Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ST. ANDREWS-golfvöllurinn í Skotlandi er goðsögn meðal flestra kylfinga og ímynd Opna breska meistaramótsins er oft tengd eft- irminnilegum atburðum frá „gamla“ vellinum í St. Andrews. Forráðamenn St. Andrews-golf- klúbbsins hafa í gegnum tíðina haldið fast í gamlar hefðir og hafa ekki viljað gera miklar breytingar á vellinum. Nú hafa þeir í hyggju að gera nokkrar breytingar á gamla vellinum fyrir Opna breska meist- aramótið sem fram fer á vellinum árið 2005 en síðast fór mótið þar fram árið 2000. Þar sigraði Banda- ríkjamaðurinn Tiger Woods og af- rekaði það að lenda aldrei í sand- glompu á öllum fjórum keppnis- dögunum. Margir hafa bent á að Tiger hafi slegið yfir allar hindr- anir sem á vegi hans voru og að flestir kylfingar geri slíkt hið sama. Forráðamenn St. Andrews segja hins vegar að breytingarnar séu ekki gerðar með það að markmiði að „hefta för“ Tigers Woods um völlinn. Völlurinn verður lengdur um rúmlega 150 metra og verða sjö nýir teigar teknir í notkun auk þess sem 14. brautin verður lengd í rúm- lega 560 metra. „Við erum ekki að breyta vegna þess að Tiger Woods lenti aldrei í erfiðleikum á vellinum árið 2000. Ef honum tekst að forð- ast sandglompurnar á ný yrði það dásamlegt. En við erum að bregð- ast við því að upphafshöggin eru mun lengri í dag,“ segir Peter Daw- son, ritari á St. Andrews. Miklar breytingar gerðar á St. Andrews-vellinum ÞEGAR dregið verður í riðla í undankeppni HM í knatt- spyrnu 5. desember verða riðl- arnir færri og fleiri þjóðir í þeim. 51 Evrópuþjóð tekur þátt í undankeppni HM og verða fimm riðlar skipaðir sex þjóðum og þrír með sjö þjóð- um. Efstu þjóðirnar í riðlunum vinna sér keppnisréttinn á HM í Þýskalandi 2006 en þjóðirnar sem hafna í öðru sæti fara í umspil líkt og hefur verið. Breytingin verður meiri þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2008. Þá verða sex riðlar með sjö þjóðum og einn með átta og komast tvær efstu þjóðirnar í riðlinum beint í úrslitakeppn- ina sem haldin verður í Sviss og Austurríki 2008. „Þetta hefur verið sam- þykkt í stjórn UEFA og er mikið fagnaðarefni. Með þessu ætti svokölluðum vináttu- leikjum að fækka enda er lítill áhugi fyrir þeim hjá leikmönn- um jafnt sem áhorfendum. Fólk hefur áhuga á keppnis- leikjum og með því að fækka riðlunum fáum við fleiri leiki sem skipta máli,“ sagði Egg- ert Magnússon, formaður KSÍ, við Morgunblaðið. Færri riðlar í undan- keppni HM  BRYNJAR Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Nottingham Forest í leiknum gegn Rotherham í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gær.  ÁRNI Thor Guðmundsson, knatt- spyrnumaður úr Leiftri/Dalvík, er kominn til Þýskalands þar sem hann æfir með Hamburger SV næstu tvær vikurnar. Árni Thor, sem er 22 ára, var lykilmaður í vörn norðan- manna í 1. deildinni í sumar. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Þór á Akureyri mikinn hug á að fá Árna Thor í sínar raðir fyrir næsta tímabil.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, segir að Michael Owen verði ekki með liðinu gegn Olimpija Ljubljana á Anfield í kvöld en þá eigast liðin við öðru sinni í UEFA-keppninni. Owen hafi ekki enn náð sér af meiðslum sem hann varð fyrir í leiknum Arsenal fyrir tíu dögum. Owen verður hugsanlega klár í slaginn gegn Portsmouth um næstu helgi.  MARCIO Maximo, fyrsti Brasilíu- maðurinn sem þjálfar lið á Bret- landseyjum sagði upp starfi sínu í gær eftir að hafa verið í sjö mánuði þjálfari hjá skoska félaginu Livings- ton. Undir stjórn Maximo vann Liv- ingston aðeins tvo leiki í skosku úr- valsdeildinni.  ALEXANDRS Petersons og fé- lagar hans í þýska handknattleikslið- inu Düsseldorf báru allir stórt spurningarmerki framan á keppn- istreyjum sínum um helgina þegar þeir léku við Gensungen í 2. deildinni í handknattleik. Auk þess hlupu þeir inn á völlinn með stórt spjald sem á stóð: „Við erum til sölu.“  DÜSSELDORF hefur ekki tekist að fá neinn stóran styrktaraðila til liðs við sig og því var gripið til þessa ráðs. „Það er ótrúlegt, miðað við gott gengi okkar og sterka stöðu í hand- boltanum á svæðinu, að ekkert stórt fyrirtæki í borg af þessari stærðar- gráðu skuli vilja ganga til liðs við okkur,“ segir Frank Flatten, fram- kvæmdastjóri Düsseldorf.  LIÐ Petersons er í öðru sæti í suð- urriðli 2. deildar, hefur unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum, og stefn- ir á að vinna sér sæti í 1. deildinni.  SAMMY McIlroy er líklegur til þess að taka við enska 2. deildarlið- inu Stockport, en McIlroy hefur stýrt landsliði N-Íra undanfarin ár, en eftir slakt gengi liðsins í undan- keppni EM er búist við því að hann segi starfi sínu lausu. John Hollins er knattspyrnustjóri Stockport þessa dagana en hann tók við starf- inu tímabundið eftir að Carlton Palmer var sagt upp störfum á dög- unum. Palmer er fyrrverandi landsliðsmaður Englands. FÓLK Fari svo að Eradze þurfi að fara íaðgerð vegna krossbandsins mun hann verða frá í allt að hálft ár, og verður því ekki með íslenska lands- liðinu sem nú þegar hefur tryggt sér far- seðilinn á Evrópu- meistaramótið sem fram fer í lok janúar. Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals sagði í gær að vissulega von- uðust menn þar á bæ til þess að ít- arleg rannsókn sem Eradze mun gangast undir í dag leiði í ljós að meiðslin séu ekki þess eðlis að hann verði frá í allt að 6 mánuði. „Við erum ekki búnir að gefa upp alla von en það kemur í ljós í dag hvernig staðan er – en fyrstu vís- bendingar gefa til kynna að um slitið krossband sé að ræða og jafnvel rif- inn liðþófa að auki. Eradze hefur verið slæmur í baki og aftaverðu hægra læri í haust, eða eftir Reykja- vík Open og hann hefur átt tvo slaka leiki í röð sem er ólíkt honum. Kannski hafa þessi bakmeiðsli haft þau áhrif að hann hefur beitt sér með öðrum hætti og niðurstaðan eru al- varleg hnémeiðsli. Maður veit það samt sem áður ekki fyrir víst,“ sagði Óskar Bjarni en hann bætti því við að ljósið í myrkrinu fyrir Eradze væri Ólympíuleikarnir í Aþenu, næsta sumar. „Það verður honum hvatning að ná sér að fullu fyrir ÓL, ef hann missir af EM í janúar. En það er of snemmt að segja til um framhaldið á þessari stundu.“ Þegar Eradze meiddist í leiknum gegn Fram var hann að fleygja sér á eftir knettinum og lenti hann með þeim hætti að það snérist upp á vinstra hnéð. Pálmar stendur vaktina Spurður hvort annar markvörður yrði fenginn til liðsins í stað Eradze sagði Óskar að Pálmar Pétursson myndi standa vaktina. „Við stöndum 100% á bak við Pálmar enda er hann unglingalandsliðsmaður og var í U-18 ára liðinu sem varð Evrópu- meistari í sumar sem leið. Pálmar lék nokkra leiki í fyrra í fjarveru Eradze og stóð sig vel. Við erum því ekki að leita að öðrum markverði á erlendri grundu,“ sagði Óskar Bjarni. Eradze líklega með slitið krossband ALLAR líkur eru á því að Roland Eradze markvörður Vals og ís- lenska landsliðsins í handknattleik verði frá keppni í allt að hálft ár en Eradze er líklega með slitið fremra krossband í vinstra hné og að auki gæti liðþófi verið skaddaður. Eradze meiddist undir lok leiks Vals gegn Fram í RE/MAX-deildinni s.l. föstudag og var í fyrstu talið að hann yrði frá í 4-6 vikur en eftir skoðun hjá Stefáni Carlssyni lækni í gær benti allt til þess að meiðslin væru alvarlegri. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Morgunblaðið/Golli Roland Valur Eradze, landsliðsmarkvörður úr Val. HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, RE/MAX-deildin: Vestm.eyjar: ÍBV – FH ....................... 19:15 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Framhús: Fram – ÍBV......................... 18.30 Seltjarnarnes: Grótta/KR – FH.......... 19.15 Hlíðarendi: Valur – KA/Þór ................ 19.15 Víkin: Víkingur – Stjarnan .................. 19.15 Ásvellir: Haukar – Fylkir/ÍR ................... 20 Í KVÖLD KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna Keflavík - ÍR..........................................83:48 Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 21, Anna María Sveinsdóttir 11, Svava Ó. Stef- ánsdóttir 9, Rannveig K. Randversdóttir 9, María Erlingsdóttir 8, Kristín Blöndal 6, Bára Bragadóttir 6, Marín R. Karlsdóttir 5, Erla Reynisdóttir 4, Erla Þorsteinsdóttir 1. Stig ÍR: Eplunus Brooks 18, Ragnhildur Guðmundsdóttir 7, Bryndís Gunnlaugs- dóttir 6, Rakel Viggósdóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Hrefna D. Gunnarsdóttir 2, Eva M. Grétarsdóttir 2, Sara Andrés- dóttir 1. Staðan: Keflavík 2 2 0 187:121 4 Njarðvík 1 1 0 56:43 2 ÍS 2 1 1 103:108 2 ÍR 2 1 1 120:135 2 KR 2 0 2 104:132 0 Grindavík 1 0 1 73:104 0 1. deild karla ÍS - Fjölnir .............................................75:79 KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Birmingham - Chelsea .............................0:0 - 29.460 Staða efstu liða: Chelsea 8 6 2 0 18:7 20 Arsenal 8 6 2 0 16:6 20 Man. Utd 8 6 1 1 16:3 19 Birmingham 8 4 3 1 8:5 15 Fulham 7 4 2 1 15:9 14 Man. City 8 3 3 2 14:9 12 Southampton 8 3 3 2 8:5 12 Liverpool 8 3 2 3 12:9 11 Charlton 8 3 2 3 12:12 11 Portsmouth 8 2 3 3 10:9 9 Blackburn 8 2 2 4 15:16 8 Everton 8 2 2 4 12:14 8 Tottenham 8 2 2 4 8:12 8 Aston Villa 8 2 2 4 8:12 8 Bolton 8 1 5 2 6:12 8 Leeds 8 2 2 4 8:17 8 Middlesbro 8 2 1 5 7:14 7 Newcastle 7 1 3 3 8:10 6 Leicester 8 1 2 5 10:15 5 Wolves 8 1 2 5 3:18 5 1. deild: Crewe – Bradford .....................................2:2 Ipswich – Burnley .....................................6:1 Millwall – Preston .....................................0:1 Nottingham F. – Rotherham ...................2:2 Watford – Walsall......................................1:1 WBA – Sheff. Utd .....................................0:2 Bradford – Ipswich ...................................0:1 Rotherham – Millwall ...............................0:0 Derby – Wigan ..........................................2:2 Staðan: Sheff. Utd 12 8 2 2 22:11 26 WBA 12 8 1 3 19:12 25 West Ham 11 7 2 2 15:6 23 Wigan 12 6 5 1 17:9 23 Sunderland 11 7 1 3 18:10 22 Norwich 11 6 3 2 17:12 21 Ipswich 13 6 2 5 23:18 20 Millwall 14 5 5 4 17:15 20 Preston 12 6 1 5 16:13 19 Nottingham F. 12 5 2 5 19:16 17 Burnley 13 5 2 6 20:25 17 Cardiff 11 4 3 4 20:14 15 Reading 11 4 3 4 16:13 15 Stoke City 12 4 3 5 15:16 15 Cr. Palace 11 4 2 5 15:17 14 Crewe 12 4 2 6 11:17 14 Walsall 12 3 4 5 14:15 13 Derby 12 3 4 5 13:19 13 Gillingham 12 3 4 5 12:21 13 Coventry 10 3 3 4 15:16 12 Bradford 13 3 3 7 13:22 12 Rotherham 13 2 5 6 9:21 11 Watford 11 2 3 6 11:15 9 Wimbledon 11 1 1 9 13:27 4 Noregur Bikarkeppnin, undanúrslit: Tromsö - Bodö/Glimt ................................0:3 HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Nordhorn - Kiel .....................................29:29 Staða efstu liða: Flensburg 8 7 0 1 263:218 14 Hamburg 8 7 0 1 226:198 14 Kiel 8 6 1 1 245:212 13 Magdeburg 7 6 0 1 213:166 12 Lemgo 8 6 0 2 257:223 12 Nordhorn 6 5 0 1 182:151 10 Essen 8 5 0 3 227:200 10 Gummersb. 8 4 0 4 219:214 8 Großwallst. 5 3 1 1 120:122 7 Wetzlar 8 3 0 5 212:236 6 Wallau 8 2 1 5 246:262 5 Pfullingen 8 2 1 5 209:236 5 Wilhelmshav. 8 2 0 6 205:227 4 Minden 7 2 0 5 176:199 4 Eisenach 8 2 0 6 198:225 4 ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik er í riðli með Mak- edóníu, Ítalíu og Portúgal í undan- keppni Evrópumót landsliða og verður riðillinn sem Ísland er í spil- aður á Ítalíu 21.-23. nóvember. Riðlarnir eru tveir í undankeppn- inni en í hinum riðlinum, sem leik- inn verður í Búlgaríu, eru Sviss, Aserbaídsjan, Búlgaría og Grikk- land. Þrjár efstu þjóðirnar í hvorum riðli komast í umspil þar sem leikið verður í lok maí og byrjun júní um laust sæti í úrslitakeppni Evrópu- mótsins sem haldið verður að þessu sinni í Ungverjalandi í desember á næsta ári. Kvenna- landsliðið leikur á Ítalíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.