Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 43
GAUTE Larsen, þjálfari norska knatt-
spyrnuliðsins Stabæk, er nokkuð ánægð-
ur með danska FH-inginn Allan Borg-
vardt eftir fyrstu æfingu hans með liðinu
á mánudag. Borgvardt verður til reynslu
hjá Stabæk frameftir þessari viku og þá
kemur væntanlega í ljós hvort honum
verður boðinn samningur þar.
„Það eru tvær vikur síðan tímabilinu
lauk á Íslandi og síðan hefur hann æft
upp á eigin spýtur. Hann þarf því nokkr-
ar æfingar hjá okkur til að komast aftur í
gang. Ég vissi lítið um Borgvardt og vildi
það heldur ekki, þar sem við viljum sjálf-
ir mynda okkur skoðun á leikmönnum.
Hann virðist vera spennandi leikmaður
en hann er ekki vanur okkar leikstíl. En
hann er flinkur með boltann, það sést vel
á öllum hans hreyfingum. Gæði hans ráð-
ast mest af því hversu mikið við getum
þróað hann áfram sem leikmann,
kannski getum við bætt hann um 20–25
prósent,“ sagði Larsen við staðarblaðið
Budstikka í gær og lagði áherslu á að
Stabæk væri jafnframt að skoða fleiri
leikmenn.
Danir gera grín að
norskum fótbolta
Borgvardt sagði við Budstikka að
hann hefði ekki hugsað sér að leika
áfram á Íslandi. „Ekki á þessari stundu,“
sagði hann og kvaðst vel geta hugsað sér
að spila í norsku úrvalsdeildinni.
„Í Danmörku gera margir grín að
norskum fótbolta en ég er ekki viss um
að það sé lengur á rökum reist. Á þessari
æfingu hjá Stabæk var allavega ekki eins
mikið um langspyrnur og Danir halda,“
sagði Allan Borgvardt.
Þjálfara Stabæk líst vel
á Allan Borgvardt
Morgunblaðið/Þorkell
Allan Borgvardt hefur vakið athygli víðar en á Íslandi.
EMILE Heskey, sóknarmaður
enska landsliðsins í knattspyrnu og
Liverpool, gæti átt þriggja leikja
bann í Evrópukeppni landsliða yfir
höfði sér, og þar með gæti hann ekki
leikið í riðlakeppni EM í Portúgal
næsta sumar. Að sögn Daily Mail sló
hann Hasan Sas, leikmann Tyrk-
lands, þegar þeir gengu af velli í hálf-
leik í leik þjóðanna í Istanbúl á laug-
ardaginn, eftir að Sas hæddist að
litarhætti hans. Gerard Houllier,
knattspyrnustjóri Liverpool hefur
komið Heskey til varnar og segir að
Sas hljóti að hafa sagt eitthvað mjög
ljótt við Heskey því hann sé svo dag-
farsprúður maður að það þurfi mjög
mikið til að raska ró hans.
Til stimpinga kom milli leikmanna
liðanna þegar þau gengu til búnings-
herbergja í hálfleik og talið er að allt
að 50 manns hafi tekið á einhvern
hátt þátt í þeim. Lætin munu hafa
byrjað þegar tyrkneski varnarmað-
urinn Alpay, sem leikur með Aston
Villa, potaði fingri í andlit Davids
Beckhams þegar þeir gengu af velli.
Skömmu áður hafði Alpay veist að
Beckham þegar sá síðarnefndi
klúðraði vítaspyrnu. Pierluigi Coll-
ina, dómari leiksins, sá allt sem fram
fór og hefur gefið skýrslu um það en
hann hefur fengið mikið hrós fyrir
snögg viðbrögð í að koma á friði og
spekt. Hann kallaði þá Alpay og
Beckham inn í búningsklefa sinn og
róaði þá niður.
Stimpingarnar náðust á mynd-
band og það er nú til skoðunar hjá
UEFA, Knattspyrnusambandi Evr-
ópu, sem úrskurðar hvort ástæða sé
til að refsa leikmönnum fyrir þær.
Ásgeir fetar þar með í fótsporlærimeistara síns, Viggós Sig-
urðssonar, en Viggó lék í tvö ár með
Barcelona, 1979-
1981, við góðan orðs-
tír. Ásgeir kemur til
með að leika með
Haukum á yfirstand-
andi leiktíð og á næsta tímabili en
fyrir leiktíðina 2004-05 verður hann
kominn í herbúðir Barcelona, eins
frægasta og besta handknattleiks-
liðs heims eins og íslenskir hand-
boltaáhugamenn urðu glögglega
vitni að þegar þeir sigruðu Hauka
með tíu marka mun í Meistaradeild
Evrópu.
Áhugi Börsunga á Ásgeiri Erni
kviknaði þegar þeir fylgdust með úr-
slitakeppni Evrópumóts landsliða
skipuðu 18 ára og yngri í Slóvakíu í
ágúst en þar sló Hafnfirðingurinn
svo sannarlega í gegn og átti stóran
þátt í að Íslendingar hömpuðu Evr-
ópumeistaratitlinum. Ásgeir varð
markakóngur mótsins og var valinn
besta vinstrihandarskyttan.
„Þetta er rosalega spennandi og
um leið alveg ótrúlegt. Ég hélt í
fyrstu að það væri verið að gera at í
mér en þegar ég sá að Viggó var fúl-
asta alvara þá áttaði ég mig á því að
þetta væri satt. Það er nánast æv-
intýri líkast að fá boð frá svona stór-
liði og það má kannski segja að ég
byrji á öfugum enda,“ sagði Ásgeir
Örn í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Ásgeir segist hafa gengið með það
í maganum að komast í atvinnu-
mennsku en líklega á öðrum stað en
hjá Barcelona.
„Maður hefur stefnt að því að
komast í atvinnumennsku í nokkurn
tíma en mig óraði ekki fyrir því að
svona stórt dæmi kæmi upp á borðið.
Eftir að hafa fengið tækifæri á að
spila á móti Barcelona áttar maður
sig á því hversu gífurlega sterkt
þetta lið er enda með heimsklassa-
leikmenn í öllum stöðum. Mér finnst
fínt að fá eitt og hálft ár til að und-
irbúa mig og ég get vonandi þroskast
sem handboltamaður á þessum tíma
áður en ég held utan.“ Ásgeir er 19
ára gamall og hefur þegar fengið að
spreyta sig með íslenska A-landslið-
inu þar sem hann mun verða fram-
tíðarmaður. Hann gegnir veigamiklu
hlutverki í Haukaliðinu og er án alls
vafa ein bjartasta vonin í íslenskum
handbolta í dag.
Ásgeir Örn gengur
til liðs við Barcelona
Morgunblaðið/Sverrir
Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur hér snúið á Jarome Fernandez í leik Hauka og Barcelona.
ÁSGEIR Örn Hallgrímsson,
handknattleiksmaðurinn stór-
efnilegi í Íslandsmeistaraliði
Hauka, gengur í raðir spænska
stórliðsins Barcelona eftir eitt
og hálft ár. Valero Rivera Lopéz
þjálfari Börsunga kom að máli
við Viggó Sigurðsson þjálfara
Hauka eftir Evrópuleikinn við
Hauka á sunnudagkvöld og
sagðist vilja fá Ásgeir til liðs við
Barcelona árið 2005 og að fé-
lagið vildi gera við hann þriggja
ára samning.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Missir Heskey af EM?
WATFORD, félag Heiðars Helgu-
sonar, seldi í gær sinn besta varnar-
mann, Paul Robinson, til WBA fyrir
rúmar 30 milljónir króna. Ray Lew-
ington, knattspyrnustjóri Watford,
segir að þetta hafi verið nauðsynlegt
til að bæta fjárhag félagsins sem sé
enn verulega slæmur. Watford sé
enn ekki komið yfir versta hjallann í
þeim efnum eins og margir hafi ef-
laust talið.
ZOLTAN Crisan, miðvörður rúm-
enska landsliðsins í knattspyrnu um
árabil, lést í gær, 48 ára gamall.
Hann hafði þjáðst af berklum í fimm
ár. Crisan lék 46 landsleiki fyrir
Rúmeníu og vann sex stóra titla með
liði sínu, Universitatea Craiova.
SLÓVENARNIR í Olimpija
Ljubljana eru ekki smeykir fyrir leik
sinn gegn Liverpool í UEFA-bik-
arnum í knattspyrnu sem fram fer á
Anfield í kvöld. Liðin gerðu jafntefli,
1:1, í Slóveníu í fyrri leiknum en
Slóvenarnir ætla sér sigur á Anfield.
MLADEN Rudonja, sóknarmaður
Olimpija og slóvenska landsliðsins,
segir að leikmenn Liverpool séu
yfirborgaðir miðað við getu. „Þeir
eru eflaust ríkir en það hjálpar þeim
ekki þegar í leikinn er komið. Þar
vinnur sá sem spilar með hjartanu,
og þar stöndum við betur að vígi,“
segir Rudonja.
SUAD Besirovic, þjálfari Olimp-
ija, tekur í sama streng. „Ef Liver-
pool væri mótherji okkar í deildinni í
hverri viku værum við með 20 stiga
forystu. Við erum komnir til Eng-
lands til að sigra og fara áfram í
keppninni,“ segir Besirovic.
VEÐBANKAR eru ekki sammála
Slóvenunum og Langoddsen í Nor-
egi greiðir t.d. aðeins 1,10 til baka
þeim sem spá Liverpool sigri, ef úr-
slit verða á þann veg, en þeir sem
veðja á Olimpja fá upphæðina 8,60-
falda til baka ef slóvenska liðið vinn-
ur.
SENOL Günes, landsliðsþjálfari
Tyrkja, segir að vel komi til greina
að Alpay verði ekki í landsliði
Tyrkja sem mætir Lettlandi í um-
spili fyrir EM í knattspyrnu í næsta
mánuði. Günes segir að alltof mikið
hafi verið gert úr framkomu Alpay,
en eigi að síður geti hún ekki talist
viðunandi.
MICHEL D’Hooghe, yfirmaður
lyfjamála hjá FIFA, alþjóða knatt-
spyrnusambandinu, sagði í gær að
það yrði að refsa Rio Ferdinand á
einhvern hátt fyrir að koma ekki í
lyfjapróf á dögunum. Málið væri al-
varlegt og þætti FIFA sem enska
knattspyrnusambandið tæki það
ekki alvarlega þá myndi FIFA taka
málið í sínar hendur.
TALIÐ er að tekjur norska knatt-
spyrnusambandsins vegna heima-
leiksins við Spánverja í umspilinu
fyrir EM í knattspyrnu verði ekki
undir 60 milljónum íslenskra króna,
aðeins vegna miðasölu. Ullevaal-
leikvangurinn í Ósló tekur rúmlega
25.000 áhorfendur er talið fullvíst að
uppselt verði á leikinn. Sala á fyrstu
10.000 miðunum hefst í dag.
TORBEN Winther, landsliðsþjálf-
ari Dana í handknattleik, ætlar að
tefla fram tveimur liðum í komandi
landsleikjum, en hann býr nú lið sitt
undir úrslitakeppni EM í Slóveníu í
janúar. Danir mæta Ungverjum og
Norðmönnum á heimavelli og fara
síðan í fjögurra þjóða mót í Noregi.
WINTHER segir að álagið á lands-
liðsmönnunum sé svo mikið um
þessar mundir að ekki sé leggjandi á
þá að spila eins mikið og dagskráin
gerir ráð fyrir. Það sé ekki hægt að
bjóða þeim upp á að spila fimm leiki
á jafnmörgum dögum þar sem þeir
séu líka á fleygiferð með félagsliðum
sínum. „Það gefur mér líka ýmsa
möguleika að vera með tvö lið í
gangi. Í staðinn fyrir að vera með
einn stóran hóp, get ég nú skoðað
marga áhugaverða leikmenn sem
þar með fá tækifæri til að vinna sig
inn í landsliðið,“ segir Winther.
FÓLK