Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 27 upplifun er bæði áhugaverður og gefandi. Hann getur síðan fylgt manni út úr safninu og gagnast manni með þeim hætti eða breytt sýn manns á aðra hluti.“ Veðrið myndhverfing fyrir náttúruleg fyrirbrigði Þú hefur gefið verki þínu í Tate Modern nafnið „Weather Project“, eða „Verkefni um veðrið“, sem er auðvitað þáttur í okkar sameiginlega reynsluheimi, en einnig einn afstæðasti þáttur náttúrunnar. „Já, veðrið er gott dæmi um eitthvað sem er mjög áþreifanlegt en er þrátt fyrir allt einnig miðlað til okkar. Við finnum mjög mikið fyrir veðrinu og búum yfir mjög fáguðum og grein- argóðum skilningi á því. Samt er veðrið, eins og þú segir, einnig mjög afstætt, og reynsla okkar af því líka. Veðurspám er t.d. miðlað til okkar sem hluta af daglegu lífi, án þess þó að í þeim sem slíkum felist nokkur áþreifanleg reynsla af veðr- inu. Að mínu mati er veðrið því dásamleg mynd- hverfing fyrir náttúruleg fyrirbrigði og samband okkar við þau. Allir eru tengdir veðrinu með mjög ólíkum hætti. Það má heldur ekki gleyma því að veðrið sem slíkt hefur allt frá upphafi vega haft mjög afger- andi mótandi áhrif á flestar hugmyndir okkar, öll mannvirki og úrvinnslu á tíma og rými. Menning- arleg og efnahagsleg áhrif veðursins eru einnig gífurleg, og nægir að nefna landbúnað í því sam- bandi. Í sögu samfélags okkar hefur veðrið því verið stöðugur förunautur.“ Náttúran útgangspunktur í rannsókn á afstæðum hlutum En af hverju kýst þú að nota náttúrufyr- irbrigði með þessum hætti í verkum þínum? „Ég skipti reyndar oft um skoðun á því hvað náttúran er,“ segir Ólafur og hlær, „því það skiptir máli í hvaða samhengi er verið að ræða náttúruna. En eftir sem áður finnst mér fyrst og fremst áhugavert að nota hana sem útgangs- punkt í rannsókn minni á öðrum og afstæðari hlutum. Ég gæti allt eins notað tónlist. Því þegar búið er að setja náttúruna í það samhengi sem ég vinn með þá öðlast hún nýja merkingu. Sömu gildi eiga auðvitað við um skilgreiningar okkar á náttúrunni og um hvaða aðrar hug- myndir af áþekkri stærðargráðu er við tökum til umfjöllunar. Við endurmetum stöðugt hvað við teljum felast í náttúrunni, rétt eins og við end- urmetum aðra hluti. Náttúran verður því afstæð, allt eftir því hverjir tímarnir, samhengið eða að- staða okkar er hverju sinni. Við búum jú yfir al- mennu líkani af því sem við álítum náttúruna vera, en höfum á síðari tímum í auknum mæli komist að þeirri niðurstöðu að það líkan sé byggt á gildismati hvers tíma og feli því ekki síður í sér vitneskju um menningarlega arfleifð. Menning okkar, saga og hugmyndafræði er sífelldum breytingum undirorpin og tengsl okkar við nátt- úruna sömuleiðis.“ Vinnan eins konar tilraunastofa eða rannsóknarverkefni Í þessu sambandi hefur oft verið rætt um ósamræmið á milli þeirrar þekkingar sem við bú- um yfir af því við tilheyrum ákveðnum reynslu- heimi og þeirrar þekkingar sem við öðlumst sem einstaklingar. „Já, einmitt. Og þetta ósamræmi er nokkuð sem ég hef notfært mér í mínum verkum. Ég hef áhuga á því hvernig fólk tengist og tekur þátt í tilteknum aðstæðum. Reynsla fólks af þeim get- ur ýmist verið mjög margbrotin og háþróuð eða einföld, og ég velti því fyrir mér hvað reynsla sé yfirleitt. Ég lít á sjálfan mig og mína vinnu sem eins konar tilraunastofu eða rannsóknarverkefni – nánast með vísindalegu ívafi af því ég beiti oft viðhorfum sem ríkja í vísindum. Rannsókn mín beinist að reynslu áhorfandans, sambandi hans við umhverfið og því hvaða grunnþættir hafa þar áhrif. Ég þarf samt á einhverjum miðli að halda til að framkvæma rannsóknina – sem gæti eins og ég sagði verið hvað sem er; tónlist, kvikmynd- ir eða eitthvað annað – og það sem ég hef oft not- að er þessi endurgerð á ýmiskonar náttúrulegum fyrirbrigðum. Þá er ég að leika mér að þeim fyr- irframgefnu hugmyndum sem fólk hefur um þessi fyrirbrigði. Þær grundvallast yfirleitt á hugmyndum mód- ernismans um náttúruna, þar sem endurmat hef- ur átt sér stað upp að vissu marki. Í því end- urmati er vissulega mjög mikið einblínt á það sem tilheyrir sameiginlegum reynsluheimi og menningu okkar – sem er mjög miðlægt – en einnig hvernig sá reynsluheimur tengist per- sónulegri upplifun hvers og eins. Það sem kemur fram í mínum verkum, og er líkleg ein helsta undirstaða vinnu minnar, er að ekki er hægt að greina þennan sameiginlega reynsluheim og per- sónulegu upplifunina í sundur. Að mínu mati er allri reynslu miðlað til manns með einhverjum hætti, líka reynslu okkar af náttúrunni – þegar allt kemur til alls er ekki til nein reynsla sem felur í sér milliliðalausa eða „hreina“ dulmögnun, þótt við gerum okkur reyndar oft þær hugmyndir um náttúruna. Ég vil ekki endilega snúa baki við þeirri rómantísku hugmynd, en er þeirrar skoðunar að það sé ekki hægt að aðskilja hana frá hugmyndinni um hinn sameiginlega reynsluheim. Við verðum að horfa á alla þessa ólíku þætti í samhengi, ef við viljum rannsaka úr hverju hinn hlutlægi ytri heimur er búinn til, og verkin mín eru tæki til þess. Hinn sameiginlegi reynsluheimur hefur í raun sagt okkur til um hvernig við eigum að upplifa umhverfið, jafnvel að því marki að hægt er að líta á það sem hlutgervingu reynslunnar. Ekki ein- ungis hlutgervingu í þeim skilningi sem við tengjum venjulega við söluvöru, heldur hlutgerv- ingu sem verður til vegna þess að sammannleg þekking okkar ákvarðar fyrirfram hvernig reynsla okkar er. Það má segja að ekki ríki jafn- vægi í því hvernig reynslu er miðlað, sá þáttur er oft ekki nægilega gegnsær, sem leiðir til þess að við sem einstaklingar getum síður upplifað listina á persónulegum forsendum. En þetta er auðvitað fyrst og fremst heimspekilegt viðfangs- efni,“ segir Ólafur og hlær við, „og síst af öllu vil ég predika um listina af þessu tilefni. En í stuttu máli má þó segja að við höfum þessi áþreifanlegu og skynrænu tengsl við umhverfið, sem búa yfir margræðum eiginleikum. Á móti kemur svo öll sú þekking okkar um umhverfið sem við fáum úr sameiginlega reynsluheiminum. Sambandið á milli þessara tveggja þátta er mjög ofarlega í listumræðunni núna og menn velta því fyrir sér hvernig sé hægt að hnika þessum ferl- um til eða hafa áhrif á þá. Ég er auðvitað ein- ungis einn úr hópi listamanna sem hafa tekist á við þessar hugmyndir.“ Áhorfendur eru notendur eða neytendur ákveðinna eiginda Í þessari sýningu gerir þú m.ö.o. tilraun til að hnika slíku ferli til með áhorfandanum? „Já, þetta eru breyturnar í ramma tilraunar minnar í túrbínusalnum. Tilraunin felst í því að spyrja sjálfan mig hvort ég geti, miðað við þau skilyrði sem eru í þessu ótrúlega rými, búið til aðstæður þar sem það sem er til sýnis er í raun- inni tæknin sem fólk notar til að upplifa. Hin áþreifanlegu efni sem ég nota til þess, sólin, speglarnir og þokan, sem ég hef sett upp á sýn- ingunni, eru bara tæki, efnisleg eigindi sem ég hef komið fyrir til að afhjúpa ferlið innra með fólki. Áhorfendur eru notendur – eða jafnvel neytendur – þessara eiginda. Markmið mitt var að sýna upplifunina sjálfa, þannig að fólk gæti gengið inn og nálgast sína eigin reynslu utan frá.“ Framsetning sýninga hefur hugmyndafræðilegt vægi Í samtali við Morgunblaðið sl. sumar sagði sýningarstjóri sýningarinnar þinnar, Susan May, að hún væri í rauninni dæmi um nýja hug- myndafræði innan Tate Modern. Þú hefur auð- vitað alltaf haft mjög ákveðnar skoðanir á því hvaða hlutverki söfn gegna gagnvart áhorfand- anum, hvernig lýsir það sér í þessu verkefni? „Grundvallargildi í listheiminum hafa breyst mjög ört að undanförnu. Söfnin eða liststofn- anirnar hafa þurft að axla þá ábyrgð er fylgir stöðugri endurskoðun á því hlutverki sem þau gegna. Þau verða að móta hugmyndafræði sem hefur einhverja skírskotun til samfélags hvers tíma, en það er einmitt það sem reynt er að gera hér í Tate-safninu. Með sýningarstefnu sinni hef- ur þeim tekist að koma á framfæri þeirri ögrun sem felst í úrvinnslu verkefnis á borð við mitt eða sýningar yfirleitt. Sú spurning sem liggur til grundvallar er hvernig hægt er að sýna list þann- ig að áhorfandinn sjái ekki einungis verkið sjálft – málverkið eða hvað svo sem er til sýnis – heldur einnig af hverju það er mikilvægt að skoða þetta tiltekna listaverk. Söfn eiga ekki einungis að sýna sögu okkar, þau verða líka að skilja að í framsetningunni er fólgin mjög sterk miðlun sem hefur hugmyndafræðilegt vægi og tilgang. Mér finnst ég þurfa að taka þetta til greina í minni listsköpun. Auðvitað langar mig til að búa til eitt- hvað fallegt og spennandi, en ég vil líka gefa áhorfendum mínum svigrúm til að skynja hvern- ig verkið virkar og ég lít á þann þátt sem mik- ilvægan, gegnsæjan hluta af verkinu sjálfu. Þetta eru erfið viðfangsefni bæði fyrir lista- menn og söfnin, vegna þess að jafnvel þótt við getum spurt þessara spurninga þá er ekkert ein- hlítt svar – það getur enginn vitað fyrirfram hvernig þetta ferli er hverju sinni. Engu að síður er þetta heimspekileg spurning er varðar eðli listarinnar og við verðum að reyna að takast á við hana.“ ið fleytir okkur því ekki eftir fyrirfram varðaðri leið. Auk þess gilda allt önnur lögmál um slíkt rými í listasafni. Þar er hægt að verða fyrir mjög margræðri reynslu – sem líkja má við það að nota líkamann sem heila – er síðan auðveldar manni að meta bæði eigin hæfileika til að upplifa og eig- ið samband við rýmið. Ekki vegna þess að þetta tiltekna rými sé svo áhugavert heldur vegna þess að sjálfur eiginleikinn til að meta stöðu sína og af sömu stærðargráðu og heil verslunarmiðstöð eða flugstöð. Almenningsrými af því tagi standa oft fyrir millibilsástand eða umskipti sem þjóna mjög afmörkuðum tilgangi. Þegar maður kemur t.d. inn í flugstöð veit maður nákvæmlega hvert maður er að fara, sameiginlegt minni okkar og reynsla segja til um það. Rýmið í Tate hefur þó ekkert verið brotið upp, þar er enginn fastur far- vegur fyrir mannfjöldann og sameiginlega minn- n sem heili „Ætlun mín er að hafa áhrif á rýmistilfinningu okkar sem áhorfenda, snúa henni við og afhjúpa hlutverk okkar sjálfra í henni,“ segir Ólafur Elíasson um sýningu sína sem opnuð verður í dag. fbi@mbl.is Sýning Ólafs í túrbínusal Tate Modern nefnist „The Weather Project“ eða „Verkefni um veðrið“. Ljósmynd/Tate Modern

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.