Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 25 Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Barcelona þann 26.okt. Þú kaupir tvö sætiengreiðir bara fyrir eitt, og tryggir þér ferðina til þessa vinsæla staðar á ótrúlegu verði. Að auki getur þú valið um úrvalsgististaði á frá- bærum kjörumogað sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu farar- stjóraHeimsferðaallan tímann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verðkr.19.950 M.v. 2 fyrir 1. Fargjald kr. 32.600/2 =16.300. Skattar, kr. 3.650. Samtals kr. 19.950. Símbókunargjald kr. 2.000. Munið Mastercard ferðaávísunina 2 fyrir 1 til Barcelona 26.október frá kr.19.950 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna hefur nú hafið 14. starfsár sitt. Ekki ætla ég að fjöl- yrða hér hversu nauðsynleg svona hljómsveit er í okkar samfélagi, því það liggur í augum uppi. Á þessum fyrstu tónleikum starfsársins var hljómsveitin skipuð 49 hljóðfæra- leikurum á ýmsum aldri. Í tónleika- skránni minnist hljómsveitin Sturlu Tryggvasonar víóluleikara sem lést sl. sumar, en hann var félagi frá fyrstu tíð og var áður í Sinfóníu- hljómsveit Íslands í 17 ár. Seltjarnarneskirkja er ekki stór né hljómmikil, en hún heldur vel ut- an um hljóm hljómsveitarinnar og gefur honum líf og fyllingu og þolir talsverðan styrk. Tóninn í hljóm- sveitinni var þéttur, fallegur og hreinn og gott jafnvægi á milli hljóð- færaflokka. Fyrst á efnisskránni var Myrkvi fyrir hljómsveit eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur. Þetta er út- skriftarverk Hildigunnar frá 1989 og var frumflutt af Sinfóníuhljóm- sveit Íslands sama ár. Þetta er þriðji flutningur á verkinu sem einnig var flutt í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Þettar er skemmtilega skrifað verk þar sem maður skynjar áhrifin í náttúrunni þegar óvænt myrkvun á sér stað t.d. sólmyrkvi. Órói og óöryggi kemst á náttúruna og dýralífið við slíka breytingu þeg- ar birtan og lífsklukkan stemma ekki saman, síðan þegar myrkvinn gengur yfir kemst jafnvægi á að nýju og allt fellur í ljúfa löð. Verkið hefst á söng víólunnar en smám saman færist ókyrrðin yfir í formi ómstríðna sem hríslast á milli hljóð- færanna í lágværu píanissimói sem síðan eykst með jöfnum stíganda uns allt fellur aftur hægt og rólega í ljúfa löð og endar í ómblíðum þar sem jafnvægi er komið á aftur og myrkvinn fjarar út. Þetta er mjög viðkvæmt verk sem þarf mikla natni við. Flutningurinn var oft áferðar- fallegur en ekki gallalaus og senni- lega þarf stærri hljómsveit til að koma svo veikum og viðkvæmum leik til skila svo vel sé. Þá var komið að Rókókó-tilbrigð- unum fyrir selló og hljómsveit í A dúr op. 33 eftir Pyotr Tchaikovsky sem hann skrifaði 1876 fyrir vin sinn, sellistann William Fitzenhag- en. Þrátt fyrir að verkið sem byggist á stefi sem tónskáldið samdi sjálft í léttum stíl rókókó-tímans beri mörg persónuleg einkenni höfundarins þá svífur gáski og gleði í anda Mozarts yfir vötnunum og oft er verkið mjög Vínar-klassískt á köflum. Einleikarinn, Nicole Vala Cariglia nam sellóleik hjá Óliver Kentish á Akureyri og síðar hjá Bryndísi Höllu Gylfadóttur og framhaldsnám við Conservatory of Music í Boston 1996?2001. Nicole er mjög góður sellóleikari með gott vald á hljóð- færinu sem kom vel fram í tilbrigð- unum sem eru miklir fingurbrjótar og krefjast oft mikilla átaka og færni. T.d. mun Fitzenhagen hafa dottið fram af stólnum í lokin þegar hann lék verkið fyrst með höfund- inum. Samspil einleikara og hljóm- sveitar var gott og túlkun sannfær- andi bæði hjá Nicole og hljóm- sveitinni undir frábærri og smekk- vísri handleiðslu Ólivers. Síðast á efnisskránni var 7. sin- fónía Sibeliusar í C dúr op. 105 frá 1924. Þessi eins þáttar Fantasía sin- fonica eins og Sibelius kallaði hana fyrst var mjög vel flutt af hljóm- sveitinni sem tókst þrátt fyrir smæð sína að hljóma eins og stór og vold- ug hljómsveit og lyfta verkinu í hæð- ir og gera það spennandi áheyrnar. Í heild voru þetta mjög góðir tón- leikar hjá hljómsveitinni sem fór vaxandi við hverja raun með stór- glæsilegum endi undir öruggri stjórn Ólivers Kentish. Sólmyrkvi og glæsi- legur sellóleikur TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Einleik- ari á selló: Nicole Vala Cariglia. Stjórn- andi: Óliver Kentish. Efnisskrá: Myrkvi fyrir hljómsveit eftir Hildigunni Rúnars- dóttur, Rókókó-tilbrigði f. selló og hljóm- sveit op. 33 eftir P. Tchaikovsky og Sin- fónía nr. 7 í C dúr op. 105 eftir J. Sibelius. Sunnudagurinn 5. október kl. 17. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson Óliver Kentish A RKITEKTÚR hefur verið inni í myndinni undanfarið, nú síðast með mikilsverðri og upplýsandi sýningu Bygging- arlistasafnsins í Listasafni Reykjavíkur ? Hafnarhúsi. Vaxandi umræða um húsa- gerðarlist og hönnun sunnar í álfunni þannig loks náð til Íslands og er mikið vel, jafnvel þótt hitinn til sóknar og varnar sé naumast mikill í samræðunni enn sem komið er. Húsagerðarlist líkt og aðrar form- og sjón- menntir fram til þessa verið í þeim mæli af- gangsstærð í innlendu menntakerfi að eins- dæmi er í álfunni, þjóð- in orðið að súpa seyðið af því og þarf enn mikið átak til að hér verði marktæk umskipti. Sjón- menntir ekki síður en bókmenntir hafa um aldir verið með hornsteinum framsækinna þjóð- félaga, engin þjóð fær um að byggja einungis á öðru hvoru og láta hitt mæta afgangi, ryðja út af borðinu, innbyrðis vægi eðlilega á sinn hvorn veginn helst í góðu jafnvægi. Og þótt menning- ararfleifð okkar byggist að mestu á bók- menntum áttu form- og sjónmenntir sinn sess í þróunarferlinu. Landnámsmennirnir komu á knörrum sem voru listasmíði, vopn þeirra, verj- ur sem og daglegir brúkshlutir, og þannig tómt mál og óskhyggja að rekja upphaf myndlistar til aldamótanna 1900. Og þó svo að norrænar kon- ungasögur væru skráðar hér á landi áttu hinar þjóðirnar sínar rúnir, bókletur og árþúsunda arfleifð á vettvangi form- og sjónmennta. Á miðöldum mun nafngiftin arkitektúr sjald- an hafa komið fram, byggingaframkvæmdir voru yfirleitt nefndar í samræmi við eðli sitt, til- gang og nýtigildi. Það var fyrst í upphafi end- urfæðingarinnar að hugtakið arkitektúr form- aðist í kjölfar fræðilegrar ritgerðar Ítalans Leon Battista Alberti: ?De re aedificatoria?. Gerðist á sama tíma og hugtakið list var mótað, og um leið var skapandi vægi húsagerðarlistar sett að jöfnu við málverk og höggmyndalist. Lengi vel og enn í dag notast menn einnig við samheitið húsagerðarlist, Baukunst, á germ- önsku, en það var fyrst á nítjándu öld sem nafnið arkitektúr festist endanlega í sessi, jafn- framt að skil urðu milli húsa- og landslags- arkitektúrs. Þetta eru nokkrar einfaldar staðreyndir sem vert er að hafa í huga þegar vikið skal að grunn- hugmyndum byggingarlistar, vísað til þróunar- ferils hennar í aldanna rás og vikið að nokkrum staðreyndum á innlendum vettvangi. Vitaskuld er húsagerðarlist af langtum eldri toga en nafngiftin arkitektúr, svipað og málara- og höggmyndalist. Endurfæðing fornra gilda, sem menn þekkja vafalítið betur undir nafninu endurreisn, blómstraði á tveimur fyrstu áratug- um sextándu aldar. Á þessu stutta tímabili áttu sér stað risavaxin hvörf í menningarsögu Evr- ópu og mótuðu sem fyrr segir hugtakið list, sett að jöfnu við húmanísk fræði og raunvísindi. Listhugtakið bar í sér viðbót lífrænna og hug- lægra gilda fram yfir sjálft handverkið, innri líf- æðir og skynrænan kraftbirting. Eitt er að skapa og móta, annað að eftirgera ferlið, á sama hátt og að eitt er að skrifa bækur, yrkja ljóð og skrá frumheimildir, annað að fjölfalda. S agan greinir af því hvernig aldamótin 1500 boðuðu með sjaldgæfri ná- kvæmni strauma nýrri tíma þótt tíma- bil sögunnar deilist aldrei í nákvæmt afmarkaða hluta. Lífsform, siðir og venjur lúta jafnaðarlega lögmáli aðlögunar og þróunar en hér voru skilin er boðuðu lok miðalda merkj- anlega snögg. Við lok fimmtándu aldar urðu þannig mikil umskipti og hræringar, líkast sem hinn gamli aldatugarhelmingur bylti sér í dauðateygjum. Nýtt tímaskeið með ferskum hugmyndum í heimspeki, myndlist og trúar- brögðum boðaði komu sína með umbrotamikl- um fæðingarhríðum. Þ etta er upptíningur staðreynda sem ég hef endurtekið vikið að, endurfæð- ingin vísaði til afturhvarfs til fornra klassískra gilda í listum svo sem grískra og rómanskra, ris úr fortíð þannig kjarni hennar. Með fyrirvara þó samanber skrif Lorenzo Ghibertis, en þar má lesa; að klassískri list fornaldar hafi hrakað eftir daga Lissippos, en hafi svo gengið í endurnýjaða lífdaga á dög- um hellenismans ?et di capo rinaque?. Á sama hátt var engan veginn um beina endurfæðingu fortíðar að ræða heldur öllu frekar endurfæð- ingu lista samtímans með svipuðum formerkj- um. Á þetta er minnt vegna þess að þegar grunn- urinn var lagður að íslenzku menntakerfi og há- skóli stofnaður sást mönnum fullkomlega yfir mikilvægi fagurlista, þótt við blasti allt um kring. Jafnt hjá herraþjóð okkar sem og annars staðar á Norðurlöndum, hvað þá sunnar í álf- unni. Nefni hér til sögunnar háþróað handverk, listakademíur með arkitektúrdeildum, tónlist- ar- og listiðnaðarskóla. Viðleitni til að bæta hér úr mætti jafnvel fjandskap bóknámskennara og viðvarandi skilningsleysi yfirmanna mennta- mála líkt og öll saga Myndlista- og handíðaskól- ans sáluga er til vitnis um. Svo þegar skólinn hafði sannað sig sem þakið á allri myndmennt á landinu, hróður hans borist langan veg, var jafnt og þétt vegið að sjálfstæði hans og höft lögð á kennara og frumkvæði. Skólinn er fram liðu stundir innlimaður í almenna menntakerfið og sjálfstætt rannsóknarstarf drepið í dróma. Á endanum var áratuga uppbyggingu sem hópur starfandi listamanna hafði helgað bestu árum ævi sinnar við bág kjör og aðstæður sópað út af borðinu. Sú þróun er ekki til umræðu hér heldur skal enn einu sinni vikið lítillega að afleiðingunum sem við blasa og grunnfærðu skynbragði ráða- manna á þessum mikilvægu einingum í sam- ræmdri viðreisn þjóðheildar. Ekki þýðir að deila á afmarkaða hluta, en vísa má til ruglingslegrar þéttingar byggðar á höf- uðborgarsvæðinu, niðurrifs sögufrægra bygg- inga til hags fyrir íbúðasíló, byggingar svefn- hverfa út um allar trissur og dæmalausrar grunnhyggni í skipulagi Vatnsmýrarinnar. Þar hefur ein af perlum borgarinnar hreinlega verið myrt, þ.e. Norræna húsið og lífrænt svæði sunnan þess sett undir steinsteypublokkir, ekki að furða þótt hrollur fari um marga við tilhugs- unina um væntanlega byggð á flugvallarsvæð- inu verði hann lagður niður í framtíðinni. Eitt af því sem menn virðast ekki geta með- tekið hér á hjara veraldar er að hús er líf og allt sem lifir og hrærist þarf að geta andað, þarfnast andrúms sem einmitt var megininntakið í boð- skap endurfæðingarinnar, að borg er líkami. Þennan líkama þarf svo að hugsa vel um svo hann fái stækkað og dafnað því honum eru ætl- aðir sem lengstir og farsælastir lífdagar og marka þarf hreyfirými hans. Samlíkingin ekki út í hött, frekar að hún sé mjög táknræn meður því að mannslíkaminn er meistaraverk náttúr- unnar. Í byggingu hans eru öll frumformin sam- ankomin, þ.e. hringur, þríhyrningur og fern- ingur, og að því leyti er hann sagður fullkomnasta formræna sköpunarverk lífrík- isins. Einnig hefur komið fram að bygging mannslíkamans leysir fyrrum óleysanlega reikniþraut, hvað snertir þrískiptingu hornsins, tvöföldun teningsins og ferskeytingu hringsins ? hin svonefndu klassísku vandamál Forn- Grikkja. Í ljósi þessa var það skiljanlegt að mannslíkaminn var lengstum aðalviðfangsefni nemenda listaskóla þótt hvorki þeim né kenn- urum væri það alltaf fullkunnugt. Auðsær er mikill byggingarlegur skyldleiki milli högg- mynda meistara fornaldar og hofa þeirra og hörga, sömu lögmálin gegnumgangandi. Og eitt var vel að merkja áberandi í fegurstu borgum tímanna sem var (og er) tilfinningin fyrir rým- inu sem við sjáum til að mynda í Róm sem mörgum smáborgum Toskana, á jafnt við um risavaxið torgið fyrir framan Péturskirkjuna sem hin smærri víðs vegar um borgina. Opin svæði þannig tilefni til að gleðja augað á marg- an hátt, lyfta hvunndeginum á hærra svið og hér einnig um að ræða gildan arkitektúr sem sumir urðu nafnkenndir fyrir ekki síður en byggingar sínar. Nefni hér höfuðmeistara ítalska barokksins, Giovanni Lorenzo Bernini, sem var allt í senn arkitekt, myndhöggvari og málari. Nákvæmlega samkvæmt þeirri röð eins og forveri hans og áhrifavaldur Michaelangelo var myndhöggvari, málari, teiknari og arkitekt, Leonardo hins vegar málari, teiknari, mynd- höggvari, arkitekt, verk- og náttúrufræðingur. Segir ekki svo lítið um verkskiptinguna á þess- um miklu tímum þegar list var fúlasta alvara, blóð, tár og sviti. H ér hafa opin svæði hins vegar verið látin drabbast niður von úr viti þangað til einhver fær þá snjöllu hugmynd að byggja á þeim (!), gleymum ekki að þétting byggðar skapar iðu- lega fleiri vandamál en hún leysir, einkum í mið- kjörnum borga. Nærtækast að vísa til meiri um- ferðar rennireiða og þar með aukinnar mengunar, sem nú er mesti sjúkdómavaldurinn í ýmsum stórborgum ytra, fer þó ekki jafn hátt og skyldi. Árétta skal svo að lokum að skil voru gerð á byggingarlist og landslagsarkitektúr á nítjándu öld, þannig að eitt er að fjalla um hús í sjálfu sér, annað rúmtak þess og staðsetningu í umhverfinu. Sjálf byggingin getur verið meist- araverk en staðsetningin sjónmengun. Hér er komið að höfuðatriðum í öllum arkitektúr, jafn- framt kjarna málsins í mótun höfuðborgar- innar. Allt of margt til staðar sem sker í augu, byggingum troðið af lítilli fyrirhyggju á auða bletti og þrengt að þeim sem fyrir eru um leið. Arkitektúr SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Mannslíkaminn leysir forna reiknisþraut sem skarar þrískiptingu hornsins, tvöföldun ten- ingsins og ferskeytingu hringsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.