Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 40
DAGBÓK 40 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 postulín. Hár- snyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 10.30–11.30 heilsu- gæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil. Kl. 13.30 keila í Keiluhöllinni. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgr., kl. 8–12.30 bað, kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handav., kl. 9–17 fótaaðg., kl. 10–10.30 bankinn, kl. 13–16.30 bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við bað og hár- greiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankinn, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn ef veður leyfir. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 postu- lín, kl. 13 trémálun, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9– 16.30 fótaaðgerð. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 10 guðsþjónusta, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10– 11.30, viðtalstími í Gjá- bakka kl. 15–16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 dagblöðin, rabb og kaffi. Tréútskurður kl. 9. Myndmennt kl. 10– 16. Línudans kl. 11. Glerlist kl. 13. Pílukast og billjard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Síðdegisdans kl. 14.30. Sighvatur Sveinsson stjórnar. Gestur: Árni Tryggva- son, leikari. Söngfélag FEB: kóræfing kl. 17. línudans kl. 19.15. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 og kl. 13 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 16 hring- dansar, kl. 17. bobb. Gerðuberg, félagsstarf. Sími 575 7720. Kl 9– 16.30 vinnustofur opn- ar. Kl. 10.30 sund- og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug. Gamlir ís- lenskir leikir og dansar. Frá hádegi spilasalur opinn. Vist, brids og skák. Kl. 13.30 kóræf- ing. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia. Stafganga, kynning kl. 15.15. Línu- dans kl. 17. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, hárgreiðsla, fótaaðgerð og banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 10.30–11.30 ganga, kl. 15–18 myndlist. Fóta- aðg. Hársn. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun er pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 13– 13.30 bankinn, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi og verð- laun. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fótaaðg. og hárgr., kl. 12.15–14.30 versl- unarferð, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20 alla mið. Lagt af stað frá horni Hafnarhúss- ins norðanmegin. Kiwanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Félagsvist öll fimmtu- dagskvöld kl. 20.30 í Kiwanishúsinu í Mosf. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Félagsvist kl. 19.30. Styrkur. Opið hús í dag að Skógarhlíð 8 kl. 20. Helgi Sigurðsson, krabbameinslæknir flytur erindi: Lækn- ingar, óhefðbundin meðferð og máttur trú- arinnar. ITC-deildin Korpa. Fundur í Safnaðar- heimili Lágafells- sóknar, Þverholti 3, kl. 20–22. Gestir velkomn- ir. Uppl. í s. 566 7169. ITC Fífa, Kópavogi. Fundur í Guðmund- arlundi, húsi skógrækt- arfélags Kópavogs. Ath. mæting kl. 19 við Safnaðarheimili Hjalla- kirkju, Álfaheiði 17. Á dagskrá verða drauga- sögur og yfirskilvitlegt efni við kertaljós og ar- ineld. Verið hlýlega klædd og takið með vasaljós. Í dag er miðvikudagur 15. októ- ber, 288. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Og Jesús sagði við hann: Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís. (Lúk. 23, 43.) Vefþjóðviljinn vitnar ístefnuræðu Davíðs Oddssonar, þar sem hann orðaði það svo að „um 20 milljörðum króna verði á kjörtímabilinu varið til skattalækkana“. Jafn- framt er vitnað í tilkynn- ingu fjármálaráðuneyt- isins, þar sem segir: „Á árunum 2005–2007 verði varið um 20 milljörðum króna til skattalækk- ana…“     Út af fyrir sig er ekkivon á góðu þegar menn hugsa dæmið þannig að ríkissjóður „verji“ fé til skattalækk- ana, skrifar Vefþjóðvilj- inn. „Í þeirri hugsun felst að ríkissjóður eigi allar tekjur manna en ákveði náðarsamlegast að „verja“ stundum hluta þeirra í að nokkrar krónur verði eftir í launaumslagi hins al- menna manns. Það eru með öðrum orðum ekki teknir skattar af lands- lýð heldur skammtar rík- issjóður honum vasapen- ing. En hvað þýðir það eiginlega að ríkissjóður ætli að sjá af 20 millj- örðum króna á kjör- tímabilinu með skatta- lækkunum? Munu skattar lækka sem nem- ur 20 milljörðum króna á ári eða má deila í þá tölu með árafjöldanum í kjör- tímabilinu? Óskýr fram- setning ríkisstjórn- arinnar á þessum markmiðum sínum er móðgun við skattgreið- endur.     Einhver hefði kannskiætlað að með því að skoða frumvarp til fjár- laga og kynningu fjár- málaráðherrans á því mætti komast að hinu sanna. Verða skattar lækkaðir um 20 milljarða króna eða eitthvað brot af því? Þegar fjár- málaráðherra hafði lokið kynningu sinni á fjár- lagafrumvarpinu í byrj- un mánaðarins var hins vegar fæst sem benti til þess að ríkisstjórnin ætli sér að lækka skatta í lík- ingu við það sem stjórn- arflokkarnir lofuðu fyrir kosningar. Báðir flokk- arnir lofuðu að lækka skatta um nálægt 20 milljörðum króna. Sjálf- stæðisflokkur öllu meira og Framsóknarflokkur minna. Á kynningu fjár- málaráðherrans mátti vissulega skilja að 20 milljörðum króna yrði varið til skattalækkana. En það verður á þremur árum, 2005 til 2007. Skattalækkunin verður því að líkindum aðeins 6,66 milljarðar króna. Hvernig er hægt að kalla það að koma til móts við landsmenn í skattamálum þegar lagt er til að skattar verði lækkaðir um 6,66 millj- arða króna í áföngum á næstu fjórum árum en tekjur ríkissjóðs af landsmönnum hafa auk- ist um yfir 100 milljarða króna frá því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks settist að völdum? Og hvernig koma væntanlegar hækkanir á sköttum á eldsneyti til móts við landsmenn?“ STAKSTEINAR Að verja fé til skatta- lækkana Víkverji skrifar... VÍKVERJI var einn þeirra fjöl-mörgu sem fylgdust með Eddu-verðlaunahátíðinni í Sjón- varpinu sl. föstudagskvöld – og hafði gaman af. Fátt kom á óvart, enda fáar kvikmyndir um hituna, en það sem kom Víkverja einna skemmtilegast á óvart var frammistaða Sveppa af Popptíví, Sverris Þórs Sverrissonar, sem kynnis við hlið Evu Maríu Jóns- dóttur. Svona líka falleg og flott voru þau í íslensku þjóðbúning- unum og náðu bara mjög vel sam- an. Sveppi sýndi það og sannaði fyrir landsmönnum að honum er treystandi fyrir ábyrgðarfyllra og meira krefjandi hlutverki en hann hefur á Popptíví í þættinum 70 mín- útum ásamt Auðuni Blöndal, Audda. x x x ÞEIR drengir eru sennilega orðnirvinsælli og meiri fyrirmyndir ungu kynslóðarinnar en þeir átta sig á. Víkverji er ekki frá því að þáttur þeirra sé að verða eins og Eurovis- ion. Fáir viðurkenna að horfa á þátt- inn en gera það engu að síður. Auddi og Sveppi virðast höfða til fleiri en þeirra sem upphaflega stóð til að gera. Fólk á öllum aldri kannast við þáttinn og ekki síst þau strákapör sem vinsældirnar stafa aðallega af. Víkverji viðurkennir hér og nú, kom- inn á miðjan aldurinn eða svo, að kíkja oftar en ekki á þá félaga að loknum seinni kvöldfréttatíma Sjón- varpsins. Fyrst og fremst er það gert fyrir forvitni sakir. „Hverju skyldi maður nú verða vitni að?“ hugsar Víkverji þá með sér. Audda og Sveppa hefur líklega tekist að kveikja með mörgum Ís- lendingum duldar kenndir, einhverja útrás sem ekki hefur fengið farveg á öllum hinum sjónvarpsstöðvunum. Sjáiði t.d. fyrir ykkur atriði í Sjón- varpinu þar sem könnuð er loftmót- staða smokka á 100 km hraða út um bílglugga? Eða að sjónvarps- maður skvetti úr skinnsokknum í beinni, eða gangi í gegnum bíla- þvottastöð á brókinni einni klæða? Hvað þá að sjá einhvern drekka blandaðan drykk úr mysu, sinnepi, fisksoði, chili og pilsner. x x x VÍSBENDING um að fé-lagarnir séu farnir að skynja ábyrgðarhlutverk sitt betur birt- ist í síðustu viku er þeir fengu geðlækni til sín til að fjalla um ofvirk börn. Um leið báðu þeir áhorfendur afsökunar á ummælum sínum um lyfjanotkun ofvirkra barna og var þetta stórmannlega og heiðarlega gert af drengjunum. Húmorinn var þó ekki langt undan þar sem þeir kynntu lækninn sem líklega þann „ófrægasta“ sem til þeirra hefði kom- ið! Víkverji hvetur piltana til frekari dáða og vonar að þeir nái að feta hina hárfínu línu á milli fyndninnar og fíflaskaparins. Þarna þarf að mati Víkverja að vera ákveðið jafnvægi þannig að engum sé misboðið, hvorki ungum né öldnum, konum eða körl- um. Morgunblaðið/Þorkell Sveppi og Auddi á góðri stund í 70 mínútum. Í KIRKJUNUM er sungið: Haf guðs orð fyrir leiðar- stein í stafni. Er þess ekki lengur þörf? Hvar eru þeir áskrifendur Stöðvar 2 sem ekki kæra sig um kukl og andafundi inni í stofu hjá sér? Þeir sem hafa valið að ganga gegn guðs orði á þennan hátt, hafa hingað til getað framið þetta í sam- komuhúsum úti í bæ, en nú er þessu þrengt inn á heim- ilin. Vissulega er hægt að taka fjarstýringuna og loka fyrir en á hverju heimili eru e.t.v. óvitar sem ekki loka og gætu haft illt af. Því mið- ur eru þeir margir á okkar landi. Þetta mál hefir verið til umfjöllunar, aðallega í kristilegu fjölmiðlunum, en þeir ná því miður ekki eyr- um allra. Það væri gott ef fleiri, sem átta sig á því hvað hér er um að vera, láti í sér heyra. Þögn er sama og samþykki. Ég vil ekki trúa því að miðlar vilji blekkja fólk en þeir eru sjálfir blekktir og blekkja því aðra. Ég ráðlegg þeim sem vilja vita meira um dulræn efni og vilja ekki láta blekkjast að lesa frásögn þar sem fjallað er um allan pakkann. Bókin er skrifuð af amerískum lækni, dr. Rebeccu Brown. Bók dr. Rebeccu Brown er að finna á netinu: islandia.is/von. J.F.K. Hálfgert hneyksli ÞJÓÐÞEKKT persóna hélt nýlega upp á stórafmæli og bauð þekktu fólki úr þjóð- félaginu í veislu. Hún aftók allar gjafir en var með söfn- unarbauk til styrktar góðu málefni. Þegar talið var upp úr bauknum kom í ljós að þar var fjárhæð sem samsvaraði því að hver gestur hefði gefið um 200 kr. Finnst mér það hálfgert hneyksli að fólk sýni ekki meiri áhuga á góðu málefni. Lesandi. Útlendingastofnun ÞEGAR ég þarf að endur- nýja vegabréf þarf ég að fara til Útlendingastofnun- ar, sem starfrækt er hér á landi, til að fá það útgefið. Finnst mér furðulegt að Ís- lendingur þurfi að leita til stofnunar sem ber þetta heiti og finnst þetta mis- notkun á málinu. Það er eins og Íslendingur sé út- lendingur í sínu eigin landi þegar hann sækir um vega- bréf. Vestarr Lúðvíksson. Dýrahald Dýr í óskilum Á Dýralæknastofunni Lyngási 18 í Garðabæ eru eftirtalin dýr í óskilum: Hvít og dökkgrá læða, stálpuð, gæf og ljúf. Var hent út úr bíl við Iðufell í Breiðholti f. 4 vikum. Gári, hvítur með bláu í. Mjög gæfur og vel taminn. Ung- ur fugl.Vinsamlegast hafið samband við Dýralækna- stofuna í síma 565 8311. Magni er týndur MAGNI er norskur skóg- arköttur, rauðbrúnn með hvítar loppur. Hann er frekar loðinn, minnir svolít- ið á ref. Hann hvarf frá heimili sínu, Vallengi 4 í Grafarvogi, 11. maí síðast- liðinn. Þó langur tími sé lið- in, held ég enn í vonina að hann hafi sest að, ólarlaus hjá einhverjum. Hann er ekki eyrnamerktur en var með silfurlitaða ól þegar hann hvarf. Þeir sem geta gefið upplýsingar hringi í síma 564 6423 og 820 3708. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Athugasemd vegna miðils- funda á Stöð 2 Morgunblaðið/Ásdís 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 geðvondur, 8 digurt, 9 tekur, 10 málmur, 11 slitni, 13 kjánar, 15 höf- uðfats, 18 mannsnafn, 21 gerist oft, 22 bæli, 23 sætta sig við, 24 spjalla saman. LÓÐRÉTT: 2 skræfa, 3 snáði, 4 ljúka, 5 mergð, 6 hæðir, 7 þrjóskur, 12 veiðarfæri, 14 ekki gömul, 15 hitti, 16 dragsúg, 17 al, 18 skrið- dýr, 19 atvinnugrein, 20 fuglinn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 rupla, 4 bugar, 7 móður, 8 rjótt, 9 sút, 11 annt, 13 fita, 14 erfir, 15 bull, 17 ílát, 20 þrá, 22 lofar, 23 bæt- um, 24 rúnir, 25 tjara. Lóðrétt: 1 rimpa, 2 peðin, 3 aurs, 4 bert, 5 glófi, 6 rétta, 10 útför, 12 tel, 13 frí, 15 bólur, 16 lyfin, 18 letja, 19 tomma, 20 þrír, 21 ábót. K r o s s g á t a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.