Morgunblaðið - 15.10.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.10.2003, Qupperneq 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Uppgræðsla | Hafnarfjarðarbær hefur samið við Landgræðsluna um að fjármagna uppgræðslu í Krísuvík, og munu bærinn og landgræðslan deila jafnt kostnaði af dreif- ingu lífræns áburðar í samræmi við fram- vindu verkefnisins ef samið verður við þriðja aðila um dreifinguna. „Þetta er búið að vera í undirbúningi lengi og það er búið að gera þennan samn- ing um að auka uppgræðslustarf í Krísuvík umfram það sem unnið hefur verið und- anfarin ár,“ segir Gunnar Svavarsson, for- maður bæjarráðs Hafnarfjarðar. „Ef það verður samið við þriðja aðila vegna upp- græðslu með lífrænum áburði þá eru báðir samningsaðilar reiðubúnir til að greiða allt að 300 þúsund króna framlag vegna dreif- ingar í samræmi við framvindu verkefn- isins.“    Bonsai-garði lokað | Fimmta starfsári Bonsai-garðsins í Hellisgerði í Hafnarfirði er nú lokið og búið er að koma plöntunum fyrir í vetrargeymslu. Aðsókn að garðinum var mjög góð í sumar, en um 2.800 gestir heimsóttu garðinn og er garðyrkjustjóri bæjarins, Björn Bögeskov Hilmarsson, mjög ánægður með aðsóknina. Garðurinn er sá eini sinnar tegundar hér á landi og er bara opinn á sumrin. Garð- urinn var opnaður 2. júní síðastliðinn og var ákveðið að hann yrði opinn út september en það er mánuði styttra en verið hefur. Bætt var við plöntum og aukið var við fjölbreytni í uppsetningu á þeim og til þess var hraunið notað í auknum mæli. Bonsai-garðurinn í Hellisgerði verður opnaður að nýju í vor. Kópavogi | Í nýju bryggjuhverfi á Kársnesi, sem áætlað er að verði tilbúið í kringum 2010, er gert ráð fyrir þriggja til fimm hæða fjölbýlis- húsum með samtals 450 íbúðum. Lægstu húsin verða við sjávarkant- inn til að skerða sem minnst útsýni. Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogsbæjar, segir að nýja hverfið sé hugsað fyrir alla þjóð- félagshópa. Þarna verði góð að- staða fyrir barnafólk, þriggja eða fjögurra deilda leikskóli, sparkvell- ir o.fl. Á kynningarfundi á mánudags- kvöld komu fram nokkrar áhyggjur af auknum umferðarþunga um Kársnesbraut á annatíma. „Aðkom- an að hverfinu er um Kársnesbraut og Vesturvör. Það er talað um að það verði um 4.000 bíla aukning og núverandi gatnakerfi kemur til með að anna því,“ segir Birgir. Því ætti ekki að þurfa miklar gatnafram- kvæmdir vegna nýja hverfisins. Bryggjuhverfið: Loftmynd af því hvernig fyrirhugað er að bryggjuhverfið falli inn í nánasta umhverfi. Tölvuteikning af fyrirhuguðu bryggjuhverfi á Kársnesi. Gert ráð fyrir þriggja til fimm hæða fjölbýli Nýtt bryggjuhverfi á Kársnesi verður tilbúið 2010 Árbæ | Borgarstjóri átti fund með íbúum Árbæjar, Ártúnsholts, Graf- arholts og Seláss á mánudags- kvöld, en borgarstjóri fundar þessa dagana með íbúum mismun- andi hverfa Reykjavíkur. Á fundinum kom meðal annars fram að verið er að vinna í því að flytja fyrirtækin Björgun, BM Vallá og Ísaga úr hverfinu, en íbú- ar hafa kvartað nokkuð yfir m.a. sandfoki frá fyrirtækjunum. Dag- ur B. Eggertsson, formaður hverf- isráðs Árbæjar, segir að ekki sé hægt að segja til um hvenær af flutningunum verði, fyrst þurfi að finna fyrirtækjunum nýjan stað fyrir starfsemi sína. Framtíðaruppbygging Fylkis Á fundinum kynnti Örn Haf- steinsson, framkvæmdastjóri Fylkis, hugmyndir félagsins um framtíðaruppbyggingu á aðstöðu félagsins fyrir íbúum og borg- arstjóra. Einnig var annars rætt vítt og breitt um málefni hverf- isins og íbúar spurðu Þórólf Árna- son borgarstjóra um fjölmargt sem kom Árbænum við, svo sem göngustíga, umferð, hraðahindr- anir o.fl. Næsti hverfafundur borg- arstjóra verður með Breiðhylt- ingum í Gerðubergi klukkan 20 í kvöld. Borgarstjóri fundaði í Árbæ Hafnarfirði | Björgunarsveit Hafnarfjarðar er nú í viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um að fá lóð við gömlu höfnina til að byggja sérhæft húsnæði fyrir alla starfsemi sveitarinnar, en hún er nú með aðstöðu m.a. í gömlu slökkviliðsstöðinni við Flatahraun. Ágúst Pétursson, formaður björgunarsveitarinnar, segir starfsemina nú á tveimur stöðum, sem geti m.a. skert viðbragðs- flýti komi til útkalls. Þegar slökkviliðið flutti starfsemi sína úr slökkvistöðinni við Flatahraun flutti Björgunarsveit Hafnarfjarðar inn, en að sögn Ágústs var húsnæðið á Flatahrauninu aldrei hugsað sem var- anlegt húsnæði fyrir sveitina. Hún þurfi helst að vera miðsvæðis við sjóinn til að rekstur björgunarskipsins gangi upp. „Við erum nýbúnir að fá stórt og mikið björgunarskip sem við þurfum að gera út og erum björgunarsveit sem vinnur bæði á landi og sjó. Við viljum vera með allt á einum stað, niðri við höfnina,“ segir Ágúst. Sveitin þarf um 900 fermetra húsnæði fyrir alla sína starf- semi, björgunarskip, bíla, tæki og köfunardeild. Stjórn björgunarsveitarinnar sendi bæjarstjóra bréf í byrjun september, og gerði grein fyrir erindinu í bæjarráði í framhaldi af því. Málinu var vísað til frekari úrvinnslu á skipulags- og fjár- málasviði og er í þeim farvegi í dag. Ágúst segist ekki vita hve- nær von sé á svörum frá Hafnarfjarðarbæ. Hann segir að yfir- völd hafi tekið jákvætt í erindið og því sé góð von til þess að af þessu verði. Morgunblaðið/Arnaldur Vilja að- stöðu við höfnina RAKASKEMMDIR á parketi í nýju húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur (OR) eru óverulegar og kostnaður við að lagfæra parketið er því lítill, að sögn forsvarsmanna OR. Nokkuð var fjallað um skemmdir á nýlögðu parketi í nýjum höfuð- stöðvum Orkuveitunnar á Bæjar- hálsi 1 fyrr á árinu, en nú er komið í ljós að auðvelt er að laga skemmdir sem orðið hafa og ekki þarf að skipta um parket heldur verður það parket sem lagt var lagfært, segir Hannes Fr. Sigurðsson, deildarstjóri um- sýslu fasteigna hjá OR. „Það er ekki verið að skipta um neitt parket og það er ekki verið að endurnýja neitt, enda ekkert ónýtt,“ segir Hannes. „Það kom fram það vandamál eftir að starfsemin hófst í húsinu að park- etið byrjaði að losna og lyfta sér á af- mörkuðum stöðum. Talið er að ástæðuna megi rekja til nokkura ólíkra þátta. Það hafa verið sagaðar rásir í parketið til að losa um spennuna. Hugsunin er að láta það setjast aftur á næstu 15-16 mánuð- um meðan gólfið er að jafna sig og ganga svo frá því aftur.“ Aðspurður um endanlegan kostn- að vegna viðgerðana segir Hannes hann vera óverulegan. Hann segir að allt í allt muni þetta vera um eins til tveggja mánaða vinna fyrir tvo iðn- aðarmenn. Ánægja með vinnuaðstöðu Nýja húsnæðið hefur að öðru leyti komið mjög vel út, segir Hannes: „Vinnuaðstaðan fyrir okkur starfs- fólkið er alveg frábær og húsið virk- ar mjög vel. Menn eru í mjög góðu sambandi hver við annan í þessu opna rými. Fólk hittist á óformleg- um fundum um allt hús og er í stöð- ugum samskiptum og vinnulag mikið auðveldara. Mesta breytingin er samt sú að nú erum við öll að verða komin á einn stað. Þegar útivinnu- flokkarnir okkar koma af Eirhöfða hingað uppeftir er öll starfssemin komin og þá kemst allt húsið í notk- un. Það verður góð stund fyrir okkur starfsfólkið.“ Kostn- aður við viðgerð- ir lítill Höfuðstöðvar OR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.