Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Ó LAFUR Elíasson hefur gjarnan fjallað um tengsl nútímamannsins við náttúr- una í verkum sínum – eða jafnvel um afstæði þeirra marka sem maðurinn hefur notað til að greina sig frá henni. Sýning Ólafs í túrb- ínusal Tate Modern, „The Weather Project“ eða „Verkefni um veðrið“, er verður opnuð í dag, er einnig tengd náttúrunni og þeim skilningi sem við leggjum í hana í stöðugri rannsókn okkar á nánasta umhverfi, m.a. í gegnum reynslu okkar af því hverfula fyrirbrigði veðrinu. Hann er sá fjórði í röð heimsfrægra lista- manna sem vinna verk í túrbínusal safnsins, en þeir sem þar hafa sýnt fram að þessu eru þau Louise Bourgeois, Juan Munoz og Anish Kapoor. Þau verk sem unnin eru inn í þetta rými vekja jafnan mikla athygli um heim allan, enda þjóna þau sem andlit þessa fræga safns út á við hverju sinni og ljóst er að viðurkenning hins alþjóðlega listheims á vægi Ólafs Elíassonar í listum sam- tímans nær ákveðnu hámarki með þessari sýn- ingu. Ólafur hefur þegar látið hafa eftir sér í bresk- um blöðum að sýning hans snúist nánast um þann gjörning að sýna í túrbínusalnum og því er óneitanlega forvitnilegt að inna hann fyrst eftir uppbyggingu sýningarinnar, sem farið hefur mjög leynt fram að þessu. „Ég hef sett upp eins konar sól í austurenda salarins sem lýsir hann upp á einni ákveðinni tíðni og leiðir til þess að allt virðist að mestu lit- laust í salnum. Dagsljós streymir þó inn við inn- ganginn í hinum endanum og svo eru ljósgjafar í bókabúðinni og meðfram jöðrum rýmisins, en til- finningin í salnum markast af litleysinu sem ég hef reyndar notað áður í verkum mínum. Sólin framkallar líka afar dramatíska skugga á gólfinu svo heildaráhrifin af ljósgjafanum eru mjög skynræn og nánast líkamleg,“ segir Ólafur þegar hann er beðinn að lýsa verkefninu. „Í salnum er einnig hálfgerð þoka, sem að mínu mati verður til þess að fólk upplifir þetta stóra rými [salurinn er 160 m að lengd, 25 m breiður og 30 m hár] með öðrum hætti; sjálf stærðin verður áþreifanlegri og þar með auð- veldara fyrir áhorfandann, sem er nánast eins og maur á gólfinu, að gera sér grein fyrir henni. Þokan verður einnig til þess að afhjúpa það sem ég vil kalla „neikvætt“ rými og er þá að vísa til tilraunar til að hlutgera það rými með þoku sem okkur finnst yfirleitt ekki vera neitt af því það er „autt“. Við skynjum það ekki fyrr en við ímynd- um okkur t.d. að hægt sé að taka veggi og loft byggingarinnar í burtu, þá verður þetta risastóra þokuský eftir, sem vissulega er „eitthvað“. Rými hefur efnislegt form Við megum nefnilega ekki gleyma því að rými hefur efnislegt form og er alls ekkert tóm. Mig langaði til að afhjúpa arkitektúr safnsins og um leið þá staðreynd að þegar við göngum inn rýmið, þá má í rauninni líta á líkama okkar sem hluta af arkitektúrnum, vegna þess að við skerum mynd okkar í þann massa sem þokan fyllir. Ætlun mín er því að hafa áhrif á rýmistilfinningu okkar sem áhorfenda, snúa henni við og afhjúpa hlutverk okkar sjálfra í henni. Í þeim tilgangi setti ég líka spegil upp við loft byggingarinnar, sem er nánast jafnstór og gólfflöturinn, og líta má á sem and- lega – eða efnislausa – endurspeglun á rýminu í huga áhorfandans og myndar mótvægi við þau efnislegu eigindi er nást fram í þokunni.“ a e o m t m r e v Eins og í öðrum verkum Ólafs er byggjast á skynjun áhorfandans er ekki um neinar blekk- ingar að ræða sem erfitt er að sjá í gegnum. „Ég er í rauninni að tvinna saman nokkrar leiðir til að brjóta upp þær venjulegu leiðir sem við notum til að skynja og sjá slíkt rými,“ segir hann, „til að opna hug áhorfandans fyrir því að upplifa það með öðrum hætti. Sú leið sem ég býð upp á er ekki ný uppfinning, það er auðvelt fyrir alla sem koma inn að sjá hvaða tækni er beitt til að fram- kalla þessi hrif og það finnst mér mjög mik- ilvægt. Fólk sér að spegillinn er spegill, það get- ur brugðið sér á bak við sólina til að skoða ljósaverkið og þreifað á reykvélunum ef það vill. Salurinn er svo stór að þegar mannfjöldinn kemur inn í hann þá er hann svolítið eins og maurabú. Mér finnst skipta miklu að hver einasti maur í því maurabúi geti horft í kringum sig og ekki síst í spegilinn í loftinu og virt fyrir sér allt kerfið utan frá – út frá sjónarhorni þriðja aðila – en verið samtímis í sínum eigin persónulega heimi.“ Eiginleikinn til að meta eigin reynslu og upplifun Vegna þess hve túrbínusalurinn er stór og hvernig verkið er sett fram er einmitt eins og tíminn hljóti að eiga sinn þátt í því hvernig þetta verk vinnur? „Salurinn er af þeirri stærðargráðu að flestu fólki kemur það á óvart. Mig langaði til að af- hjúpa sjálft skoðunarferlið er áhorfandinn geng- ur í gegnum og þann tíma sem það tekur, í stað þess að framkalla bara eitt augnablik í huga hans er tengist tilteknum hlut eða „listaverki“. Þau stærðarhlutföll sem við þekkjum úr borg- arsamfélaginu samsvara yfirleitt líkömum okkar og tímaskynjun, en hér er um að ræða arkitektúr Líkaminn Frægðarsól Ólafs Elíassonar myndlistarmanns hefur risið mjög hratt á fáum árum og aldrei náð hærra en á þessu ári. Í dag verður opnuð í túrb- ínusal Tate Modern-listasafnsins í London sýning þar sem hann fjallar m.a. um sambandið á milli þess sem við vitum og þess sem við upplifum sem áhorfendur á listsýningum. Fríða Björk Ingvars- dóttir fékk Ólaf til að segja frá þeirri flóknu hug- myndafræði er liggur að baki því einfalda og fág- aða yfirborði er blasir við þeim tíu til fimmtán þúsundum manna sem munu streyma í gegnum sýninguna í Tate á hverjum degi. Ljósmynd/Birgit Vogel Ólafur Elíasson myndlistarmaður. STUÐNINGUR VIÐ UNGA MYNDLISTARMENN Nýtt blað er brotið í stuðn-ingi við unga myndlistar-menn með stofnun Styrktarsjóðs Guðmundu Andrés- dóttur listmálara. Guðmunda, sem var einn helsti fulltrúi íslenskrar abstraktlistar, lést í september á síðasta ári. Hún lét eftir sig safn nærri 200 verka sem hún ánafnar í erfðaskrá sinni Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Há- skólans. Auk þess er í erfðaskrá hennar kveðið á um stofnun styrktarsjóðs sem hafi það mark- mið að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms. Á mánudag var stofnun sjóðsins kynnt en hann verður alfarið í vörslu Listasafns Íslands. Í sjóðnum eru 70 milljónir króna og að sögn Ólafs Kvaran, safnstjóra Listasafns Íslands og formanns styrktarsjóðsins, má gera ráð fyr- ir því að sjóðurinn geti hugsan- lega staðið undir 6–7 milljóna króna styrkveitingum á ári. Þetta verður langstærsti sjóður sinnar tegundar hér á landi og engir sjóðir sem styrkja myndlistar- nema á sambærilegan hátt. Um 90 nemendur eru í mynd- listardeild Listaháskóla Íslands auk þess sem mikill fjöldi einstak- linga leggur stund á myndlistar- nám í öðrum skólum hérlendis sem erlendis. Það er því greinilegt að mikill áhugi er meðal Íslend- inga á myndlistarnámi. Gjöf Guðmundu er ómetanlegt framlag til ungra myndlistar- manna sem ekki hafa riðið feitum hesti frá styrkjum til náms. Styrkur sem þessi getur hvatt unga og efnilega myndlistarmenn til dáða og gert þeim kleift að leggja stund á nám sem þeir gætu jafnvel ekki að öðrum kosti. Nokkur fyrirtæki hafa lagt rækt við að styðja við bakið á efnilegum listamönnum og er það af hinu góða en sjaldgæft er að einstak- lingar gefi jafn höfðinglega gjöf og erfðaskrá Guðmundu kveður á um. Styrktarsjóðir sem þessir geta haft mikil áhrif á framþróun íslenskrar myndlistar. Eitthvað sem skiptir alla þjóðina máli og ekki síst komandi kynslóðir. RANNSÓKNARNEFND HEILBRIGÐISSTOFNANA Sigurður Guðmundsson land-læknir greinir frá því í Morg- unblaðinu í gær að landlæknisemb- ættið hafi uppi áform um að koma á fót sérstakri rannsóknarnefnd vegna slysa eða óhappa á heilbrigð- isstofnunum. Gert er ráð fyrir að nefndin vinni með svipuðum hætti og rannsóknarnefndir umferðar- slysa, flugslysa og sjóslysa, sem nú starfa. Í nefndinni á að sögn land- læknis að vera fagfólk, einkum læknar, sem hægt er að gera strax út af örkinni til að gera sjálfstæða rannsókn á málum, sem upp koma í heilbrigðisþjónustunni eða eru til- kynnt landlækni. Í frétt blaðsins kemur fram að hugmyndin hafi mætt góðum skilningi hjá heil- brigðisráðherra og unnið sé að því að afla fjár til þess að hrinda henni í framkvæmd. Hæfni heilbrigðisstarfsfólks vex með hverju árinu með síbatnandi menntun þess. Ný lyf og hátækni- búnaður gera kleift að lækna sjúk- dóma og bjarga mannslífum, þar sem áður var engin von. Þetta eru stórkostlegar framfarir, en þeim fylgir að kröfur almennings til heil- brigðiskerfisins fara mjög vaxandi og fólk er síður reiðubúið að sætta sig við að eitthvað fari úrskeiðis. Þetta er kannski dálítið þversagna- kennt, en engu að síður eðlileg þró- un. Þetta sýnir sig m.a. í því að kvört- unum og kærum til landlæknisemb- ættisins hefur fjölgað mjög á und- anförnum árum og þær eru nú um 350 á ári hverju, næstum því ein á dag. Eins og fram kemur á heima- síðu landlæknis ber aukinn mála- fjöldi því síður en svo vott að heil- brigðisþjónusta fari versnandi; skýringarnar geta verið auknar kröfur almennings, að fólk sé með- vitaðra um rétt sinn, flóknari og tæknivæddari heilbrigðisþjónusta, breytt viðhorf o.s.frv. Það er gagnkvæmur hagur heil- brigðisstarfsfólks og almennings að þegar vafamál koma upp og kvartað er undan mistökum eða rangri með- ferð, fari fram ýtarleg rannsókn óvilhallra aðila. Slíkt er til þess fall- ið að auka traust almennings á heil- brigðisstéttum, en í almennri um- ræðu er stundum haft á orði að fari eitthvað úrskeiðis í þjónustu þeirra, sameinist þær um að neita að við- urkenna mistök. Jafnframt er það hagur heilbrigðisstarfsfólks að fram fari fagleg rannsókn á alvar- legum málum, sem beinist ekki endilega að því að finna sökudólga, heldur að því að gera tillögur um breytt fyrirkomulag, ríkari örygg- isráðstafanir eða bætt eftirlit, sem stuðlað geti að því að koma í veg fyrir að slys endurtaki sig. Einmitt á þann hátt starfa þær rannsókn- arnefndir í öðrum málaflokkum, sem nefndar voru til sögunnar. Það er því óskandi að það takist að hrinda í framkvæmd hugmynd- um landlæknis um rannsóknar- nefnd. Það er allra hagur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.