Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORSETAKOSNINGAR verða í dag í Aserbaídsjan og meðal fram- bjóðenda er Ilham Aliyev, forsætis- ráðherra og son- ur fráfarandi forseta, Heidars Aliyevs sem er orðinn háaldr- aður og heilsu- tæpur. Sjö aðrir menn eru í kjöri en ljóst þykir að þeir eigi á bratt- ann að sækja enda hafa Aliyev og menn hans hiklaust misbeitt valdi sínu til að tryggja honum sigur. Engar mark- tækar skoðanakannanir hafa verið gerðar í landinu. Um 600 alþjóðlegir eftirlitsmenn munu fylgjast með forsetakosning- unum í von um að þær fari rétt og heiðarlega fram. En þegar hafa margir talsmenn alþjóðlegra sam- taka skýrt frá efasemdum sínum og bent á að lögreglumenn hafi beitt fólk hótunum og sagt að það myndi missa vinnuna ef það kysi ekki Al- iyev. Þeir hafa kallað marga stjórn- arandstæðinga og blaðamenn til yf- irheyrslu og haldið sumum í varð- haldi í nokkrar stundir, jafnvel daga. Tortryggnir kjósendur Azerar vöndust því á sovétskeið- inu að ráðandi öfl vissu um allt og réðu öllu. Er því líklegt að þeir trúi því margir að fylgst sé með því hvernig þeir greiða atkvæði. En einnig má ekki gleyma að í mörgum nýfrjálsum ríkjum, þar sem komm- únistar voru allsráðandi, ríkir póli- tísk deyfð og vonleysi um að hægt sé að bæta lífið með lýðræðislegum kosningum. Umskiptin hafa ekki gengið átakalaust og margir hafa misst allt álit á stjórnmálamönnum. Fulltrúar Öryggis- og samvinnu- samstofnunar Evrópu, ÖSE, nefndu í skýrslu í september dæmi um að 10 blaðamönnum hefði verið misþyrmt við aðallögreglustöðina í höfuðborg- inni Bakú fyrr í mánuðinum. Urður Gunnarsdóttir, nýráðinn talsmaður sérstakrar stofnunar ÖSE um lýð- ræðis- og mannréttindamál (ODIHR), er í hópi eftirlitsmanna í Aserbaídsjan en í honum eru einnig Guðrún Ögmundsdóttir alþing- ismaður, Ólafur Sigurðsson frétta- maður og Haukur Ólafsson frá utan- ríkisráðuneytinu. Að sögn Urðar munu eftirlitsmennirnir fara tveir saman milli kjörstaða sem eru alls um 5.000 og má telja líklegt að þeir nái að heimsækja allflesta þeirra. Þótt margir Azerar séu fátækir hafa miklar olíutekjur síðustu árin bætt kjörin og að sögn Urðar er Bakú á margan hátt falleg og reisu- leg borg. Þar hófst olíuvinnsla um 1900 og varð strax mikill uppgangur. Flestir kjósendur í landinu geta fylgst með sjónvarpi. „En frambjóð- endur stjórnarandstöðunnar hafa mjög lítinn aðgang að fjölmiðlum og það er erfitt að heyja kosningabar- áttu við þessar aðstæður,“ segir Urður. En hvaða áhrif hefur eft- irlitið? Hún segir að markmið þess sé að reyna að ýta undir lýðræð- isumbætur og tryggja að réttum leikreglum sé fylgt en vissulega gangi það starf hægt. „Við sjáum samt merki um framfarir, bæði á milli kosninga og líka frá því að fyrstu fulltrúar ÖSE komu hingað í byrjun september. Við teljum að vera okkar hafi haft jákvæð áhrif,“ segir Urður, og heldur áfram: „Rík- in á svæðinu hafa skuldbundið sig til að halda lýðræðislegar kosningar og vinna innan ramma ÖSE og Evr- ópuráðsins. Meðan þau sýna einhver merki um að þau vilji það reynum við að vinna með þeim fremur en að snúa við þeim baki og fara í fússi. Við látum almenning og stjórnvöld vita hvað okkur finnst gott og hvað slæmt við kosningarnar og fram- kvæmd þeirra, við reynum þannig að þrýsta á um að ástandið batni.“ Fólkið vill hafa eftirlitsmenn „Ef við spyrjum fólkið hvað það vilji er alveg ljóst að það vill að við séum hér áfram,“ segir Urður. „Það er skárri kosturinn af tveim og það eru merki um að málin þokist í rétta átt. Sumt er jákvætt í nýjum kosn- ingalögum sem sett voru hér í fyrra, þau gera auðveldara að taka á kosn- ingasvindli en það hefur lengi verið landlægt hér.“ Hún er spurð hvort eftirlitsmenn- irnir komi fram í sjónvarpi og fái þar að tjá sig án ritskoðunar. „Það hefur ekki alltaf verið haft rétt eftir okkur! En yfirmaður okkar fór í viðtal sem var sent út beint og þá komust við- horf okkar skilmerkilega til almenn- ings. Fjölmiðlar hafa hins vegar oft birt mjög skekkta mynd af starfi okkar, því er ekki að neita. En stjórnvöld hafa ekki reynt að hindra okkur og hafa lofað að við fáum full- an aðgang að kjörstöðum og við ætl- um að láta á það reyna,“ segir Urður Gunnarsdóttir. Um 600 alþjóðlegir eftir- litsmenn í Aserbaídsjan Mannréttindabrot forsetaframbjóð- andans Ilhams Aliyevs gagnrýnd                             !   "  #  $                 %&'&! Reuters Kosningaspjöld með myndum af fráfarandi forseta, Heidar Aliyev, og syni hans og frambjóðanda, Ilham Aliyev, voru fjarlægð í Bakú í gær. Aliyev eldri hefur verið áhrifamesti maður landsins um áratugaskeið. Urður Gunnarsdóttir STUTT Réttarhöld hefjast JOHN Allen Muhammad kom fyrir rétt í Virginíuríki í Banda- ríkjunum í gær, en hann er ákærður fyrir tvö morð en grunaður um að hafa við annan mann skotið fjölda manns til bana og haldið íbú- um Wash- ington og ná- grennis í helgreipum óttans dögum sam- an fyrir um ári. Hann lýsti sig saklausan. Aldrei hefur komið í ljós hver var ástæða þess að mennirnir tveir frömdu morðin. Alríkissaksóknarar völdu Virg- iníu sem vettvang fyrri réttar- haldanna yfir Muhammad þar sem þar er möguleiki á að hann hljóti dauðadóm. Peter Finlay fær Booker- verðlaunin ÁSTRALSKI rithöfundurinn Peter Warren Finlay, sem notar rithöfundanafnið D.B.C. Pierre, vann til bresku Booker-verð- launanna í gærkvöld fyr- ir skáldsögu sína „Vernon God Little“. Fnlay eða öllu heldur Pierre er fjörutíu og tveggja ára og býr á Írlandi. Bókin fjallar, með svörtum húmor, um réttarhöld yfir ung- lingi í Texas sem er ásakaður um fjöldamorð í menntaskóla. Kucinich í framboð BANDARÍSKI þingmaðurinn Dennis Kucinich skýrði frá því á mánudagskvöld að hann sæktist eftir útnefningu sem frambjóð- andi Demókrataflokksins í for- setakosningunum árið 2004. Kucinich, sem er fimmtíu og sjö ára gamall, er ákveðinn and- stæðingur innrásar Bandaríkja- manna í Írak og segist munu kalla bandaríska hermenn heim frá landinu og setja það undir stjórn Sameinuðu þjóðanna nái hann kjöri. Ber að Blair stýrði fundi KEVIN Tebbit, ráðuneytis- stjóri breska varnarmálaráðu- neytisins, sagði í yfirheyrslu hjá Hutton-nefndinni svonefndu á mánudag að Tony Blair, for- sætisráðherra Breta, hefði stýrt fundi þar sem sú stefna var mörkuð, að staðfesta við fjöl- miðla, ef þeir leituðu eftir því, að David Kelly, vopnasérfræðing- ur varnarmálaráðuneytisins, hefði verið heimildarmaður BBC fyrir fréttum um umdeilda Íraksskýrslu. Tebbit sagði að fyrir téðan fund, sem haldinn var 8. júlí, hefði breska stjórnin ekki talið sig hafa neinn hag af því að upplýsa að Kelly hefði skýrt yfirboðurum sínum frá því að hann hefði rætt við frétta- mann BBC. „Afstaðan breyttist … eftir fund sem forsætisráð- herrann stýrði,“ bar Tebbit. Fundinn hefði hann ekki setið sjálfur. John Allen Muhammad Peter Finlay BANDARÍSKUM vísindamönnum hefur tekist að kenna öpum að stjórna vélknúnum armi með heila- boðum. Hafa verið gerðar nokkrar tilraunir með þetta, og þykir líklegt að þær geti breytt miklu fyrir fólk sem orðið hefur fyrir heila- eða taugaskaða, að því er segir í til- raunaniðurstöðum sem birtar voru á mánudag. Vísindamenn við Duke-háskóla í Norður-Karólínuríki kenndu tveim rhesus-öpum að beita vélknúna arminum til að leika tölvuleik án þess að aparnir notuðu eigin útlimi. Þetta tókst öpunum vegna þess að vísindamennirnir höfðu grætt raf- rás við heilann í þeim og þannig myndað tengingu á milli boðanna í heila apanna og vélarmsins. Niðurstöður tilraunanna lofa góðu fyrir fólk sem orðið hefur fyr- ir heilaáfalli eða lamast af ein- hverjum ástæðum, að því er segir í niðurstöðunum, er birtar eru í vís- indatímaritinu Public Library of Science. Möguleikinn er sá, að „hægt sé að nota heilaboðin beint til að stýra gervilim“, segir aðalhöf- undur tilraunarinnar, taugalíffræð- ingurinn Miguel Nicolelis. Vísindamennirnir byrjuðu á því, að græða fjölda örleiðara í heila ap- anna. Leiðararnir voru tengdir við tölvu sem notuð var til að skrá og greina heilastarfsemi apanna á meðan tilraunin fór fram. Í fyrstu fengu aparnir stýripinna til að leika tölvuleik sem fólst í því að hitta í mark á stórum skjá. Þeir fengu sopa af ávaxtasafa í verðlaun þegar þeim tókst að hitta í mark. Stýripinninn var í raun tengdur við vélarminn í öðru herbergi og það var sá armur sem færði til tölvubendilinn. Vísindamennirnir aftengdu síðan stýripinnann til þess að komast að raun um hvort aparn- ir gætu haldið áfram að leika leik- inn með tengingunni á milli heila þeirra og vélarmsins. Til að byrja með héldu aparnir áfram að hreyfa framlappirnar líkt og þeir væru að hreyfa stýripinna, en smám saman hættu þeir handapatinu. „Að nokkrum dögum liðnum upp- götvaði apinn skyndilega að hann þurfti alls ekki að hreyfa útlimina,“ segir Nicolelis. „Hann slakaði al- gerlega á vöðvunum, hreyfði ekki útlimina og stjórnaði vélarminum með heilaboðunum einum og því sem hann sá. Greining okkar á heilaboðunum sýndi, að [apinn] lærði að gera vélarminn að sínum og aðlaga arminn heilanum í sér eins og um væri að ræða hans eigin útlim.“ Það sem gerir þessar niðurstöður frábrugðnar fyrri niðurstöðum á þessu sviði er hversu nákvæmum hreyfingum aparnir náðu, að sögn Sandro Mussa-Ivaldi, sem einnig sinnir rannsóknum sem þessum. „Það hefur lengi legið fyrir að hægt væri að tengja rafboð við ut- anaðkomandi tæki, en hingað til hafa þær hreyfingar sem hægt hef- ur verið að framkvæma með þess- um hætti verið fremur takmark- aðar,“ segir Mussa-Ivaldi. „Aparnir í þessari tilraun náðu flóknari hreyfingum.“ Vélmenni stjórnað með heilaboðum Durham. AFP. ’ Apinn lærði að aðlaga arminn heil- anum í sér eins og um væri að ræða hans eigin útlim. ‘                               !  "   #    %     "       "              !" #   $   %       &      '#  '   &  %           (   #       &  )    %    !   '     %    *+  &   &   ' !   ( )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.