Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 13
þó ákveðið að sameina fyrirtækin árið 1973. Nú tel ég að reynslan hafi sýnt fram á að tekið hafi verið rétt skref með sameining- unni á þessum tíma, a.m.k. hafa Flugleiðir spjarað sig tiltölulega vel í þessi þrjátíu ár. Ég var t.a.m. að rifja upp að Loftleiðir/ Flugleiðir hafa eitt flugfélaga í einkaeign haldið uppi samfelldu flugi yfir Atlantshafið í 50 ár,“ bætir Sigurður við en hann var einn af þremur forstjórum Flugleiða frá árinu 1974 þar til hann tók einn við stjórn- artaumunum árið 1979. Ísland stórveldi í flugi „Það vex ekkert af engu,“ segir Sigurður að lokum. „Ég lít svo á að Ísland sé í raun stórveldi í fluginu í dag. Hér eru Flugleiðir, Atlanta, Iceland Express og svo Íslands- flug. Miðað við höfðatölu er flugrekstur mjög stór atvinnugrein á Íslandi og flug- samgöngur afar góðar, t.d. veit ég ekki til að nokkur önnur borg í Evrópu á stærð við Reykjavík eða raunar með innan við milljón íbúa hafi beinar samgöngur við Bandaríkin. Þessi staðreynd skiptir auðvitað miklu máli fyrir atvinnulífið. Ísland er líka eitthvert eftirsóttasta ferðamannalandið í heiminum í dag. Loftleiðir áttu þátt í að leggja grunn- inn að þessu öllu saman með markaðsstarfi sínu á erlendri grundu á sínum tíma. Við létum slagorðið „Visit Iceland“ (heimsækið Ísland) fylgja öllum okkar auglýsingum og allar flugvélar félagsins voru merktar Loft- leidir-Icelandic. Ég sé að Atlanta gerir hið sama í dag.“ FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 13 „AÐDRAGANDI svokallaðrar Loftleiða- byltingar var sá að félagið missti milli- landavélar sínar, Heklu og Geysi, með skömmu millibili og inn- anlandsfluginu hafði ver- ið skipt upp milli Flug- félags Íslands og Loftleiða á þann hátt að rekstur þess var ekki lengur arðbær fyrir Loft- leiðir,“ segir Kristjana Milla Thorsteinsson, ekkja Alfreðs Elíassonar. Alfreð var einn stofnenda Loftleiða, flugstjóri hjá félaginu og forstjóri þess um árabil eða þar til hann tók við starfi eins þriggja forstjóra Flugleiða við samein- inguna árið 1974. Kristjana Milla rifjar upp að rekstur fé- lagsins hafi verið mjög erfiður frá 1950 og allt virtist benda til þess að leggja þyrfti félagið niður. „Að vísu hafði stjórnin samþykkt með semingi að kaupa nýja millilandavél en taldi það ekki til frambúðar og vildi heldur kaupa olíuflutningaskip,“ segir Kristjana Milla. „Starfsmönnum félagsins, sem höfðu komið félaginu af stað í upphafi, leist ekki á þessar fyrirætlanir.“ Misheppnuð tilraun árið áður Á aðalfundi Loftleiða 1952 reyndu starfs- mennirnir því að fá fleiri menn en áður var úr sínum hópi inn í stjórnina. „Það tókst ekki, aðallega vegna þess að stjórnin notaði eigin bréf félagsins til að kjósa sjálfa sig,“ segir Kristjana Milla. „Eftir þann fund ákváðu starfsmennirnir að búa sig betur undir næsta fund og hver sem betur gat keypti hlutabréf sem óseld voru frá hluta- bréfaaukningu frá árinu 1946.“ Hún tekur fram að starfsmennirnir hafi ekki átt digra sjóði til að nota í kaupin. „En Jóhannes Markússon flugmaður þekkti vel til Sigurðar Helgasonar, sem þá var framkvæmdastjóri tveggja fyrirtækja í Reykjavík. Sigurður ákvað eftir nokkurn umþótt- unartíma að ganga til liðs við starfsmenn- ina og leggja fram fé. Sigurður hafði ekki áður komið neitt að stofnun eða uppbygg- ingu Loftleiða,“ segir hún. „Eins og sjá má af framansögðu hafði að- alfundur Loftleiða 1953 úrslitaáhrif á rekstur félagsins.Ef þessi breyting hefði ekki orðið hefði félagið sennilega verið lagt niður,“ bætir Kristjana Milla við. Framsýni og bjartsýni „Ég held að íslenskur flugrekstur hefði aldrei fengið þann framgang sem hann fékk ef Loftleiðir hefðu verið lagðar nið- ur,“ segir Kristjana Milla að lokum. „Loft- leiðamenn voru alla tíð framsýnir og bjart- sýnir, sem sést best á því að þeir hófu flug vestur um haf til Bandaríkjanna 1948, þeg- ar fá önnur flugfélög voru byrjuð á þeirri leið.“ Fundurinn hafði úrslita- áhrif á rekstur félagsins Kristjana Milla Thorsteinsson „ÉG held að mér sé óhætt að segja að loftið á fundinum hafi verið lævi blandið,“ segir Gunn- ar Helgason hæstaréttarlögmaður og ritari byltingarsinna á aðalfundi Loftleiða fimmtudaginn 15. október árið 1953. „Fund- urinn var setttur í Tjarn- arkaffi í gamla Oddfellow- húsinu klukkan þrjú síðdeg- is og stóð yfir fram um þrjú um nóttina. Á fundinum tókst sitjandi stjórn Loft- leiða á við byltingarsinnana eða „óþekku strákana“ eins og þeir kusu stundum að kalla okkur ungu mennina. Skemmst er frá því að segja að fylkingarnar gátu ekki einu sinni komið sér saman um fundarstjóra á fundinum. Þess vegna var grip- ið til þess ráðs að efna til kosninga á milli full- trúa byltingarsinnanna, Jóns P. Emils lög- fræðings, og fulltrúa gömlu stjórnarinnar, Páls S. Pálssonar lögfræðings. Jón var kosinn fund- arstjóri og skipaði hann mig fundarritara á fundinum.“ Gunnar útskýrir af hverju fundurinn hafi dregist á langinn. „Gömlu stjórninni var mikið í mun að sannfæra fundarmennina um að ólög- lega hefði verið staðið að sölu hlutabréfa í fyr- irtækinu til hinnar fylkingarinnar. Bylting- arsinnunum var á móti mjög í mun að gefa greinargóða mynd af gagnrýni sinni á gömlu stjórnina. Fundarmenn héldu þó ró sinni allan fundartímann,“ segir hann og tekur fram að talsvert verk hafi verið að taka saman fund- argerðina. „Fundargerðin var svo mikil vinna að þegar gert var klukkutíma matarhlé um kvöldmatarleytið sat ég einn inni í salnum og færði fundargerðina inn í fundargerðarbókina. Eftir fundarhléð var fundargerðin samþykkt með litlum breytingum. Ég hélt svo áfram að fylgjast með síðari hluta fundarins og las þann hluta upp í lok fundarins til samþykktar fund- arins.“ Öruggur sigur Gunnar segir að fundarmenn hafi verið um 100 – aðallega karlar. Af úrslitunum varð ekki dregið í efa hverjir stóðu uppi sem sigurveg- arar. „Byltingarmennirnir fengu allir fleiri at- kvæði en gömlu stjórnarmennirnir. Nið- urstaðan varð sú að Alfreð Elíasson hlaut 6.700 atkvæði, Kristinn Olsen 6.726, Kristján Guðlaugsson 6.530, Sigurður Helgason 6.254 og Ólafur Bjarnason 6.428. Úr hinni fylking- unni fengu Kristján Jóhann Kristjánsson 5.408 atkvæði, Óli J. Ólafsson 5.134, Eggert Krist- jánsson 4.753, Þorleifur Guðmundsson 4.774, Einar Sigurðsson 4.668 og nokkrir hlutu færri atkvæði,“ segir Gunnar og viðurkennir að bylt- ingarsinnarnir hafi haldið upp á sigurinn með því að lyfta glösum í skrifstofu Loftleiða eftir fundinn. Eftirmál urðu af Loftleiðabyltingunni þrem- ur árum síðar. „Einn gömlu stjórnarmannanna fór í mál við byltingarsinnana vegna sölu hlutabréfanna árið 1956. Ég var þá að byrja minn málflutningsmannsferil og var í læri hjá Lárusi og Ágústi Fjeldsted. Ég tók að mér málið og vann svo rækilega að gamla stjórnin treysti sér ekki til að áfrýja – þar með var loks gert út um málið að fullu og öllu,“ segir Gunnar sem var lögmaður Loftleiða frá 1965 og aðallögmaður Flugleiða eftir sameininguna árið 1974 til 1990. Loftið lævi blandið Gunnar Helgason „ÉG minnist þessa tíma með söknuði. Ég kunni alltaf vel við mig hjá Loftleiðum. Starfsandinn hjá fyrirtækinu var alveg sér- staklega góður,“ segir Dagfinnur Stefánsson, fyrrverandi flugstjóri hjá Loftleiðum, og minnist orða Sigurðar Magn- ússonar, fyrrverandi blaðafulltrúa Loftleiða. „Einu sinni heyrði ég Sig- urð segja að þegar hann legði höfuðið á koddann á kvöldin væri hann farinn að hlakka til að fara í vinn- una næsta dag. Ég get tekið undir þessi orð hans því ég hlakkaði alltaf til að fara í vinnuna næsta dag á meðan ég vann hjá Loftleiðum.“ Síldarleitin skemmtilegust Dagfinnur viðurkennir að ánægjulegasta starfstímabilið hjá fyrirtækinu hafi verið við síldarleitina. Ég tók þátt í fyrstu síldarleit- inni minni sumarið 1946,“ segir hann og bæt- ir við að síldarleitarsumrin hafi samtals orðið fjögur eða fimm. „Við vorum bara með sjó- vélar og leituðum að síld fyrir flotann fyrir norðan land frá því um miðjan júní fram í september. Á meðan vorum við með bæki- stöðvar á Miklavatni í Fljótum.“ Dagfinnur segir flugstjórana óneitanlega hafa orðið vara við að reksturinn gengi stundum brösulega. „Stundum fengum við ekki útborgað og var boðið að taka við hluta- bréfum upp í launin. Sumir tóku þessu tilboði og eignuðust hlut í fyrirtækinu. Fyrir Loft- leiðabyltinguna höfðum við heyrt að stjórnin væri að velta því fyrir sér að hætta rekstr- inum og kaupa olíuskip. Hópurinn, með Al- freð Elíasson í broddi fylkingar, brást við með þeim hætti að sækja sér liðstyrk til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu og ná meiri- hluta í stjórninni,“ segir Dagfinnur og tekur fram að stjórninni hafi þó ekki verið steypt með illindum. „Eftir „Loftleiðabyltinguna“ svokölluðu buðum við, ég og Alfreð, Kristjáni Jóhanni Kristjánssyni, stjórnarformanni gömlu stjórnarinnar, að halda formennsku sinni í stjórninni áfram. Hann afþakkaði – líklega af tillitssemi við hina nefndarmennina í gömlu stjórninni.“ Dagfinnur var aðallega í millilandaflugi á vegum Loftleiða. „Með skiptingu innanlands- flugleiðanna á milli Loftleiða og Flugfélags Íslands var Loftleiðum skorinn svo þröngur stakkur að fyrirtækið sá sér þann kost vænstan að snúa sér alfarið að millilandaflug- inu. Ég flaug aðallega til Bandaríkjanna og Lúxemborgar en líka á fjarlægari slóðir, t.d. í pílagrímaflugi. Ég tók þátt í stofnun Cargo- lux fyrir hönd Loftleiða á sínum tíma. Loft- leiðir áttu þriðjung í fyrirtækinu á móti sænska fyrirtækinu Salena og Luxair. Eftir sameininguna afskrifuðu Flugleiðir bréfin í Cargolux. Ég var ekki sáttur við þau mála- lok. Ég er raunar þeirrar skoðunar að samein- ing flugfélaganna hafi verið mistök – sér- staklega fyrir Loftleiðir. Sameiningin var réttlætt með því að ekki væri rekstrar- grundvöllur fyrir tvö flugfélög á Íslandi en nú eru fjögur flugfélög starfandi í landinu og virðist rekstur þeirra ganga vel.“ Hlakkaði alltaf til næsta dags Dagfinnur Stefánsson Loftleiðaflugmennirnir voru hetjur íslenskra gutta um árabil. ago@mbl.is Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.