Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÉG GERI ráð fyrir því að mörg- um hafi brugðið við frétt um úttekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á kostnaði þjóð- félagsins sem stafar af tóbaksreykingum. Nítján milljarða króna verðmæti á einu ári og um 400 mannslífum fyrir aldur fram er fórnað. Er ekki eðlilegt að staldra við? Þá koma spurningar eins og hver ber ábyrgðina og hvað er hægt að gera? Það hefur tekið ótrúlega langan tíma að fá fólk til að skilja og viðurkenna hina miklu hættu sem af reykingum stafar. En nú er búið að reikna dæmið og útkoman liggur fyrir. Þá er að snúast til varnar. Áfengishættan Tjónið af völdum áfengis hefur lengi verið þekkt. Aldamótakynslóð 18. og 19. aldar reis upp gegn áfeng- isbölinu og tókst að útrýma því. Þá var þjóðin fámenn og stóð í sjálf- stæðisbaráttu sinni og til þess að hún gæti heppnast þurfti á kraft- miklum og heilbrigðum þjóðfélags- þegnum að halda. En afturhaldsöflin eru ávallt söm við sig. Áfenginu var þrýst inn í landið að nýju. Neysla þess jókst ár frá ári og opinberar aðgerðir til að leysa vandann sem aukin neysla skóp var undanlátssemi og nú síð- asta áratuginn hefur neyslan tvö- faldast í hreinum vínanda mælt. Hver er kostnaðurinn? Ég hef bent á nauðsyn þess að þekkja þann kostnað sem áfeng- isneyslan veldur. Ég tel að hann sé miklu meiri en reykingarnar valda. Áfenginu fylgir meira og minna öll vímuefnaflóran og gífurleg spilling. Hagfræðistofnun Háskólans vann skýrslu yfir kostnað og tekjur þjóð- félagsins vegna áfengisneyslu árin 1985–89. Síðan hefur neyslan meira en tvöfaldast. Það var frekar auðvelt að gera sér grein fyrir tekjunum. En kostnaðurinn var ekki auðfenginn. Upplýsingar voru litlar og óaðgengi- legar og víða ekki til. Það varð því að beita áætlunum og mati og var það gert með mikilli varfærni. Þeir sem að vörnum í vímuefnamálum vinna hafa mikinn áhuga á að þekkja þenn- an kostnað. En þrátt fyrir bætta upplýsingatækni virðist pottur vera brotinn í þessu efni. Og svo vantar fjármagn til að vinna slíkt verk. 50 milljarðar Við fréttum af miklu tjóni vegna áfengisneyslu í öðrum löndum. Með tilliti til þess og hvernig ástandið er í áfengismálunum hér heima má ætla að tjónið hér á landi geti verið um 30 milljarðar króna. Þriðjungi meira en af tóbakinu. Það gæti verið meira, varla minna. Þá er kostnaðurinn í heild vegna eiturefnaneyslu um 50 milljarðar króna á ári auk allt að 1000 ótímabærra dauðsfalla. Þessi verðmæti samsvara á ári hverju virði hálfrar Kárahnjúkavirkjunar. Hvað er til ráða? Haldbesta aðgerðin verður að láta þá sem valda tjóninu borga kostn- aðinn. Til þess þarf að taka tóbak og áfengi út úr vísitölu neysluverðs og dreifingaraðilar beri ábyrgð á greiðslu alls afleidds kostnaðar. Þeir verða að haga verðlagningu við- skipta sinna með það í huga að vera með sjálfbæran atvinnurekstur. Þáttur fjölmiðla Fjölmiðlar eru hógværir í þessum málum. Þeir gætu þó haft mikil áhrif til góðs á almenningsálitið, ekki síð- ur í þessum málum en öðrum. Hörmungarnar, upplausnin, slysin, dauðinn og sjálfskaparvítin eru flest á vímuefnaveginum og þótt margir vilji halda honum opnum og leggja sem flesta slóða inn á hann má ekki láta óttann við áhrif hinna heilsu- spillandi afla ráða för. Þjóðin þarf á því að halda að blekkingarnar víki og sannleikurinn blasi við. Í þessum málum kemur hann til með að vekja viðbjóð, reiði og sára sorg en slíku verður að mæta eigi úr að bæta. Ekki er hægt að láta þegnana greiða skatta til að styrkja starfsemi sem vitað er að veldur sjúkdómum, þján- ingum og dauða. Ábyrgðar- lausar niður- greiðslur Eftir Pál V. Daníelsson Höfundur er viðskiptafræðingur. FRÓÐLEGT er að sjá hvernig d-lista minnihlutinn í borginni forðast kjarna málsins í umræðunni um lóðir og lóðaúthlutun. Nú í ár verður meira framboð af lóðum en dæmi eru um í áraraðir. Væri d-listinn við völd réði geðþótti, tilviljun eða einhvers konar skömmtunarkerfi því hvaða verk- takafyrirtæki fengi hvaða lóð til bygginga á fjölbýlishúsum. Þannig var það í gamla daga. Reykjavíkurlistinn hefur inn- leitt sanngjarnar og eðlilegar leikreglur sem skera úr um hver fær nýtt þá verðmætu auðlind sem land í borginni er. Við höfum markaðsvætt lóðaúthlutun eins og víðast er gert þar sem keppt er um réttinn til að nýta verðmæti. Þetta þýðir að verðmætar lóðir sem mikil spurn er eftir að nýta fara á hærra verði en aðrar. Þannig tryggir almannavaldið hagsmuni sína vegna kostnaðar sem lagt er í til að kaupa lönd og brjóta undir byggð. Þannig eru tryggðar sömu leikreglur fyrir alla sem vilja nýta landið. Sjálfstæðismenn trúa ekki á markaðinn Í umræðum í borgarstjórn á dögunum kom vel fram að Sjálfstæðismenn á d-lista trúa ekki á markaðslausnir. Þeir vilja reikna eitt verð fyrir alla og úthluta frá skrifstofum borgarinnar eftir reglum sem þeir forðast að út- skýra. Þannig myndast auðvitað ,,eftirmarkaður“ með dýrmætar lóðir sem strax öðlast verðgildi umfram það sem lóðaskömmtunarskrifstofa d-listans myndi reikna. Borgin yrði af verðmætum, en verktakar gætu nælt sér í umframhagnað fyrir það eitt að hafa hitt á óskastundina inni á kontórnum hjá lóðareiknimeistara d-listans. Hliðstæðan: Sægreifar og lóðagreifar Hliðstæðan er skýr: Sjálfstæðismenn í sjávarútvegsráðuneytinu úthluta réttinum til að veiða fiskinn í sjónum til valinna útgerðarfyrirtækja. Þau sækja arðinn með því að veiða fiskinn og hirða auðlindarentuna, eða leigja réttinn þeim sem ekki eru jafn lánsamir, eða hreinlega selja hann. Ekkert jafnræði, auðlindin afhent fáum. Þetta er nákvæmlega sama kerfi og d-listinn vill innleiða í Reykavík. Við hlið sægreifa fengjum við lóðagreifa. Hvers vegna d-listinn er svo andvígur markaðslausnum í raun þegar hann þykist boðberi þeirra í orði er svo efni til umhugsunar með morgunkaffinu. Getur verið að d-listinn í borgarstjórn sé að daga uppi í drauminum um þann gamla góða tíma þegar oddvitinn var ungur og á uppleið? Lóðagreifar í Reykjavík? Eftir Stefán Jón Hafstein Höfundur er borgarfulltrúi. EITT það viturlegasta sem Geir H. Haarde hefur beitt sér fyrir er viðbótarlífeyr- issparnaðurinn. Þrenns konar hvatn- ingu er beitt í því kerfi til að ýta launa- fólki til að spara um- fram lögbundinn sparnað. Menn fengu frestun á skattgreiðslum af iðgjald- inu, verkalýðshreyfingin náði samn- ingum við atvinnurekendur um að þeir bættu við jafnmiklu og sparand- inn upp að 2%, og loks lagði ríkið til 0,1% í meðgjöf með hverju viðbót- arprósenti sem launamaðurinn spar- aði. Andstætt agaðri hagstjórn Þetta tókst ákaflega vel. Svo vel, að Geir H. Haarde segir að nú sé sparnaðarhvati ríkisins óþarfur, en hann gat numið allt að 0,4% fyrir hvern sparanda. Þessvegna ætlar hann að skera hvatann burt, og nota afskurðinn til að fela þenslu ríkis- útgjalda. Þetta þýðir að fjár- málaráðherrann er að læðast með höndina í lífeyrissjóð sérhvers sem hefur tekið þátt í viðbótarsparn- aðinum og laumast burt með samtals 500 milljónir. Áform fjármálaráðherra er sér- staklega umdeilanlegt í því ljósi, að aldrei hefur Íslendingum verið eins brýn nauðsyn á sparnaði og núna. Við stöndum frammi fyrir einstöku tæki- færi. Nái Íslendingar að efla sparnað og hamla gegn of mikilli einkaneyslu er vel hugsanlegt að okkur takist að sigla gegnum fyrirhugaðar stór- framkvæmdir með meiri hagvexti og minni þenslu en sérfræðingar og hag- vitsbrekkur töldu. Ekkert er því eins mikilvægt í dag og að efla sparnað og draga úr þenslu. Í því ljósi er vægilega orðað að það sé óráðlegt og óskynsamlegt af fjár- málaráðherra að fjarlægja mik- ilvægan sparnaðarhvata úr hagkerf- inu. Það vinnur gegn því markmiði agaðrar hagstjórnar að efla þjóð- hagslegan sparnað í aðdraganda þenslu. Ríkisstjórninni hefði verið nær að breyta hvatanum, þannig að hann ýtti undir meiri sparnað þeirra sem á annað borð taka þátt í viðbót- arsparnaðinum. Því marki mætti ná með því að hafa enga meðgjöf frá rík- inu fyrr en eftir að viðbótarsparn- aðurinn nær 2%, en tvöfalda hana eft- ir það upp að tilteknu hámarki. Aðrar útfærslur eru líka vel hugsanlegar til að ná sama markmiði. Ofboðsleg útgjaldaþensla Aðgerð Geirs er vitanlega ekkert annað en eitt form skattahækkunar. Hún er hins vegar ólík almennri skattahækkun að því marki að hún dregur jafnvel meira úr sparnaði al- mennings en hún bætir við tekjur ríkissjóðs. Það má því færa rök fyrir því að þetta er ekki aðhaldsaðgerð heldur þvert á móti þensluhvetjandi. Fjármálaráðherrann, sem hóf þing- veturinn með því að lofa 20 milljarða skattalækkun, kýs því að stemma fjárlagafrumvarpið af með því að draga úr sparnaði almennings og ýta undir þenslu, fremur en draga úr rík- isútgjöldum. Auðvitað hefði Geir H. Haarde átt að finna þessar 500 millj- ónir með því að ráðast gegn ofþenslu ríkisins. Hún hefur verið ofboðsleg í hans tíð. Geir laumast burt með 500 milljónir Eftir Össur Skarphéðinsson Höfundur er formaður Sam- fylkingarinnar. VÍMULAUS æska – Foreldrahús býður upp á námskeið fyrir foreldra og börn sem eiga í vanda. Foreldrahús geng- ur út frá því að alla sem eignist börn langi til að vera góðir foreldrar. Að það takist misjafnlega er staðreynd. Við göng- um út frá því að for- eldrar vilji gera vel og bjóðum þess vegna upp á námskeið til að hjálpa fólki til að ná því takmarki. Námskeiðið heitir „Börn eru líka fólk“ og er fyrir börn 6–12 ára og for- eldra þeirra. Námskeiðið er ætlað börnum og foreldrum sem hafa lent í erfiðleikum í lífinu sem krefjast sér- stakra aðgerða þar sem börn og for- eldrar þurfa að læra nýjar aðferðir til að takast á við samskipti sín á milli og samskipti við umhverfið. Foreldrar eru ekki eyland. Þeir hafa sjálfir mótast af reynslu sinni sem börn, unglingar og/eða ungt full- orðið fólk. Þörfin, þráin, til að eignast eigin börn er oft tengd því að for- eldrar vilja bjóða börnum sínum betri aðstæður en þeir sjálfir upplifðu. Allir foreldrar þurfa að takast á við ýmsa þætti úr eigin fortíð eða fortíð maka síns í uppeldi barna sinna. Það er mjög misjafnt hvaða stuðning eða að- stoð þeir fá til þess úr uppruna- fjölskyldum sínum. Í sumum fjölskyldum er um að ræða vandamál sem eru erfið við- ureignar, s.s. skilnaðir, geðrænir sjúkdómar, áfengisvandamál, tauga- sálfræðilegar takmarkanir (ofvirkni, misþroski o.s.frv.), sem fjölskyldurn- ar hafa ekki fengið mikla hjálp við í gegnum kynslóðirnar og núverandi kynslóð stendur frammi fyrir að þurfa að takast á við. Í þessum tilvikum gefur nám- skeiðið „Börn eru líka fólk“ for- eldrum og börnum tækifæri til að læra nýjar aðferðir til að takast á við vandamálin neð nútímaaðferðum. Þar læra börn og foreldrar nýjar leiðir til að takast á við aldagömul vandamál í samskiptum, s.s. hvernig á að setja mörk, t.d. greina hvenær vandamál eru einhvers annars en manns sjálfs. Sem dæmi um þetta er að á nám- skeiðinu er farið í gegnum það með börnunum hvenær vandamálin eru foreldranna en ekki barnanna. Á sama máta er farið í gegnum það með foreldrunum að þeir verði að gera út um vandamál sín á milli án þess að blanda börnunum inn í þau eða að fá þau í „lið“ með sér. Börnin vinna í hópum út af fyrir sig og foreldrarnir vinna í eigin hópum. Þemu eru tekin fyrir í hópi barnanna og foreldrarnir eru á sama tíma und- irbúnir undir að takast á við það þeg- ar börnin bregðast við t.d. þegar þau neita að verða þátttakendur í vanda- málum foreldranna eins og að ofan greindi. Einnig er tekið á því að börnin eiga oft eigin vandamál sem foreldrarnir eiga ekki endilega að vera þátttak- endur í og er farið í gegnum það með foreldrum að þeir læri hvenær þeir eigi að láta börnin takast á við eigin vanda og hvenær ekki. Á námskeiðinu „Börn eru líka fólk“ er farið í gegnum fleiri þætti en að of- an greinir, en það væri of langt mál að taka fyrir. Vonandi hefur þessi stutta grein gefið einhverja hugmynd um í hverju námskeið þetta er fólgið og vakið áhuga og forvitni foreldra til að taka þátt í því. Börn eru líka fólk – Að vera góðir foreldrar Eftir Önnu Sigurbjörgu Sigurðardóttur Höfundur er sálfræðingur. TÓNLISTARHÁTÍÐIN Air- waves verður nú haldin í Reykja- vík – „capital of cool“ eins og borgin er nefnd í erlendum tónlistar- tímaritum. Þetta er fimmta árið í röð sem ráðist er í að halda þessa hátíð og í ár koma fram um það bil 150 tón- listarmenn, plötusnúðar og hljóm- sveitir. Tónleikahaldið fer fram út um alla miðborg Reykjavíkur og stendur í fimm daga. Þessi unga tónlistarhátíð er á góðri leið með að verða ein þekkt- asta tónlistarhátíð í Evrópu. Þús- undir gesta streyma til landsins, fjöldi hljómsveita og listamanna svo ekki sé minnst á allt það fjöl- miðlafólk sem í gegnum tíðina hef- ur fjallað á jákvæðan hátt um tón- listarsenuna á Íslandi. Það er ekki sjálfgefið að hátíð sem þessi festi sig í sessi og lifi af. Lágt miðaverð ber augljóslega ekki uppi þann kostnað sem fylgir því að koma öllum þessum lista- mönnum upp á svið með hljóð- kerfi, ljósum og öllu tilheyrandi. Svo ekki sé minnst á ferðakostnað allra erlendu hljómsveitanna sem heiðra hátíðina með nærveru sinni. Það er tónleikafyrirtækið Hr. Örlygur sem hefur stjórnað hátíð- inni síðustu ár. Með dyggum stuðningi Icelandair og fleiri aðila hafa þeir náð að gera hátíðina að því sem nú er orðið. Icelandair hefur í öll þessi fimm ár staðið dyggilega á bak við frum- kvöðlakraftinn sem ríkt hefur í kringum hátíðina. Með markaðs- skrifstofum sínum út um allan heim hafa þeir unnið gríðarlega öflugt starf fyrir íslenska tónlist um leið og þeir kynna Reykjavík sem áhugaverðan viðkomustað. Þetta eru ekki einu tónlist- arvígstöðvarnar þar sem Ice- landair lætur til sín taka. Félagið hefur einnig stutt við bakið á Ís- lensku tónlistarverðlaununum, www.tonlist.is, Loftbrú Reykjavík- ur og mörgum fleiri verkefnum. Þetta gerir Icelandair vegna þess að fólk þar á bæ gerir sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í þeirri kynningu sem íslenskt tón- listarfólk fær. Reykjavíkurborg hefur á seinni árum vaknað til lífsins í þessum málum og komið að Airwaves og fleiri tónlistartengdum viðburðum með meiri krafti en áður. Þar á bæ (borg) er fólk líka að gera sér grein fyrir verðmætunum sem fel- ast í íslenskri tónlist. Þessi stuðningur er ómet- anlegur, það vita þeir sem þessum málum tengjast. Ég skora á alla sem hafa áhuga á því sem er að gerast í íslenskri tónlist að nýta sér þetta einstaka tækifæri. Í engan annan tíma er hægt að sjá annan eins fjölda af tónlistarmönnum á jafnlitlum reit á Íslandi. Góða skemmtun. Rokk í Reykjavík Eftir Einar Bárðarson Höfundur er tónleikahaldari og hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir ýmis félagasamtök í íslensku tón- listarlífi. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.