Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 0 0 3 STYTTRI LÁNSTÍMA Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að opna fyrir þann möguleika að stytta lánstíma 40 ára húsbréfalána í 25 ár. Vaxtagreiðslur af 40 ára hús- bréfalánum eru 75% hærri en af 25 ára lánum auk þess sem eignamynd- un er mun hægari á 40 ára lánum. Forn örvera við Kolbeinsey Niðurstöður rannsóknar benda til að örvera sem fannst í hafinu við Kolbeinseyjarhrygg sé einfaldasta form lífs sem fundist hefur til þessa. Talið er að í henni megi finna vís- bendingar um hinn sameiginlega kjarna í erfðamengi allra lífvera. Steinunn Birna hættir Steinunn Birna Ragnarsdóttir hefur sagt skilið við borgarmálin vegna óánægju með framgöngu borgarinnar í menningarmálum og ólýðræðisleg vinnubrögð. Segist hún einnig ósátt við samstarfið við for- mann menningarmálanefndar. Stjórnarskipti dótturfélaga Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands ákvað á fyrsta fundi sínum í gær- kvöldi að skipta um stjórn í öllum dótturfélögum félagsins. Meðal dótt- urfélaga eru Brim, Burðarás og flutningafélagið Eimskip. Ótti við geislun Nokkuð er um, að nálægð við fjar- skiptamöstur fyrir GSM-síma hafi orðið til að lækka verð á íbúðum í Danmörku. Þótt engin óyggjandi niðurstaða hafi fengist í rann- sóknum á áhrifum geislunar frá þeim, þá óttast samt margir Danir, að hún kunni að vera óholl. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segist ekki vita dæmi um þetta hér en aftur á móti sé nokkuð um, að íbúar í fjöleignar- húsum hafi tekjur af því að leigja fjarskiptafyrirtækjum aðstöðu fyrir loftnet á húsþökum. Biðja um breytingar Frakkar, Rússar og Þjóðverjar hafa hvatt Bandaríkjastjórn til að breyta síðustu Írakstillögu sinni og fastsetja í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar hvenær Írakar sjálfir fái völdin í hendur.  HONDA CRF 250 EKIÐ  FYRSTA HÁLENDISFERÐIN  DRAUMUR UM MÓTORHJÓL NÝIR LANGBAKAR  SÍÐASTA RALLMÓTIÐ  TOYOTA MR 2  HIÐ FULLKOMNA AKSTURSTÆKI? FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is KIA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Láttu flér ekki ver›a kalt! Fjarstart með eða án þjófavarnar. Hlýleg tilhugsun. S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun BMW 530I Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Viðskipti 14 Umræðan 31/33 Úr verinu 14 Minningar 34/35 Erlent 15/16 Kirkjustarf 36 Höfuðborgin 18 Bréf 38 Akureyri 19 Staksteinar 40 Suðurnes 20 Dagbók 40/41 Landið 21 Fólk 46/49 Daglegt líf 22/23 Bíó 46/49 Listir 24/30 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * ÓVÆNT fjölgun varð á stjórn- arfundi Landsvirkjunar fyrir helgi er Edda Rós Karlsdóttir stjórn- armaður mætti þar með fimmtán daga gamla dóttur sína, óskírða Kjartansdóttur Daníelssonar. Edda Rós segir við Morgun- blaðið að sú litla hafi verið þæg og góð á fundinum og verið þögull áheyrandi viðræðna milli stjórn- armanna, sem aðallega snerust um síðustu tíðindi á virkjanasvæði Kárahnjúkavirkjunar. Edda Rós segist ætla að sinna stjórn- armennskunni í Landsvirkjun á meðan hún sé í fæðingarorlofi frá aðalstarfi sínu sem forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún er skipuð í stjórnina af iðn- aðarráðherra. Fimmtán daga gömul stúlka á stjórnarfundi Ljósmynd/Landsvirkjun Edda Rós Karlsdóttir á stjórnarfundinum með dótturina í fanginu og Krist- ján Þór Júlíusson, bæjarstjóra Akureyringa, sér við hlið. HEIMSÓKN Adrienne Clarkson, landstjóra Kanada, lýkur í dag, en hún hefur undanfarna fimm daga farið víða um land ásamt eig- inmanni sínum John Ralston. Í fylgdarliði landstjórans eru ýmsir þingmenn, embættismenn og fulltrúar viðskiptalífs og menning- ar auk umhverfisráðherra Kanada David Anderson. Hér má sjá Adrianne Clarkson ásamt forseta Íslands, Ólafi Ragn- ari Grímssyni, og fríðu föruneyti við hveraskoðun í Námaskarði. Landstjórinn klæddist lopapeysu á íslenska vísu. Í dag heimsækir landstjórinn meðal annars vesturfarasetrið á Hofsósi, byggðasafnið í Glaumbæ í Skagafirði og álver Alcan í Straumsvík áður en hún heldur heim á leið. Landstjórinn klædd- ur á íslenska vísu Morgunblaðið/Birkir Fanndal UMHVERFISRÁÐHERRA, Siv Friðleifsdóttir, segir að sér yrði nokkur vandi á höndum ef þingsályktun- artillaga átján þingmanna þess efnis að umhverfisráð- herra aflétti veiðibanni á rjúpu yrði samþykkt. „Þarna eru lagðar til ýms- ar leiðir til að takmarka veiðar úr rjúpnastofninum,“ segir Siv. „Það sem kannski hefur brunnið mest á áhugaveiðimönnum er tímabundið sölubann sem ég lagði til á síðasta þingi en var fellt 13. mars. Í þessari þings- ályktun er ég beðin að skoða nokkrar leiðir, þ. á m. tíma- bundið sölubann en það er al- gerlega ljóst að ég get ekki gripið til slíks banns nema að lögum verði breytt. Þannig að það er verið að biðja mig að skoða leiðir sem eru hreinlega ekki á mínu færi nema lögum verði breytt.“ Spurð um styttingu veiðitíma segir Siv að ekki sé hægt að fara þá leið að stytta veiðitím- ann, vissulega sé t.d. mögulegt að veiða í aðeins eina viku en þá bendi menn á öryggisþáttinn, þ.e. hættuna samfara því að senda kannski fimm þúsund skyttur á veiðar í vikutíma. Að öðru leyti vísar Siv til þess að eftir sé að ræða tillöguna í um- hverfisnefnd. „Ég átti von á svona tillögu í ljósi umræðunn- ar. Allar þær aðferðir sem þarna eru lagðar til eru til skoð- unar í nefnd sem ég hef nýlega skipað. Þannig að ég mun bíða og sjá hvað umhverfisnefnd ákveður.“ Gunnar á móti sölubanni í fyrra Umhverfisráðherra bendir á það á heimasíðu sinni að Gunnar Birgisson, alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins í umhverfis- nefnd og fyrsti flutningsmaður umræddrar þingsályktunartil- lögu, hafi sagt í fjölmiðlum að hann teldi eðlilegt að beitt yrði ýmsum aðgerðum til að létta veiðiálagi af rjúpnastofninum, s.s. tímabundnu sölubanni. „Þetta er óneitanlega merkilegt í ljósi þess að hann var sér- staklega á móti tillögunni um sölubann fyrir nokkrum mánuð- um á Alþingi þegar umhverf- isnefndin lagði til að tillagan um sölubannið yrði felld út ... [–]. Áhersla Gunnars á tímabundið sölubann er líka merkileg í því ljósi að hann skrifar í Morg- unblaðsgrein fyrir nokkrum vik- um að hann sé á móti veiði- banni, en ennþá meira á móti sölubanni á rjúpu,“ segir ráð- herra á heimasíðunni. Beðin að skoða leiðir sem ekki eru á mínu færi Umhverfisráðherra um tillögu um afnám veiðibanns á rjúpu  Veiðibann/10 Siv Friðleifsdóttir RANNSÓKN lögreglunnar í Borg- arnesi á tildrögum alvarlegs rútu- slyss á Geldingadraga 2. ágúst sl. þegar rúta með tékkneskum ferða- mönnum valt, er nú á lokastigi. 28 ferðamenn voru í rútunni og voru 20 þeirra sendir á slysadeild. Að sögn lögreglunnar stendur gagnaöflun enn yfir. Einnig var skráningarblað úr ökuritaskífu rút- unnar tekið úr henni og sent til rann- sóknar hjá umferðareftirliti Vega- gerðarinnar. Ökuritinn á að gefa upplýsingar um aðdraganda slyss- ins, akstur og hraða rútunnar. Nið- urstöðurnar eru meðal þeirra gagna sem liggja nú fyrir hjá lögreglunni en hún tjáir sig ekki um þær á rann- sóknarstigi. Leit var einnig gerð að gráum jeppa sem mætti rútunni rétt fyrir slysið en lögreglan hefur ekki haft uppi á hinum rétta. Skoðaðir hafa verið um 20 bílar sem hefðu get- að komið til greina. Rannsókn á lokastigi Rútuslysið við Geldingadraga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.