýðir ekkert að rétta þessum köllum boltann. Það kostar bara mark. Það er varla nóg að skora gegn þeim því þeir eru komnir upp í bakið á þér um leið. Það er því margt að varast og menn verða að vera rosalega vel einbeittir gegn svona öflugu liði.“ Viggó segir mikla tilhlökkum að fá að taka þátt í að mæta Barcelona enda ekki á hverjum degi sem færi gefst á spila við svona gott lið. „Það þýðir ekki að fara í leikinn með því hugarfari að hann sé tap- aður. Ég mun reyna eftir fremsta megni að berja kjark í strákana og sjá til þess að þeir sýni klærnar. Ég veit að strákarnir eru búnir að bíða eftir þessum leik lengi og fyrir vikið hafa þeir kannski ekki alveg verið nógu einbeittir í deildarleikjunum. Við förum í leikinn af fullu sjálfs- trausti. Liðið er komið með mikla og góða reynslu eftir þátttöku í Evrópu- keppninni undanfarin ár og ég veit að strákarnir vilja og ætla að leggja sig alla fram. Við verðum svo bara að sjá hverju það skilar.“ Lið Barcelona kemur til landsins á morgun með allt sitt sterkasta lið og þjálfarann Valero Rivera Lopéz en hann hefur þjálfað lið Barcelona samfleytt í 20 ár. Rivero og Viggó léku saman með Barcelona 1980 en tveimur árum síðar tók Rivera við þjálfun liðsins. Að sögn Viggós eru allir liðsmenn Hauka klárir í slaginn en Vignir Svavarsson, sem hefur átt í meiðslum í baki, er byrjaður að spila á nýjan leik sem eru góð tíðindi fyrir Hauka enda Vignir öflugur línumað- ur og fastur fyrir í vörninni. Ætlum að sýna þeim klærnar ÍSLANDSMEISTARAR Hauka bíða spenntir eftir því að fá að taka á móti stórliði Barcelona í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistara- deildar Evrópu í handknattleik á Ásvöllum á sunnudaginn. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka og liðsmaður Barcelona á árum áður, gerir sér vel grein fyrir því að hans menn koma til með að eiga við ramman reip að draga enda Börsungar með heimsklassalið sem ætlar sér alla leið í keppninni. Guðmundur Hilmarsson skrifar Morgunblaðið/Þorkell Chris Woods var öflugur í liði KR í gær gegn Breiðablik og gerði meðal annars fjörutíu stig. Hér er hann í baráttu við Blikana Mirko Virijevic og Þórarin Andrésson undir körfunni. Viggó Sigurðsson þjálfari Hauka segir mikla tilhlökkun ríkja vegna leiksins við Barcelona í Meistaradeild á sunnudaginn Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.