Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG tel ekki ofsögum sagt að „Loftleiða- byltingin“ hafi í senn lagt grunninn að upp- byggingarstarfi Loftleiða og alþjóðlegum flugrekstri eins og við þekkjum hann á Ís- landi í dag. Góður árangur Íslendinga í flugrekstri er ekki síst að þakka markaðs- setningu og góðum orðstír Loftleiða á er- lendri grundu á sínum tíma,“ segir Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri dótturfyr- irtækis Loftleiða í Bandaríkjunum og Flug- leiða, og vísar með Loftleiðabyltingunni til byltingar í stjórn Loftleiða á aðalfundi fyrirtækisins hinn 15. október árið 1953. Sigurður rekur aðdragand- ann að stjórnarbylting- unni til þess að Jóhannes Markússon hafi komið til fundar við sig í New York í byrjun ársins 1953. „Ég var að sinna erindagjörðum fyrir Einar Sigurðsson í Vest- mannaeyjum í New York á þess- um tíma. Jóhannes var flugmaður hjá Loftleiðum og notaði tækifærið til að ná tali af mér á meðan hann hafði viðdvöl í borginni. Jóhannes sagðist hafa haft spurn- ir af því að eigendur Loftleiða hygðust hætta flugrekstri og kaupa olíuskip í stað- inn. Hann sagðist vita að til væru hlutabréf hjá fyrirtækinu og vildi vita hvort ég vildi koma til liðs við hann sjálfan, Alfreð Elías- son, Kristin Olsen og Einar Árnason við yf- irtöku rekstrarins,“ segir Sigurður og við- urkennir með bros á vör að hann hafi ekki haft nokkurt vit á flugrekstri á þessum tíma. „Ég gerði mér því sérstaka ferð á bókasafn Columbia-háskóla þar sem ég hafði verið við nám til þess að ná mér í fróðleik um flugrekstur. Á endanum ákvað ég að láta slag standa. Rekstur alþjóðlegs flugfélags frá Íslandi var alltof góð hug- mynd til að hægt væri að láta hana ganga úr greipum sér.“ Bandaríska leiðin árangursrík Sigurður og Unnur Einarsdóttir, eig- inkona hans, komu frá New York til Íslands vorið 1953. „Hópurinn hófst handa við und- irbúning yfirtökunnar fljótlega eftir að ég flutti aftur til Íslands. Við útveguðum okkur fé til hlutafjárkaupa – settum upp kosn- ingaskrifstofu og fórum í bréfi til allra eldri hluthafa í fyrirtækinu fram á stuðning á að- alfundinum um haustið,“ segir Sigurður og játar því að slíkum aðferðum hafi ekki áður verið beitt á Íslandi. „Við fórum að eins og gert var í Bandaríkjunum og gengum meira að segja svo langt að lofa því að greiða út arð af fyrirtækja- rekstrinum. Ef mig misminnir ekki greiddum við reynd- ar út einhvern arð þrem- ur árum síðar.“ Eins og áður segir fór aðalfundurinn, „Loftleiðabylt- ingin“, fram í gamla Odd- fellow-húsinu 15. október árið 1953. „Þau sögulegu tíðindi urðu á þessum 12 tíma langa fundi að okkur ungu mönnunum tókst að fella gömlu stjórnina, þ.m.t. helstu viðskiptajöfra landsins á þessum tíma. Dag- blöðin voru heldur ekki lengi að gera sér mat úr tíðindunum með uppslætti eins og „Ótíndir strákar fleygja viðskiptajöfrunum út“ og áfram mætti telja,“ rifjar Sigurður upp. Sjálfur var hann um þrítugt á þessum tíma. Fyrsta lággjaldafyrirtækið Eftir fundinn tók við öflugt uppbygging- arstarf innan fyrirtækisins. „Einn veiga- mesti liðurinn í uppbyggingarstarfinu fólst í því að efla samstarfið við við norska flug- félagið Braathen’s S.A.F.E. Samningur við fyrirtækið um gagnkvæma flugvélaleigu jók möguleika og hagkvæmni rekstrarins veru- lega. Ég get nefnt að dæmi voru um að vél- ar Loftleiða flygju alla leið frá New York til Hong Kong en þangað hafði Braathen’s þá leyfi til að fljúga á ákveðnu tímabili. Á móti flugu flugvélar frá Braathen’s á leiðum Loftleiða. Með lægri flugfargjöldum á milli Noregs og Bandaríkjanna leið heldur ekki á löngu þar til fyrirtækið hafði náð 50% markaðshlutdeild í Ameríkuflugi í Noregi,“ segir Sigurður og vekur athygli á því að Loftleiðir hafi í raun verið fyrsta lággjalda- flugfélagið. „Með þessum lágu fargjöldum skutum við helstu keppinautum okkar á þessari leið, Pan American og SAS, ref fyr- ir rass.“ Sigurður var varaformaður Loftleiða frá upphafi. „Fyrst eftir „Loftleiðabyltinguna“ gegndi ég fullu starfi í öðru fyrirtæki þótt mikið af tíma mínum færi í vinnu í þágu Loftleiða. Á endanum varð svo úr að ég tók að mér forstjórastarf fyrir fyrirtækið í Bandaríkjunum árið 1961. Forstjórastarfið í Bandaríkjunum var ákaflega anna- samt og mikill tími fór í ferðalög, t.d. ferðaðist ég töluvert á milli átta skrifstofa Loftleiða í Banda- ríkjunum svo ekki sé minnst á fundi á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Ég býst við að alla jafna hafi ég verið svona fjórðung úr ári á ferðalögum,“ segir Sigurður og rifjar upp að allt að 70% af tekjum fyrirtækisins hafi komið frá Banda- ríkjunum á þessum tíma. „Starfs- menn fyrirtækisins í Bandaríkj- unum fóru upp í 500 þegar mest varð á þessum 12 árum.“ Sigurður segir sögu Loftleiða einkanlega merkilega af þrennum sökum. „Í fyrsta lagi voru Loftleið- ir fyrsta raunverulega lággjalda- fyrirtækið eins og ég nefndi áðan. Í öðru lagi var ekkert annað evr- ópskt flugfélag í einkaeign,“ segir hann og tekur fram að hin evr- ópsku flugfélögin hafi öll verið í ríkiseign. „Í þriðja og síðasta lagi voru Loftleiðir brautryðjendur í ís- lenskum flugrekstri á alþjóðlegum mörkuðum. Ég veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir því að starf- semin fór í raun að mestu leyti fram erlendis, t.d. eyddum við stórfé í auglýsingar á bandarískum markaði. Þessi vinna hefur án efa átt sinn þátt í því að flugstarfsemi er orðin mun meiri frá Íslandi en langflestum öðrum löndum.“ Ójöfn samkeppnisstaða Blómatími Loftleiða var á árabilinu 1960 til 1970. „Á þessum tíma voru Loftleiðir einn stærsti atvinnurekandi landsins með allt að 1.500 starfsmenn í vinnu. Við vorum komnir með hagkvæmar flugvélar og gátum boðið tiltölulega lág fargjöld. Vandinn var bara sá að fyrirtækið átti á brattan að sækja í samkeppni sinni við ríkisflugfélög í nágrannalöndunum að Lúxemborg frátal- inni. Ríkisstjórnir þessara landa voru fyr- irtækinu andsnúnar þar sem þær vildu vernda sín félög. Loftleiðir stórminnkuðu flugið til Norðurlandanna og Bretlands en einbeittu sér að flugi til Lúxemborgar. Stjórnvöld í Lúxemborg voru ákaflega vin- veitt Loftleiðum alla tíð. Þangað flaug fyr- irtækið með allt að 300.000 farþega á ári þegar mest var á þessum tíma.“ Vaxandi halli á flugi til Norðurlandanna og Bretlands varð til þess að ágreiningur kom upp í stjórn Loftleiða. „Ég vildi leita leiða til að losna við hallann. Flugfélag Ís- lands glímdi líka við hallarekstur. Þess vegna virtist liggja beint við að skoða hvort hagkvæmt væri að sameina félögin,“ segir Sigurður og tekur fram að sjálfum hafi sér ekki þótt ástæða til að reka tvö flugfélög í jafn litlu landi og Íslandi. „Því miður voru ekki allir í stjórninni sammála mér hvað sameininguna varðaði og upp úr því kom upp slæmur andi í stjórninni. Að lokum var 50 ár eru liðin frá því nokkrir „strákar“ steyptu helstu viðskiptajöfrum landsins af stóli á 12 tíma löngum aðal- fundi Loftleiða árið 1953. Anna G. Ólafsdóttir ræddi við Sigurð Helgason og fleiri um þýðingu Loftleiða- byltingarinnar fyrir Loftleiðir og flugrekstur í landinu. Morgunblaðið/Kristinn Sigurður Helgason fyrrverandi forstjóri dótturfyr- irtækis Loftleiða í Bandaríkjunum og Flugleiða. Loftleiða- byltingin lagði grunninn Byltingarstjórnin í Loftleiðum (f.v.): Sigurður Helgason, Alfreð Elías- son, Kristján Guðlaugsson, Ólafur Bjarnason og Kristinn Olsen. Margir muna enn eftir auglýsingum um sam- einingu Loftleiða og Flugfélags Íslands. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Lagt upp í langferð með Loftleiðum. Dæmi um auglýsingar Loftleiða sem birtust í víðlesnustu blöðum heims. Ein af flug- freyjum Loftleiða (t.h.) mælir með áfanga- stöðum félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.