Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is Óska eftir hæð eða sérbýli Viðskiptavinur hefur beðið okkur um að leita að hæð eða sérbýli miðsvæðis í Reykjavík frá 120-160 fm ásamt bílskúr, þó ekki skilyrði. Þessi kaupandi er opinn fyrir afhendingardegi, jafnvel allt upp í 12 mánuði. Góðar greiðslur fyrir rétta eign. Vinsamlegast hafið samband við sölumenn á Fold fasteignasölu í síma 552 1400 eða í gsm-síma sölumanna: Ævar 897 6060/Þorri 897 9757 Helgi 897 2451/Böðvar 892 8934 Reykjanesbæ | Stúlknasveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar setti nýtt stúlknamet í 4 x 50 m fjór- sundi á Sprettsundsmóti ÍBV um sl. helgi. Met þetta var eina Íslands- metið sem sett var á mótinu. Sveit ÍRB skipuðu Díana Ósk Halldórsdóttir, Helena Ósk Ívars- dóttir, Erla Dögg Haraldsdóttir og Þóra Björg Sigurþórsdóttir. Gamla metið var eigu sveitar Sundfélags Suðurnesja og var frá árinu 1993. Metið er því áfram í eigu sundfólks úr Reykjanesbæ. Alls tóku 12 lið þátt í mótinu.    Stúlkurnar settu met Vogum | Ör fjölgun íbúa í Vatns- leysustrandarhreppi veldur því að skólastarfið er að sprengja utan af sér húsnæðið, enn einu sinni. Ef frek- ari fjölgun verður í sumum árgöng- um er talið æskilegt að skipta þeim og þá þarf að byggja við skólahúsið. Er hafinn undirbúningur að því. Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands um búferlaflutn- inga á landinu fyrstu níu mánuði árs- ins hefur fjölgað í Vatnsleysustrand- arhreppi um 59 manns. Samsvarar það tæplega 7% fólksfjölgun en í þessum tölum er ekki tekið tillit til þeirra sem fæðst hafa á árinu eða dá- ið. Íbúar sveitarfélagsins eru því orðnir 921 í stað 862 íbúa 1. desem- ber sl. Á tæpum fimm árum hefur fjölgað í hreppnum um tæp 30% og er það mesta fjölgun í sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Mikið hefur einnig fjölgað í Gerða- hreppi vegna búferlaflutninga það sem af er ári, eða um 46 íbúa, og í Grindavík þar sem fjölgað hefur um 29 íbúa. Íbúafjöldi Sandgerðis hefur staðið í stað en talsvert fækkað í Reykjanesbæ eða um 85 íbúa. Aukning um heila bekkjardeild Greinilegt er að barnafjölskyldur hafa sótt í að flytjast í Vogana. Í Stóru-Vogaskóla eru nú 207 nem- endur, 29 fleiri en á sama tíma á síð- asta hausti. Samsvarar fjölgunin meira en heilli bekkjardeild. Snæ- björn Reynisson skólastjóri segir að mikið hafi verið byggt í Vogum í kjöl- far markaðsátaks sem efnt var til fyrir nokkrum árum en þá voru lóðir seldar á lægra verði en víða annars staðar. Þessi framkvæmd hafi leitt til þessarar sprengingar í íbúaþróun. Þá sé greinilegt að barnafjölskyldur flytji mikið í Vogana. Jóhanna Reyn- isdóttir sveitarstjóri segir að það sé gleðilegt. Staðurinn hljóti að teljast fjölskylduvænn þegar foreldrar vilji flytja þangað með mörg börn. Hlutfall barna á grunnskólaaldri er mjög hátt í Vogunum, eða 22,5% af íbúafjöldanum. Jóhanna Reyn- isdóttir segir að þetta hlutfall sé óvíða hærra og sé hugsanlega Ís- landsmet. Fjölgun í skólanum hefur raskað áætlunum yfirvalda. „Við töldum okkur geta lokið uppbygging- unni án þess að skipta árgöngum í bekki en nú er svo komið að við verð- um að fresta úthlutun á lóðum þang- að til leyst verður úr húsnæðismálum skólans,“ segir Jóhanna. Enn á eftir að flytja í nokkur hús sem verið er að byggja þannig að búast má við því að fjölgunin haldi eitthvað áfram á næsta ári. Yfir tuttugu börn eru í flestum bekkjanna, að sögn Snæbjarnar, en skiptingin er ójöfn. Þannig eru 12 börn í fámennasta árganginum og 28 í þeim fjölmennasta. Ekki geta mörg börn bæst í fjölmennasta árganginn án þess að honum þurfi að skipta í tvær bekkjardeildir. Stækkun undirbúin Hafinn er undirbúningur að stækkun Stóru-Vogaskóla, skipaður hefur verið starfshópur sem vinnur að greiningu á húsnæðisþörfinni. Raunar eru aðeins örfá ár síðan byggt var við en þá var skólinn ein- setinn um leið og sprengdi utan af sér húsnæðið um leið. Nú er kennt í þremur bráðabirgðahúsum utan við sjálft skólahúsið. Snæbjörn segir að tekist hafi að leysa vandamálið bærilega en starfs- fólk og nemendur hafi vissulega orð- ið að þrengja nokkuð að sér. Skóla- stjórinn og sveitarstjórinn eru sammála um að vinna þurfi hratt að undirbúningi viðbyggingar skólans. Tæplega 7% fjölgun íbúa í Vatnsleysustrandarhreppi það sem af er ári Fjölgun grunnskólabarna sam- svarar meira en heilum bekk Dugleg að læra: Nemendur Stóru-Vogaskóla fá aðstoð við heimanámið. !" #$ # #$ #   *    $  %' + * ( )   ,--.    /    0   0  #     1*   % &'   & ( )* + %  ,  -  )        Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Í heimilisfræðslu: Nemendurnir fá að taka í spil í lok tímans, eftir að þau eru búin að elda og borða matinn. Snæbjörn Reynisson Sameining | Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, leggur til að bæjarstjórn Sandgerð- isbæjar óski eftir formlegum við- ræðum við bæjarstjórn Reykjanes- bæjar um sameiningu sveitar- félaganna. „Sandgerði stendur nú frammi fyrir miklum erfiðleikum vegna áfalla í atvinnu- og fjármálum, rekstur bæjarfélagsins verður þyngri og illviðráðanlegri með hverju árinu sem líður. Sameining felur í sér öryggi og aukið þjón- ustustig fyrir Sandgerðinga, þar sem stærri einingar eru betur í stakk búnar til að takast á við þann vanda sem steðjar að,“ segir meðal annars í ályktun stjórnar Heimis.    Unglingaráð | Á fyrsta fundi ung- lingaráðs félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima í Reykjanesbæ sem hald- inn var föstudaginn 10. október var Helga Dagný Sigurjónsdóttir úr 10. bekk Heiðarskóla kosinn formaður. Garðar Örn Arnarson úr 10. bekk Holtaskóla var kosinn varaformaður og Halla Karen Guðjónsdóttir 10. bekk Njarðvíkurskóla ritari. Með þeim í unglingaráðinu eru Alexandra Ósk Sigurðardóttir 10. bekk Njarðvíkurskóla, Bryndís Ben Guðfinnsdóttir 10. bekk Myllu- bakkaskóla, Sigurður Björn Teits- son 9. bekk Myllubakkaskóla, Vigdís Eygló Einarsdóttir 10. bekk Heið- arskóla og Bjarni Freyr Rúnarsson 9. Holtaskóla. Starfsmaður ráðsins er Nilsína L. Einarsdóttir. Innri-Njarðvík | Reykjanesbær er að undirbúa stofnun skólahverfis í Innri- Njarðvík og byggingu grunnskóla þar. Helst það í hendur við áform um uppbyggingu nýrra íbúðahverfa. Eiríkur Hermannsson fræðslu- stjóri segir að nú séu um 100 börn á grunnskólaaldri í þessu hverfi og muni væntanlega fjölga ört þegar far- ið verði að byggja í nýja hverfinu. Fram er komin tillaga að fyrsta áfanga skólans. Gert er ráð fyrir því að einn bekkur verði í árgangi og að skólinn rúmi um 200 nemendur. Síð- an verði hægt að tvöfalda húsrýmið og fjölga upp í 400 nemendur. Segir Eiríkur að skólinn verði byggður eftir hliðstæðum teikningum og Heiðar- skóli sem er nýjasti skólinn í bænum nema hvað helmingur hans verði byggður í upphafi. Ef áætlanir ganga eftir hefst kennsla í nýjum grunn- skóla í Innri-Njarðvík eftir tvö ár. Áformaður skóli í Innri-Njarðvík hefur haft vinnuheitið Thorkelískóli til heiðurs Jóni Þorkelssyni Thorchillius (1697-1759) sem var rektor Skálholtsskóla og fræðimaður í Kaupmannahöfn en hann var fædd- ur í Innri-Njarðvík. Eiríkur hefur þó velt upp ýmsum fleiri hugmyndum að nöfnum, meðal annars Tjarnarskóli og Seyluskóli með vísan til örnefna og aðstæðna á fyrirhuguðu skólastæði. Bygging Thorkelí- skóla undirbúin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.