Morgunblaðið - 15.10.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.10.2003, Qupperneq 23
Biblían í glans- tímarit DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 23 BOÐSKAP Biblíunnar hefur nú verið pakkað inn í bandarískt glanstímarit ætlað unglings- stúlkum á aldrinum 12–17 ára. Það var Thomas Nelson, stærsti útgef- andi kristilegra bóka í heiminum, sem fékk hugmyndina að Revolve, tímariti sem lítur út eins og Cosmo- Girl eða Seventeen en hefur allt annan boðskap. Tímaritið kom fyrst út í síðasta mánuði og var prentað í 40 þúsund eintökum. Það er hátt í 400 síður en ætlunin er að gefa blaðið út á 12–18 mánaða fresti. Nýja testamentið er þema fyrsta blaðsins og í næsta blaði verður fjallað um Gamla testamentið. Tilgangurinn er að ná til kristinna unglingsstúlkna í Bandaríkjunum sem í ljós hefur komið að lesa ekki Biblíuna. Í tíma- ritinu er fjallað um tísku, heilsu, sambönd, snyrtivörur o.fl. með kristilegum boðskap í bland. Áætl- að er að gefa einnig út blað fyrir unglingsstráka. Sem dæmi um efni blaðsins er umfjöllun um sólarvörn. „Biblían er eins og okkar andlega sólarvörn, hún er eins og sía sem hleypir inn því góða en heldur því illa fyrir utan,“ segir í blaðinu, sam- kvæmt vefútgáfu Guardian. Þar kemur einnig fram að Re- volve hefur hlotið nokkra gagnrýni, m.a. þá að hætta sé á að boðskap- urinn verði útþynntur í þessu formi. Á vefnum Salon.com kemur einnig fram nokkur gagnrýni á að Revolve haldi úreltum viðhorfum að ung- lingsstúlkum. T.d. að því sé haldið fram að Guð hafi skapað karla sem leiðtogana og það sé því ekki hlut- verk stelpnanna að bjóða strák út. Í greininni á Salon.com er einnig rætt við nokkrar unglingsstúlkur sem lýsa ánægju með blaðið. Þær segjast vilja eitthvað meira en endalausar ráðleggingar um útlit, stefnumót og snyrtivörur, Revolve sé innihaldsríkara en glanstíma- ritin og það leggi frekar áherslu á innri fegurð.  UNGLINGAR Morgunblaðið/Kristinn Hvort tveggja í bland: Í Revolve er kristilegur texti í búningi glanstímarits. er öllum mönnum nauðsynlegur og er hann hluti af varnarkerfi okkar. Þessum eðlilega bakteríugróðri er gjarnan skipt í tvennt, annars veg- ar staðbundinn bakteríugróður, sem er í neðri húð- lögum og þvæst ekki svo auðveld- lega af, og hins vegar í flökku- gróður, en það eru bakteríur og annað smitefni sem kemur á húðina í dagsins önn og þvæst oftast auðveldlega af. Vel útfærður handþvottur með fljót- andi sápu og vatni fjarlægir 90% af því smitefni sem maður getur haft á höndunum og er það viðun- andi árangur við allar venju- bundnar aðstæður. Við matvæla- framleiðslu og við störf á sjúkra- húsum eru hins vegar gerðar meiri kröfur og þá eru gjarnan notuð sótthreinsandi efni til að fjarlægja enn meira af bakteríun- um af húð handanna. Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkla- og eiturefnavarna hjá Landlæknisembættinu. HANDÞVOTTUR er mikilvæg- asta sýkingarvörn sem hægt er að viðhafa því snerting, bein og óbein, er langalgengasta smitleið sýkla milli manna. Með höndunum snertum við allt umhverfi okkar og með þeim komast sýklar inn í slímhúð í munni, nefi, augum og kynfærum og geta valdið sýkingu. Með höndunum geta sýklar komist í matvæli og borist þannig yfir í aðra. Vandaður handþvottur er því afar mikilvægur hvort sem honum er beitt til að vernda sjálfan sig eða umhverfið. Við rannsóknir og athuganir hefur komið fram að almennt virð- ist fólk ekki þvo sér nægilega oft né nægilega vel um hendurnar. Nauðsynlegt er að taka af sér skartgripi áður en hendur eru þvegnar því undir skartgripum geta leynst mikil óhreinindi. Við handþvottinn sjálfan verður að muna að þvo öll svæði vel t.d. á milli fingranna, fingurgóma og neglur. Hendurnar þarf ávallt að þvo með vatni og sápu og þurrka vel áður en hafist er handa við matreiðslu, fyrir og eftir mál- tíðir, eftir salern- isferðir, eftir beina snertingu við sár, blóð og hvers kyns líkamsvessa, manns eigin eða annarra, eftir bleiuskipti á barni og eftir snertingu við dýr. Eðlilegur bakteríugróður á húð  FRÁ LANDLÆKNI Morgunblaðið/Ásdís Handþvottur – mikil- vægasta sýkingarvörnin Við rannsóknir og athuganir hefur komið fram að al- mennt virðist fólk ekki þvo sér nægi- lega oft né nægilega vel um hendurnar. Hreinlæti: Vandaður handþvottur verndar gegn sýklum og bakteríugróðri. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S | IC E 0 0 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.