Morgunblaðið - 10.10.2003, Síða 58

Morgunblaðið - 10.10.2003, Síða 58
58 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 10. B.i. 12. Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali. Sýnd kl. 4, 6 og 8. Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i kl. 6, 8.30 og 11. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5, 8 og 11. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 8 og 10.15. Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að lenda í sínu erfiðasta máli. Mögnuð spennumynd! Frá framleiðanda Fast & the Furious og xXx Beint á toppinn í USA FRUMSÝNING Sýnd kl. 5.30, 8,10.30 og 12.15 powersýning B.i. 12 ára Powe rsýni ng kl. 1 2.15 . Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.45, 8, 10.20 og 12.40 kraftsýning. B.i. 12 ára Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að lenda í sínu erfiðasta máli. Mögnuð spennumynd! Frá framleiðanda Fast & the Furious og xXx Löggur þurfa líka hjálp! Beint á toppinn í USA KRAFT SÝNIN G KL. 12 .40.. . . Sýnd kl. 12.40. B.i. 16 ára. Geirmundur Valtýsson í kvöld Leikhúsgestir, munið spennandi matseðil Grensásvegi 7 Tilboð á bjór til miðnættis Frítt inn föstudag og laugardag til kl. 24.00 Opið 21.00-01.00 virka daga og 21.00-05.30 um helgar EITT umtalaðasta fyrirbrigði í bíó- heiminum síðustu árin eða áratugi eru Matrix-myndirnar. Ekki hvað síst vegna þeirrar heimsmyndar sem höf- undar myndarinnar Wachowski- bræður hafa skapað, eins og sniðna fyrir bíógrúskara og aðra sem dálæti hafa af vísindaskáld- skap hvers konar. Betri botn í framvindunni Það eru ekki síst slíkar kvikmyndir sem best virka á mynddiskum en önnur myndin í The Matrix- þríleiknum, Matrix end- urhlaðið, kemur einmitt út á mynddiski í dag. Þeir verða vafalítið margir sem rjúka út í búð og tryggja sér eintak hið fyrsta því flestir unn- endur myndanna, sem og aðrir bíóunnendur, höfðu það á orði eftir að hafa orðið vitni að sjónarspilinu sem þessi mynd var að það þyrfti eiginlega að sjá hana tvisvar, ef ekki oftar, til þess að geta ráðið í allt það sem Wachowski-bræður voru að reyna að koma áleiðis. Ekki síst eru þeir hinir sömu æstir að fá einhvern botn, sinn eigin botn, í framvinduna, áður en þriðja myndin verður op- inberuð 5. nóvember næstkomandi samtímis um heim allan, þ.á m. hérlendis. Mynddiskurinn nýi kemur í kjölfar tveggja útgáfa sem fyrir eru á myndiski af The Matrix og svo teiknimyndanna Animatrix, sem hafa að geyma forsögu átak- anna. Útgáfan nýja er á tveimur diskum. Sá fyrri tveggja laga og gæð- in því mun betri en gengur og gerist, hreint ótrúlega skörp mynd, bæði hárfín og stöðug. Myndin er í Dolby Digital 5.1 og mun hljóðið í henni vafalítið vera notað af græju- kaupmönnum allra landa til að reyna að selja vænlegum viðskiptavinum nýjasta heimabíókerfið. Elst við eltingaleikinn Seinni diskurinn er eins lags og inniheldur meira en tvo tíma af frem- ur hefðbundnu aukaefni. Fyrst ber að nefna það neikvæða, sem er að engar lýsingar á myndinni er að finna. Skýr- ingin er vitanlega sú að þeir Wach- owski-bræður hafa margsinnis lýst því yfir að þeir kæri sig ekkert um að mata myndirnar ofan í fólk – þeir um það. Af aukaefninu er fyrst á dag- skránni hin hefðbundna „gerð myndarinnar“. Þar er áhugaverð- ast að fylgjast með því hvernig bardagaatriðin voru útfærð, hvern- ig þjálfun leikaranna var háttað og þá hvernig fimi þeirra var síðan samtvinnuð öllum þessum aragrúa myndbrellna sem finna má í næstum því hverjum einasta myndramma. Stuttmyndin The Matrix Unfolds segir í stuttu máli frá því hvernig búið er að þenja Matrixið úr einni kvik- mynd í heilan heim af margmiðl- unarverkefnum; þrjár kvikmyndir, teiknimyndir, sjónvarpsþætti, tölvu- leiki, netsíður og hvaðeina. Áhugaverðasti þáttur alls aukaefn- isins verður þó að teljast nákvæm út- listun á því hvernig hinn æsilegi elt- ingaleikur á hraðbrautinni varð til en fyrir þetta atriði gerðu menn sér lítið fyrir og lögðu heila hraðbraut til að skjóta á og sprengja síðan í öreindir. Annað eigulegt aukaefni er atriði frá síðustu kvikmyndaverðlauna- hátíð MTV þar sem þeir Justin Timberlake, Sean William Scott og Will Ferrell gerðu roknagrín að Matrix-fyrirbærinu öllu saman en hér er á ferð óklippt atriði sem aldr- ei hefur sést áður. Þar til viðbótar er meðal aukaefnis að finna hugmyndir á bakvið mark- aðssetningu Matrix-myndanna og ít- arlega mynd um gerð Matrix- tölvuleikjanna. Önnur myndin í The Matrix-þríleiknum Endurhlaðin á mynddiski Matrix endurhlaðið kemur út á mynddiski í dag. Hinn útvaldi Neo og óvinurinn Smith kljást. Þau eru ekki enn fundin á nýju út- gáfunni en á mynddiskunum með fyrstu The Matrix leynast all- nokkur „páskaegg“, en svo er það jafnan kallað aukaefnið sem falið er og hvergi má finna í efnisyfirliti. THE MATRIX  Farið í „Special Features“, veljið „The Dream World“. Þá fást val- möguleikar en líka lítill rauður hnappur. Veljið hann. Þá afhjúpast heimildarmyndin „What is Bullet Time?“  Farið í „Special Features“. Smell- ið þar á „Cast & Crew Bios“ og velj- ið „Warchowsky Brothers“. Kemur þá upp rauður hnappur sem af- hjúpar 12 mínútna heimildarmynd sem heitir „What is Concept?“ THE MATRIX REVISITED  Veljið „Go Further“ í aðalvalmynd og kemur þá önnur valmynd. Ýtið á hægri örvatakkann á fjarstýringu. Birtist þá kona í rauðu. Ýtið þá á „Enter“ og fáið að launum 40 sek. um þá persónu í myndinni. Hægt er að halda svona áfram, þrýsta á hægri hnappinn með bendil á kon- unni í rauðu og birtist þá Agent Smith og hægt er að fá áður óbirtar upplýsingar um hann. Fylgið sömu leiðbeiningum til að sjá einnig bak- sviðsmyndir af Keanu Reeves að undirbúa sig fyrir áhættuatriði.  Veljið „Language“ í aðal- valmynd. Ýtið á vinstri örvatakkann á fjarstýringu sem lýsir upp síma- klefa. Með því fæst aðgangur að glymskratta sem hefur að geima 41 lag er tengjast The Matrix og öllum heimildarmyndum í kringum mynd- ina.  Einmitt í þessum glymskratta má líka finna upprunalega sýnishornið úr The Matrix. Farið á síðu með lög- um 11–20. Ýtið á hægri örvatakk- ann á fjarstýringu, sjáið Keanu Reeves forðast byssuskot og ýtið á „Enter“. Kemur þá sýnishornið. Páskaegg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.