Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 47
ÍSLENSKA snjóbrettamyndin
Óreiða er komin út en myndin er sú
fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
Myndin er gerð af hópnum Team
Divine á Akureyri. „Myndin var tek-
in upp síðasta vetur, 2002–2003, að-
allega í Hlíðarfjalli en líka mikið
innanbæjar á Akureyri,“ segir Ás-
geir Höskuldsson, formaður Bretta-
félags Íslands og félagi í Team
Divine.
Team Divine er hópur bretta-
stráka á Akureyri, sem flestir eru
12–17 ára gamlir. Ásgeir er elstur,
24 ára, en hann segir að milli 10 og
12 manns myndi kjarnann í hópnum.
Óreiða er 37 mínútur að lengd en
á spólunni er líka að finna aukaefni,
hjólabrettamynd, sem gerð var sum-
arið 2002 með sömu strákunum. „Í
heildina er þetta klukkutími að
lengd,“ segir Ásgeir.
Team Divine stendur algjörlega
að framleiðslu myndarinnar, sem er
gefin út af hópnum í samvinnu við
Brettafélag Íslands. „Við gerum
þetta sjálfir. Við fengum líka lán-
aðar vélar frá PoppTíví en meira en
helmingurinn er tekinn upp á venju-
legar JVC-vélar sem styðjast við
DVCAM-spólur. Síðan er einn 16 ára
félagi okkar, sem hefur kennt sér
sjálfur, sem klippir þetta,“ segir Ás-
geir, sem segir spóluna hafa fengið
góðar viðtökur. Meðal annars verð-
ur fjallað um myndbandið og nýjan
og endurbættan vef Brettafélagsins
í þekktu snjóbrettablaði, Onboard
Magazine.
Ásgeir segir að margir stundi
snjóbretti á Akureyri. „Þetta hefur
þróast þannig hér á Íslandi síðustu
tvo vetur. Það er búið að vera lítið
opið fyrir sunnan. Það er meiri að-
staða og aðbúnaður fyrir brettafólk
hér. Þess vegna er kominn upp
hérna sterkur hópur á aldrinum 12
til 17 ára hér í brettunum,“ segir
hann. Alls eru 490 manns skráðir í
Brettafélag Íslands en Ásgeir segir
að um 100 manns séu virkir félagar.
Yfir bíla og niður handrið
Sumir strákarnir í hópnum eru í
heimsklassa í svokölluðu „jibbi“ en
myndin sýnir mikið af því. „Í mynd-
inni er mikið af því sem við köllum
„jibb“. „Jibb“ er að renna sér yfir
allar hindranir, sem eru fyrir fram-
an mann og gera ákveðin „trikk“.
Við getum stundað það hérna innan-
bæjar. Finnum okkur handrið niður
tröppur, bílhræ eða eitthvað og svo
er settur upp smá pallur fyrir að-
komu. Til dæmis er hægt að fara
beint yfir bílinn, gera trikk þar eða
stökkva yfir hann,“ tekur Ásgeir
sem dæmi. „Síðasti vetur einkennd-
ist af litlum snjó en þá vorum við
mikið innanbæjar. Við notum stund-
um snjó frá skautasvellinu eða för-
um með kerru upp í fjall og náum í
snjó og gerum eitthvað úr því. Við
deyjum ekki ráðalausir. Við erum
ekki eins og skíðafólkið sem þarf
heila brekku. Við þurfum ekki mikið
til að gera eitthvað,“ segir hann.
Í anda Kjánaprikanna
Myndbandið er m.a. ætlað sem
kynningarefni. „Við gáfum þetta út
til gamans og myndbandið er líka
ætlað sem kynningarefni fyrir
strákana þannig að þeir hafi eitt-
hvað milli handanna ef þeir vilja
kynna sig fyrir fyrirtækjum varð-
andi styrki,“ segir hann og bætir
við: „Það er líka mikil Jackass-
stemmning í þessu eins og er í svona
snjóbrettamyndum. Það er menn-
ingin í kringum þetta.“
Áhugasamir geta þessa dagana
séð brot úr myndinni í Optical Stud-
io Sól í Smáralindinni.
Hluti af Team Divine. Fremri röð
f.v. Halldór Helgason og Ásgeir
Höskuldsson. Aftari röð f.v. Ing-
ólfur Gunnarsson, Viktor Hjart-
arson og Eiríkur Helgason.
Þurfum
ekki mikið
Ekki reyna þetta heima! „Jibb“ á
Akureyri en í því felst m.a. að
stökkva yfir bíla eða aðra hluti.
Óreiða fæst í Brim við Laugaveg
og í Kringlunni og Sportveri á Ak-
ureyri og kostar 1.500 krónur.
www.bigjump.is
ingarun@mbl.is
Morgunblaðið/Kristján
Íslensk snjóbrettamynd komin út
Stuttmyndin
Síðasta
Kynslóðin
sýnd á undan
myndinni
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 6 og 9.
Tvímælalaust ein albesta mynd
ársins sem slegið hefur rækilega í
gegn í Bandaríkjunum
Stórmynd sem engin má missa af.
3D
gleraugu
fylgja hverjum
miða
l
l j j
i
Sýnd kl. 5.30.
Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 10.
thirteen
Sýnd kl. 6.
SV MBL
Sýnd kl. 8.
Sýnd kl. 8.
Munið afs láttarkort in á kv ikmyndahát íð
HK. DV
ELEPHANT
THE FOG
OF WAR
Sýnd kl. 10.20.
MBL
MBL HK DV
SG DV
MBL
www.laugarasbio.is
Ný vídd í
skemmtun
fyrir alla
fjölskylduna.
Settu upp
3víddar
gleraugun og
taktu þátt í
ævintýrinu!
3D
gleraugu
fylgja hverjum
miða
l
l j j
i
Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 12 ára.
Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að
lenda í sínu erfiðasta máli. Mögnuð spennumynd!
Frá framleiðanda
Fast & the Furious og xXx
Löggur þurfa líka hjálp!
Beint á
toppinn
í USA
Tvímælalaust ein albesta mynd ársins
sem slegið hefur rækilega í gegn
í Bandaríkjunum
Stórmynd sem engin má missa af.
Sýnd kl. 6. Með ísl. tali - Tilboð 400 kr.Sýnd kl. 8 og 10.
SKONROKK FM 909 SV MBL SG DV
SV MBL
HJ MBL
SKONROKK FM 909
SKONROKK FM 909
HK DV
HK DV
HK DV
KVIKMYNDIR.COM
ELEPHANT
SG MBL
HK DV
Síðustu dagar Eddu hátíðarinnar - lýkur á sunnudag
Ekki missa af þessari mögnuðu kvikmyndahátíð sem slegið hefur í gegn!
Fylgist með sýningartímum næstu daga
Moggabúðin
Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.