Morgunblaðið - 15.10.2003, Qupperneq 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 31
Undirföt fyrir konur
Skálastærðir: B-FF
Opið virka daga frá kl. 11-18,
laugardaga frá kl. 11-15.
undirfataverslun
Síðumúla 3
Næsta tölublað af tímaritinu
sem fjallar um mat og vín, fylgir
Morgunblaðinu laugardaginn
25. október n.k.
Stærð tímaritsins er 25x36.
Pantanafrestur auglýsinga er til
þriðjudagsins 21. október kl. 16.
Auglýsendur!
Hafið samband við auglýsingadeild
Morgunblaðsins í síma 569 1111
eða á augl@mbl.is
Frítt til áskrifenda
Morgunblaðsins!
m
TÍMARITUMMAT&VÍN270620035102003 Í A IT UM A
m
m
TÍMARIT UM MAT & VÍN092003 3.TBL
Í SEPTEMBER aldamótaárið
2000 komu leiðtogar þjóða heims
saman á sérstakri „Aldamóta-
samkundu“ (Mill-
ennium Summit) í
höfuðstöðvum Sam-
einuðu þjóðanna í
New York. Á þessari
samkundu sam-
þykktu leiðtogarnir
hin svokölluðu þús-
aldarmarkmið SÞ, sem mynda eins
konar verkefnaskrá þjóða heims um
það hvernig ná skuli tökum á vanda
fátækra ríkja. Um leið eru þúsald-
armarkmiðin nokkurs konar ábyrgð-
aryfirlýsing þjóðarleiðtoga, þar sem
þeir gangast við ábyrgð á ástandinu
og skuldbinda sig, fyrir hönd þjóða
sinna, til að leggja sitt af mörkum svo
ástandið batni. Verkefnið er risavax-
ið og sannarlega ekkert áhlaupaverk
að, – mér liggur við að segja, bjarga
lífi fátækustu þjóða heims.
Betur má ef duga skal
En hvernig gengur nú þjóð-
arleiðtogunum að standa við skuld-
bindingar sínar? Lítum fyrst á
frammistöðu íslenskra stjórnvalda.
Þau standa sig, – í sannleika sagt,
ekki mjög vel. Þannig hefur reynst
þrautin þyngri fyrir ríkisstjórnina að
hækka þær upphæðir sem renna til
þróunarhjálpar og í samanburði við
nokkur nágrannalanda okkar stönd-
um við okkur herfilega. En standa
nágrannalöndin sig þá svona vel?
Nei, sú er ekki endilega raunin. Í
þúsaldarmarkmiðum þjóðarleiðtog-
anna, sem eru í 8 liðum, er t.d. gert
ráð fyrir að fækka um helming þeim
sem hafa minna en dollar á dag til að
lifa af og fækka þeim börnum um 2⁄3
sem deyja áður en fimm ára aldri er
náð. Þessum árangri á að ná fyrir
2015. Nú hefur nýleg skýrsla Þróun-
arstofnunar Sameinuðu þjóðanna
leitt í ljós að það mun að óbreyttu
taka enn lengri tíma að ná þessum
markmiðum. Samkvæmt útreikn-
ingum í skýrslunni munu markmiðin
um að bæta lífskjörin í fátækustu
löndunum ekki nást fyrr en árið 2147
og markmiðin um að auka lífslíkur
barna ekki fyrr en 2165. Þannig virð-
ast þúsaldarmarkmiðin fullkomlega
óraunhæf nema til komi gífurlega
miklar breytingar á framferði ríku
þjóðanna.
Útgjöld til hernaðar
hafa forgang
Í skýrslu þróunarstofnunar má
lesa að ríkasta 1% af íbúum jarð-
arinnar (u.þ.b. 60 milljónir manna)
þénar á ári jafnháa upphæð og fá-
tækustu 57%. Sömuleiðis að árstekj-
ur ríkustu 27% Bandaríkjamanna
nema sömu upphæð og árstekjur
tveggja milljarða fátækustu jarð-
arbúanna. Árið 1820 voru tekjur
fólks í Vestur-Evrópu að meðaltali
um þrisvar sinnum hærri en tekjur
Afríkubúa, núna er sambærilegt bil
orðið þrettánfalt. Af þessu sést að
ríku þjóðirnar eru ekki að forgangs-
raða í þágu þróunarhjálpar. Þvert á
móti þá einbeita menn sér að því að
auka útgjöld til hermála undir því yf-
irskyni að verið sé að auka öryggi
þjóða og koma í veg fyrir hryðjuverk.
Þetta er ekki trúverðugur málflutn-
ingur þegar haft er í huga að öfl-
ugasta herveldi veraldarinnar tókst
ekki að verjast árás hryðjuverka-
manna 11. september 2001. Og ís-
lenska ríkisstjórnin er enginn eft-
irbátur herveldanna í þessum efnum
þó enginn sé herinn til að fjármagna.
Þannig hafa stjórnvöld aukið svo um
munar útgjöld sín til landamæraeft-
irlits fyrir Evrópusambandið á sama
tíma og útgjöld til þróunarmála hafa
staðið í stað (eru þá ekki talin með
framlög til friðargæslumála sem
Halldór Ásgrímsson telur okkur til
tekna undir liðnum þróunarhjálp).
Hvernig stendur t.d. á því að Banda-
ríkjamenn geta eytt 200 milljörðum
dollara í forsendulaust stríð suður í
Írak, sem drepur þúsundir saklausra
borgara á sama tíma og ekki er hægt
að fá fjármagn til að kaupa lyf fyrir
alnæmissjúka í Afríku? Og hvernig
stendur á stuðningi ríkisstjórnar Ís-
lands við herför Bush forseta gegn
Írökum?
Frumþarfir á undan
alþjóðaviðskiptum
Það er umhugsunarefni að á með-
an 363 af hverjum 1.000 börnum í
Afríkuríkinu Sierra Leone ná ekki
fimm ára aldri er sambærileg tala í
Noregi 4 börn og trúlega eitthvað
svipuð hér hjá okkur. Það er eins og
alvarlega skorti á skilning á þessu
ástandi hjá ráðamönnum okkar. Þeir
ferðast til fjarlægra landa til að hitta
fjármálaspekúlanta veraldarinnar og
viðskiptajöfra eins og fjármálaráð-
herra gerði á dögunum. Hann fór til
Dubai á fund Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins og talaði þar eins og brýnasta
verkefnið framundan væri að opna á
alþjóðaviðskipti svo þróunarlöndin
gætu bætt lífskjör sín. Þetta er söng-
ur sem hægrisinnaðir stjórn-
málamenn þreytast ekki á að kyrja.
Það er auðvitað fullkomin óskhyggja
(ef ekki vísvitandi blekkingarleikur)
að halda að fátækustu ríki heims geti
farið að stunda alþjóðleg viðskipti á
meðan þau geta ekki séð þegnum sín-
um fyrir hreinu vatni eða staðið und-
ir lágmarkskröfum varðandi hrein-
læti. Eða hvernig á sú þjóð sem
missir unga fólkið sitt milljónum
saman úr alnæmi að geta framleitt
vörur fyrir alþjóðamarkað, þetta eru
þjóðir sem hafa ekki einu sinni að-
stæður til að brauðfæða börnin sín
hvað þá að útvega alnæmissjúkling-
unum lyf. Það er ekkert nema eymd-
in eða opinn dauðinn sem bíður fjölda
barna sem fæðast í þessum löndum.
Gleymum því ekki að 30.000 börn
deyja daglega úr læknanlegum sjúk-
dómum. Það er kominn tími til að við
hættum að blekkja okkur á þennan
hátt. Við þurfum að horfast í augu við
það að þúsaldarmarkmið Sameinuðu
þjóðanna miða að því að koma þjóð-
um á fætur og þegar við, hin efna-
meiri, erum tilbúin að taka á okkur
ábyrgðina á því að því að foreldrar í
fátækustu löndum heims geti brosað
þegar börnin þeirra fæðast í þennan
heim, þá getum við kannski farið að
gæla við hugsunina um alþjóða-
viðskipti.
Að forgangsraða
í þágu þróunarhjálpar
Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur
Höfundur er alþingismaður.
SENN líður að jólum. Þau koma
með sína gleði, sinn fögnuð, hátíð-
leika og sína sérstöku lykt. Og þó,
hana kemur til með
að vanta næstu árin.
Hinn sérstaka ilm af
jólarjúpunni. Angan
sem fyllir húsið einu
sinni á ári. Ilminn
sem í huga minnar
fjölskyldu táknar að
nú séu jólin komin. Þannig er sjálf-
sagt ástatt með tugþúsundir ann-
arra fjölskyldna.
Ekki verða bændur heldur ríkari
af sölu veiðileyfa eða gistinga.
Einnig er ljóst að sportvöruversl-
anir og aðrir sem selja útivistar- og
veiðivörur missa á næstu haustum
verulegan spón úr aski sínum.
En hvers vegna, hvers vegna eru
tugþúsundir Íslendinga sviptir
þessari ánægju? Hvers vegna eru
sölu- og þjónustuaðilar sviptir þess-
um tekjum sem fylgja rjúpnaveiði-
tímabilinu? Svo ekki sé minnst á þá
líkamsrækt sem margir finna sér í
góðum göngutúr um fjöllin í þeim
tilgangi að veiða í jólamatinn.
Jú, rjúpnastofninn er í sögulegu
lágmarki og hefur verið það und-
anfarin ár. Allavega á stórum svæð-
um á landinu. Líklegt er að við end-
urreisn hans þurfi að draga
verulega úr veiðum. Umhverf-
isráðherra lagði fram frumvarp til
laga um breytingu á lögum um
fuglaveiðar á Alþingi Íslendinga á
síðasta hausti þess efnis að veiðitími
yrði styttur og sölubann sett á rjúp-
ur. Fjöldi umsagnaraðila kom að
því máli og voru allir sammála
styttingu veiðitímans. Meirihluti
umsagnaraðila var einnig hlynntur
sölubanni á rjúpu. Einungis fulltrú-
ar dýraverndarsamtaka Íslands og
Bændasamtakanna í Ráðgjafanefnd
um villt dýr voru hlynntir alfriðun.
Alþingi samþykkti því miður ekki
tillögur um sölubann og í framhaldi
af því óskaði umhverfisráðuneytið
eftir tillögum Náttúrufræðistofn-
unar til verndar rjúpnastofninum.
Þær hljóðuðu upp á fimm ára algert
veiðibann. Nú hefur umhverf-
isráðherra svo tekið ákvörðun um
alfriðun rjúpunnar þrjú næstu
veiðitímabil.
Það að alfriða rjúpuna hefur að
mínu mati slæmar afleiðingar. Fyr-
ir utan í fyrsta lagi þau atriði sem
nefnd eru fyrst í þessari grein, þá í
öðru lagi tapast rannsóknarhluti
veiðanna, það er að ekki verður
hægt að meta stofnstærð eftir með-
alafla í veiðiferðum. Í þriðja lagi
kemur svo harkaleg aðgerð til með
að rýra gildi veiðiskýrslna á næstu
árum þar sem einhverjir veiðimenn
kunna að hugsa sem svo að skýrsl-
urnar séu bara notaðar til þess að
rökstyðja friðunaraðgerðir. Að
mínu áliti hlýtur að vera hægt að
hafa virka veiðistjórn á rjúpnaveið-
um eins og öðrum veiðum.
Flestar tillögur um styttingu
veiðitímans hafa verið þær að taka
bæði framan og aftan af veiðitím-
anum. Að mínu mati er þetta rangt
vegna þess að rannsóknir Nátt-
úrufræðistofnunar sýna að mikil
náttúruleg afföll verða á rjúpna-
stofninum í haustbyrjun. Eðlilegt er
því að veiða fugla sem hvort sem er
drepast í slæmum haustveðrum. Í
umræðu meðal veiðimanna hefur sú
skoðun komið fram hvort ekki væri
rétt að einskorða veiðitíma rjúpu
við ákveðna vikudaga, t.d. föstudag
til sunnudags. Með þeim hætti
væru fáir sem myndu leggja
rjúpnaveiði fyrir sig í atvinnuskyni
en samkvæmt upplýsingum frá ráð-
gjafanefnd um villt dýr veiða svo-
kallaðir magnveiðimenn (10–15%
veiðimanna) yfir helming allra
rjúpna og yrði þessi leið því vænleg
til árangurs.
En sjálfsagt er engin ein leið
réttust í þessu efni en eitt er það
sem mönnum hefur yfirsést að
mínu áliti. Það er sú gífurlega fjölg-
un refa sem á sér stað í íslenskri
náttúru. Fjöldi veiddra refa hefur
farið vaxandi jafnt og þétt frá ár-
unum 1971–1973 þegar veiðin var í
kring um 1.200 dýr á ári upp í tæp
5.300 dýr árið 2002. Samkvæmt
rannsóknum Umhverfisstofnunar er
talið að veiðarnar endurspegli
nokkurn veginn stofnstærð refsins.
Mér finnst undarlegt að vís-
indamenn skuli ekki rannsaka þátt
refsins meira. Lítum á það sem ref-
urinn lifir á yfir vetrarmánuðina.
Hann hefur sér til viðurværis hræ
búpenings og æti sem hann hefur
grafið í jörð frá sumrinu á undan.
Þetta verður hins vegar óaðgengi-
legt eftir að snjór og frost hefur
lagst yfir. Fyrir utan þetta fátæk-
lega viðurværi er ekkert nema mýs,
snjótittlingar og rjúpur. Þar sem
snjór hefur lagst í einhverjum mæli
yfir hverfa mýs af matseðli refsins.
Þetta skilur fuglana eina eftir til
þess að seðja hungur refanna.
Hérna er ég að tala um þá refi sem
lifa inn til landsins eins og rjúpan.
Refir sem lifa út við sjávarsíðuna
hafa meiru úr að moða. Vitað er að
refurinn hefur veruleg áhrif á fugla-
líf þar sem hann fær að lifa óáreitt-
ur, hann er snjallt rándýr.
Með sameiningu sveitarfélaga og
mikilli fækkun sauðfjár hefur verið
slakað á í baráttunni við refinn,
sveitarfélögin hafa ekki lengur
sama áhuga á því að greiða fyrir
refavinnslu og áður. Sum sveit-
arfélög eru meira að segja hætt að
greiða fyrir vetrarveiði á ref. Samt
hefur veiddum refum fjölgað svo
mikið sem raun ber vitni. Sennilega
þarf aukna aðkomu ríkisins að refa-
vinnslu til þess að lag komist á þau
mál.
Þessi aukning refa hefur að mínu
áliti mikil áhrif á stofnstærð rjúp-
unnar og hef ég trú á að aukin
áhersla á fækkun refa og að sjálf-
sögðu minka muni skila sér strax í
stækkandi fuglastofnum á Íslandi
og gera veiðibann eins og nú hefur
verið sett á óþarft.
Fækkun refa mun gera
veiðibann á rjúpu óþarft
Eftir Skarphéðin Ásbjörnsson
Höfundur er sportveiðimaður.