Morgunblaðið - 15.10.2003, Qupperneq 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 21
Alltaf á laugardögum
Smáauglýsing
á aðeins 500 kr.*
Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.*
Almennt verð er 1.689 kr.
Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum.
*5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003.
Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins,
sími 569 1111 eða augl@mbl.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
O
R
21
22
0
0
9/
20
03
Húsavík | Það lá vel á mönnum þegar síðasti formlegi
fundur Sögunefndar Húsavíkur var haldinn á dögunum
enda sáu þeir nú loks fyrir endann á miklu verki sem ver-
ið hefur í gangi í nokkra áratugi. Þar er um að ræða V.
og síðasta bindi af Sögu Húsavíkur í ritstjórn Sæmundar
Rögnvaldssonar sagnfræðings og mun koma út nú fyrir
jólin. Í þessu bindi er m.a. fjallað um verslun, þjónustu,
samgöngur og stétta- og starfsgreinafélög. Einnig verð-
ur þar að finna allar lykilskrár fyrir bindin fimm, þ.e.
heimildaskrá, nafnaskrár, atriðisorðaskrá og mynda-
skrá. Bindin fimm eru rúmlega 2000 blaðsíður og annar
eins fjöldi ljósmynda prýðir verkin
Að sögn Guðna Halldórssonar, forstöðumanns Safna-
húss Þingeyinga og eins nefndarmanna í sögunefnd, hóf
Karl Kristjánsson efnisöflun skömmu fyrir 1970 til rit-
verks um Sögu Húsavíkur. Upphaflega var gert ráð fyrir
að þetta yrði tveggja binda verk en þegar Karl lést árið
1978 var 1. bindi óútkomið. Það kom í hlut sonar hans,
Kristjáns Karlssonar, og Ingimundar Jónssonar að sjá
um útgáfuna á 1. bindi sem kom út árið 1981. Séra Björn
H. Jónsson var ráðinn til að vinna að áframhaldi verksins
og 1990 var Sæmundur Rögnvaldsson ráðinn að verkinu
og vann hann úr efni því sem Björn og Karl höfðu safnað,
uppfærði og bætti við. II. bindi Sögu Húsavíkur kom út
1998, III. bindi hennar 1999, IV. bindi 2001 og nú kemur
út V. og síðasta bindi verksins.
Fyrsti formlegi fundur Sögunefndar Húsavíkur var
haldinn 16. febrúar 1988 og hafa einungis fimm menn átt
sæti í henni frá upphafi. Það eru þeir Sigurjón Jóhann-
esson, Þormóður Jónsson og Guðni Halldórsson sem
fylgja verkinu nú á lokasprettinum og áður fyrr þeir Jó-
hann Hermannsson og Finnur heitinn Kristjánsson.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Reinhard Reynisson bæjarstjóri, Sigurjón Jóhann-
esson, Guðni Halldórsson, Sæmundur Rögnvaldsson og
Þormóður Jónsson.
Fimmta og síðasta
bindi kemur út fyrir jól
Þórshöfn | Leikskólinn
Barnaból hélt upp á 20 ára af-
mæli fyrir skömmu og bauð
upp á veitingar í tilefni dags-
ins. Leikskólastarfsemi á sér
25 ára sögu hér á Þórshöfn en
þá var stofnaður leikskóli í
kjallara íbúðarhúss, heima
hjá núverandi starfsmanni,
Eddu Jóhannsdóttur, sem
átti einmitt 25 ára starfs-
afmæli svo afmælisveislan á
Barnabóli varð tvöföld. Síðar
flutti leikskólinn í félagsheim-
ilið Þórsver og fékk þar að-
stöðu í kaffistofu hússins en
það var aðeins hugsað sem
bráðabirgðahúsnæði.
Mikil breyting hefur því
orðið á högum leikskólans á
þessum aldarfjórðungi en nú
er starfsemin í eigin húsnæði
sem var auk þess stækkað
fyrir rúmi ári.
Að sögn leikskólastjóra eru
núna 28 börn á Barnabóli og
enginn á biðlista.
Afmæli á Barnabóli
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Árneshreppi | Flugmálastjórn af-
henti nýlega gúmmíbjörgunarbát
af Zodiac-gerð, rúmlega tveggja
ára, með fimmtíu hestafla utan-
borðsmótor, á Gjögurflugvöll. Bát-
urinn var áður á Reykjavíkur-
flugvelli.
Guðbjörn Charlesson, umdæm-
isstjóri flugvalla á Vestfjörðum, af-
henti bátinn flugvallarverðinum á
Gjögurflugvelli, Sveindísi Guð-
finnsdóttur, og einnig formanni
björgunarsveitarinnar Strandasól í
Árneshreppi, Úlfari Eyjólfssyni, en
björgunarsveitin Strandasól fær
bátinn til æfinga og björgunar á
sjó.
Guðbjörn Charlesson gaf bátnum
nafn við afhendinguna. Var nafnið
Adolf Thorarensen valið eftir
fyrsta flugvallarverðinum á Gjög-
urflugvelli, en hann er látinn fyrir
nokkrum árum.
Flugmálastjórn
afhendir
björgunarbát á
Gjögurflugvöll
Stykkishólmi | Við messu í Stykk-
ishólmskirkju minntust börn þeirra
Sigríðar Bjarnadóttur og Lárent-
ínusar Jóhannssonar foreldra
sinna. Sigríður hefði orðið 100 ára
daginn áður og 110 ár eru liðin frá
fæðingu Lárentínusar. Þau hjón
bjuggu allan sinn búskap í Stykk-
ishólmi og eignuðust 9 börn. Af
þeim eru fjögur búsett í Stykk-
ishólmi. Í tilefni þessara tímamóta
gáfu þau kirkjunni mynd sem Jó-
hanna systir þeirra hafði heklað.
Myndin sýnir síðustu kvöldmáltíð-
ina. Að lokinni messu bauð fjöl-
skyldan kirkjugestum til veislu í
safnaðarheimilinu. Sóknarprest-
urinn, Gunnar Eiríkur Hauksson,
þakkaði börnum þeirra hjóna fyrir
hlýhug til kirkjunnar og er þetta
ekki fyrsta gjöfin sem kirkjunni
berst frá þeim.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Jóhanna, Jón Eyþór, Kristján,
Maggý og Bjarni Lárentínusarbörn
afhentu Stykkishólmskirkju þessa
mynd sem er hekluð af Jóhönnu.
Foreldraminning í
Stykkishólmskirkju
Húsgögn
Ljós
Gjafavara
Mörkinni 3, sími 588 0640
www.casa.is
Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15.