Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EKKERT varð af formlegri und- irritun vegna stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins (EES) eins og til stóð á fundi EES-ráðsins í Lúx- emborg í gær. Á lokakafla und- irbúnings vegna staðfestingarferl- isins kom í ljós að Liechtenstein telur sig ekki geta staðfest stækk- unarsamninginn vegna skorts á viðurkenningu á sjálfstæði sínu og útistandandi eignakrafna að því er varðar Tékkland og Slóvakíu frá lokum síðari heimsstyrjaldar, að því er segir í tilkynningu utanrík- isráðuneytisins. Nema kröfur Liechtenstein um 100 milljónum evra, eða um níu milljörðum króna. Þessi krafa Liechtenstein kom í ljós á fyrri stigum samningavið- ræðnanna en svo virtist sem málið hefði verið leyst. Á síðustu stundu kom í ljós ágreiningur um orðalag viðurkenningarinnar. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra og Jan Petersen, utanríkisráðherra Nor- egs, ákváðu að bíða með undirritun samningsins meðan leitað er lausn- ar á málinu. Þess er vænst að málamiðlun finnist næstu daga en staðfesting samnings um stækkun EES krefst undirritunar allra þeirra ríkja sem að honum standa. Aldargömul þræta Kröfur Liechtenstein vegna seinna stríðsins lúta að svonefnd- um Benes-tilskipunum sem orðið hafa þess valdandi að Liechten- stein annars vegar og Tékkland og Slóvakía hins vegar hafa aldrei við- urkennt hvert annað sem sjálfstæð ríki. Tékkar hafa lýst sig reiðubúna að viðurkenna Liechtenstein sem sjálfstætt ríki og miða viðurkenn- inguna við árið 1993, er Tékkóslóv- akíu var skipt upp í Tékkland og Slóvakíu. Liechtenstein krefst hins vegar viðurkenningar frá árinu 1914. Á þeirri spýtu hangir að Tékkó- slóvakía tók eignarnámi stórar landareignir og eigur furstafjöl- skyldunnar á síðustu öld. Hans Adam II fursti krefst þess að Tékkar og Slóvakar greiði í bætur fyrir þá upptöku sem svarar um 100 milljónum evra, jafnvirði tæp- lega 9 milljarða króna. Undirritun EES-samnings frestað vegna deilna Liechtenstein við tvær þjóðir Krefst eignarbóta að and- virði níu milljarða króna                 HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að frestun samn- ingins um stækkun EES hafi kom- ið óvænt upp og mikilvægt sé að ná sáttum á næstu dögum þar sem miklir hagsmunir séu í húfi. Um óvenjulegt mál sé að ræða sem sýni þó glögglega að enn hafi ýmis sár ekki gróið frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. EES-samningurinn kveður á um aðild Íslands, Liechtenstein og Noregs að innri markaði Evrópu- sambandsins. Með stækkunar- samningnum bætast tíu aðildarríki við EES-samninginn, hin nýju ríki ESB: Tékkland, Eistland, Kýpur, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvenía og Slóv- akía. Halldór segir að fyrst á mánu- dagskvöld hafi verið útlit fyrir að undirritunin frestaðist. Þrátt fyrir fundahöld með utanríkisráðherr- um Liechtenstein og Noregs í gær- morgun hafi ekki tekist að miðla málum. Liechtenstein hafi ekki viljað sætta sig við yfirlýsingu sem kom á síðustu stundu frá Tékk- landi og Slóvakíu. „Við teljum afar mikilvægt að niðurstaða fáist í þetta á allra næstu dögum vegna þess að hér er mikið í húfi fyrir allar þjóðirnar sem um ræðir. Okkur fannst þetta mál vera búið að dragast of lengi, þannig að þjóðþing allra landa nái að staðfesta samninginn. Nú þegar er farin af stað mikil vinna við að ná lendingu sem menn geta lifað við,“ segir Halldór en íslenskir embættismenn munu taka þátt í þeirri vinnu næstu daga ásamt Norðmönnum og framkvæmda- stjórnum EFTA og ESB. Vonast hann til að undirritun samningsins geti farið fram sem fyrst. Skil afstöðu Liechtenstein Halldór segist hafa skilning á afstöðu Liechtenstein þar sem málið varði viðurkenningu á sjálf- stæði ríkisins. Íslendingar geti sett sig í þau spor. Báðir aðilar þurfi hins vegar að gefa eftir til að niðurstaða náist. Hann segir kröfu Liechtenstein um eignarbætur á hendur Tékkum og Slóvökum vissulega hanga sam- an við viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi þessara ríkja. Hins vegar sé sú krafa óskyld EES- samningnum og heppilegast hefði verið að halda henni frá. Yfir- lýsingar ríkjanna á báða bóga liggi fyrir og hætt sé við að málið vindi upp á sig og verði óleysan- legt. „Þetta er vissulega óvenjulegt mál en það eru ýmis sár sem ekki hafa gróið enn í Evrópu frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Menn hafa smátt og smátt borið smyrsl á þau sár, ekki síst í gegnum Evrópusambandið og stækkun þess. Ég trúi því og vona að við- unandi smyrsl finnist á þessi sár,“ segir Halldór. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir mikið í húfi að samningar takist Ýmis sár í Evrópu hafa enn ekki gróið Ljósmynd/Luxpress Halldór Ásgrímsson á tali við William Rossier, framkvæmdastjóra EFTA, í Lúxemborg í gærmorgun eftir að undirrituninni hafði verið frestað. FULLTRÚAR heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Geð- hjálpar undirrituðu í gær þjónustu- samning sem gildir í eitt ár. Samningurinn felur í sér að ráðu- neytið greiði kostnað vegna heil- brigðisstarfsmanns sem veitir geð- sjúkum þjónustu í félagsmiðstöð Geðhjálpar að Túngötu 7 í Reykja- vík. Starfsmaðurinn mun veita með- ferð sem stuðlar að því að styrkja og efla skjólstæðingana til sjálfshjálpar. Í samningum kemur jafnframt fram að starfsmaðurinn eigi að taka þátt í að móta faglegt starf sem unnið er innan Geðhjálpar og að vera tengilið- ur við heimahjúkrunarteymi á veg- um Miðstöðvar heimahjúkrunar heilsugæslunnar í Reykjavík. Teym- ið sinnir þjónustu við einstaklinga með geðsjúkdóma sem hafa verið út- skrifaðir af sjúkrastofnunum. Samkvæmt samningnum á Geð- hjálp að tryggja göngudeildarþjón- ustu í sex til átta klukkustundir á virkum dögum og uppfylla öll skil- yrði laga og reglugerða um faglega þjónustu, rekstur og eftirlit og stunda góð viðurkennd, fagleg vinnu- brögð. Samningur við Geðhjálp undirritaður SAMKVÆMT niðurstöðu krufning- ar á barninu sem lést nýlega á Land- spítalanum eftir fæðingu á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja er talið að það hafi látist af völdum súrefn- isskorts. Þetta segir amma barnsins sem hafði samband við Morgunblað- ið eftir frétt blaðsins um málið í gær. Eins og þar kom fram hefur land- læknir andlát barnsins til meðferðar þar sem kannað verður hvort það megi rekja til rangrar læknismeð- ferðar. Barnið fæddist á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja snemma að nóttu til, eða rúmlega tólf á miðnætti. Var það tekið með bráðakeisaraskurði. Að sögn ömmunnar komu tveir barna- læknar til Keflavíkur um nóttina til að flytja barnið á vökudeild Land- spítalans í Reykjavík. Þangað var komið með barnið, sem var 14 marka stúlka, um fjögurleytið um nóttina með sjúkrabíl og var það sett í öndunarvél, en móðirin kom svo um hádegið daginn eftir. Einum og hálf- um sólarhring eftir að komið var með stúlkuna á vökudeildina lést hún. Amman segir að um hálftólfleytið kvöldið fyrir fæðingu hafi ljósmóðir sagt henni, aðspurð, að fæðingin gengi eftir áætlun en móðirin hefði mikla verki. Skömmu síðar hafi móð- irin fengið deyfingu og segir amman að 32 mínútur hafi liðið frá því að hjartsláttur barnsins féll þar til það fæddist. Spurning sé að hennar mati hvort sá tími sé eðlilegur eða ekki. Einblínt sé um of á deyfinguna og vafamál hvort hún sé orsök eða af- leiðing þess að barnið lést. Súrefnisskortur talinn dánarorsök SÝNING á Hellisbúanum á Litla sviði Sænska leikhússins í Helsinki í leikstjórn Gunnars Helgasonar fær góða dóma í Hufvudstadsbladet. „Hvort sem manni finnst texti bandaríska uppi- standarans Rob Beckers að Hellisbúanum góður eða ekki þá er næstum tveggja og hálfs- tíma sýningin sérlega góð út- gáfa af gam- anleik. Þökk sé leik Sixten Lund- bergs,“ segir í gagnrýni hins sænskumælandi finnska dagblaðs. Blaðið hrósar því næst Gunnari en sýninguna telur blaðið ná að vera bæði hæðna og sjálfhæðna í vangaveltum sínum um hlutverka- leiki kynjanna og standi þær vanga- veltur í meðförum Gunnars og Lundbergs fyllilega undir heilli sýningu. Hellisbúinn er leikinn á sænsku í uppfærslunni sem nú er sýnd í Sænska leikhúsinu, en til stendur að setja verkið á fjalirnar í finnskri útgáfu eftir áramót. Hellisbúinn lofaður í Helsinki Gunnar Helgason ♦ ♦ ♦ KOMIÐ var að meðvitundar- lausum gesti Bláa lónsins rétt fyrir klukkan 17 í gær. Að sögn starfsmanns Bláa lónsins hafði maðurinn verið í lóninu í nokkrar mínútur þegar örygg- isvörður kom að honum. Voru strax hafnar endurlífg- unartilraunir á manninum, Svía á áttræðisaldri, og hann fluttur á bráðamóttöku Land- spítala – háskólasjúkrahúss (LSH). Maðurinn liggur nú á gjörgæsludeild LSH og er honum haldið sofandi í öndun- arvél. Vakthafandi læknir segir líð- an mannsins eftir atvikum. Hann hafi verið afar hætt kom- inn. Hætt kom- inn í Bláa lóninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.