Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 41 DAGBÓK ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 15. október, er fimmtug Guð- björg Sigurðardóttir, Skólatúni, Villingaholts- hreppi. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í Fé- lagsheimilinu Þjórsárveri laugardaginn 18. okt. milli kl. 14 og 18. 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e4 Rf6 4. e5 Rd5 5. Bxc4 Rb6 6. Bb3 Rc6 7. Be3 Bf5 8. e6 fxe6 9. Rf3 Dd7 10. Rc3 h6 11. Hc1 O-O-O 12. Rb5 a6 Staðan kom upp í Evrópukeppni landsliða sem fram fer nú um stundir í Plovdiv í Búlgaríu. Shakhr- iyaz Mamedyarov (2595) hafði hvítt gegn Steve Mann- ion (2348). 13. Hxc6! axb5 Hvítur hefði einnig fengið sterka sókn fyrir skiptamuninn eftir 13...bxc6 14. Re5 De8 15. Ra7+ Kb7 16. Raxc6. 14. Hxb6! cxb6 15. Re5 Dc7 16. Df3! g5 17. O-O Kb8 18. Hc1 Dd6 19. Rf7 Dd7 20. Rxh8 g4 21. Dg3+ Ka7 22. Rf7 Hc8 23. Hxc8 Dxc8 24. Rxh6 Bg7 25. Rxf5 exf5 26. h3 Dd7 27. hxg4 fxg4 28. Bd1 e5 29. Dxg4 De7 30. d5 e4 31. De6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LEGGÐU ÞIG Á LÁÐIÐ Leggðu þig á láðið, hvar lækjarbunur hvína. Farðu svo að þenkja þar um þig og sköpunina. Horfðu á jörð og himinsfar, hafsins firna díki. Gættu að rétt, hver þú ert þar í þessu stóra ríki. Við þá skoðun, vinur minn, verður lyndið hægra, og daginn þann mun drambsemin duftinu hreykja lægra. Sigurður Breiðfjörð LJÓÐABROT VESTUR kemur út með eitrað tromp gegn sjö tígl- um suðurs: Norður ♠ ÁK987 ♥ Á10954 ♦ DG ♣6 Suður ♠ -- ♥ 32 ♦ ÁK107643 ♣ÁG87 Hvernig er best að spila? Spilið er frá annarri um- ferð Yokohamamótsins, tólf para landsliðskeppni, sem hófst um helgina og lýkur sunnudaginn 9. nóv- ember. Þá liggur fyrir hvaða par vinnur sér rétt til að fara með sveit á NEC- mótið í Yokohama í Japan í febrúar næstkomandi. Aðeins eitt par sagði sjö tígla: Þorlákur Jónsson og Sigurður Sverrisson, sem spilaði í forföllum Jóns Baldurssonar. Þeir sögðu þannig á spilin: Vestur Norður Austur Suður -- 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 3 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 5 grönd Pass 7 tíglar Pass Pass Pass Sigurður var í suður og krafði í geim með tveimur tíglum, og þegar hann ítrekaði litinn stökk Þor- lákur í lykilspilaspurningu. Sigurður sýndi þrjú lykil- spil með fimm laufum og Þorlákur stakk þá upp á sjö með fimm gröndum. Og Sigurður tók boðinu. Út kom hjarta, þannig að Sig- urður gat tryggt sér þrett- án slagi með því að stinga tvö lauf í blindum. En með trompi út verður að vanda sig: Norður ♠ ÁK987 ♥ Á10954 ♦ DG ♣6 Vestur Austur ♠ G6432 ♠ D105 ♥ KG87 ♥ 6 ♦ 98 ♦ 52 ♣D2 ♣K109543 Suður ♠ -- ♥ 32 ♦ ÁK107643 ♣ÁG87 Meginhugmyndin er að spila upp á spaðann 4-4, en fleiri möguleikar eru í kort- unum. Eins og spilið liggur, rennur upp tvöföld kast- þröng ef sagnhafi hefur þá fyrirhyggju að taka strax ÁK í spaða áður en hann trompar þann þriðja. Síðan trompar hann lauf og aftur spaða. Þá kemur í ljós að vestur hefur byrjað með fimmlit. Laufdrottningin hefur fallið og austur er því einn um að valda laufið. Þegar trompunum er svo spilað til enda neyðast báð- ir mótherjar til að fara nið- ur á eitt hjarta og sagnhafi fær þannig síðasta slaginn á hjartatíu. Tvöföld kast- þröng. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson AFMÆLI Nestor íslenskra píanóleikara, Rögnvaldur Sigurjónsson, er 85 ára í dag. Rögnvaldur er löngu þjóðkunnur maður enda hefur hann glatt landa sína með leik sín- um í meir en sextíu ár auk þess sem hann spilaði mikið erlendis á árum áður. Þá hafa fjölmargar hljómplötur og diskar verið gefin út með leik hans. Ekki verður sú saga rakin hér í stuttri kveðju. Rögnvaldur flutti á ferli sínum ein- leiksverk flestra þeirra tónskálda er skrifuðu fyrir píanóið, allt frá Albeniz til Strauss-Tausig. Má sér- staklega geta þess að hann varð fyrstur manna til að kynna land- anum verk Prokofievs upp úr 1945 en hann var ekki mikið þekktur á Vesturlöndum þá og því síður hér- lendis. Þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands hóf starfsemi 1950 var Rögnvaldur fljótlega fenginn til að spila píanókonserta með henni. Hann hafði raunar þegar 1942 leikið með Hljómsveit Reykjavíkur (fyrirrennara Sinfóníunnar) Sin- fónísk tilbrigði eftir Cesar Franck og árið 1948 fjórða píanókonsert Beethovens. Rögnvaldur spilaði alls 14 konserta með hljómsveit- inni eftir Bach, Beethoven, Brahms, Chopin, Dvorak, Franck, Liszt, Rachmaninoff, Tchaikovsky, Poulenc og Jón Nordal. Eru mér sérstaklega minnisstæðir tónleikar í Þjóðleikhúsinu 1956 er hann lék bæði Sinfónísk tilbrigði Cesars Franck og annan píanókonsert Liszts með miklum glæsibrag. Einn er sá þáttur í starfi Rögn- valdar sem ekki hefur verið nægi- legur gaumur gefinn en það er kynning hans og flutningur (oft frumflutningur) á íslenskri píanó- tónlist. Þannig voru Tilbrigði Páls Ísólfssonar við stef eftir Ísólf Páls- son frumflutt af Rögnvaldi 1964. Við útgáfu verksins 1974 var það tileinkað honum. Þá spilaði Rögn- valdur einnig Glettur Páls og pí- anólög hans Op. 5. Eftir Leif Þór- arinsson spilaði Rögnvaldur þrjú verk. Barnalagaflokk frá 1954 sem tileinkaður var Geir (Rögnvalds- syni), píanósónötu frá 1957, en þessi sónata var á efnisskrá Rögn- valdar er hann var í tónleikaferð til Kanada og Bandaríkjanna 1963. RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON Gott verk sem mætti heyrast aftur nú á dögum. Loks er lítill vals, Af- mæliskleina, sem hann spilaði í sjónvarpinu. Eftir Atla Heimi Sveinsson spilaði Rögnvaldur „Þrjú lög úr Dimmalimm“ en Atli samdi tónlist við leikgerð Helgu Egilson á Dimmalimm eftir Mugg, föðurbróður Helgu. Eftir Hallgrím Helgason flutti Rögnvaldur Sónötu nr. 2 og Rondo islandica og eftir Jón Leifs Rímnalög og Strákalag. Var það verk frumflutt af Rögn- valdi 1960 eftir handriti tónskálds- ins. Að síðustu skal getið sónatínu Jóns Þórarinssonar frá 1945 sem Rögnvaldur spilaði bæði heima og erlendis. Af þessari upptalningu má ráða að Rögnvaldur var drjúg- ur við að kynna íslenska píanó- tónlist á tónleikum sínum og er yngri kollegum að þessu leyti verðug fyrirmynd. Þegar Rögnvaldur kom fram á sjónarsviðið hérlendis eftir seinni heimsstyrjöldina sem fullmótaður listamaður var sem hressandi gustur færi um sali. Hann hafði þá notið þjálfunar í anda hins rúss- neska píanóskóla og lék á píanóið af miklum glæsibrag og dirfsku. Þá hafði hann og náðargáfu per- sónuleikans til að bera í spili sínu og túlkun og naut það sín einkar vel í túlkun hans á t.d. verkum eft- ir Liszt. Alls þessa er ljúft að minnast á þessum tímamótum. Rögnvaldur er nú hættur að spila opinberlega en hann er enn í fullu fjöri og fylgist af áhuga með öllu sem er að gerast í heimi tónlistar- innar hérlendis sem erlendis. Sam- hliða tónleikahaldi kenndi Rögn- valdur ávallt á píanó og var hann í mörg ár yfirkennari píanókennara- deildar Tónlistarskólans í Reykja- vík. Er hann fór á eftirlaun hóf hann að kenna í Nýja tónlistar- skólanum og enn miðlar hann þar nokkrum nemendum af reynslu sinni og hugmyndum. Að endingu færum við Hildur Rögnvaldi okkar innilegustu heillaóskir og afmæliskveðjur á þessum merkisdegi, þökkum ára- langa vináttu og vonum að við megum sem lengst njóta návistar hans um ókomin ár. Runólfur Þórðarson. STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú hefur sterkan persónuleika og getur því bæði verið heillandi og ögrandi. Á komandi ári muntu standa frammi fyrir einhvers konar vali. Leggðu þig fram um að velja vel. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Samræður þínar við aðra ganga betur í dag en undanfarna daga. Þetta má fyrst og fremst rekja til þess að þú ert jákvæð- ari en þú hefur verið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Fjármálin líta betur út og sam- skipti þín við vinnufélaga þína hafa einnig breyst til batnaðar. Þú ert með mörg járn í eldinum og ættir að hamra járnið á með- an það er heitt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að gefa þér tíma til að gera eitthvað skemmtilegt í dag. Vertu lengi í kaffi eða hittu vin þinn í matartímanum. Njóttu þess að leika við börnin. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert sáttari við ástandið á heimilinu en þú hefur verið. Drífðu í umbótum á heimilinu eða mikilvægum samræðum við fjölskylduna. Hlutirnir eiga eft- ir að fara á besta veg. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú færð óvenju mikið út úr því að vera með vinum þínum í dag. Dagurinn hentar einnig vel til viðskipta þar sem þú átt auð- velt með að telja aðra á þitt mál. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þetta er góður dagur til að ræða við yfirmann þinn eða annan yfirboðara. Þú ert sann- færandi og átt auðvelt með að koma sjónarmiðum þínum á framfæri. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu verða af þeim áformum þínum sem tengjast fjölmiðlun, lögfræði, ferðalögum eða fram- haldsmenntun. Þú átt sér- staklega auðvelt með að telja aðra á þitt band. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú gætir fengið góða hugmynd sem kallar á starfskrafta ann- arra eða fundið góða leið til að deila ábyrgð og skyldum með öðrum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það liggur vel fyrir þér að tala til fjöldans í dag. Þú nýtur þess að vera í samskiptum við fólk og það laðar fólk að þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni í dag. Hugmyndir þínar eru áhugaverðar og munu að öllum líkindum hljóta verðskuldaða athygli. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ættir að nota daginn til að skipuleggja frí eða ferðalag. Þú þarft á tilbreytingu og hvíld að halda. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú gætir fengið gjöf eða aðstoð við eitthvað sem tengist heimili þínu eða fjölskyldu. Taktu hug- myndum og gjafmildi annarra opnum örmum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Ljósmynd/Sigga Dóra BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí sl. í Garða- kirkju af sr. Sigurði Grétari Helgasyni þau Fanney Fris- bæk og Roar Skullestad. Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 1.570 krónum til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru Marey Jónasdóttir, Magnús Ingi Yngvason og Bjarni Lúðvíksson. HLUTAVELTA Auðbrekku 14, Kópavogi. Hefst fimmtudaginn 23. október - þriðjud. og fimmtud. kl. 20 með Ásmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða eða fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál, sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994. JÓGA GEGN KVÍÐA Skráning í síma 544 5560 og á www.yogastudio.is Ásmundur býður einnig upp á einkatíma og ráðgjöf.           

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.