Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 279. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Meta vinnu- umhverfi Skylda að gera áhættumat á vinnustöðum | Daglegt líf 22 Kyrjað í Katar Hanna Dóra Sturludóttir syngur í arabískri óperu | Listir 24 Brattir á brettum Fyrsta íslenska snjóbrettamynd- in komin út | Fólk 47 NIÐURSTÖÐUR genarannsóknar á hita- kærri örveru af fornbakteríustofni sem fannst í hafinu við Kolbeinseyjarhrygg benda til þess að hún sé einfaldasta form lífs sem fundist hefur til þessa og styður kenn- ingar um að lífið hafi kviknað á meðan jörð- in var enn heit í árdaga. Greint var frá þessu á heimasíðu Today’s News en niðurstöðurnar í heild verða birtar í næsta hefti af Proceedings of the National Academy of Sciences. Kom fram mjög snemma í þróunarsögunni Örveran, sem er af svonefndum fornbakt- eríustofni og nefnd hefur verið Nanoarcha- eum equitans, er talin minnsta líf- vera heims og er hún einungis um 400 milljónustu úr millimetra í þver- mál og má geta þess að um tvær milljónir slíkra örvera rúmast á svæði sem er jafnstórt punktin- um aftan við þessa setningu. Genarannsókn á örveirunni sýnir að hún er framarlega á þróunartré fornbaktería en vantar gen fyrir miðlægar efnaskiptarásir. Ensím í örver- unni benda til þess að hún hafi komið mjög snemma fram í þróunarsögunni og styðja kenningar um að jörðin hafi verið heit í ár- daga. Guðmundur Óli Hreggviðsson, rannsókn- arstjóri hjá Prokaria, segir að þarna sé á ferðinni lágmarkslífvera og þessar niður- stöður séu væntanlega mjög merkilegar í þróunarfræðinni. Þarna sé líklega á ferðinni fjórða fylking fornbaktería sem væntanlega sé mjög forn. „Þetta er giska merkileg upp- götvun og mikill atburður á mínu fræða- sviði. Menn eru alltaf að reyna að finna hvað lágmarkslífveran er, hver sé hinn sameig- inlegi kjarni í erfðamengi allra lífvera og hver eru þessi fyrstu gen sem frumlífveran hefur haft og þetta er áfangi í að finna út úr því,“ segir Guðmundur. Örvera við Kolbeinsey kastar ljósi á upphaf lífsins Kolbeinsey „VEÐRIÐ er gott dæmi um eitt- hvað sem er mjög áþreifanlegt en er þrátt fyrir allt einnig miðlað til okkar. Við finnum mjög mikið fyrir veðrinu og búum yfir mjög fáguðum og greinargóðum skiln- ingi á því. Samt er veðrið einnig mjög afstætt, og reynsla okkar af því líka,“ segir Ólafur Elíasson myndlistarmaður en sýning hans verk sem unnin eru inn í þetta rými vekja jafnan mikla athygli víða um heim. Meðal gesta við opnunina í dag verða Dorrit Moussaieff for- setafrú, Friðrik krónprins Dana og heitkona hans, Mary Elizabeth Donaldson. „The Weather Project“ eða „Verkefni um veðrið“ verður opnuð í túrbínusal Tate Modern- safnsins í London í dag. Ólafur er sá fjórði í röð heims- frægra listamanna sem vinna verk í túrbínusal safnsins, en þeir sem þar hafa sýnt fram að þessu eru þau Louise Bourgeois, Juan Munoz og Anish Kapoor. Þau Ljósmynd/Tate Modern Ólafur Elíasson í Tate Modern  Líkaminn/26 DONALD Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, áætlar að loka að minnsta kosti 100 af 425 her- stöðvum í Bandaríkjunum frá og með 2005. Búist er við, að Rumsfeld leggi til- lögu sína um þetta fyrir viðkomandi þingnefnd en gert er ráð fyrir, að þriðjungi stöðva landhers- ins og fjórðungi stöðva flughers- ins verði lokað. Á síðasta áratug sparaði Banda- ríkjaher sér 66 milljarða dollara, rúmlega 5.000 milljarða ísl. kr., með því að fækka herstöðvum en talið er, að verði af þessari fyrirhuguðu fækkun muni sparnaðurinn verða enn meiri. Fréttaskýrendur telja raunar ólíklegt, að þingið muni fallast á all- an þennan niðurskurð enda mun hann hafa áhrif á atvinnu fjölda manna um öll Bandaríkin. Segja sumir, að Rumsfeld hafi færst allt of mikið í fang og eins víst sé, að tillögu hans verði hafnað í heilu lagi. Í sum- um ríkjum er nú þegar hafinn mikill áróður gegn lokun herstöðva þar og ljóst er, að þingmenn þeirra munu ekki láta sitt eftir liggja. Vill fækka herstöðvum um 100 Donald Rumsfeld FRAKKAR, Rússar og Þjóðverjar hvöttu í gær Bandaríkjastjórn til að breyta síðustu Írakstillögu sinni og fastsetja hvenær Írakar fengju sjálfir völdin í hendur. Ríkin þrjú, sem andvígust voru Íraksstríðinu, krefjast þess ekki lengur, að Írakar taki við stjórn mála innan nokk- urra mánaða, heldur vilja þau, að Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, og ör- yggisráðið í samvinnu við Banda- ríkjastjórn og Íraska framkvæmda- ráðið ákveði hvenær af valdaskipt- unum geti orðið. Fulltrúar í öryggisráðinu sögðu í gær, að féllist Bandaríkjastjórn á þetta yrði tillagan samþykkt með 14 atkvæðum af 15. Aðeins léki vafi á afstöðu Sýrlendinga. Að öðrum kosti yrði hún samþykkt með níu atkvæð- um, sem væri þá í raun aðeins yf- irlýsing um áframhaldandi klofning. Á miklu ríður fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta að fá al- þjóðasamfélagið í lið með sér í Írak. Ný skoðanakönnun USA Today- CNN sýnir, að aðeins 38% kjósenda ætluðu að greiða honum atkvæði í forsetakosningunum á næsta ári. Vilja sam- starf um tímasetningu George W. Bush FJARSKIPTAMÖSTUR fyrir GSM-síma eru farin að hafa áhrif á íbúðaverð í Danmörku og þá til lækk- unar en ekki hækkunar. Dæmi eru um, að verð á íbúðum nálægt þessum möstrum hafi fallið um allt að 40%. Möstur vegna GSM-símanna eru nú um 3.000 í Danmörku en áætlað að fjölga þeim um allt að 10.000 vegna næstu kynslóðar þeirra, 3G- símanna eða breiðbandssímanna. Verður þeim komið fyrir á húsþök- um, uppi á kirkjuturnum, skorstein- um og háum stálmöstrum. Í júní síð- astliðnum sendi danska stjórnin frá sér skýrslu þar sem fullyrt var, að geislun frá farsímum og farsíma- möstrum hefði engin áhrif á fólk en í hollenskri skýrslu, sem birt var í síð- ustu viku, er því haldið fram, að 3G- geislun hafi í raun áhrif á menn. Sagði frá þessu á fréttavef Jyllands- Posten í gær. Hvað sem þessum ólíku niðurstöð- um líður, þá hafa margir Danir áhyggjur af geisluninni og algengt er, að þeir spyrji hvort einhver möst- ur séu nálægt íbúð, sem þeir hafa áhuga á. „Fjarskiptamöstur fæla frá. Í versta tilfelli getur það leitt til 30– 40% verðlækkunar,“ sagði Preben Angelo, upplýsingastjóri hjá fast- eignasölukeðjunni Home. Talsmenn annarra fasteignasala könnuðust einnig við þessa umræðu og hjá EDC er tekið tillit til óttans við geislun þegar íbúðir eru verðlagðar. Ótti við geislun hefur áhrif til lækkunar íbúðaverðs BJÖRN Þorri Viktorsson hjá fast- eignasölunni Miðborg og formaður í félagi fasteignasala sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann þekkti engin dæmi um ótta við fjar- skiptamöstur hér. Hins vegar sagð- ist hann vita til, að íbúar í nokkrum fjöleignarhúsum hefðu tekjur af því að leigja fjarskiptafyrirtækjum að- stöðu fyrir mastur á húsþakinu. Hafa tekjur af möstrum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.