Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Erlenda StefaníaErlendsdóttir fæddist að Hamri í Hegranesi í Skaga- firði 15. desember 1923. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sveinfríður Jónsdótt- ir f. 2. apríl 1898, d. 23 júlí 1967, og Erlendur Gíslason frá Kiða- bergi í Grímsnesi í Árnessýslu, f. 18. ágúst 1891, d. 23. júlí 1923. Seinni maður Sveinfríðar var Ólafur Ólafsson frá Hágerði á Skagaströnd, f. 24. maí 1905, d. 4. ágúst 2001. Systkini Erlendu eru: Guðmundur, f. 26. september 1921, d. 24. desember 1998, og Guðrún, f. 26. október 1922. Erlenda á fimm hálfsystkini, þau eru: Jónmundur Ólafsson, f. 3. maí 1934, Ingibjörg Olga Ólafsdóttir, f. 29. maí 1935, Eiðný Hilma Ólafsdóttir, f. 5. júlí 1936, Ólafur Ólafsson, f. 3. nóvem- ber 1939, og Guðríður Fjóla Ólafs- dóttir, f. 19. janúar 1941. Erla giftist 4. febrúar 1944 eft- irlifandi eiginmanni sínum Krist- jáni S. Fjeldsted, f. 4. febrúar 1922. Börn þeirra eru: 1) Erlendur Sveinn, f. 20. júlí 1944, maki Ingi- björg Kristjánsdóttir, f. 7. mars 1945. Börn þeirra eru: a) Ásta Björk, maki Bjartmar Birgisson, synir þeirra Sveinn Andri og Birg- ir Þór, b) Kristján Þór, maki Guð- laug Kristín Pálsdóttir, dætur þeirra Thelma Hrund og Ástrós Eir og c) Guðmundur, maki Hulda Sævarsdóttir. 2) Sturla, f. 15. júní 1946, maki Elín Birna Lárusdóttir, f. 2. júlí 1947, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Erlendur Örn, maki Herdís Sigur- jónsdóttir, börn þeirra Ásdís Magnea, Sturla Sær og Sædís Erla og b) Sigurður Valur, maki Inga Rósa Gústafsdóttir, dóttir Birna María. Seinni kona Sturlu er Kristín Sigríður Þórðardóttir, f. 9. maí 1945. Börn Kristínar eru: a) Guðmundur Jó- hannes Ólafsson, maki Monika Bereza, synir þeirra Ólafur Barði og Davíð Jan, og b) Erla Lind Þór- isdóttir, maki Sigursteinn Þór Ein- arsson, sonur Elís Orri Rúnarsson. 3) Stefán, f. 26. maí 1952, maki Helga Gísladóttir, f. 11. júní 1952. Börn þeirra eru Sigurbjörg Sara og Gísli Óttar. 4) Sverrir, f. 10. ágúst 1959, maki Lilja Hrönn Júl- íusdóttir f. 31. janúar 1960, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Júlíus, dóttir Hekla Hlíf, b) Erla Kristín, maki Vilhjálmur Benediktsson, sonur Benedikt og c) Bergdís Brá. Seinni kona Sverris er Ma Cristina Asuncion Serran. 5) Rúnar, f. 3. mars 1965, maki Björk Sigurðar- dóttir, f. 11. september 1963. Börn þeirra eru: a) Davíð Freyr, unnusta Brynja Dögg Brynjarsdóttir, b) Agnar Þór, c) Bylgja Rós og d) Ey- þór Andri. Útför Erlendu fór fram í kyrr- þey. Elsku amma nú er komið að kveðjustund. Hvern hefði grunað það þegar við vorum saman í brúðkaup- inu á Snæfellsnesi um miðjan ágúst að svo skammt væri í kveðjustund- ina? Það voru blendnar tilfinningar sem voru tengdar fæðingu litlu dóttur okkar hinn 2. október. Litla engilsins sem allir höfðu verið að bíða eftir og heitir Erla í höfuðið á þér, en svona er lífið. Mikið var nú alltaf gaman í Torfu- fellinu og mikið fjör þegar við Rúnar og Kiddi vorum litlir. Þá var nú sleg- ist og meira að segja um að sitja í tröppunni í eldhúsinu. Síðan þegar við eignuðumst Ásdísi þá hélt hún uppteknum sið og sat á tröppunni löngum stundum og fylgdist með því sem fram fór í eldhúsinu. Þú lést í ljós þínar skoðanir á lífinu og tilverunni og síðar á lífsleiðinni hef ég séð að þú hafðir oft rétt fyrir þér. Ég man t.d. hvað þú varst ánægð með Herdísi þegar við kynntumst og sagð- ir að hún væri það besta sem fyrir mig hefði komið, enda náðuð þið des- emberkonurnar vel saman. Húmor- inn þinn kunni ég að meta og var gaman að fylgjast með ykkur afa þeg- ar þið voruð að stríða hvort öðru. Þó var sérlega skemmtilegt þegar afi sagði að hann ætlaði að yngja upp, en meinti ég elska þig. Við eigum eftir að sakna þess að hitta þig ekki líka þegar við komum í heimsókn á Skúlagötuna. Þú sem varst alltaf svo létt og skemmtileg og hafðir unun af því að bera í okkur kökur og kræsingar og þótti hræði- legt þegar ég greindist með sykur- sýki eins og afi og gat ekki lengur rað- að í mig sætindum. Elsku amma, við munum gera okkar besta til að styðja hann afa og halda uppi minningu þinni sem mun lifa með okkur um ókomna tíð. Elsku afi minn, missir þinn er mik- ill, Guð styðji þig og okkur öll í okkar miklu sorg. Erlendur, Herdís, Ásdís, Sturla og Sædís Erla. Kæra systir. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig alveg frá því ég var smárollingur og til fullorð- insára. Þú leiddir mig, litlu systur þína, þér við hlið því oft þurftir þú að taka á móti mér þegar ég var send til þín að norðan úr sveitinni. Þá varst þú komin með heimili og börn, en þú varst þannig að þú gerðir allt fyrir okkur systkini þín og marga aðra. Þú varst okkar haldreipi þegar við kom- um í bæinn og eins þegar við vorum flutt þangað og sum búin að stofna heimili. Heimili þitt og Kristjáns mannsins þíns var eiginlega eins og félagsmiðstöð. Sem dæmi get ég nefnt að þegar þið bjugguð á Eiríks- götu 17 í Reykjavík þá var farið að kalla það Hótel 17. Þar var oft glatt á hjalla. Þú varst eiginlega önnur mamma mín. Það er ógurlega erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Það er svo stutt síðan þú varst á meðal okkar svo kát og hress. En ég hugga mig við að rifja upp allar skemmtilegu samverustundirnar okkar. Það var nú oft gaman, t.d. í frænkupartíunum. Þú varst hrókur alls fagnaðar í þeim. Svo þótti þér svo vænt um þegar við heimsóttum þig. Alltaf tókstu á móti okkur eins og við værum höfðingjar, hlóðst borðið af mat og drykk. Svo hafðirðu áhyggjur af okkur, eins og við værum börnin þín, eins og það væri ekki nóg að hafa áhyggjur af þínum stóra barnahópi. En svona varst þú alltaf að hugsa um aðra, þú með þitt stóra hjarta. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig með sár- um söknuði, elsku systir. Elsku Krist- ján, synir, tengdadætur, barnabörn og barnabörn. Megi Guð blessa ykkur og styrkja í sorginni. Ó, kenn mér Guð að geta þá gæsku skilið rétt og vel minn feril feta hvort færð er þung eða létt. En þegar linnir þokum og þrautaskeiðið dvín. Þá leiðir þú mig að lokum í ljósið heim til þín. (Matthías Jochumsson.) Þín systir, Fjóla. Elsku Erla mín. Þú ert horfin yfir móðuna miklu. Mig langar í nokkrum orðum að þakka þér fyrir alla umhyggjuna, hlýjuna og kærleikann sem þú sýndir mér alla tíð. Ég vil sérstaklega þakka ykkur Kristjáni fyrir allar heimsóknirnar á sjúkrahúsið til mín í veikindum mín- um fyrir tveimur árum og hvað þið gerðuð mikið fyrir mig eftir sjúkra- húsvistina. Nú er ég ein eftir af okkur alsystkinunum. Ég sakna þess að fá ekki að heyra röddina þína í símanum. Við hringd- um oft hvor í aðra. Mér finnst ég vera meira einmana þegar þú ert farin. Það var alltaf svo yndislegt að koma til ykkar Kristjáns og hann allt- af boðinn og búinn að sækja mig og keyra. Alltaf vildir þú Erla mín reyna að gera meira og betra. Fyrir þetta allt er ég mikið þakklát. Elsku systir og vinkona ég sakna þín svo mikið. Hvíl þú í friði og bless- un Guðs þér fylgi. Ég votta Kristjáni, sonum og fjöl- skyldum þeirra mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Þín systir Guðrún. Þegar ég í fyrsta skipti á ævinni sest niður til að skrifa minningar- grein þá er það um elskulega systur mína, Erlu. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann þegar ástvinur kveður. Ég fór ung að heiman og var þá mitt annað heimili hjá Erlu og Kristjáni, alveg þar til ég stofnaði mitt eigið. Fyrir utan það var ég hjá þeim heilan vetur er ég var níu ára. Þau Erla og Kristján eignuðust ekki dætur, en það má segja að þau hafi eignast nokkrar fósturdætur. Má þar nefna Gerðu frænku, sem bjó allt- af hjá þeim þegar hún var hér fyrir sunnan til lækninga, enda skírði hún eina dóttur sína Erlu. Soffía Erlings- dóttir bjó einnig hjá þeim þegar hún var hér fyrir sunnan í skóla. Sigur- björgu systurdóttur okkar leit hún á ERLENDA S. ERLENDSDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Eiginkona mín elskuleg, móðir okkar, tengda- móðir og amma, RAGNHILDUR HELGA MAGNÚSDÓTTIR, Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mið- vikudaginn 1. október síðastliðinn. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Torfi Jónsson, Hilda Torfadóttir, Haukur Ágústsson, Hlín Torfadóttir, Gerður Torfadóttir, Magnús Ingvar Torfason, Sigrún Sigurðardóttir, Ágúst Torfi Hauksson, Atli Sigurðsson, Kara Ásta Magnúsdóttir, Sigurður Bjartmar Magnússon. Eiginkona mín og móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÞORKELSDÓTTIR, Borgarbraut 43, síðast til heimilis á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju föstu- daginn 17. október kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Dvalarheimili aldraðara, Borgarnesi. Sigurður B. Guðbrandsson, Ásta Sigurðardóttir, Halldór Brynjúlfsson, Sigþrúður Sigurðardóttir, Jóhannes Gunnarsson, Sigríður Helga Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hjallavegi 20, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi aðfaranótt sunnudagsins 12. október. Jarðarförin auglýst síðar. Unnur Sigurðardóttir, Gunnar Överby, Guðmundur Sigurðsson, Sigríður Elíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, sonur, faðir okkar, teng- dafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN RAGNAR HELGI JÓNSSON frá Eyri í Skötufirði, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut mánudaginn 13. október. Jóna Jónsdóttir, María Þorsteinsdóttir, Lilja B. Guðjónsdóttir, Guðmundur Ásgrímsson, Sólveig M. Guðjónsdóttir, Árni Pálmason, Elísabet H. Guðjónsdóttir, Trausti G. Traustason, Heiðbjört F. Guðjónsdóttir, Baldur Þórsson, Jón P. Guðjónsson, Guðjón H. Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabarn. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960, fax 587 1986. Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Ljósheimum 18, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni laugardagsins 11. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. október kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á skógræktarstarfið í Siglufirði — Jóhannslund, banki 1102-26-2199, kt. 510894 2199. Henning Finnbogason, Birgir Henningsson, Gyða Ólafsdóttir, Ómar Henningsson, Elísabet Pétursdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.