Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á mánuði miðað við rekstrar- leigu til þriggja ára 23.500 KR. SKODA OCTAVIA ÚTKEYRSLA Í BÍLAfiINGI Númer eitt í notuðum bílum Nýlegir fyrrum bílaleigubílar á hreint ótrúlegu verði. DRÖGUM að náttúruverndar- áætlun 2004 til 2008, sem Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra kynnti á umhverfisþingi í gær, var fagnað en einnig komu fram gagnrýnisraddir, m.a. á að sam- ráð hefði ekki verið nægt í und- irbúningnum og að með friðlýs- ingu 14 svæða væru ákvarðanir um skipulagsmál teknar frá við- komandi sveitarfélögum. Á fyrri degi umhverfisþings í gær var einkum fjallað um drögin að nátt- úruverndaráætluninni og við- brögð við þeim og í dag ræða starfshópar um ýmis atriði um framkvæmd náttúruverndar. David Anderson, umverf- isráðherra Kanada, flutti ávarp við upphaf þingsins. Sagði hann mikla samvinnu milli Íslands og Kanada vegna norðurskauts- svæða og hældi íslenskum um- hverfissérfræðingum og umhverf- isráðherra fyrir fagleg vinnubrögð. Einnig flutti ræðu Roger Crofts, varaforseti Alþjóða náttúruverndarsamtakanna fyrir Evrópu. Hann sagði Ísland geta fagnað ýmsu í náttúruvernd, m.a. hvernig jarðhiti væri nýttur, fiskistofnar væru í jafnvægi, ráð- ist hefði verið gegn landeyðingu og að fyrirhuguð náttúruvernd- aráætlun væri fagnaðarefni. Hann sagði Ísland geta lagt af mörkum á alþjóðavísu hvatningu til sjálf- bærrar nýtingar og þekkingu á end- urheimt lands auk þess sem flytja ætti út vatn héðan. Áhrif á umhverfi alltaf metin Eftir að umhverf- isráðherra hafði kynnt náttúruverndaráætlun og Jón Gunnar Ott- ósson, forstjóri Nátt- úrufræðistofnunar Ís- lands, og Davíð Egilson, forstjóri Um- hverfisstofnunar, höfðu gert grein fyrir aðferðafræði og und- irbúningi áætlunar- innar lýstu sex tals- menn ýmissa aðila sjónarmiðum sínum. Jón Rögnvaldsson vega- málastjóri sagði mikið hafa breyst undanfarin ár við und- irbúning vegaframkvæmda. Allar stórframkvæmdir færu í um- hverfismat eins og lög gerðu ráð fyrir og nú orðið væru áhrif minni framkvæmda á umhverfið einnig metin. Sigurður Óli Kolbeinsson, sviðsstjóri hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga, sagði ekki liggja fyrir hver yrðu áhrif friðlýsingar á þeim einstöku svæðum sem nefnd væru í áætluninni. Hann taldi það galla að ákvörðun um skipulag á friðlýstum svæðum færi frá sveitarfélögunum til Um- hverfisstofnunar og taldi heima- menn yfirleitt best í stakk búna til að meta aðstæður en með að- stoð sérfræðinga. Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Ís- lands, sagði erfitt að meta áhrif áætlunarinnar þótt nefnt hefði verið að hefðbundnar nytjar myndu haldast. Bændasamtökin væru fylgjandi nytjastefnu án þess að ganga á landkosti. Þá nefndi hann að sérfræðingum hætti til að horfa framhjá sjón- armiðum heimamanna og nefndi sem dæmi áhyggjur bænda við Ísafjarðardjúp af offjölgun refs og minks. Sagði hann að stefna ætti að því að útrýma mink í landinu. Vill breytta aðferð við undirbúning Friðrik Sophusson, formaður Samorku og forstjóri Landsvirkj- unar, sagði einkum nauðsynlegt að laga þrjú atriði í áætluninni. Sagði hann að í fyrsta lagi hefði aðferð við undirbúning hennar verið óviðunandi fyrir orkuvinnsl- una. Sjónarmið hennar hlytu að þurfa að koma fram á frumstigi undirbúnings. Náttúruvernd væri eitt form landnotkunar og taka yrði tillit til annarrar notkunar þegar hugað væri að framtíðinni. Kvað hann hugsanlega nauðsyn- legt að breyta lögum í þessu sam- bandi. Þá sagði hann ljóst að til árekstra gæti komið við orku- vinnslu í vissum tilvikum og nefndi friðlýsingu á Reykjanesi sem dæmi. Hitaveita Suðurnesja hefði gagnrýnt atriði í frumdrög- unum og varpað fram spurn- ingum sem brýnt væri að fá svar- að. Hitaveitan væri landeigandi og rétthafi jarðhita á svæðinu en ekkert hefði enn verið rætt við fyrirtækið. Í þriðja lagi sagði hann nauðsynlegt að skýra hvað mismunandi verndarflokkar þýddu. Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, sagði að þörf væri á aðalskipulagi fyrir hálendið og sagði brýnt að skýra betur hvers eðlis fyrirhuguð friðlýsing yrði á hverju svæði. Björn Þorsteinsson, prófessor við landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og formaður Nátt- úruverndarsamtaka Vesturlands, sagði forsendur náttúruverndar oft hvíla á pólitískum og efna- hagslegum forsendum. Slíkir þættir væru iðulega látnir njóta vafans en ekki náttúran sjálf. Taldi hann brýnt að breyta hugs- unarhætti manna á þessu sviði og sagði að menn yrðu að hugsa í hundruðum ára en ekki áratugum þegar náttúran væri annars veg- ar. Nefndi Þjórsárver sem dæmi um að hugsað væri í skammtíma- hagsmunum. Rætt um framkvæmd náttúruverndar á síðari degi umhverfisþings í dag Kostir og gallar sagðir vera á náttúruverndaráætlun Sigríður Anna Þórðardóttir og Jónína Bjartmarz eru fundarstjórar. Hjá þeim sitja umhverfisráðherrar Íslands og Kanada, Siv Friðleifsdóttir og David Anderson. Morgunblaðið/Ásdís STEINUNN Birna Ragnarsdótt- ir, hefur sagt af sér störfum sem varaborgarfulltrúi R-listans í borgarstjórn og sem varaformað- ur menningarmálanefndar og varaformaður hverfisráðs mið- borgar. Steinunn Birna segir ákvörðunina eiga sér nokkurn að- draganda og ástæður afsagnarinn- ar séu margþættar og tengist vax- andi óánægju hennar með framgöngu borgarinnar í menn- ingarmálum. Ósátt við túlkun borgarinnar á kjarasamningum „Það sem þar vegur þyngst er að ég get alls ekki sætt mig við túlkun Reykjavíkurborgar á kjarasamningi við tónlistarkenn- ara. Hún er eina sveitarfélagið sem túlkar hann á þennan hátt og er þvert á það sem lagt var af stað með í kjaraviðræðunum á sínum tíma,“ segir Steinunn Birna. Hún segist um alllangt skeið hafa persónulega beitt sér fyrir hagsmunum tónlistarmanna og tónlistarkennsl- unnar og hún sjái sér ekki fært að starfa í borgarstjórn sem vinni gegn þessum hags- munum. „Ég tel að að- för borgarinnar að tónlistarskól- um Reykjavíkur sé að stofna í hættu bæði starfi þeirra og fram- tíð þess tónlistarnáms sem við höfum búið við - sem er eitt það besta sem þekkist. Þegar hlutirnir eru í góðu lagi og virka vel sé ég ekki ástæðu til þess að hrófla við þeim að ráði og allra síst í nafni hagræðingar og sparnaðar sem menn nota sem afsökun þegar þá skortir betri rök. Í þeim niður- skurði hefur faglegra sjónarmiða ekki verið gætt sem skildi.“ Aðspurð segist Steinunn Birna telja það óásættanlegt í samstarfi eins og hjá R-listanum ef sjón- armið eins flokks eða fulltrúa fái ekki að njóta sín, hver svo sem hin endanlega niðurstaða verði. Í því sambandi megi nefna framtíð Austurbæjarbíós og ýmis menn- ingarmál sem hafi verið til um fjöllunar. „Það sem ég sakna er lýðræðisleg umræða þar sem leit- ast er við að niðurstaðan sé sam- hljómur af mismunandi sjónarmið- um, þ.e. að tekið sé mið af fleiri en einu sjónarmiði í hvert sinn og að umræðan spegli alla fleti. Það hef- ur mér ekki fundist vera uppi á teningnum nægilega oft.“ Óánægð með framgönguna í menningarmálum Er hún sem varaformaður menningarmálanefndar, með þessu að vísa til formanns menn- ingarmálnefndar? „Nei, ekki per- sónulega en það er ekkert laun- ungarmál að það hefur verið málefnalegur ágreiningur í okkar samstarfi. Mér hefur fundist erfitt að vinna að menningarmálum borgarinnar á þann hátt sem ég hefði viljað og umbjóðendur mínir hefðu valið. Þegar maður hefur á tilfinningunni að eigin sjónarmið í mikilvægum málum komist í raun hvorki upp á borðið né nokkuð áleiðis renna auðvitað á mann tvær grímur um hvort einhver til- gangur sé með starfinu. Og það getur t.d. ekki verið æskileg fram- vinda að umræða fari fram eftir að ákvarðanir hafa verið teknar.“ Steinunn Birna segir að aðal- lega snúist þetta þó um það að all- ar manneskjur hafi einhverja inn- byggða rödd sem segi þeim hversu langt þær geti hvikað frá eigin sannfæringu áður en þær verða alvarlega ósáttar við sjálf ar sig. „Það er það sem hefur gerst hjá mér og mér finnst ég í raun ekki hafa val.“ Steinunn Birna tekur fram að hún sé ekki hætt flokkstarfi hjá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, hún hafi verið mjög ánægð með samstarfið við aðra fulltrúa síns flokks og segir þá vinna að miklum heilindum að mál efnum borgarinnar. Steinunn Birna Ragnarsdóttir segir af sér sem varaformaður menningarmálanefndar borgarinnar Borgin stofnar tón- listarnámi í hættu Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. MIKLAR jarðvinnufram- kvæmdir eru nú hafnar við Að- alstræti vegna fyrirhugaðrar stórbyggingar á svæðinu en forn- leifafræðingar fylgjast vel með öllu sem fram fer. Þetta kemur fram í greinargerð sem lögð var fram í borgarráði Reykjavíkur í gær. Áður en jarðvinna með vinnu- vélum hófst fór fram ítarleg rannsókn á þeim hlutum lóðar- innar sem fornleifafræðingar töldu æskilegt að rannsaka. Fyr- ir tveimur árum fannst óvænt skálarúst austast á svæðinu. Það var rannsakað en aldursgreining- ar hafa nú leitt í ljós að skálinn sé frá tímabilinu 925-975. Austur- veggur rústarinnar er nánast við vesturmörk gangstéttar vestan við Aðalstræti. Þegar rannsókn- arsvæðið var stækkað til austurs síðastliðið sumar komu í ljós um- merki eftir útbyggingu við aust- urvegg skálans. Fornleifafræð- ingar telja líklegt að þar hafi verið fordyri og ákveðið var að varðveita það með skálarústinni. Vegna framkvæmdanna reyndist nauðsynlegt að fjar- lægja rúst fordyrisins á meðan unnið er að undirstöðum nýbygg- ingarinnar sem á að rísa á svæð- inu. Þegar því verki er lokið verð- ur rústin færð í sitt upprunalega form. Fornleifafræðingar telja að skálinn hafi verið yfirgefinn fyrir árið 1000 en segjast þó ekki telja að hér sé um fyrstu kynslóð bygginga í Reykjavík að ræða. Aðalstræti Skálinn talinn vera frá árunum 925–975

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.