Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 22
DAGLEGT LÍF 22 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSÍÐASTA degi síðasta vor-þings samþykkti Alþingi all-miklar breytingar á vinnu- verndarlögunum sem varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þar með er fyrirtækj- unum sjálfum fengið það hlutverk að sinna þessum málaflokki, en í fyrri lögum, sem voru frá árinu 1980, var fyrirtækjum gert skylt að gera samning við næstu heilsu- gæslustöð um umsjón vinnuverndarstarfs- ins. „Í raun og veru virkuðu ekki gömlu lögin eins og til var ætlast þar sem engir slíkir samningar voru gerðir og má því segja að þessi þáttur hafi verið hornreka að mörgu leyti í mörg undanfarin ár. Fyrir það fyrsta hafa heilsugæslustöðv- arnar haft nóg annað að gera auk þess sem þær hafa ekki haft yfir að ráða starfsfólki, sem sett hefur sig nákvæmlega inn í vinnuvernd- armálin,“ segir Valgeir Sigurðsson, sjúkraþjálfari hjá Gáska. Í nýju lögunum eru sérstök ákvæði um áhættumat á vinnustöð- um sem felur í sér mestu breyting- arnar fyrir starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja. Skyldur um áhættumat í fyrirtækjum hafa verið í Evrópu- sambandslöndunum og á Evrópska efnahagssvæðinu um árabil. „Þeir aðilar, sem starfað hafa að vinnu- vernd og heilsueflingu hér á landi, hafa um langt skeið beðið þeirra breytinga, sem nú hafa orðið á vinnuverndarlögum enda má segja að íslenska löggjöfin sé nú orðið með svipuðum hætti og víðast í Evrópu, en með hliðsjón af íslenskum að- stæðum,“ segir Valgeir. Álag og hættur Áhættumatið er ferli, sem felst í því að fyrirtækið metur vinnuum- hverfi sitt og vinnur að bættu ör- yggi, aðbúnaði og hollustu á kerf- isbundinn hátt. Í ferlinu felst greining á álagi og hættum í vinnu- umhverfinu, mat á möguleikum til að fjarlægja slíka þætti og á grund- velli þess eru teknar ákvarðanir um fyrirbyggjandi aðgerðir og eft- irfylgni. Áhættumat er því hugsað sem ferli stöðugra um- bóta. Ekki eru gerðar aðrar kröfur um inni- hald og umfang áhættu- matsins en þær að það nái til þeirra þátta, sem snerta öryggi, aðbúnað og hollustu og að það sé aðgengilegt starfs- mönnum, stjórnendum og fulltrúum Vinnueft- irlitsins. Að loknum undirbún- ingi og markmiðasetn- ingu eru vandamálin kortlögð, skoðaðir álagsþættir, áþreifanleg vinnuskilyrði, líkamlegt og andlegt álag, efni og efnaáhrif, líffræðileg áhrif og slysahætta. Þá er áhættuþáttum forgangsraðað eft- ir vægi, þeir orsakagreindir með starfsmönnunum sjálfum og farið er yfir val lausna, framkvæmd og eft- irfylgni. „Áhættumat gengur út á að draga úr heilsufarslegri hættu á vinnustöð- um sem getur auðvitað verið mjög mismunandi eftir starfsgreinum. Slík hætta getur til að mynda stafað af efnum í efnaiðnaði, stoðkerf- isvandamálum vegna lagerstarfa eða af streituþáttum í fjölmörgum störf- um svo dæmi séu tekin. Okkar hlut- verk er að draga fram þá þætti í vinnuumhverfinu sem hafa áhrif á heilsufar og forgangsraða þeim eftir vægi áhættu. Að lokum þarf að leysa úr vandamálunum með því að breyta eðli starfa eða vinnuumhverfinu og fræða fólk og gera það meðvitaðra um þær hættur, sem eru til staðar.“ Engar skyndilausnir Gáski – vinnuvernd – er hluti af Gáska ehf., sem rekur Gáska – sjúkraþjálfun, sem hefur lengi vel verið þungamiðjan í rekstri fyr- irtækisins. Undirbúning að stofnun vinnuverndar Gáska má svo rekja til ársins 1999 þó aðdragandinn sé lengri, annað veifið hafði fyrir- tækjum verið boðið upp á fræðslu um líkamsbeitingu fyrir starfsfólk og gerðar úttektir á vinnuaðstöðu. Starfið var þó ekki markvisst fyrr en þeir Trausti Hrafnsson og Valgeir Sigurðsson, þá nýútskrifaðir sjúkra- þjálfarar, sem unnið höfðu að BSc.- rannsókn um lík- amleg óþægindi hjá skjávinnunotendum í þremur fyrir- tækjum á Íslandi hófu störf hjá fyr- irtækinu. En nið- urstöður rann- sóknar þeirra þar sem líkamleg óþægindi þess hóps, sem skoðaður var, reyndust mun al- gengari en hjá sambærilegum hóp- um á hinum Norðurlöndunum vöktu á sínum tímanokkra athygli. Strax í upphafi var hlutverk vinnuverndarinnar að bjóða fyr- irtækjum og stofnunum heild- arlausnir á sviði vinnuverndar og heilsueflingar í formi greiningar, fræðslu og ráðgjafar fyrir starfsfólk og stjórnendur. Frá því að starfsem- in hófst hefur megináhersla verið lögð á varnir gegn álagsmeinum starfsmanna með fræðslu og mati á vinnuumhverfi. Rík áhersla hefur verið lögð á að leysa vandamál, en ekki að búa þau til og gera bæði starfsmenn og stjórnendur ábyrga í þessu starfi auk þess sem unnið hef- ur verið jafnt og þétt að heilsuefl- ingu í fyrirtækjum. Valgeir segir að þrátt fyrir að nýja löggjöfin færi nú ábyrgðina alfarið yfir á fyrirtækin sjálf hafi fæst þá þekkingu sem til þarf. Undantekn- ingar eru þó á þessu því til að mynda í Álverinu í Straumsvík er starfandi heil deild sem sinnir þessum mála- flokki. Í ljósi þessa gerir Valgeir ráð fyrir að flest fyrirtæki leiti sér ráð- gjafar á sviði vinnuverndar og hefur Trausti því unnið að undirbúningi áhættumats með hópi sérfræðinga, sem samandstendur af verkfræð- ingi, lækni, næringarfræðingi og sál- fræðingi. „Þau munu auk áhættumatsins, ásamt sjúkraþjálfurum okkar, halda fræðslufundi um eitt og annað við- komandi vinnuvernd, svo sem um líkamsbeitingu og vinnutækni, skyndihjálp, streitu, einelti, um- hverfi og öryggi á vinnustað samfara ýmiss konar ráðgjöf. Áhættumat er ferli, sem á að vera stöðugt í gangi þannig að menn séu opnir fyrir því að draga úr hættum í vinnuumhverf- inu án þess að grípa sífellt til skyndi- lausna. Á eftir í hugsun Spurður um hvar helst þurfi að taka til hendinni á sviði vinnuvernd- ar, svarar Valgeir því til að segja megi að ákveðin vandamál séu til staðar í flestum störfum. „En ég held að aðalvandamálið sé fyrst og fremst það að við erum á eftir hinum Norðurlöndunum í hugsun í þessu tilliti. Vissulega hafa menn tekið sig svolítið á og mörg íslensk fyrirtæki eru að vinna gott starf, en of víða snýst viðhorfið um útgjöld í stað ávinnings. Með nýju lögunum fá at- vinnurekendur hinsvegar í hendur ákveðið ferli, sem gerir þeim kleift að taka heildstætt á hlutunum í stað þess að skoða þau í afmörkuðum bit- um.“  VINNUVERND | Áhættumat á vinnustöðum er ferli stöðugra umbóta í öryggi og aðbúnaði Morgunblaðið/Þorkell Líkamsbeiting: Nú stendur m.a. yfir greiningarvinna í Póstmiðstöðinni á Stórhöfða, þar sem unnin eru ólík störf í ýmsum deildum Íslandspósts og álag og hættur í vinnuumhverfinu því margvíslegar og ólíkar. Íslenskum fyrirtækjum er nú gert skylt að gera áhættumat á vinnustöðum. Valgeir Sigurðsson sjúkraþjálfari sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að með matinu mætti draga úr heilsufarslegri hættu á vinnustöðum. Heilsufar starfsmanna í hávegum haft Valgeir Sigurðsson: Gömlu lögin virkuðu í raun og veru ekki. Áhættumat er ferli sem á að vera stöðugt í gangi þannig að menn séu opnir fyrir því að draga úr hætt- um í vinnuumhverfinu án þess að grípa sí- fellt til skyndilausna. ÍSLANDSPÓSTUR er eitt þeirra fyrirtækja, þar sem hafin er vinna við gerð áhættumats, til að koma til móts við breytta vinnuverndarlöggjöf. Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir, fræðslustjóri hjá Íslandspósti, segist ekki vera í vafa um að vinna þessi skili sér í færri veikinda- dögum og aukinni vellíðan starfsfólks til lengri tíma lit- ið. Íslandspóstur hefur verið í góðri samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins sem ber að sjá til þess að vinnu- verndarlögum sé framfylgt, en það er Gáski sem séð hefur um greiningavinnuna og gerir tillögur að úrbót- um. „Við stigum fyrsta skrefið árið 2000 þegar við feng- um Gáska til að gera vinnustaðagreiningu á störfum bréfbera. Í kjölfarið höfum við svo verið að fikra okkur áfram inn á aðra vinnustaði innan fyrirtækisins til að bæta vinnuaðstöðu og draga úr áhættu sem fylgt getur störfum. Þegar hafist var handa við að meta áhættur bréf- bera, voru m.a. mæld ýmis álagseinkenni, sem fylgja bréfberastarfinu og síðan vann Gáski skýrslu, sem inni- hélt tillögur að úrbótum, sem miðuðu að því að auð- velda störf bréfberanna. Markmið þess að fá greiningu á vinnuaðstæðum og verkferli bréfbera var að bæta að- stöðu, skipulag og líkamsbeitingu bréfbera.“ Góður árangur „Niðurstöður árið 2000 voru í þá veru að álagið var ekki eins alvarlegt og menn héldu. Aðstæður, tæki og tól voru með þeim hætti að mat sjúkraþjálfaranna var að ef starfsmaðurinn færi eftir leiðbeiningum um lík- amsbeitingu, þá væri álagið undir hættumörkum. Fræðslu- og þjálfunarátak var síðan gert á stærstu vinnustöðum bréfbera í samvinnu við sjúkraþjálfarana. Áhersla hefur verið á þátt starfsmannanna sjálfra og stjórnenda um starfsumhverfi og verklag. Þegar Ingibjörg Sigrún er spurð hvaða hættur hafi helst fylgt bréfberastarfinu, svarar hún því til að helsti veikleikinn hafi verið sá að bréfberunum hætti til að handleika fullþunga byrði alla í einu. Æskilegra væri að þeir tækju aðeins hluta og kæmu svo aftur á viðkom- andi dreifingarstöðvar sama daginn og tækju meira. „Bréfberarnir freistast til að taka allan póstinn í einu til að ljúka vinnunni af á sem skemmstum tíma, stund- um á kostnað heilsunnar. Að sama skapi kom í ljós að bréfberar voru ekki nægjanlega duglegir við að nýta sér þau hjálpartæki, sem þeim bjóðast, svo sem kerrur, vagna, poka, töskur, snjóþotur og mannbrodda. Hver og einn ber ábyrgð á sinni heilsu, en það sýnir árangur að fá sérfræðinga til þess að benda á rétt vinnubrögð, hvort sem það á við um póstútburð eða tölvuvinnu.“ Einhæf störf Nú stendur yfir greiningarvinna í Póstmiðstöðinni á Stórhöfða, en þar eru ólík störf unnin í ýmsum deild- um. Allur póstur, bæði bréf og bögglar, er flokkaður í Póstmiðstöðinni og þaðan er honum ekið á dreifing- arstöðvarnar. „Flokkunarstörfin geta til að mynda ver- ið mjög einhæf og þá þarf að finna leiðir til að gera störfin fjölbreyttari svo að þau reyni ekki á sömu lík- amsbeitinguna allan daginn. Aukin fræðsla um ábyrgð á sinni verkstöð og líkamsbeitingu hefur gefið árangur ásamt því að bæta aðstæður og nýta hjálpartæki bet- ur,“ segir Ingibjörg Sigrún. Skilar sér í meiri vellíðan Morgunblaðið/Þorkell Árangur: Aukin fræðsla, bættar aðstæður og nýting hjálpartækja hefur gefið góðan árangur, segir Ingi- björg Sigrún Stefánsdóttir, fræðslustjóri Íslandspósts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.