Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 19 ÞAKRENNUR Frábært verð! B Y G G I N G AV Ö R U R www.merkur.is 594 6000 Bæjarflöt 4, 112 R. Sölu- og samningatækni sem þeir fremstu nota Crestcom, eitt virtasta fyrirtæki heims í söluþjálfun, kynnir nýtt námskeið sem hefst miðvikudaginn 22. október. Þátttakendur öðlast m.a. þjálfun í: • Að greina merki um kaupáhuga og gera stöðuathuganir • Að snúa hörðum mótbárum í jákvæð viðskipti • Að eiga við erfiða viðskiptavini • Að semja á árangursríkan hátt • Að ljúka sölu af öryggi Nýtt nám skeið í sölu- og sam ningatæ kni hefst 22. október Crestcom er alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem er starfandi í yfir 50 löndum. AT&T, Coca Cola, Kodak, Microsoft, Oracle, Shell, Sony og Toyota eru á meðal margra heimsþekktra fyrirtækja sem hafa notað Crestcom til að þjálfa starfsmenn sína.Skráning og upplýsingar: crestcom@crestcom.is og í símum 561 5800 og 896 6960. Leiðbeinandi: Þorsteinn Garðarsson viðskiptafræðingurÍ SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - FL A 2 24 54 0 10 /2 00 3 Samverustund eldri borgara verður í kirkjunni fimmtudaginn 16. október kl. 15:00 Gestir: Prófessor Sigríður Halldórsdóttir talar um efnið: Hvernig getum við styrkt heilsu okkar og vellíðan. Hildur Tryggvadóttir sópran syngur nokkur lög. Að venju verður helgistund og léttar veitingar. Allir velkomnir. GLERÁRKIRKJA FÉLAGAR í krulludeild Skauta- félags Akureyrar buðu fólki í fylgd- arliði Adrienne Clarkson landstjóra Kanada að koma og etja kappi við þá í krullu (curling) í vikunni í Skautahöllinni og þáðu 8 gestir boðið og mættu með tvö lið til leiks. „Þetta var mjög skemmtileg heimsókn,“ sagði Gísli Kristinsson hjá SA. „Við unnum að vísu báða leikina, enda þekkjum við aðstæður mun betur en andstæðingarnir og svellið hér er heldur ekki eins slétt og þeir eru vanir. Þá voru heldur ekki allir erlendu gestirnir vanir spilarar.“ Skautasvellið á Akureyri var opnað um síðustu mánaðamót og hafa æfingar staðið yfir af fullum krafti frá þeim tíma. Í byrjun næsta mánaðar heldur 10 manna hópur frá SA í keppnisferð til Dan- merkur, þar sem tvö lið frá félag- inu munu taka þátt í alþjóðlegu móti í Tårnby. Aðspurður hvort krulluspilurum færi fjölgandi á Ak- ureyri sagði Gísli að alltaf væru að koma ný andlit á æfingar. „Hóp- urinn stækkar því smátt og smátt enda er þetta þrælskemmtileg íþrótt.“ Skemmtileg heimsókn Morgunblaðið/Kristján Glaðbeittir þátttakendur frá Akureyri og Kanada sem reyndu með sér í krullu í Skautahöllinni. Tónleikur og Völuspá | Möguleik- húsið verður með tvær leiksýningar í Hlöðunni við Litla-Garð á Akureyri í dag og á morgun. Fyrri sýningin, Tónleikur eftir Stefán Örn Arnarson og Pétur Egg- erz, hefst kl. 20 í kvöld. Tónlistar- maðurinn er hér í nýju hlutverki, bæði sem leikari og flytjandi tónlist- ar, segir í frétt um sýninguna. Völu- spá eftir Þórarin Eldjárn verður svo sýnd á fimmtudagskvöld kl. 20. Verkið er byggt á hinni fornu Völu- spá og veitir áhorfendum sýn inn í hugmyndaheim heiðinnar goðafræði. Siðareglur blaðamanna | Hver sá sem á hagsmuna að gæta og telur að blaðamaður hafi brotið siðareglur blaðamanna getur kært ætlað brot til siðanefndar Blaðamannafélags Ís- lands. Í erindi sem Þorsteinn Gylfa- son, prófessor og formaður siða- nefndar BÍ 1993-2003, heldur á Félagsvísindatorgi ræðir hann um þær siðareglur sem blaðamenn hafa sett sér og reynslu sína af störfum fyrir nefndina. Þorsteinn mun gera grein fyrir siðareglunum, starfs- háttum nefndarinnar og álitamálum um hvorttveggja í erindi sínu, sem verður haldið í dag, miðvikudaginn 15. október kl. 16.30 í stofu 14 í húsa- kynnum Háskólans á Akureyri, Þingvallastræti 23. sjónvarpsefnis úr tækjum sem þykja með þeim flottari á markaðnum um þessar mundir. Eins verður hægt að leika borðtennis eða aðra slíka leiki, tefla eða spila. Þá er góð aðstaða til tónleikahalds í Húsinu og fyrstu stóru tónleikarnir verða haldnir í næstu viku. Kristinn Svanbergsson for- stöðumaður Íþrótta- og tóm- stundaráðs sagði að hús af þessu tagi væru að danskri fyrirmynd, en þar væru svonefnd „ungdomshus“ á hverju strái. Hér á landi væri starf- semi slíkra húsa í nokkrum bæj- arfélögum, „en ég fullyrði að við er- um best. Við stöndum mjög framarlega í röð slíkra húsa,“ sagði Kristinn. Nemendafélög skólanna, MA, VMA, HA og Myndlistaskólans eiga fulltrúa í húsráði, auk fulltrúa ungs fólks á vinnumarkaði, Leikklúbbsins Sögu, og Cirkus Atlantis. Húsið verður opið alla virka daga frá kl. 14 til 22. HÚSIÐ, menningarmiðstöð ungs fólks á Akureyri, hefur formlega verið opnað. Húsið á að baki langa sögu sem tómstundamiðstöð ung- menna og hefur borið ýmis nöfn, en nú er ætlunin að gera nokkrar breytingar á starfseminni þannig að unga fólkið, 16 til 25 ára eignist raunverulegan afþreyingar- og sam- komustað. „Ég vona að þið notið þessa bygg- ingu til góðra verka, til þess er Hús- ið og þið spilið úr þeim möguleikum sem það býður upp á,“ sagði Krist- ján Þór Júlíusson bæjarstjóri við opnunina síðdegis í gær. Guðrún Halla Jónsdóttir for- stöðumaður Hússins sagði að starf- semin yrði fjölbreytt, fólk gæti kom- ið í kaffi, unnið í tölvuveri, tekið þátt í starfsemi ýmissa klúbba, farið á námskeið, æft og sýnt leikrit, haldið tónleika eða æft fjöllistir af marg- víslegum toga. Þá er í Húsinu gott sjónvarpshorn þar sem áhorfendur geta látið fara vel um sig og notið Við erum best! Morgunblaðið/Kristján Í tilefni af opnun Hússins var gestum boðið upp á tertu. ATVINNULEYSI hefur aukist nokkuð að undanförnu í Eyjafirði, ekki síst á meðal kvenna. Um síðustu mánaðamót voru 222 atvinnulausir á Akureyri, 89 karlar og 133 konur og hafði atvinnulausum fjölgað um 30 frá mánuðinum á undan og um 66 frá sama tímabili í fyrra. Atvinnulausum körlum fjölgaði um 23 á milli mánaða og atvinnulausum konum um 7. Í Dalvíkurbyggð voru 15 manns á atvinnuleysisskrá á sama tíma, 6 karl- ar og 9 konur og hafði fjölgað um 4 frá mánuðinum á undan og um 2 frá sama tímabili í fyrra. Í Hrísey voru 13 manns á skrá, 2 karlar og 11 konur. Atvinnulausum í eynni fjölgaði um 7 frá mánuðinum á undan og um 8 frá sama tímabili í fyrra en fjölgunin var eingöngu á meðal kvenna. Í Ólafsfirði voru 28 manns á at- vinnuleysisskrá um síðustu mánaða- mót, 5 karlar og 23 konur. Atvinnu- lausum körlum fækkaði um 4 milli mánaða og um tvo frá sama tímabili í fyrra en atvinnulausum konum fjölg- aði um 6 á báðum tímabilum. Í Eyja- fjarðarsveit voru 6 manns á skrá og er svipað og í mánuðinum á undan og á sama tímabili í fyrra. Ekkert atvinnu- leysi mælist hins vegar í Grímsey. Atvinnulausum fjölgar í Eyjafirði AKUREYRARKIRKJA er lýst upp með bleikum ljósgeislum þessa dagana, í tengslum við al- þjóðlegt árveknisátak gegn brjóstakrabbameini. Líkt og und- anfarin þrjú ár er í októbermánuði vakin athygli á brjósta- krabbameini, með fræðslu, auk þess sem konur eru hvatt- ar til að nýta sér boð leitarstöðvar Krabbameins- félagsins um röntgen- myndatöku. Ár hvert greinast um 160 íslenskar konur með brjóstakrabbamein, þar af er nær helmingurinn á aldrinum 30–60 ára. Nýjum tilfellum hefur verið að fjölga en lífshorfurnar hafa einnig batnað mikið. Hér á landi eru kon- ur sem náð hafa fertugsaldri hvattar til að koma til brjósta- myndatöku annað hvert ár. Er- lendar rannsóknir benda til þess að með því að taka röntgenmyndir reglulega af brjóstum kvenna megi lækka dánartíðni vegna krabba- meins í brjóstum verulega. Akureyrarkirkja í bleiku ljósi Akureyrarkirkja í bleikum ljósum. Hraðskák í október | Október hraðskákmót Skákfélags Akureyrar verður haldið á föstudagskvöld, 17. október kl. 20. Félagsmenn eru hvattir til að mæta, enda styttist óð- um í Íslandsmót skákfélaga og því tilvalið að liðka fingurna eilítið. Mikill áhugi er meðal barna og unglinga um þessar mundir á skák- inni en um 25 strákar og stelpur mættu á fyrstu æfinguna um liðna helgi. Næsta æfing er á laugardag, 18. okt. kl. 13.30 í Íþróttahöllinni Af ögn eldri skákmönnum er það að segja að fyrsta öldungamót vetr- arins fór fram um síðustu helgi. Þar varð Þór Valtýsson hlutskarpastur, hlaut 51⁄2 vinning úr 6 skákum.      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.