Morgunblaðið - 15.10.2003, Side 24
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MÖRGUM þeim er sóttu tónleika
Kammersveitar Reykjavíkur fyrir 23
árum líður seint úr minni flutningur
Rutar Magnússon og Kammersveit-
arinnar á stórvirki Schönbergs,
Pierrot lunaire – Tunglsjúka Péturs,
undir stjórn Pauls Zukofskys. Annar
eins söngseiður við magnaðan hljóð-
færaleik hafði tæpast heyrst hér á
landi.
Nú er loks komið að því að þetta
tímamótaverk heyrist í annað sinn á
Íslandi og nú er það Caput sem leik-
ur, með dönsku söngkonunni Helene
Gjerris, undir stjórn Guðmundar Óla
Gunnarssonar. Tónleikarnir verða í
Salnum í kvöld og hefjast kl. 20.
Schönberg samdi Pierrot lunaire
árið 1912, við ljóð belgíska skáldsins
Albert Giraud, í þýskri þýðingu. Þor-
steinn Gylfason hefur þýtt ljóðin á ís-
lensku. Þau fjalla um hinn tunglsjúka
trúð Pierrot og samskipti hans við
ýmsar aðrar persónur úr ítalska
Commedia delĺarte leikhúsinu.
Pierrot markar einn af hápunktum
expressionismans í tónlistarsögunni.
Verkið var samið fyrir þýsku revíu-
leikkonuna Albertine Zehme og
fimm hljóðfæraleikara og frumflutt í
Berlín 16. október 1912. Schönberg
ætlaðist ekki til þess að verkið væri
sungið, en heldur ekki mælt fram á
venjulegan hátt. Til varð hugtakið
„sprechstimme“ sem lýsti því sem
Schönberg átti við – eitthvað á milli
þess að vera talað og sungið. Hver
söngkona þarf því að nálgast þetta
margræða verk á sinn eigin máta, en
flutningur þess er ein mesta ögrun
sem söngkonur takast á hendur.
Frábær upplifun
Kolbeinn Bjarnason flautuleikari í
Caput var á umræddum tónleikum
1980. „Jájájá, það var frábær upp-
lifun, alveg geggjað, eitthvað sem
maður gleymir aldrei. Draumar mín-
ir voru nú ekki svo villtir þá að mér
dytti strax í hug að vilja spila þetta
sjálfur.“
Kolbeinn segir að komið sé eitt og
hálft ár frá því að Caput ákvað að
ráðast í flutning Pierrot Lunaire og
Le Marteau sans Maitre eftir Pierrre
Boulez saman á tónleikum. „Það er
komin ákveðin hefð fyrir því að flytja
þessi tvö verk saman á tónleikum.“
Aldrei kom til greina að flytja aðeins
annað verkið, – ákveðið var að flytja
verk Boulez og Pierrot Lunaire
fylgdi þá með í ákvörðuninni. „Ann-
ars var það draumur margra lengi að
flytja Pierrot. Einar Einarsson gít-
arleikari bankaði einhvern tímann
upp á og spurði: „Hvenær gerum við
Pierrot?“ Svona upp úr eins manns
hljóði, eins og honum var lagið. Ætli
það séu ekki komin 12 ár síðan það
var. En síðan ég eignaðist verkið á
plötu, fyrir löngu, löngu síðan, hefur
mig alltaf langað að spila það.“
„Schönberg er dauður“
Sem ungur og afar byltingarsinn-
aður tónlistarmaður skrifaði Frakk-
inn Pierre Boulez greinina Schön-
berg est mort – Schönberg er
dauður, með lítilli eftirsjá að því er
virtist, árið 1952. Eftir það hófst
hann handa við að semja tónverkið
Le Marteau sans Maitre, Hamar án
smiðs, sem að mörgu leyti kallast á
við Pierrot lunaire. Verkið er samið
við súrrealísk ljóð franska skáldsins
Rene Char, en Þorsteinn Gylfason
hefur þýtt ljóðin í tilefni tónleikanna
nú. Verkið er samið fyrir altsöng-
konu, altflautu, víólu, gítar og þrjá
slagverksleikara. Hljómur þess er
einstakur og heillandi, en tónvefur-
inn gríðarlega flókinn. Eins og í
mörgum öðrum verka sinna frá þess-
um tíma gerir Boulez nær ómann-
eskjulegar kröfur til flytjenda, ... sem
er þá væntanlega ástæða þess að við
höfum þurft að bíða í hér um bil hálfa
öld eftir íslenskum flutningi.
Tónleikarnir eru styrktir af menn-
ingarsjóði FÍH, Félags íslenskra
hljóðfæraleikara.
Flytjendur verða auk Helene
Gjerris og stjórnandans Guðmundar
Óla Gunnarssonar: Kolbeinn Bjarna-
son, Guðni Franzson, Auður Haf-
steinsdóttir, Þórunn Ósk Marinós-
dóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir,
Daníel Þorsteinsson, Pétur Jónas-
son, Guðmundur Kristmundsson,
Pétur Grétarsson, Steef van Oost-
erhout og Frank Aarnink.
Tvö meistaraverk 20. aldar
á tónleikum Caput-hópsins
Mesta ögrun
sem söngkona
tekst á hendur
Morgunblaðið/Ásdís
Danska söngkonan Helene Gjerris, fyrir miðri mynd, ásamt Caput.
HANNA Dóra Sturludóttirsópransöngkona er stöddí Katar í Arabíu, en húnlenti í miklu ævintýri er
hún var beðin um að syngja eitt aðal-
hlutverkanna í nýrri óperu sem samin
var sérstaklega fyrir emírinn í Katar,
Sheikh Amir Hamad bin Khalifa Al
Thani, en óperan var frumflutt á risa-
stóru sviði í eyðimörkinni á sunnudag.
„Þetta er algjört ævintýri og kom til
með mjög stuttum fyrirvara,“ sagði
Hanna Dóra í samtali við Morg-
unblaðið í gær. „Hollenskur umboðs-
maður sem ég þekki hafði samband við
mig í lok ágúst, og sagði mér að em-
írinn í Katar væri búinn að láta semja
fyrir sig fyrstu arabísku óperuna, og
að hann vildi fá evrópska söngvara til
að frumsýna verkið í Katar. Það vildi
til að ég var laus á þeim tíma sem ætl-
aður var í undirbúning og frumsýn-
ingu, 1. – 20. október, og sagði bara jú
takk strax. Ég fékk þó tónlistina ekki í
hendurnar fyrr en tveimur vikum áður
en ég fór út, en hún er eftir hollenskt
tónskáld, Michiel Borstlap, sem best
er þekktur sem djasspíanóleikari og
hefur unnið til verðlauna á því sviði.
Hann hefur enga reynslu af því að
semja tónlist fyrir raddir, en stóð sig
frábærlega vel og tónlistin var mjög
fín hjá honum. Michiel Borstlap lokaði
sig af í einn mánuð í Kaíró
meðan hann samdi óp-
eruna og hlustaði á arab-
íska músík og mér finnst
hann hafa náð mjög góðri
arabískri stemmningu í
verkinu. Sumar laglínurnar eru hreint
ótrúlega fallegar, eins og ein arían sem
ég syng. Hann samdi það verk reynd-
ar upphaflega fyrir saxófón og píanó
fyrir tónsmíðakeppni, og sagði mér að
ótal söngvarar hefðu beðið hann um að
fá að syngja þetta. Hann vildi það ekki,
en setti það svo í þessa óperu, og mér
finnst það vera algjör hápunktur
verksins. Tónlistin er í heild mjög fal-
leg og stemmningsrík.“
Flúraður og ljóðrænn texti
Þótt tónlistin sé ekki eftir Araba, er
viðfangsefnið mjög arabískt, en efni-
viður óperunnar er sóttur í ævi arab-
íska heimspekingsins, stærðfræðings-
ins, stjörnufræðingsins og læknisins
Ibn Sina, sem á vesturlöndum er
þekktur sem Avicenna og var uppi frá
980 – 1037. Ibn Sina skrifaði sjálfs-
ævisögu sem hefur varðveist, en þar
rekur hann ekki bara ævi sína og störf,
heldur greinir hann þar einnig frá hug-
myndum sínum um leitina að hinum
eina sannleika. Einn af lærisveinum
hans, skrifaði svo aðra ævisögu um
meistara sinn, og hún hefur einnig
varðveist. Óperutextann samdi Ahmed
al-Dosari.
Hanna Dóra segir erfitt að segja um
hvað óperan fjallar, enda er hún kafla-
skipt og textinn mjög flúraður.
„Óperan er á mjög ljóðrænu máli,
eins og títt er í arabískum bók-
menntum. Textinn var þýddur á
ensku, og við sungum á ensku, og ar-
abíska myndmálið heldur sér vel í þýð-
ingunni og er mjög skrautlegt. Ég er í
hlutverki prinsessunnar en svo eru
þarna líka drottning og kóngur, sem
stendur í stríði við soldán nokkurn.
Prinsessan verður ástfangin af draum-
sýn, og það svo mjög, að hún veikist.
Þá er kallað á Ibn Sina sem kemur og
læknar hana og allt endar vel. Það er
allt í þessu sem prýðir góða óperu, ást-
ir og átök, en inná milli eru kaflar þar
sem fjallað er um stórmerkilega heim-
speki Ibn Sina, sem hefur verið langt á
undan sinni samtíð í hugsun. En text-
inn er ótrúlega skrautlegur og oft erf-
itt að ná samhenginu þótt hann sé á
ensku. Þar sem við myndum einfald-
lega segja: góðan daginn, er sagt: megi
vegur þinn verða blómum stráður.“
„Alveg gasalegt ævintýri,“ segir
Hanna Dóra um dvölina í Katar, en
bætir því við að þetta hafi þó verið
bæði neikvæð og jákvæð reynsla í
senn. „Emírinn lét byggja
sérstakt svið úti í eyði-
mörkinni fyrir frumflutn-
inginn, og til þess voru
fengnir evrópskir tækni-
menn. Þá komu hingað
sjónvarpsmenn frá Hollandi, Þýska-
landi og víðar að úr heiminum, og
frumsýningin var send beint út um all-
an Arabaheiminn.“
Leikstjóri sýningarinnar var Atilio
de Colonello og hljómsveitarstjóri
Davide Crescenzi. Hanna Dóra segir
að mikið hafi verið látið með leikstjór-
ann, þótt hann hafi ekki staðið sig vel
gagnvart flytjendunum, en að hljóm-
sveitarstjórinn hafi verið afbragðs-
góður. „Samkvæmt samningnum átt-
um við að frumsýna 19. október og
fara heim daginn eftir, en þá var
ákveðið að frumsýningin yrði viku
fyrr. Flytjendurnir sættust á það, en
tveimur dögum fyrir frumsýningu var
smíði sviðsins enn ekki lokið. Tækni-
menn voru orðnir verulega áhyggju-
fullir og stressaðir, en Arabarnir sögðu
bara in’sh’ Allah! – ef Guð lofar – í tíma
og ótíma. Tímaskyn fólks hér er allt
öðru vísi.“
Tilefnið vígsla Menntaborgar
Forskrift emírsins í Katar var sú að
allt ætti að vera sem stærst og glæsi-
legast, og segir Hanna Dóra að þegar
sviðið hafi loks verið tilbúið, hafi það
reynst vera það stærsta sem hún hefur
nokkru sinni stigið á. Tuttugu ein-
söngshlutverk eru í óperunni, þar af
fimm aðalhlutverk, 60 manna kór og
gríðarstór hljómsveit – eða 110 manns,
auk þess sem ballettflokkur frá Líb-
anon tók þátt í uppfærslunni. Sviðs-
myndin og búningarnir voru líka
íburðarmikil og falleg og auðsýnilega
ekkert til sparað að gera frumsýn-
inguna sem glæsilegasta úr garði.
Fremstu sætaraðirnar tvær voru sér-
stakir hægindastólar fyrir emírinn og
hans nánustu, en til frumsýning-
arinnar var einungis boðið sérstökum
gestum hans. „Fyrir frumsýninguna
var stórbrotin sýning á sviðinu, með
hestum, úlföldum og hefðbundnum
bardagasenum.“
Samkvæmt frétt AFP fréttastof-
unnar í fyrradag var tilefni þessarar
sérstöku óperuuppfærslu liður í há-
tíðahöldum til að fagna opnun Mennta-
borgar í Katar, en það er gríðarmikið
verkefni sem emírinn setti af stað til að
koma Katarbúum á kortið sem menn-
ingar- og menntaþjóð. Menntaborgin
er þriggja milljóna fermetra svæði á
útjaðri höfuðborgarinnar Doha, og þar
munu leiðandi háskólar í Bandaríkj-
unum og Evrópu opna deildir.
Menntaborgin var formlega opnuð á
mánudagskvöld.
Eins og Hanna Dóra sagði stóð upp-
haflega til að frumsýning yrði 19. októ-
ber en ekki 12. Nú hefur verið ákveðið
að þann 19. verði óperan flutt á arab-
ísku með arabískum söngvurum. „Það
eru bara svo mörg praktísk vandamál
sem koma upp. Söngvararnir eiga til
dæmis í mesta basli með að koma ar-
abíska textanum í nóturnar, einfald-
lega vegna þess að arabískan er skrif-
uð frá hægri til vinstri, en ekki frá
vinstri til hægri eins og tíðkast hjá
okkur bæði í ritmáli og nótnaritun.“
Sérkennilegt að vera öðruvísi
Vegna þess að frumsýningu var flýtt
hefur Hanna Dóra haft tíma eftir
frumsýninguna til að litast um í höf-
uðborg Katar Doha og umhverfi henn-
ar. Hitinn fyrstu dagana fór ekki undir
40 stig, en í gær var hann 35 stig.
„Þetta er svakalegur hiti, en mikil loft-
kæling á hótelinu, sem er mjög fínt. Ef
maður gengur aðeins út í sjóinn við
ströndina, þá finnur maður varla að
það sé haf, – það er svo heitt.
Doha er mjög nútímaleg borg, og
mér er sagt að hún hafi verið byggð
upp sem ný, á aðeins 30 árum, með
skýjakljúfum og stórum byggingum.
Ég hef reynt að skoða bazarana hér og
kíkja á mannlífið og stemmningin hér
er afslöppuð og yndisleg. Mér finnst
landið vera opið, en þó er ekki mikið
um ferðamenn – aðallega fólk í við-
skiptaerindum. Það er ótrúlegt að vera
hér í þessu rólega og yndislega um-
hverfi við Persaflóann og vita af átök-
unum í löndunum hérna rétt hjá.“
Hanna Dóra segir það augljóst að
Katarbúar séu auðug þjóð, og inn-
fæddir eiga kost á ókeypis trygg-
ingaþjónustu og menntun. „Innfæddir
þurfa greinilega ekki að hafa mikið
fyrir lífinu og vinna ekki mikið. Þeir
sem vinna eru frá öðrum löndum, sér-
staklega Pakistan, Líbanon og
Egyptalandi.“ Hanna Dóra segist ekki
finna til ótta eða öryggisleysis, og fari
ein út að degi til. „En það er mjög sér-
kennileg tilfinning að vera sá sem er
öðruvísi. Það er mikið horft á mig,
svona ljósa og hávaxna, en fólk er ein-
staklega kurteist og þægilegt. Karl-
arnir eru allir í sínum hvítu kuflum,
eins og tíðkast á Arabíuskaganum og
eru með allt upp í fjórar svartklæddar
eiginkonur sem ganga skrefi á eftir
þeim. Þær eru jafnvel með svarta
hanska og aðeins gegnsæja blæju fyrir
augunum, þannig að það sést ekkert í
þær. En þegar maður fer svo í stór-
verslanirnar sér maður konurnar að
kaupa mjög fín föt og tískuvarning
sem þær klæðast undir kuflunum. Hér
eru líka búðir sem selja bara svörtu
kuflana. Okkur finnst þetta vera allt
eins, en þeir eru til í mörgum sniðum
og gerðum, og gæði efnanna mismun-
andi, allt eftir smekk og efnum hverrar
og einnar. Mér finnst áberandi að fólk
virðist hugsa vel um heilsuna hér, og á
kvöldin sér maður konurnar komnar í
strigaskó að skokka meðfram strönd-
inni – en í svörtu kuflunum.“
Hanna Dóra segir að þessi blanda af
því sem við köllum nútímalegan lífsstíl
og því sem okkur þykja gamaldags
hugmyndir um stöðu konunnar sé
mjög sérstök og að hún hefði ekki fyrir
nokkurn mun viljað missa af þessu.
Í frétt AFP fréttastofunnar í fyrra-
dag er sagt að söngur Hönnu Dóru
hafi verið sérstaklega áhrifamikill,
þrátt fyrir oft á tíðum blýþungan text-
ann, og er hún eini söngvarinn sem
nefndur er á nafn.
Hanna Dóra Sturludóttir í arabískri óperu
Megi vegur þinn
verða blómum
stráður – in’sh’ Allah!
Morgunblaðið/Sverrir
Hanna Dóra Sturludóttir: „Sér-
kennileg tilfinning að vera sá sem
er öðruvísi.“
Óperan er
á mjög ljóð-
rænu máli
Súfistinn kl. 20.30 Bókaforlagið
Bjartur fagnar útgáfu skáldsög-
unnar Skugga-Baldur eftir Sjón.
Skáldið les úr
verki sínu, auk
þess sem Ás-
gerður Júníus-
dóttir mun
syngja ljóð eftir
Franz Schubert,
við undirleik
Önnu Rúnar
Atladóttur.
Skugga-Baldur
er rómantísk saga sem gerist um
miðja 19. öld. Aðalpersónurnar eru
presturinn Baldur, grasafræðing-
urinn Friðrik og vangefna stúlkan
Abba sem tengist lífi og örlögum
mannanna tveggja með afdrifa-
ríkum hætti.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Sjón