Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR
42 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið ræddi við GuðnaBergsson, fyrirliða Bolton
Wanderers til margra ára og leik-
mann í ensku knatt-
spyrnunni undanfar-
in fimmtán ár, um
ástandið í Englandi
um þessar mundir.
Hann telur að í sjálfu sér hafi
ástandið ekki breyst svo mikið.
„Enskir fótboltamenn hafa alltaf
haft mikinn frítíma og það hefur við-
gengist í áraraðir að þeir hafa
hneigst til þess að skemmta sér vel.
Það þekki ég af minni reynslu í Eng-
landi og þeim sögum sem ég hef
heyrt frá fyrri tíð. Þær benda til þess
að ýmislegt hafi gerst þótt það hafi
ekki ratað á síður blaðanna. En
fréttamennskan í dag er mun harð-
ari en áður og meira gengið eftir öllu
sem gerist utan vallar. Breska press-
an er þess eðlis að hún er stöðugt á
höttunum eftir vafasömum hneyksl-
isfréttum. Stundum verður maður að
staldra við og meta sannleiksgildi
fréttanna. Það er ekki alltaf allt sem
sýnist, mörgu þarf að taka með fyr-
irvara og þeir sem leka fréttum í
blöðin hagræða oft staðreyndum til
að fréttin seljist betur.
En það er ekki gaman fyrir enska
knattspyrnuheiminn þegar svona
fréttir koma viku eftir viku, nei-
kvæðar og sumar jafnvel óhugnan-
legar eins og dæmi hafa verið um.
Ein stór frétt kallar síðan á að leitað
sé að fleirum af svipuðum toga og
þetta hefur því mikil snjóboltaáhrif.
Með þessu er ég ekki að afsaka
ákveðna hegðun sem hefur þróast og
aukist og það er að sjálfsögðu vont
fyrir alla þegar einstaklingar í stétt
knattspyrnumanna haga sér ekki
sem skyldi.“
Laun enskra knattspyrnumanna
hafa hækkað gífurlega á síðustu ár-
um. Hafa ekki margir þeirra hrein-
lega misst öll tengsl við raunveru-
leikann af þeim sökum?
„Aukin fjárráð hafa örugglega sitt
að segja og það er sjálfsagt að velta
þessum hlutum upp og sinna betur
andlega þættinum hjá ungum leik-
mönnum en áður. Þeir eiga sumir í
erfiðleikum með að höndla fé og
frama og það að vera skyndilega í
sviðsljósinu. Þeir þurfa enn frekar
en áður að vera í stakk búnir til að
gæta þess að láta ekki spillast. Flest-
ir ungir menn halda sig á jörðinni og
staðreyndin er sú að það eru ekki
endilega peningarnir sem verða
mönnum að falli. Það er frekar sviðs-
ljósið og stjörnudýrkunin sem hefur
ágerst mjög í kringum ensku knatt-
spyrnuna. Strákarnir tapa áttum og
halda að þeir séu ósnertanlegir og
komist upp með allt, en þeir verða
frekar en nokkru sinni fyrr að ein-
beita sér að góðri hegðun og að sýna
sjálfum sér og öðrum virðingu.
Ég held að þótt undanfarnar vikur
hafi verið svona líflegar þá hagi
menn sér í heildina betur í dag en á
árum áður. Það er meiri agi á hlut-
unum og mín reynsla er sú að al-
mennt átti fótboltamenn sig vel á
sinni stöðu og hagi sér á fagmann-
legan hátt, langflestir hugsi vel um
sig og sitt líferni. En það kemur fyrir
bestu menn að misstíga sig. Það eru
um 2.500 atvinnuknattspyrnumenn í
Englandi og það þurfa ekki margir
þeirra að haga sér illa til að þeir setji
blett á stéttina sem slíka,“ sagði
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson um neikvæðar fréttir af enskum knattspyrnumönnum
Sviðsljós og stjörnu-
dýrkun mörgum erfið
Reuters
Mörgum brá í brún þegar upp úr sauð á milli leikmanna eftir viðureign Manchester United og
Arsenal á dögunum þótt það geti ekki talist versta dæmið um þá lausung sem mörgum þykir ríkja
á meðal sumra knattspyrnumanna á Bretlandseyjum um þessar mundir.
SÍÐUSTU vikurnar hefur hver
hneykslisfréttin á fætur annarri
dunið yfir enska knattspyrnu-
heiminn. Fyrir skömmu skrifaði
blaðið Independent í fyrirsögn:
„Nauðgun, dóp og 60 milljón
punda sala, venjulegur dagur í
ensku knattspyrnunni.“
Kannski eilítið djúpt í árinni tek-
ið en Englendingar hafa sívax-
andi áhyggjur af ásýnd vinsæl-
ustu íþróttar sinnar sem hefur
stöðugt verið í fréttum að und-
anförnu fyrir allt annað en fóta-
fimi leikmannanna. Enskir
knattspyrnumenn eru sífellt oft-
ar á forsíðum dagblaðanna, í
stað þess að vera á baksíðunum
þar sem hin eðlilega umfjöllun
um þá fer jafnan fram.
Eftir
Víði
Sigurðsson
SVEINN Margeirsson, úr UMSS,
kom fyrstur í mark í karlaflokki í
Víðavangshlaupi Íslands um síðustu
helgi, en hlaupnir voru 8 km í flokkn-
um. Sveinn hljóp vegalengdina á
28,04 mín. Annar varð Björn bróðir
hans, úr Breiðabliki, á 28,16 og þriðji
varð Sigurbjörn Árni Arngrímsson,
UMSS, á 29,53.
MARTHA Ernstsdóttir, ÍR, varð
fyrst í kvennaflokki á 24,02 mínútum
og Arndís María Einarsdóttir,
UMSS, á 30,08. Konurnar hlupu 6
kílómetra.
FRIÐRIK Hreinsson er hættur að
leika með úrvalsdeildarliði Breiða-
bliks í körfuknattleik. Hann var einn
af lykilmönnum liðsins á síðasta
tímabili en samkvæmt heimasíðu
Breiðabliks ætlar hann að taka sér
frí frá körfuknattleiksiðkun um
óákveðinn tíma.
ENN hefur ekki formlega verið
gengið frá kaupum Peters Ridsdales
og meðreiðarsveina á enska 2. deild-
arliðinu Barnsley, þar sem Guðjón
Þórðarson er knattsprnustjóri.
Ridsdale segir að aðeins standi
nokkur smáatriði út af borðinu en
hann væntir þess að frá þeim verði
gengið á næstu dögum og í síðasta
lagi verði gengið frá kaupum hans á
félaginu 24. október.
ALPAY mætti ekki á æfingu hjá
Aston Villa í gær. Eftir uppákomuna
er Alpay ekki á meðal vinsælustu
manna á Englandi. Þá hefur hann
heldur ekki verið í náðinni hjá David
O’Leary, knattspyrnustjóra Aston
Villa, upp á síðkastið og því óvíst
hvort hann verður miklu lengur hjá
félaginu en fram yfir áramót þegar
heimilt verður að kaupa og selja leik-
menn á ný í Evrópu. Síðar í gær gaf
Aston Villa út yfirlýsingu þar sem
fram kom að Alpay hefði fengið frí
frá æfingunni. Ekki kom fram
hversu langt frí hann hafi fengið.
FASTLEGA er búist við því að
Wayne Rooney gangi frá nýjum
fimm ára samningi við Everton fyrir
lok þessa árs, en núverandi samn-
ingur hans við félagið gildir til vors-
ins 2006. Rooney heldur upp á 18 ára
afmæli sitt 24. október en þrátt fyrir
ungan aldur er hann einn eftirsótt-
asti leikmaður enskrar knattspyrnu
um þessar mundir. Því vill Everton
leggja allt í sölurnar til þess að halda
Rooney hjá félaginu og er tilbúið að
hækka laun hans verulega, en Roon-
ey hefur nú um 13.000 pund í viku-
laun, það er jafnvirði 1,7 milljóna
króna.
SCOTT Parker, leikmaður Charl-
ton, er undir smásjá Chelsea um
þessar mundir eftir því sem ensk
dagblöð greina frá. Parker er mið-
vallarleikmaður og þykir mikið efni.
Hann skrifaði undir 5 ára samning
við Charlton í sumar.
FÓLK
GIOVANNI Trapattoni, þjálfari ítalska landsliðsins í knatt-
spyrnu, kveðst ekki vera búinn að gefa upp vonina um að fá
Paolo Maldini til að leika með liðinu í úrslitakeppni Evrópu-
mótsins í Portúgal næsta sumar.
Maldini, sem er 35 ára gamall og á 126 landsleiki að baki,
hætti með landsliðinu eftir lokakeppni HM á síðasta ári og
hefur til þessa hafnað öllum beiðnum um að snúa aftur á þann
vettvang. Trapattoni hefur ítrekað gengið á eftir honum og
segist enn vongóður.
„Hef aldrei gefið upp vonina“
„Ég hef aldrei gefið upp vonina. Fyrir nokkrum mánuðum
skildum við með þeim orðum að við myndum ræða saman aft-
ur. Það kann því svo að fara að hann spili með á EM, rétt eins
og það gæti orðið á hinn veginn,“ sagði Trapattoni í gær.
Gianluca Zambrotta hefur tekið stöðu Maldinis sem vinstri
bakvörður í ítalska landsliðinu og leikið vel. Maldini er hins
vegar kominn í stöðu miðvarðar hjá AC Milan og varð
Evrópumeistari með liðinu í vor. Hann er almennt talinn einn
besti varnarmaður heims undanfarinn áratug.
Trapattoni vonast
eftir Maldini á EM
Reuters
Paolo Maldini er enn inni í myndinni þrátt fyrir að
hafa hætt með landsliðinu fyrir rúmu ári síðan.
SAMKVÆMT enskum fjölmiðlum í gær er komið fram mikil-
vægt vitni í lyfjamáli Rios Ferdinands, leikmanns Manchester
United og enska landsliðsins í knattspyrnu, sem gæti forðað
honum frá þungri refsingu fyrir að mæta ekki í lyfjapróf.
Það er leikmaður úr röðum erkióvina United, Manchester
City.
Leikmaðurinn er Eyal Berkovic, ísraelski miðjumaðurinn
hjá City, en þeir Ferdinand eru góðir félagar síðan þeir
spiluðu saman með West Ham á sínum tíma. Samkvæmt
fréttum hittust þeir Berkovic og Ferdinand hinn 23. sept-
ember, daginn sem Ferdinand átti að mæta í lyfjaprófið en
gleymdi því, að eigin sögn. Berkovic er sagður hafa bent
Ferdinand á að hann hefði fengið SMS-skilaboð frá Man-
chester United, og að hann verði kallaður til vitnis um
hugarástand Ferdinands á þeim tíma og hve mikið hann
lagði á sig til að komast í lyfjapróf þegar hann uppgötvaði
mistökin.
Þetta gæti forðað Ferdinand frá því að vera dæmdur fyrir
að missa viljandi af lyfjaprófi. Þó er ljóst að hann fengi alltaf
einhverja refsingu fyrir að mæta ekki í prófið.
Kemur City-maður
Ferdinand til bjargar?