Morgunblaðið - 15.10.2003, Side 48
48 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KRINGLAN
Forsýning kl. 8.
STÓRMYND HAUSTSINS
Sýnd kl. 10. B.i. 16.
Sýnd í stóra salnum kl. 6 og 8
Kl. 10. B.i. 10.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16.
CATE BLANCHETT Rafmögnuð spenna
frá byrjun til enda.
Breskur
spennutryllir
sem kemur
stöðugt á
óvart.
Frá framleið-
andanum Jerry
Bruckheimer
og leikstjóran-
um Joel
Schumacher
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14.
Magnaði spennutryllir sem byggður er á sönnum atburðum.
Sýnd kl. 8.
Radio XSV MBL
SG MBL
SG DV
Mögnuð
heimildarmynd frá
leikstjórunum
Grétu Ólafsdóttur
og Susan Muska
Sýnd kl. 6 .
THE MAGDALENE SISTERS
Kl. 5.45. B.i. 14.
SV MBL HK.DV
KVIKMYNDIR.IS
Kl. 8 og 10.20.
Edduverðlaun
M.a. besta myndin, besti leikari,
besti leikstjóri og besta handrit
6 . . i , i l i i,
i l i j i i
Edduverðlaun
Didda - besta leikkona
AIRWAVESHÁTÍÐIN hefst í kvöld
og mun standa fram á sunnudag.
Gríðarlegur fjöldi íslenskra lista-
manna mun troða upp á þessu
tímabili úr nánast öllu geirum
dægurtónlistarinnar. Morg-
unblaðið heyrði hljóðið í
nokkrum þeirra, tók ein-
hvers konar „stikkprufu“, og
innti álits á bráðkomandi ati.
Sumir þeirra eru rétt að hefja
útrásina úr æfingahúsnæðunum,
aðrir eiga áralanga reynslu að baki en
restin er þarna einhvers staðar á
milli.
Chico Rockstar
Um er að ræða listamannsheiti Arn-
þórs Snæs Sævarssonar, Adda, sem
kunnastur er fyrir afskipti sín af
trommu- og bassamenningu íslands
og stýrði hann þættinum Skýjum ofar
ásamt Eldari Ástþórssyni á sínum
tíma.
„Ég hef verið að vinna plötu sem
kemur út á vegum CBB (Central
Breakbeat Bionomics) í Þýskalandi
að undanförnu. Með mér er söngkona
sem heitir Ágústa. Tónlistin á rætur í
breakbeat, elektró og fleiru. Þetta er
svolítil samsuða og erfitt að lýsa
þessu. Það verður gaman að fínpússa
tónleikahliðina á þessu á Airwaves.“
[Chico Rockstar verður á Kapital í
kvöld kl. 22.30.]
Dáðadrengir
Karl Ingi Karlsson, einn rappara
Dáðadrengja, segir hátíðina vera
spennandi. Sveit hans vann á Músík-
tilraunum þetta árið með glans eins
og kunnugt er. Karl segir aðspurður
að þeir félagar hafi verið að reyna að
böggla saman lögum eftir Músíktil-
raunir en það hafi ekkert gengið of
vel.
„Við erum samt búnir að spila heil-
an helling að því er okkur finnst. Svo
er það bara vinnan og skólinn. Það er
erfitt líf að vera tónlistarmaður og
nemi...“
Karl segist efins um að þeim verði
boðinn samningur á staðnum,
segir þá ekki tilbúna.
„Kannski á næsta ári ...
slíkt hefur auðvitað gerst,
sjáðu bara Leaves og Sigur
Rós.“
Karl segir að það sé hugur í
sveitinni, hún sé enn skipuð
sömu meðlimum og raunhæft mark-
mið sé að plata komi næsta vor.
[Dáðadrengir verða á Nasa á
föstudaginn kl. 2.00.]
Han Solo
Sveitin er tiltölulega ný af nálinni, er
af höfuðborgarsvæðinu, og leikur ný-
bylgjurokk.
„Við erum búnir að vera starfandi í
þessari mynd síðan ca. 2001,“ segir
Sveinn M. Jónsson gítarleikari sveit-
arinnar. „Við erum búnir að æfa og
æfa og höfum leikið talsvert á tón-
leikum undanfarið hálft ár. Við erum
svona að gefa í núna. Við leikum
ennþá án söngs en erum að fara að
taka inn söngvara.“
Sveini líst mjög vel á hátíðina. „Ég
er búinn að fylgjast með henni frá
upphafi og hún hefur veitt manni
mikið. Ef einhver skyldi svo vera
hrifinn af því sem við erum að gera þá
er það auðvitað frábært. En maður
gerir sér grein fyrir því að þetta er
hægfara ferli. Reyndar er kanadískur
útvarpsmaður að koma og kíkja á
okkur, honum leist víst vel á
prufuupptökur sem við sendum hon-
um.“
[Han Solo verða á Vídalín á föstu-
daginn kl. 21.00.]
Maus
„Við höfum tekið þátt í öll skiptin,“
segir Birgir Örn Steinarsson í Maus.
„Öll fimm skiptin. Það hefur meira
segja komið fyrir að við höfum verið
settir á dagskrá án þess að vera
spurðir (hlær). Maður kvartar ekki
yfir því.“
Birgir segir að fólk ætti að varast
að halda að þetta sé eintómt happ-
drætti hvað samninga og slíkt varðar.
„Það getur allt gerst og það er auð-
vitað jákvætt. Fyrst og fremst eru
þetta samt tónleikar og það sem er
skemmtilegast við þetta er hvað það
er mikið í gangi í bænum. Það mynd-
ast mjög sérstök stemmning og allt í
einu verður íslensk tónlist alveg rosa-
lega spennandi. Það verður einhvern
veginn svo greinilegt hversu mikið
gott er í gangi hér á landi.“
[Maus verða á Gauki á Stöng á
föstudeginum kl. 21.15.]
Melodikka
Þetta er ný sveit, skipuð fimm ung-
mennum, með klassískan bakgrunn.
Sem Melodikka fást þau við popp-
tónlist með þjóðlagablæ en eitt af því
fyrsta sem þau gerðu var að taka
uppáhaldslög með sveitum eins og
Low og Belle and Sebastian.
„Þetta band varð til upp úr söng-
kvartett,“ segir Valgerður Jónsdóttir,
píanóleikari og söngvari. „Fjögur
okkar eru semsagt í söngnámi. Þegar
við fórum að bera saman bækur okk-
ar kom í ljós að við höfðum öll verið í
einhverjum popphljómsveitum áður
og spiluðum öll á mismunandi hljóð-
færi. Við ákváðum því að prófa að
spila saman og fengum gítarleikara
til liðs við okkur. Byrjuðum á töku-
lögum en nú er þetta allt frumsamið.“
[Melodikka verður á Vídalín á
fimmtudaginn kl. 23.15.]
Quarashi
Rapprokksveitin ógurlega leikur nú á
Airwaves í annað skipti.
„Þetta er skemmtileg hátíð,
skemmtileg helgi,“ segir Sölvi Blön-
dal Quarashimaður. „Við ætlum að
koma okkur í gang á hátíðinni en svo
förum við til New York að spila á
CMJ.“
Sölvi varar við því að fólk geri sér
of háar hugmyndir um bransann sem
fylgi Airwaves, aðallega sé þetta há-
tíð, fullt af tónleikum og þetta sé fyrst
og fremst skemmtilegt.
[Quarashi verða á Nasa á föstu-
daginn kl. 1.00.]
The Lovers (Þórunn Antonía)
„Þetta er nýtt band hjá mér,“ segir
Þórunn Antonía sem talar frá Lond-
on. Hún gaf út sólóplötuna Those
Little Things í fyrra.
„Reyndar þurfum við að breyta um
nafn, það er eitthvert annað band
sem stal nafninu (hlær). Við erum að
klára plötu sem kemur út á BMG,
þetta er nú það sem ég hef verið að
gera síðasta árið.“
Þórunn segir að Airwaves sé einn
uppáhaldstími ársins hjá sér.
„Það er svo mikið af fólki og tónlist
alls staðar. Þetta gefur ungu tónlist-
arfólki mikið af tækifærum. Ég rölti
t.d. út um allt á Airwaves nr. 2 með
heimatilbúið „demo“ og fékk fínustu
viðbrögð, símtöl, rafpósta o.s.frv.“
[The Lovers verða á Nasa á
fimmtudaginn kl. 21.45.]
Tommi White
Plötusnúðurinn Tommi White mun
leika á Airwaves einn en líka ásamt
stórsveit sinni. Líkt og Maus hefur
Tommi spilað á öllum hátíðunum.
„Þetta árið verður útgáfan mín,
NewIcon, með sérstakt kvöld hérna á
Kapital á laugardaginn. Það verður
mikið húllumhæ.“
Tommi segir Airwaves hafa mikla
þýðingu fyrir listamennina.
„Það fyllist allt af pressu og fólki
sem er í svipuðum hugleiðingum og
listamennirnir. Ég hef fengið fullt af
tilboðum um að spila gagngert út af
Airwaves. Og hátíðin verður betri og
betri með hverju árinu.“
[Tommi White verður á Kapital á
laugardeginum kl. 23.00. Tommi
White Big Band verða í Bláa lóninu
sama dag kl. 13.00.]
Trabant
„Við verðum alveg hrikalega hressir,“
segir Þorvaldur Gröndal í Trabant.
„Helmingurinn af efninu verður
nýr. Við erum að taka upp á fullu
núna en við erum loksins komnir með
frið til þess. Svo eru Funerals að fara
að leggja í nýja plötu líka.“
Þorvaldur segir að einnig sé stefn-
an tekin á það að ferðast dálítið, þeir
hafi t.d. augastað á tónlistarhátíð í
Rússlandi í desember.
Og um Airwaves hefur hann ekkert
nema gott að segja. „Fyrstu tónleik-
arnir okkar voru t.d. á Airwaves. Mér
finnst líka jákvætt að Laugardalshöll
sé kominn úr myndinni. Það eyðilagði
bara fókusinn. Þær íslensku sveitir
sem voru að spila þar hlutu líka skaða
af. Airwaves er auðvitað kjörinn vett-
vangur til að koma sér frekar á fram-
færi í þessum bransa. Þú hittir blaða-
menn, útgefendur, dreifingaraðila og
átt góðan kost á að ná þér í fín sam-
bönd. Neil Strauss, blaðamaður New
York Times, fór til dæmis með Fun-
erals í tónleikaferðalag út á land eftir
Airwaves 2001 og skrifaði um það í
kjölfarið.“
[Trabant verða á Nasa á laug-
ardeginum kl. 22.15.]
Yfir hundrað íslenskir listamenn leika á Airwaves
www.icelandairwaves.com
arnart@mbl.is
Brain Police er eitt af yfir hundrað innlendum tónlistar-
atriðum sem í boði verða á Airwaves.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Maus hefur leikið á öllum Airwaveshátíðunum.
!
!"
#
$
%&' '
()
#*+
,
%
Tækifæri … og stuð
Chico Rockstar er listamannsheiti
Arnþórs Snæs Sævarssonar.