Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 15 NÝTT tízkuæði er nú farið að breiðast út um Bandaríkin: að skreyta bíla með límmiðum með áprentuðum skotgötum. „Svo raunveruleg að þú verður að snerta þau til að vera viss,“ segir í auglýsingatexta um nýju límmiðana á vefsíðunni bul- let1.com, þar sem þeir eru til sölu. „Þetta er frábær stríðnigrip- ur,“ segir Doug Rock, 25 ára gamall hjúkunarfræðinemi sem hefur selt milljónir „skotgata“ síðan hann hóf sölu þeirra yfir Netið fyrir rúmum tveimur árum. En það þykir ekki öllum þetta jafnfyndið. „Þetta sendir röng skilaboð til ungmenna,“ segir Gregory Wims, formaður sam- taka fórnarlamba ofbeldisglæpa (Victim’s Rights Foundation) í Maryland-ríki. „Margir halda að bíllinn minn hafi orðið fyrir skothríð,“ segir Daniel Morton, 21 árs gamall eig- andi 9 ára gamallar Hondu Acc- ord, sem á eru límd 10 skotgöt. „Ég er bara að reyna að vera öðru vísi.“ Michigan-búinn Morton seg- ir þetta ódýrari leið til að gera bíl- inn sinn flottari en til dæmis með því að splæsa í dýrar léttmálms- felgur. „Þetta kostaði mig bara fáeina dollara í staðinn fyrir 20.000 dollara,“ segir hann, hinn ánægðasti. Skotgöt límd á skruggukerruna Oak Park í Michigan. AP. GYUDE Bryant sór í gær embættis- eið forseta nýrrar bráðabirgða- stjórnar í Afríkuríkinu Líberíu. Eitt helsta markmið stjórnarinnar verður að afvopna hópa vígamanna og stuðla að end- urreisn landsins eftir nær 14 ára borgarastyrjöld. Bryant, sem er tiltölulega lítt þekktur kaup- sýslumaður, tek- ur við hlutverki Moses Blah, sem tímabundið hefur gegnt embætti for- seta landsins frá því að Charles Taylor hélt í útlegð. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar Monróvíu fögnuðu Bryant er hann kom til borgarinnar, en íbúar lands- ins eru sagðir langþreyttir á átökum í landinu. Bryant stefnir að því að efna til forsetakosninga árið 2005. Fjölmörg erfið verkefni bíða nýrr- ar ríkisstjórnar, svo sem að afvopna nærri því 45 þúsund vígamenn, en helmingur þeirra eru börn. Vonast er til þess að friðargæslulið Samein- uðu þjóðanna geti stuðlað að stöð- ugleika í landinu. Þá er búist við að Bryant reynist erfitt að fá fjandmenn til þess að starfa saman að uppbyggingu lands- ins. Hins vegar hefur fyrrverandi einræðisherrann Charles Taylor lýst yfir stuðningi við friðarþróun í land- inu og hvatt landsmenn til sátta. Ný stjórn í Líberíu Monróvíu. AFP. Gyude Bryant PALESTÍNUMENN sökuðu í gær Ísraelsher um brot á alþjóðlegum sáttmála um meðferð fanga eftir að yfirmaður hersins gaf fyrirmæli um að fimmtán palestínskir fangar yrðu fluttir nauðugir af Vesturbakkanum yfir á Gaza-svæðið. Fangarnir eru í Hamas og Jíhad, herskáum hreyfingum Palestínu- manna, og eru allir frá Vesturbakk- anum. Þeir voru fyrst fluttir í fanga- búðir á Gaza-svæðinu og verða síðan látnir lausir, en þeim verður bannað að fara þaðan næstu tvö árin. Mennirnir hafa verið í haldi án réttarhalda og Ísraelar segja að ekki sé hægt að draga þá fyrir rétt án þess að ljóstra upp um heimildar- menn ísraelsku leyniþjónustunnar. Ný árás á flóttamannabúðir Um það bil 40 ísraelskir skrið- drekar voru sendir inn í flótta- mannabúðir í Rafah á Gaza-svæðinu í gær til að eyðileggja jarðgöng sem Ísraelar segja að hafi verið notuð til að smygla þangað vopnum frá Egyptalandi. Tveimur dögum áður létu átta Palestínumenn lífið í árás- um Ísraelshers á sömu flóttamanna- búðir og nær 1.500 manns misstu heimili sín. Fulltrúi mannréttindasamtak- anna Amnesty International í Lond- on fordæmdi árásirnar á flótta- mannabúðirnar. Hann sagði að árásir hersins á heimili til að leggja þau í rúst væru gróft brot á alþjóð- legum sáttmálum og ekkert annað en stríðsglæpur. Hann hvatti einnig samtök Palestínumanna til þess að hætta árásum á ísraelska borgara. Fangar reknir frá Vesturbakkanum Amnesty sakar Ísraela um stríðsglæpi Jerúsalem. AFP. LEIÐTOGAR Kosovo-Albana og Serba hittust á fundi í Vínarborg í gær en þetta eru fyrstu formlegu viðræðurnar sem þeir hafa átt um málefni Kosovo frá því að Kosovo- stríðinu, sem kostaði þúsundir manna lífið, lauk fyrir meira en fjórum árum síðan. Ibrahim Rug- ova, forseti Kosovo-Albana, og Zor- an Zivkovic, forsætisráðherra Serb- íu og Svartfjallalands, hétu því á fundinum að vinna saman að því að leysa deilumál Serba og Albana í Kosovo en sambúð þjóðarbrotanna hefur verið afar erfið. Vakti athygli að forsætisráðherra Kosovo, Bajram Rexhepi, neitaði að mæta til viðræðnanna. Fundurinn var haldinn að frum- kvæði Evrópusambandsins en á dagskrá voru réttur flóttamanna til að snúa aftur til heimkynna sinna í Kosovo, fólk sem horfið hefur í átökum þjóðarbrotanna, samgöngu- mál og raforkumál. Ekki verður ráðist í að ræða stöðu Kosovo í þess- ari lotu en fundurinn er engu að síð- ur talinn mjög mikilvægur, ekki síst í táknrænum skilningi. Viðræður um stöðu Kosovo verða án efa mjög erfiðar en Kosovo- Albanar vilja að Kosovo hljóti sjálf- stæði en Serbar vilja að héraðið til- heyri áfram Serbíu. Frá lokum stríðsins 1999 hafa Sameinuðu þjóð- irnar stýrt málum í Kosovo. Reuters Þúsundir Kosovo-Albana komu saman í Pristina í gær til að lýsa óánægju með viðræðurnar. Sögulegur fundur í Vínarborg Zoran Zivkovic Ibrahim Rugova TILKYNNT var í gær að Sir Philip Mawer, sem hefur því embættishlut- verki að gegna að hafa eftirlit með því að þingmenn í neðri deild brezka þingsins virði siðareglur, myndi taka til rannsóknar ásak- anir á hendur Iain Duncan Smith, leiðtoga Íhaldsflokksins, sem snúa að því að hann hafi mis- notað fé úr opinberum sjóðum til að greiða eiginkonu sinni laun fyrir rit- arastörf sem hún vann fyrir hann. Sir Philip sagði það vera í þágu al- mannahagsmuna að hann tæki málið til athugunar. Duncan Smith ítrekaði yfirlýsing- ar um að hann hefði á engan hátt gerzt brotlegur við settar reglur, og gaf í skyn að ásakanirnar væru runn- ar undan rifjum manna sem vildu grafa undan honum sem flokksleið- toga. „Ég hef ekki hugmynd um hverjir standa að baki þessum ásökunum. Þessir nafnlausu menn (...) eru bleyður sem felast í skugganum og notfæra sér sjónvarp og aðra fjöl- miðla til að koma höggi á mig,“ tjáði Duncan Smith brezka ríkisútvarpinu BBC. Ásakanir rann- sakaðar Lundúnum. AP. Iain Duncan Smith RÆTT er um það í Noregi að komið verði á fót sér- stökum embættisbústað fyrir forsætisráðherra lands- ins, að sögn fréttavefjar Aftenposten í gær. Ástæðan er ekki síst að sl. föstudag skýrði nágranni núverandi forsætisráðherra, Kjell Magne Bondeviks, frá grun- samlegum mannaferðum við heimili hans í Akershus. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað og sendi vopnaða menn á vettvang. Voru bæði grunnskóli og leikskóli rétt hjá beðnir um að halda börnunum innandyra með- an kannað væri hvort hætta væri á ferðum. Sjálfur segir Bondevik í viðtali við Østlandets Blad að sumum finnist að forsætisráðherra landsins eigi að búa annars staðar en í eigin húsi, einkum af tillitssemi við nágrannana. „Ég er sammála og skil þetta vel en skilyrðið er að til sé embættisbústaður. Unnið er að því og þetta mál sýnir að hrinda verður áformunum [um bústað] í framkvæmd,“ segir Bondevik. Skrifstofa embættis forsætisráðherra í Ósló hóf undirbúning að því þegar árið 1999 að embættisbú- staður yrði í Inkognitogötu, rétt við konungshöllina. En ekki er eining á þingi um hugmyndina og telja sumir þingmenn að ráðherrar muni ekki nýta bústað- inn. Aðrir benda hins vegar á að oft sé skipt um for- sætisráðherra og óheppilegt sé að tilviljun ráði því hverju sinni hvar hann sé búsettur. Öryggisins vegna sé betra að hann hafi fastan bústað. Bústað fyrir Bondevik? Reuters Norski forsætisráðherrann Bondevik ásamt brezk- um starfsbróður sínum, Tony Blair, fyrir utan emb- ættisbústað hins síðarnefnda í Lundúnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.