Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 39 HJÓNIN Þorkell Sig- urðsson og Þorbjörg Guðmundsdóttir gáfu nýverið Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB, eina milljón króna. Styrkurinn er veittur í minningu sonar þeirra, Sigurðar Guðmundar Þorkelssonar, sem lést af völdum krabbameins árið 1975, 17 ára að aldri. SKB styður við bakið á fjölskyldum barna sem greinast með krabba- mein, en árlega fá 10–12 börn sjúk- dóminn hér á landi. Rósa Guðbjartsdóttir, fram- kvæmdastjóri SKB, veitti styrknum viðtöku á heimili þeirra hjóna. Þorbjörg Guðmundsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Þorkell Sigurðsson. Gáfu SKB eina milljón Árásin ekki við Paddy’s Vegna fréttar í blaðinu í gær um árásarmál við skemmtistaðinn Pad- dy’s í Reykjanesbæ vill eigandi staðarins taka fram, að meint árás hafi átt sér stað alllangt frá staðn- um en ekki fyrir utan hann, eins og stóð í fréttinni. Komust í 60 para úrslit Rangt var farið með árangur ís- lenskra danspara í London í síð- ustu viku í frétt í blaðinu sl. mánu- dag. Rétt er að Ásta Bjarnadóttir og Þorleifur Einarsson frá Dans- deild ÍR voru í flokki 13–14 ára og komust í 60 para úrslit. 29 pör voru skráð til leiks mið- vikudaginn 8. október og komust öll íslensku pörin í undanúrslit, en Magnús og Ragna náðu þar 3. sæti. Féll niður nafn meðhönnuðar Í grein á forsíðu Fasteignablaðs Morgunblaðsins hinn 13.10 sl. var sagt frá frágangi lóðar við Kenn- araháskóla Íslands. Í umfjölluninni kom fram nafn Björns Jóhannsson- ar landslagsarktitekts en féll niður nafn Einars Birgissonar landslags- arktiteks, sem hannaði lóðina með Birni. LEIÐRÉTT Kynning á kvennaferð til Kenýa verður í dag, miðvikudag kl. 18–19, í húsakynnum Úrvals Útsýnar í Lág- múla 4. Boðið er upp á ævintýraferð fyrir konur og takmarkast hópurinn við 20 konur. Ferðin hefst í höf- uðborg landsins Nairobi þar sem farið verður að fyrrverandi heimili Karenar Blixen. Einnig verður farið í þjóðgarða þ. á m. Masaii Mara o.fl. Meistaraprófsfyrirlestur í Há- skóla Íslands. Burkni Helgason heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í véla- og iðn- aðarverkfræði í dag, miðvikudag kl. 17 í stofu 26, 2. hæð í VR-II, húsa- kynnum verkfræðideildar HÍ. Meistaraverkefnið ber nafnið: Töl- fræðilegt áhættumat á A/V–braut Reykjavíkurflugvallar. Markmið verkefnisins er að meta líkur á árekstrum flugvéla við kyrrstæða hluti í nágrenni Reykjavík- urflugvallar í aðflugi að A/V (Aust- ur-Vestur) -braut vallarins. Leið- beinendur: Guðmundur R. Jónsson, Þorgeir Pálsson og Brandur St. Guðmundsson. Prófdómari er Birgir Hrafnkelsson. Bandarískur frisbígolf spilari á Ís- landi Bandaríkjamaðurinn Bill Boyd keppnismaður í frisbígolfi mun verða á frisbígolfvellinum í Gufunesi í Grafarvogi, í dag, miðvikudaginn 15. október kl. 16–19. Þar mun hann sýnir köst og leiðbeina áhugasömum um frisbígolf. Bill mun m.a. verða með sérstaka diska sem ætlaðir eru fyrir þessa íþrótt, segir í frétta- tilkynningu. Samkoma í Grensáskirkju Í tilefni af 40 ára afmæli Grensáskirkju hyggst söfnuðurinn bjóða til sam- komu í dag, miðvikudaginn 15. októ- ber kl. 20, þar sem minnst verður samkomustarfs í kirkjunni í tíð Hall- dórs Gröndal. Í DAG Félag kvenna í atvinnurekstri heldur 1. púltfund sinn á þessu starfsári á morgun, fimmtudaginn 16. október í Víkingasal Hótels Loft- leiða. Fundurinn hefst með morg- unverði kl. 8 en eiginleg dagskrá hefst kl. 8.30. Gestafyrirlesari verður Magnús Scheving framkvæmdastjóri Lata- bæjar. Magnús kallar erindi sitt; Fókus – markmið – nýsköpun. Einn- ig munu tvær konur í FKA kynna fyrirtæki sín á fundinum. Fund- arstjóri verður Lára Pétursdóttur hjá Congress Reykjavík. Aðgangur er kr. 1.500, með morgunverði. Meistaraprófsfyrirlestrar í Há- skóla Íslands. Sveinn Margeirs- son mun kynna meistaraverkefni sitt í iðnaðarverkfræði við verk- fræðideild Háskóla Íslands, á morg- un, fimmtudaginn 16. október kl. 12.15, í húsakynnum Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins (Rf), Skúlagötu 4, í fundarsal á 1. hæð. Meistaraverkefnið ber nafnið ,,Nýt- ing, gæði og eðliseiginleikar þorsk- afla“. Leiðbeinendur voru Guð- mundur R. Jónsson, Sigurjón Arason og Guðjón Þorkelsson. Próf- dómari er Ólafur Pétur Pálsson. Sigurgeir Björn Geirsson heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meist- araprófs í véla- og iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, á morgun, fimmtudaginn 16. október kl. 16, í húsakynnum Orkuveitu Reykjavík- ur, Bæjarhálsi 1. Markmið verkefn- isins er að skoða nýtingu stýrikerfa við mismunandi aðstæður. Meist- araprófsnefndina skipa Guðmundur R. Jónsson, prófessor, Ólafur Pétur Pálsson, dósent og Þorleikur Jó- hannesson verkfræðingur hjá verk- fræðistofunni Fjarhitun. Hádegisverðarfundur Félags við- skipta- og hagfræðinga verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 16. október kl. 12–13.30 í Gullteigi B, Grand Hótel. Fyrirlesarar verða: Erlendur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Alþjóðasviðs Íslands- banka, Vilhjálmur Bjarnason, rekstrarhagfræðingur, Jafet S. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verð- bréfastofunnar. Fundarstjóri: Krist- inn Tryggvi Gunnarsson, ráðgjafi hjá IMG Deloitte. Fundurinn er öll- um opinn. Dagur vatnsins haldinn hátíðleg- ur í Gjábakka á morgun, fimmtu- daginn 16.október. Dagskráin hefst með ferð í Gvendarbrunnahús í Heiðmörk kl. 10, þar sem Orkuveit- an tekur á móti gestum, leið- sögumaður verður Björn Þor- steinsson sagnfræðingur. Hádegisverður verður í Gjábakka þegar komið er til baka og dagskrá hefst kl. 14. Fræðsluerindi heldur Ingólfur Gissurarson matvælafræð- ingur þá mun Guðrún Lilja Guð- mundsdóttir og Ómar Gunnarsson stjórna fjöldasöng. Sigurlaug Guð- mundsdóttir flytur frumort ljóð og Bergþór Pálsson syngur við undir- leik Jónasar Ingimundarsonar. Að- alsteinn Sigfússon félagsmálastjóri í Kópavogi afhendir Gjábakka vatns- brunn. Allir velkomnir. Kaffiveit- ingar. Fræðslufundur hjá Foreldrafélagi barna með AD/HD, (áður Foreldra- félag misþroska barna) verður hald- inn á morgun, fimmtudaginn 16. október kl. 20, í Safnaðarheimili Há- teigskirkju, gengið inn frá bílastæði. Hrefna Haraldsdóttir foreldraráð- gjafi hjá Þroskahjálp flytur erindi er hún nefnir: Hlutverk foreldraráð- gjafa. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Á MORGUN Matvæladagur MNÍ Matvæla og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ) boðar til Matvæladags föstudaginn 17. október kl. 12.30–17 í Hvammi, Grand Hótel Reykjavík. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Breytingar á mat- aræði – hvað býr að baki“. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra setur ráðstefnuna en auk hans munu taka til máls: Laufey Steingríms- dóttir frá Lýðheilsustöð, Tim Lob- stein ráðgjafi í manneldisstefnu- málum í Bretlandi, Sveinbjörg Halldórsdóttir frá Rannsóknarstofu í næringarfræði, Guðbjörg Helga Jó- hannesdóttir frá Osta- og smjörsöl- unni, Brynhildur Briem frá Neyt- endasamtökunum og Kristinn Ólafsson frá IMG. Á ráðstefnunni verður „Fjöregg MNÍ“ afhent en það er verðlauna- gripur sem veittur er fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Stjórnmálanámskeiðið „Láttu að þér kveða“, sem haldið verður á veg- um Stjórnmálaskóla Sjálfstæð- isflokksins, hefst 21. október nk. Námskeiðið, sem eingöngu er fyrir konur, verður á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum næstu 4 vik- urnar, og lýkur því 13. nóvember. Skráning er hafin í símum og á net- fangi disa@xd.is Dagskrá stjórnmálanámskeiðsins má nálgast í heild á heimasíðu Sjálfstæð- isflokksins, www.xd.is Námskeið hjá Vista um hvernig tölvusjón getur bætt gæðaeftirlit verður haldið 21. – 22. október kl. 9– 16, á Höfðabakka 9. Kennt verður að nota myndir með tölvu, og nota myndgreiningarforritið Vision- Builder til myndgreiningar. Verð fyrir námskeið er kr. 29.000. Skráning í tölvupósti hjá vista@vista. Á NÆSTUNNI SVERRIR Teitsson tók við embætti formanns Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík á stjórnarfundi félagsins sem fram fór mánudaginn 13. októ- ber sl. Sverrir hefur verið varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, tekur við formennskunni af Andrési Jónssyni sem kjörinn var formaður landssamtaka Ungra jafnaðarmanna föstudaginn 3. október sl. Nýr formaður Ungra jafn- aðarmanna Á FYRSTU háskólatónleikum haustsins í Norræna húsinu syngur Marta Guðrún Halldórsdóttir þjóð- lög úr safni séra Bjarna Þorsteins- sonar við undirleik Arnar Magn- ússonar. Háskólatónleikarnir eru sem fyrr haldnir kl. 12.30. Lögin eru öll í nýjum útsetningum Hildi- gunnar Rúnarsdóttur fyrir söng- rödd og píanó. Jafnframt syngur Marta nokkur lög án undirleiks, einnig úr safni séra Bjarna. Að- gangseyrir er 500 kr. en ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskír- teina. Þjóðlög á háskóla- tónleikum Marta Guðrún Halldórsdóttir og Örn Magnússon. EINS og víða um heim hafa félagasamtök hér- lendis sem berjast gegn krabbameini vakið at- hygli á baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm, með því að lýsa upp ým- is mannvirki í bleikum lit. Að þessu sinni er at- hyglinni einkum beint að brjóstakrabbameini. Krabbameinsfélag Skagafjarðar og Dugur félag krabbameinssjúk- linga og aðstandenda þeirra tekur þátt í þessu átaki með því að lýsa Sauðárkrókskirkju bleika þessa fyrstu októberdaga. Að sögn Maríu Reykdal, formans Dugs og starfsmanns á skrifstofu fé- lagsins, er markmiðið með þessu að fræða almenning um sjúkdóminn og einnig að hvetja konur til þess að nýta sér boð leitar- stöðva Krabbameins- félagsins um brjósta- myndatökur. Allar rannsóknir sýni að með reglulegum myndatökum megi greina meinið fyrr og auka þannig verulega líkur á lækningu og lækka dánartíðni verulega. Sagði María að þær konur sem komnar væru um eða yfir fertugt þyrftu að minnsta kosti að koma til myndatöku annað hvert ár. Á vegum félagsins er unnið að kynningarstarfi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra, og nýverið var gestur félagsins Anna Pálína Árna- dóttir söngkona sem hitti félaga og sagði frá reynslu sinni í baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm. Sauðárkrókskirkja bleiklýst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.