Morgunblaðið - 15.10.2003, Qupperneq 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HEILDARFISKAFLI íslenskra
skipa var 93.300 tonn í nýliðnum
septembermánuði sem er rúmlega 19
þúsund tonnum minni afli en í sept-
embermánuði 2002 en þá veiddust
112.600 tonn. Á fyrstu 9 mánuðum
ársins hefur aflinn dregist saman um
rúm 14% frá því í fyrra. Hér munar
einkum um minni loðnuafla en afli
helstu botnfisktegunda hefur hins
vegar aukist nokkuð. Þetta kemur
fram í yfirliti Hagstofu Íslands.
Botnfiskafli septembermánaðar
var 38.400 tonn í ár samanborið við
37.500 tonn í septembermánuði 2002
og jókst um tæplega 900 tonn á milli
ára. Þorskafli var 16.200 tonn sam-
anborið við 17.100 tonn í september-
mánuði 2002 og dróst saman um tæp-
lega 900 tonn. Af ufsa veiddust 6.200
tonn og er það 700 tonna aukning frá
fyrra ári eða tæplega 18% aukning.
Úthafskarfaafli var 4.800 tonn og
jókst um 700 tonn frá árinu 2002.
Flatfiskafli var 3.300 tonn sem er
sami afli og í septembermánuði 2002.
Mest veiddist af sandkola eða 1.200
tonn, af skarkola veiddust 900 tonn
og 600 tonn af grálúðu.
Síldaraflinn var tæplega 5 þúsund
tonn sem er rúmlega 15 þúsund tonn-
um minni afli en í septembermánuði
2002. Kolmunnaafli var rúm 43 þús-
und tonn og er það rúmlega 2 þúsund
tonnum minni afli en í september
2002.
Skel- og krabbadýraafli var 3.400
tonn sem er um 2.800 tonnum minni
afli en í septembermánuði 2002.
Rækjuaflinn nam 2.100 tonnum og af
kúfiski veiddust 1.200 tonn.
Kolmunnaaflinn jókst um 42%
Á fyrstu níu mánuðum ársins 2003
nemur heildarafli íslenskra skipa alls
1.601 þúsund tonnum og er það 265
þúsund tonnum eða ríflega 14%
minni afli miðað við sama tímabil árs-
ins 2002. Af botnfiski hafa borist á
land 352 þúsund tonn sem er um
5.300 tonnum meiri afli en á árinu
2002. Þannig er ýsuaflinn nú orðinn
tæp 38 þúsund tonn sem er ríflega
17% aukning, ufsaaflinn er rúm 36
þúsund tonn sem er 21% aukning og
steinbítsaflinn hefur aukist um 23%,
er nú orðinn nærri 15 þúsund tonn.
Flatfiskaflinn er nú tæplega 30
þúsund tonn sem er tæplega 1.300
tonnum meiri afli en á sama tímabili
2002.
Kolmunnaaflinn á tímabilinu var
364 þúsund tonn sem er 107 þúsund
tonnum meiri afli en á árinu 2002. Af
skel- og krabbadýrum höfðu borist
38.500 tonn á land sem er rúmlega
4.500 tonnum minni afli en á árinu
2002.
Milli septembermánaða 2002 og
2003 dróst verðmæti fiskaflans sam-
an, á föstu verði ársins 2001, um
8,2%. Fyrir tímabilið janúar-septem-
ber dróst aflaverðmæti saman, á
föstu verði ársins 2001, um 2,4% mið-
að við sama tímabil ársins 2002.
17% minni afli
í september
NÁÐST hefur um það samstaða milli
umhverfissinna, ættbálks indíána,
fulltrúa hins opinbera og orkuveitu
um að rífa niður tvær stíflur í ánni
Penobscot í Maine, til að greiða fyrir
vexti og viðgangi laxins í ánni, en
hann er nú talinn í útrýmingar-
hættu. Auk þessara tveggja stíflna
verður sú þriðja tekin úr notkun.
Með þessum aðgerðum opnast 500
mílna löng leið upp eftir ánni fyrir
laxinn til hrygningar. Orkuveitan
fær á móti leyfi til að efla orkuöflun
á öðrum stöðum, sem eru ekki taldir
hafa eins neikvæð áhrif á göngur
laxins.
Umhverfissinnar vonast til að
þetta samkomulag leiði til þess að
líkur á niðurrifi annarra stíflna, sem
talið er að valdi meiri náttúrulegum
spjöllum en gagnsemi við raf-
orkuframleiðslu. Árið 1997 fyr-
irskipuðu yfirvöld niðurrif stíflu í
ánni Kennebc í Maine og í kjölfarið
voru meira en 100 stíflur annars
staðar brotnar niður.
Ríkisstjórn Bills Clinton var mjög
hliðholl aðgerðum af þessu tagi til
að búa í haginn fyrir laxinn, en
áhugi Bush-stjórnarinnar á þessum
málum er mun takmarkaðri. Hún
hefur til dæmis ekki samþykkt nið-
urrif stíflna í Neðri-Snáká í Wash-
ington-fylki á vesturströndinni.
Greiða fyrir
göngu laxins
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi ályktun aðalfundar Út-
vegsmannafélags Hafnarfjarðar til
birtingar:
„Aðalfundur Útvegsmannafélags
Hafnarfjarðar, haldinn 1. október
2003, mótmælir harðlega öllum
áformum um að tekin verði upp sér-
stök ívilnun í kvóta til báta sem róa
með línu. Í þeim kröfum um „línu-
ívilnun“ sem fram hafa komið er gert
ráð fyrir að verulegur hluti afla dag-
róðrabáta sem róa með línu komi
ekki til frádráttar í kvóta. Þetta
myndi leiða til verulegrar aukningar
veiðiheimilda þeirra. Slík „línuíviln-
un“ mun leiða til mismununar fyr-
irtækja innan atvinnugreinarinnar,
þar sem einum hópi útgerða eru
veittar auknar veiðiheimildir á
kostnað annarra. Þar sem heildarafli
á Íslandsmiðum er takmarkaður er
sýnt að slík mismunun mun leiða til
þess að veiðiheimildir annarra verða
skertar. Ef línubátum verður leyft
að veiða meira en núverandi afla-
mark þeirra er mun það einnig
veikja byggðarlög þar sem útgerð
byggist ekki á línuveiðum.
Frá því aflamarkskerfi var tekið
upp á Íslandi hafa smábátar aukið
afla sinn gríðarlega á kostnað ann-
arra og er ljóst að markmið þeirra er
að ná til sín enn stærri hluta af veiði-
heimildum sem öðrum tilheyra. Svo-
nefnd „línuívilnun“ er tilraun til þess
og eru stjórnvöld hvött til að láta slík
áform ekki ná fram að ganga.“
Mótmæla
línuívilnun
DANSKA lyfjafyrirtækið Lundbeck
hefur fallið frá málsókn á hendur
lyfjafyrirtækinu Lagap/Sandoz í
Bretlandi, sem dreifir samheitalyfi
þunglyndislyfsins Cipramil þar í
landi.
Málaferli milli Lundbeck, sem hef-
ur framleitt Cipramil, og Lagap/
Sandoz, sem dreifir samheitalyfinu
frá Pharmaco, hafa staðið yfir um
nokkurn tíma vegna ásakana Lund-
beck um að hráefni í lyfið brjóti einka-
leyfi þeirra. Þá krafðist Lagap/Sand-
oz þess að einkaleyfið á lokastigi
framleiðsluaðferðar Citalopram yrði
fellt úr gildi þar sem ekki væri um
raunverulega nýjung að ræða. Í til-
kynningu frá Pharmaco segir að mið-
að við framgang málsins hafi lögfræð-
ingar Pharmaco búist við að málið
félli Lundbeck í óhag.
Samkomulag fyrirtækjanna er á þá
leið að Lagap/Sandoz geti selt
Citalopram töflur frá Pharmaco án
þess að til komi frekari málaferla.
Lundbeck áskilur sér hins vegar rétt
til að lögsækja aðra viðskiptavini
Pharmaco og nær þessi samningur
eingöngu til Lagap/Sandoz.
Róbert Wessman, forstjóri
Pharmaco, segir þessa niðurstöðu
sýna hversu veikan málstað Lund-
beck hefur í þessum málaferlum sem
nú hafa staðið á annað ár. „Í stað þess
að tapa málinu og fá afgerandi nið-
urstöðu má ætla að Lundbeck hafi
kosið frekar að semja við Lagap.“
Nýlega dæmdi undirréttur í Hørs-
holm í Danmörku Lundbeck í vil í
máli sem fyrirtækið höfðaði til að
freista þess að koma í veg fyrir að
dótturfyrirtæki Pharmaco gæti dreift
samheitalyfi þunglyndislyfsins Cipra-
mil í Danmörku.
Lundbeck
fellur frá
málsókn
Lagap/Sandoz heimilt
að dreifa samheitalyfi
frá Pharmaco
TUSSAUDS Group, sem inniheldur
vaxbrúðusöfnin Madame Tussaud
og fleiri ævintýraheima, er nú til
sölu. Samkvæmt fréttum Reuters
hefur fjórum einkafjárfestum verið
boðið að gera tilboð í fyrirtækið og
talið er líklegt að boðnir verði ríf-
lega 100 milljarðar króna. Fjárfest-
arnir hafa sex vikur til að gera til-
boð, en ef eigendurnir sætta sig
ekki við tilboðin munu þeir hug-
leiða að skrá fyrirtækið á markað.
Frú Tussaud, sem þekktasta safn
fyrirtækisins heitir í höfuðið á, var
uppi í frönsku byltingunni. Hún
náði góðum tökum á að móta andlit
fólks með því að gera helgrímur af
fórnarlömbum fallaxarinnar,
þeirra á meðal af Loðvík XVI og
Marie Antoniette.
Vaxbrúður til sölu
Morgunblaðið/Ómar
NETKLÚBBSTILBOÐ á vef Ice-
landair í Bandaríkjunum hafa vakið
athygli meðal markaðsfyrirtækja
þar í landi. Á netmiðlinum
DMNews, sem sérhæfir sig í frétt-
um um auglýsinga- og markaðsmál,
er fjallað um markaðsherferð fé-
lagsins á Netinu og taldir einstakir
liðir í beinni markaðssókn þess. Þar
á meðal eru netklúbbstilboðin, sem
eru kölluð „Lucky Fares“ á ensku.
Í fréttinni er haft eftir samstarfs-
aðila Icelandair um markaðs-
setningu í Bandaríkjunum að félag-
ið vilji stækka gagnagrunn sinn um
viðskiptavini til þess að auka vitund
manna um ferðir til Íslands og ís-
lenska ferðaþjónustu.
Gagnagrunnurinn og sá sam-
skiptamáti við viðskiptavini sem
netklúbburinn felur í sér er sagður
hafa reynst félaginu ákaflega vel.
Nettilboð vekja athygli
Icelandair í Bandaríkjunum
Morgunblaðið/Sverrir
VINNSLUSTÖÐIN hf. og eig-
endur Ísleifs ehf. hafa undirrit-
að samninga um sameiningu fé-
laganna.
Við sameininguna aukast
nettóskuldir Vinnslustöðvar-
innar um 1.400 milljónir króna.
Við sameininguna eignast fyrr-
um eigendur Ísleifs 7,42% hlut í
Vinnslustöðinni. Stjórnendur
Vinnslustöðvarinnar áætla að
fjárfestingin standi undir þeirri
ávöxtunarkröfu sem félagið
gerir til allra fjárfestinga sinna,
sem er í dag tæp 11%.
Ekki verður gefið út nýtt
hlutafé í Vinnslustöðinni hf. af
þessu tilefni.
Ísleifur ehf. á og gerir út
skipið Ísleif VE-63. Veiðiheim-
ildir félagsins nema um 1.660
þorskígildum, miðað við að út-
hlutun í loðnu verði eins og á
síðasta ári, þ.e. 765 þúsund
tonn, aðallega í uppsjávarfiski.
Sameining
staðfest
ástæða minnkandi veltu á Siglu-
firði.
Að sögn Árna rekur Húsasmiðj-
an 17 verslanir, þar af eru 10 á
landsbyggðinni.
Tveir starfsmenn vinna í verslun
Húsamiðjunnar á Siglufirði og seg-
ir Árni að annar þeirra muni halda
áfram störfum hjá félaginu.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að loka
verslun Húsasmiðjunnar á Siglu-
firði um næstu mánaðamót.
Árni Hauksson, forstjóri Húsa-
smiðjunnar, segir að ástæður séu
þær helstar að markaðssvæði
verslunarinnar sé lítið og veltan sé
lítil og hafi farið minnkandi. Auk
þess sé húsnæði og öll aðstaða orð-
in bágborin og ekki svari kostnaði
að gera nauðsynlegar breytingar.
Engin önnur byggingavöruversl-
un er á staðnum og því verða Sigl-
firðingar að sækja þessa þjónustu
út fyrir bæinn í framtíðinni.
Árni segir að bæjarbúar sæki nú
þegar mikið af þjónustu til Ak-
ureyrar og það sé meðal annars
Húsasmiðjan lokar
versluninni á Siglufirði
ALÞJÓÐLEGIR reikningsskila-
staðlar verða til umræðu á ráðstefnu
Félags löggiltra endurskoðenda sem
haldin verður á Grand hóteli milli
klukkan 13:00 og 16:30 í dag. Í til-
kynningu frá félaginu segir að tilefni
ráðstefnunnar sé væntanleg innleið-
ing alþjóðlegra reikningsskilastaðla
hér á landi.
Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er
Geoffrey Whittington, meðlimur Al-
þjóðlega reikningsskilaráðsins, sem
mun meðal annars fjalla um hlutverk
Alþjóða reikningsskilaráðsins og
innleiðingu Alþjóðlegra reiknings-
skilastaðla innan Evrópska efna-
hagssvæðisins.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallarinnar, mun ræða um
áhrif alþjóðlegu staðlanna hér landi,
um mikilvægi samræmdrar upplýs-
ingagjafar sem staðlarnir leiða til og
velta upp möguleikum varðandi eft-
irlit með reikningsskilum skráðra fé-
laga í Kauphöllinni. Stefán Svavars-
son, löggiltur endurskoðandi og
dósent við HÍ, mun meðal annars
fjalla um stöðu reikningsskilamála
hér á landi með sérstöku tilliti til al-
þjóðlegu reikningsskilastaðlanna.
Ráðstefna um reikn-
ingsskilastaðla
ÚR VERINU