Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                 BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDANFARNAR vikur hafa Ís- lendingar orðið vitni að einhverj- um þeim furðulegustu fréttum of- an úr efstu byggðum landsins. Í einu erfiðasta vinnuumhverfi á Ís- landi eru erlendir farandverka- menn við störf við ömurlegar að- stæður. Þeir hafa fellt niður vinnu sína því vart er unnt að segja að þeir hafi verið almennilega vinnu- færir miðað við aðbúnaðinn sem þeim er boðið upp á. Skortur á skjólfatnaði og góðum vinnuskóm. Í byrjun 21. aldar þegar öll skil- yrði eru til að aðbúnaður og starfsskilyrði verkamanna gætu verið óaðfinnanleg, reynir erlendi verktakinn að spara sem mest eins og á verstu krepputímum. Kannski að þessa fyrirtækis verði minnst í sögu Íslands á líkan hátt og Hörmangaranna dönsku, verslun- arfélagsins sem sýndi Íslendingum ótrúlega óbilgirni, kúgun og gegndarlausa gróðahyggju um miðja 18. öldina. Franski rithöfundurinn Pierre Loti (duln. f. Julien Viaud) varð heimsfrægur fyrir bók sína, Pêch- eur d’Islande sem fyrst kom út ár- ið 1886. Þá bók eignuðst Íslend- ingar fyrst 1930 á eigin tungu, Á Íslandsmiðum, í ágætri þýðingu Páls Sveinssonar kennara. Mjög greinargóðar lýsingar á erfiðum starfskjörum og vinnuumhverfi franskra sjómanna undir lok 19. aldar á Íslandsmiðum eru í bók þessa franska rithöfundar. Hún varð tilefni að franska ríkisstjórn- in reyndi eftir megni að bæta að- stöðu þessara fiskimanna sem sáu hvorki vor né sumar í fagurri heimabyggð sinni meðan þeir drógu fisk við strendur Íslands. Var fyrst sent spítalaskip til lands- ins en síðar voru byggð sjúkrahús á Fáskrúðsfirði og í Reykjavík. Mætti efnilegur upprennandi rithöfundur setja saman sögu um erlendu farandverkamennina aust- ur á öræfum þar sem verið er að eyðileggja íslenskar náttúruperlur í þágu gróðahyggju erlendra stór- fyrirtækja þvert gegn vilja tugþús- unda Íslendinga. GUÐJÓN JENSSON, Arnartanga 43, Mosfellsbæ. Erlendir farand- verkamenn á öræfum Íslands Frá Guðjóni Jenssyni Í KVÖLD sunnudagskvöld (12. október) kom í fréttum sjónvarps- ins á RÚV að Pétur Þór fyrrver- andi galleríeigandi hefði sent inn athugasemd við frétt fyrr í vikunni þar sem hann var nafngreindur í tengslum við meint falsað verk eft- ir Svavar Guðnason sem var boðið upp í Kaupmannahöfn og vildi Pét- ur Þór koma á framfæri þeim at- hugasemdum að hann væri ekki viðriðinn þetta verk. Ég sem myndlistarmaður hef fylgst með svokölluðu stóra málverkafölsun- armáli og núna þegar ég heyrði þessa litlu frétt í lok fréttatímans gat ég ekki orða bundist og vildi skrifa nokkrar línur. Ég er standandi bit á þessum fréttaflutningi RÚV. Þessi maður Pétur Þór er nafngreindur við þessa frétt og ef hann hefur ekki komið nálægt verkinu og var ekki að selja það, af hverju er hann þá nafngreindur? Eins og ég skildi fyrstu fréttina í vikunni um þetta verk kom fram í viðtali við for- vörðinn að það hefði verið rann- sakað og í því fundist plastmálning tengd Pétri Þór, en svo kom önnur frétt um að Tryggva listmálara í Kaupmannahöfn hefði ekki fundist það ekta, og manni er spurn, hvað er rétt við þennan fréttaflutning? Ég verð nú að segja fyrir mig að enginn maður er sekur fyrr en hann er sakfelldur og ekki veit ég betur en að stóra málverkaföls- unarmálið sé ennþá hjá Hæstarétti og því engin niðurstaða fengist ennþá. Þegar maður sér svona fréttaflutning fer maður að efast um að nokkur geti fengið rétta niðurstöðu í dómi úr svona einelti, það geti ekki fengist rétt niður- staða ef fjöldinn og fréttamenn eru orðnir svo heilaþvegnir af frétta- flutningi að enginn trúir öðru en sekt þessra aðila. Fyrir mig á list- in að vera einlæg en ekki fölsuð af neinu tagi og fyrir mig eiga þessir aðilar að fá réttláta meðferð en ekki frumskógarlögmál einhverra prímusmótora sem koma fréttum í blöðin. Finnst mér nóg komið af þessu einelti og ættu menn bara að bíða niðurstöðu eins og aðrir. Ef menn verða varir við fölsuð verk eiga þeir að kæra þau til lög- reglu en ekki til RÚV. LÁRUS H. LIST, myndlistarmaður, Akureyri. Fréttaflutn- ingur RÚV Frá Lárusi H. List

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.