Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FLENSUFARALDURINN, sem nú er nýhafinn, leggst mjög misjafnlega á nemendur og starfsfólk skóla í höfuðborg- inni. Í Ísaksskóla eru mikil veik- indi og kvað svo rammt að pest- inni að helming nemenda vant- aði í einn sex ára bekk skólans í fyrradag auk kennarans. Úr öðrum bekkjum skólans hafa einnig nokkrir veikst. Þetta hefur orðið til þess að stjórn- endur skólans hafa flýtt árlegri inflúensubólusetningu til að mæta vandanum. Flensan leggur hálfan 6 ára bekk ÁSGEIR Örn Hallgrímsson, 19 ára gamall leikmaður í meistaraliði Hauka í hand- knattleik, hefur fengið boð um að gerast leikmaður með Barce- lona, einu sigursælasta og frægasta handboltaliði heims. Ásgeir, sem lék lykilhlutverk í 18 ára landsliðinu þegar það hampaði Evrópumeist- aratitlinum í Slóvakíu í ágúst, mun leika með Haukum á yfirstandandi leiktíð og á næsta tímabili en tímabilið 2004–2005 er ráðgert að hann skrifi undir 3 ára samning við Börsunga. Hann fetar þar með í fótspor lærimeistara síns, Viggós Sigurðssonar, en Viggó lék með Barcelona í tvö ár, 1979–1981. Barcelona vill fá Ásgeir Örn Ásgeir Örn Hallgrímsson  Ásgeir fer til Barcelona/43 Á FYRSTA fundi nýrrar stjórnar Hf. Eim- skipafélags Íslands í gærkvöld var ákveðið að skipta um stjórn í öllum dótturfélögum fé- lagsins, en fyrir fundinn höfðu allir stjórn- armenn í félögunum Brimi, Burðarási og flutningafélaginu Eimskipi, sagt af sér. Ein og sama stjórnin, þ.e. stjórn Hf. Eimskipa- félags Íslands, er nú yfir öllum félögunum. Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands og allra dótturfélaganna er nú skipuð þeim Þór Kristjánssyni, Sindra Sindrasyni, Þórði Magnússyni, Pálma Haraldssyni, Magnúsi Gunnarssyni, Gunnlaugi Sævari Gunnlaugs- syni og Baldri Guðnasyni. Magnús Gunnarsson stjórnarformaður Eimskips segir fundinn hafa verið góðan og ákveðið hafi verið að ný stjórn muni hittast nokkuð ört til að byrja með til að setja sig vel inn í rekstur félagsins. „Þetta var mjög góður fundur og snerist að miklu leyti um að uppfylla formsatriði sem fylgdu þeim ákvörðunum sem teknar voru á hluthafafundi hinn 9. október sl.,“ sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið. Ætla að taka sér góðan tíma Magnús segir að stjórnarmenn hafi verið á því að ný stjórn þyrfti ákveðinn tíma til að kynna sér starfsemina til að átta sig á því hvernig staða félagsins væri og síðan yrði tekin ákvörðun út frá því hvort einhverjar frekari stórar breytingar yrðu gerðar. „Menn ætla að taka sér tíma til að skoða þetta og engar uppstokkanir eða slíkt eru komnar upp á borðið,“ sagði Magnús er hann var spurður hvort rætt hefði verið um hugs- anlega uppskiptingu félagsins. Spurður hvort rætt hefði verið um breyt- ingar í stjórnendahópi félagsins sagði Magn- ús að það hefði ekki verið rætt, „enda hóp- urinn vel skipaður“ eins og hann orðaði það. „Við ætlum að halda stjórnarfundi núna nokkuð þétt næstu dagana. Við viljum gjarn- an fara yfir félagið í meiri smáatriðum. Menn ætla sér að leggja í þá vinnu sem þarf til að kynna sér alla starfsemi félagsins mjög vel.“ Skipt um stjórn í dótt- urfélögum Eimskips Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur ákveðið að opna formlega mögu- leika á því að lánstími 40 ára hús- bréfalána sé styttur í 25 ár í fram- haldi af því að sjóðnum hafa borist fyrirspurnir þar að lútandi í sumar. Nú er unnið að því að útfæra breyt- inguna tæknilega en vaxtagreiðslur af 40 ára húsbréfaláni eru 75% hærri en af húsbréfaláni til 25 ára, þótt lánstíminn sé aðeins fimmtán árum lengri. Bjarni Frímann Karlsson, sviðs- stjóri á þjónustusviði lána hjá Íbúðalánasjóði, sagði að ákveðið hefði verið að bjóða þeim sem ósk- uðu eftir að stytta lánstíma 40 ára húsbréfalána í 25 ár með skilmála- breytingu. Lögfræðingar sjóðsins væru sammála um að þetta kallaði á skilmálabreytingu sem þyrfti að þinglýsa. Það kostaði um 1.200 kr. eða þar um bil, en það væri eini kostnaðurinn sem fólk þyrfti að bera vegna þessa. Bjarni sagði að snemma í sumar hefði skapast mikil umræða um að það væri miklu dýrara að vera með 40 ára lán en 25 ára lán og sjálfsagt væri þar or- sökin komin fyrir því að fyrirspurnir hefðu kom- ið til sjóðsins um hvort hægt væri að stytta lánstímann. Húsbréfalánin væru anuitetslán og það þýddi að eignamyndun væri mjög hæg framan af í slíkum lánum, þar sem stærsti hluti afborgananna lengi framan af væru vextir og verðbætur. Fram hefur komið að fjögur af hverjum fimm nýjum húsbréfalánum eru til 40 ára, en fyrir nokkrum árum var hlut- fallið öfugt en þá voru tvo af hverjum þremur húsbréfalánum til 25 ára. Um það bil eitt þús- und krónum munar á greiðslubyrðinni af hverju einnar milljónar kr. láni eftir því hvort lánið er tekið til 25 eða til 40 ára. Greiðslubyrðin af slíku láni til 40 ára er 4.895 kr. á mánuði, en af láni til 25 ára 5.924 kr. Hámarkslán samkvæmt núgildandi reglum er átta milljónir kr. til kaupa á notuðu húsnæði og því er greiðslubyrðin af hámarksláni til 40 ára tæpar 40 þúsund kr. á mánuði en tæpar 48 þúsund kr. ef lánið er tekið til 25 ára. Miklu munar hins vegar á vaxta- greiðslum á lánstímanum. Sá sem tekur lán til 25 ára borgar 765 þús- und kr. af hverju einnar milljónar króna láni í vexti á lánstímanum, en sá sem tekur lán til 40 ára greiðir 1.340 þúsund kr. í vexti uppsafnað á öllum lánstímanum eða 75% hærri upphæð en sá sem tekur lán til 25 ára. Raunar er það þannig að þegar sá sem tók 25 ára lánið er búinn að greiða upp sitt lán vantar ennþá fjögur ár upp á að sá sem tók 40 ára lánið sé búinn að greiða upp helm- inginn af sínu láni, þar sem það mark næst ekki fyrr en eftir 29 ár. Mögulegt að breyta 40 ára húsbréfalánum í 25 ára lán      "" :% ? $# # ,  . #$,# . /2 A 1 A /2 A 1 A F%H'I$ I%JHF KLF &%MI($;D Vaxtagreiðslur af 40 ára húsbréfaláni 75% hærri en af 25 ára láni MÁLEFNI líðandi stundar eru oft rædd yfir kaffibolla við höfnina í Reykjavík. Kaffispjall- ið er ævaforn siður sem seint mun leggjast af, enda má finna samdrykkjuna og hið heim- spekilega spjall sem henni fylgir í öllum helstu menningarheimum mannkyns. Heimspekin er viðfang allra manna. Ýmislegt drífur á daga sjómanna og rata gullkornin ósjaldan á varir bryggjuspjallsmanna víða um heim. Morgunblaðið/Jim Smart Karpað yfir kaffibollunum ♦ ♦ ♦ STEINUNN Birna Ragnars- dóttir hefur sagt af sér sem varaborgarfulltrúi Reykjavíkur- listans og varaformaður menn- ingarmálanefndar. Segir hún ástæðuna vera vaxandi óánægju með framgöngu borgarinnar í menningarmálum og ólýðræðis- leg vinnubrögð þar sem ekki sé tekið mið af fleirum en einu sjónarmiði. Steinunn, sem skipaði 13. sæti R-listans, telur að aðför borg- arinnar að tónlistarskólum stofni í hættu bæði starfi skól- málum borgarinnar á þann hátt sem hún hefði viljað. „Þegar maður hefur á tilfinningunni að eigin sjónarmið í mikilvægum málum komist í raun hvorki upp á borðið né nokkuð áleiðis renna auðvitað á mann tvær grímur um hvort einhver tilgangur sé með starfinu. Og það getur til dæmis ekki verið eðlileg fram- vinda að umræða fari fram eftir að ákvarðanir hafa verið tekn- ar.“ anna og fram- tíð þess tón- listarnáms sem Reykvík- ingar hafi búið við. Þá segir hún það ekki launungarmál að það hafi verið málefna- legur ágrein- ingur í samstarfinu við formann menningarmálanefndar, Stefán Jón Hafstein, og henni hafi þótt erfitt að vinna að menningar- Óánægð með ólýð- ræðisleg vinnubrögð Varaborgarfulltrúi R-listans hefur sagt af sér  Borgin/6 Steinunn Birna Ragnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.