Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ELÍSABET Jökulsdóttir hefur ort og gefið út 100 ástarljóð. Vængja- hurðin nefnist bókin, bleik að lit og býður af sér kvenlegan þokka. Ljóð- in eru heit og hispurslaus, ljóðmæl- andinn, konan, er á valdi ástarinnar, líkami hennar hrópar á elskhugann, þráin er sterk og djúp. „Ég var ástfangin í þrjú ár en var alltaf að skamma sjálfa mig fyrir þær tilfinningar, að þær væru þráhyggja og stjórnleysi. Svo var ég á leið aust- ur að Heklu í rútu í vor þegar ég gafst upp einsog ég orða það, og sagði við sjálfa mig að þetta væru fal- legar tilfinningar og ég mætti hafa þær. Þá einsog fylltist brjóst mitt af fiðrildum og nokkrum dögum seinna kom fyrsta ljóðið og eftir það varð sprenging og þau gusuðust upp eins- og í eldgosi. En á leiðinni að Heklu fann ég að landslag hefur líkamleg áhrif á mig. Andinn og efnið eru svo nátengd í líkamanum.“ Ástin sterkari manni sjálfum Elísabet segir að aðalglíma sín við ástarljóðin hafi verið hvað hún ætl aði að verða dramatísk. „Þetta var glíma við að ná upp snerpu og húm- or. Það kom nefnilega í ljós að þetta voru þannig tilfinningar, gleði og orkutilfinningar. Það var svo skemmtilegt að leyfa þeim að flæða fram. Stjórna ekki öllu sjálf með of- urdramatískri hendi - heldur leyfa þessu að gerast. Ástin og kynorkan eiga að fá að flæða óheft, eins og ís- lensk náttúra þegar hún er frjáls og ósnortin. Mótsögnin er samt sú að maður verður að finna þeim form eða farveg. jökulhlaup er form og getur verið eyðileggjandi en býr til eitt- hvað nýtt. Alveg einsog þegar ást- arjátning bullast uppúr manni af því að ástin er sterkari en maður sjálfur, maður heldur að allt sé búið en það hefur orðið til eitthvað nýtt, líka í landslaginu innra með manni.“ Elísabet hefur undanfarið ár verið framarlega í hópi mótmælenda við framkvæmdirnar við Kárahnjúka og hvergi hlíft sér. Að hún skuli á þess- um tímapunkti gefa út ástarljóð kemur kannski á óvart. „Þessi ljóð eru náskyld íslenskri náttúru. Þarna eru ljóð um að elskast á hverasvæði, innan um gjósandi og vellandi hveri, og satt að segja komu ljóðin mjög óvænt til mín. Ég átti ekki von á þeim. En kannski er þetta bara guð að vinna í gegnum mig. Hann langaði kannski bara að fá ást- arljóð frá mér núna. Þetta er ekki ég sem ort er um heldur kona og maður sem elskast. Þetta er ljóðabálkur sem segir ákveðna sögu, ástarsögu.“ Ljóðin eru opinská og lýsa lík- amlegri nautn af ástinni hispurs- laust. Sumir myndu sjálfsagt taka dýpra í árinni. „Mér finnst gaman að gera þessu líkamlega skil. En skila- boðin sem ég hef fengið frá umhverf- inu í gegnum tíðina er að ástin sé andleg og hið líkamlega sé lágkúru- legt og ljótt. En þetta er nátengt í líkamanum. Eins og að borða góðan mat. Það hefur áhrif á geðið. Eins er með líkamann í ástinni. Mér fannst fallegt þegar ein kona sagði að bók- ina ætti að selja með rakspíra og all- ar konur ættu að gefa manninum sín- um og jafn athyglisvert þegar önnur kona sagði við mig að sér fyndust ljóðin gróf. Ég varð steinhissa. Öfg- arnar í dag eru orðnar svo miklar. Það er varla hægt að lýsa lík- amlegum kynnautnum án þess að vera sagður klámfenginn. En menn skyldu athuga að tilfinningarnar búa í líkamanum og klámbylgjan brýtur niður helgasta musteri tilfinning- anna, líkamann.“ Forlagið tileinkað afa skáldsins Vængjahurðin er þriðja ljóðabók Elísabetar og hún gefur hana út hjá eigin forlagi, Viti menn, en það nafn er til heiðurs Kristjóni afa hennar. „Hann sagði okkur systkinunum oft sögur og þegar kom að vendipunkt- inum þá sagði hann alltaf til sér- stakrar áherslu, „..og viti menn!“ Mér finnst þetta svo fallegt. Annars sagði sonur minn að þetta væru svona SMS ljóð. Mér þótti vænt um það. Ljóðin eru knöpp og orðfá. Ég beiti líka markvisst þeirri aðferð að blanda saman því sem kalla má hversdagslegu talmáli og skáld- legu líkingamáli. En ég er líka að fara inn á svæði tungumálsins sem karlar hafa eignað sér. Konur þurfa líka að hafa orð og tungumál yfir lík- amlegar langanir sínar. Alveg eins og karlar þurfa orð yfir tilfinningar sínar. Það eru líka svo margar klisjur og ranghugmyndir í gangi fólks á meðal um konur og karla í kynlífi. Það má ekki segja suma hluti. Það má ekki segja að konur vilji sjortara. Það má ekki segja að konur verði graðar. Það má ekki segja að konur vilji kynlíf nautnarinnar vegna. Full- næging er orðið svo neysluhlaðið hugtak að það liggur við að það hljómi eins og að fara í Kringluna og kaupa allt sem mann langar í. Unaðs- dauði er miklu betra orð. Ég er orðin leið á þessu endalausa fullnæging- arkjaftæði. Alltaf að lesa einhverjar greinar um þetta í tímaritum, hvern- ig og hvort konur geti fengið það. Við eigum alltaf að vera svo hlaðnar til- finningum. Ég ætla ekki að mæla fyrir munn allra kvenna en þetta hef- ur oft farið í taugarnar á mér. Kannski erum við hrædd við orkuna sem myndi leysast úr læðingi ef kon- ur létu undan öllum löngunum sínum á svipaðan hátt og karlar. Kannski er ég að fara yfir mörkin á milli karla og kvenna og ná í minn part af kynlífs- landinu góða.“ Helgasta musteri tilfinninganna havar@mbl.is „Brjóstið fylltist af fiðrildum og svo leið mánuður þar til fyrsta ljóðið fædd- ist,“ segir Elísabet Jökulsdóttir sem gefið hefur út bókina Vængjahurðina. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Æ tli megi ekki flokka mig sem miðbæjarrottu. Ég hef alla tíð búið í göngu- færi við miðbæ Reykjavíkur og alltaf haft miklar mætur á þeim hluta borgarinnar. Þangað hef ég líka haft margt að sækja í gegnum tíðina; þar gekk ég í skóla, þar hef ég unnið, þar hef ég sótt veit- ingastaði, kaffihús og ýmsa aðra þjónustu. Mér hefur því þótt leitt að fylgj- ast með hnignun miðbæjarins und- anfarin ár. Já, ég segi hnignum, því ég óttast satt best að segja að miðbærinn okkar sé smám saman að taka á sig mynd draugabæjar. Ég gerði til að mynda smá könnun í gær. Í göngu minni niður Lauga- veginn taldi ég a.m.k. ellefu versl- unarrými sem nú standa auð; búið var að mála fyr- ir gluggana og á sumum þeirra var búið að festa upp miða þar sem til- kynnt var að verslunarrekstrinum hefði verið hætt eða hann fluttur annað. Til að vera sanngjörn stóð reyndar á ein- um glugganum að þar ætti að opna nýja verslun innan tíðar. Auk þess eru margar byggingar við Lauga- veginn sem mætti alveg „taka í gegn“ eða „flikka uppá“. Sumar líta hreinlega út fyrir að vera að hruni komnar. Eftir röltið niður Laugaveginn kom ég á Lækjargötuna þar sem blasti við risastór ónotuð nýbygg- ing, sem áður hýsti verslunina Top Shop. Það læðist að manni sú hugsun að byggingin sé í raun orð- ið stórt aðvörunarmerki þess sem koma skal verði ekkert að gert! Það er m.ö.o. að verða æ algeng- ara að sjá autt húsnæði og dimma glugga á Laugaveginum og reynd- ar víðar í miðbænum. Sífellt fleiri virðast flýja miðbæinn, nema kannski miðbæjarrottan – ég. Eða hvað? Að sjálfsögðu geri ég mér grein fyrir því að tilkoma stóru versl- unarmiðstöðvanna, s.s. Kringl- unnar og Smáralindar, eigi sinn þátt í því að verslunarrekstri sé hætt í miðbænum. En ef marka má t.d. annan eiganda verslunar- innar Noa Noa, Ragnhildi Önnu Jónsdóttur, eru ástæðurnar fleiri. Hún sagði í samtali við Morg- unblaðið í sumar að umhverfi Laugavegs væri sóðalegt og á meðan ekkert væri gert fyrir miðbæinn væri lítið sem versl- unareigendur gætu gert. „Ég er mikil miðbæjarmanneskja,“ sagði hún, „og vildi gjarnan reka verslun við Laugaveg en við sjáum okkur það ekki fært.“ Því má bæta við að rekstri verslunarinnar Noa Noa við Laugaveg var hætt á þessu ári. Það eru ekki bara verslanir sem eiga þátt í því að lífga upp á miðbæinn; það gera líka kaffihús, veitingahús, góð umhirða, kannski nokkur lítil listagallerí og síðast en ekki síst næg bílastæði. Ég held að allt þetta þurfi að vera til staðar svo fólk nenni að gera sér ferð um miðbæinn. Auðvitað gæti veðrið leikið þarna eitthvert hlutverk, en ég held að séu fyrrgreindir þættir til staðar séu menn ekkert að láta rok og rigningu koma í veg fyrir rölt um miðbæinn. En, áður en lengra er haldið, held ég að vert sé að minnast á bílastæði í miðbænum. Það er nefnilega ekki hægt að nýta sér neina þjónustu í miðbænum, á bíl, án þess að fá háar stöðumælasekt- ir frá iðnum starfsmönnum Bíla- stæðasjóðs. Ég tel reyndar að þessar háu sektir, sem og skortur á bílastæðum, hafi átt stóran þátt í því að draga úr lífi í miðborginni. A.m.k. hef ég varla efni á því að staldra þar við lengur; nema í brýnustu erindagjörðum. Og ég veit að það á við um fleiri. Aukinheldur veit ég um nokkra sem hafa ekki haft efni á því að búa í miðbænum, því það þýðir að greiða þarf sérstaklega fyrir notk- un bílastæðis fyrir framan húsið! Ég ætla líka að minnast á þær vegaframkvæmdir sem staðið hafa yfir á Laugaveginum undanfarin misseri, en eru nú sem betur fer að baki, eða það vona ég. Það var nefnilega með ólíkindum hvað þær tóku langan tíma og undarlegt að þær skyldu ekki settar í forgang, í ljósi þess hve margir verslunar- og veitingahúsaeigendur áttu þar hagsmuna að gæta. Sumir þeirra hafa haldið því fram að vegafram- kvæmdirnar hafi dregið enn frek- ar úr umferð í miðbænum. Í umræðu um uppbyggingu miðbæjarins má þó ekki láta hjá líða að nefna sýningu Aflvaka hf. og hverfisráðs miðborgarinnar í síðasta mánuði. Mér leist sér- staklega vel á hugmyndina um tónleikasvið og veitingastað í Hljómskálagarðinum og sundlaug- argarðinn við Sundhöll Reykjavík- ur. Fleiri góðar hugmyndir komu þar fram, sem hafa verið kynntar í fjölmiðlum. Í grein eftir Ara Skúlason, framkvæmdastjóra Aflvaka, í Morgunblaðinu nýverið kom m.a. fram að borgaryfirvöld legðu mikl- ar áherslu á uppbyggingu mið- borgarinnar og að um þessar mundir væri verið að skoða ýmsa möguleika í því sambandi með einkaaðilum. Það er vonandi að það séu orð að sönnu og að þær hugmyndir sem kynntar voru í síðasta mánuði verði ekki látnir rykfalla í ein- hverjum skúffum borgarinnar. A.m.k. ætla ég að leyfa mér að dreyma um líflegan miðbæ – að- eins lengur. Ef sá draumur rætist verður engin ástæða fyrir okkur miðbæjarrotturnar að flýja sökkv- andi … miðborg. Ó, borg, mín borg „Það hvarflar að manni að byggingin sé í raun orðið stórt aðvörunarmerki þess sem koma skal verði ekkert að gert!“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is SÝNING á verkum sex listamanna á vegum verkefn- isins List án landamæra verður opnuð í norðursal Kjarvalsstaða kl. 17 í dag, miðvikudag. Á sýninguni eru myndir eftir Kristin Breiðfjörð og Guðrúnu Þor- björgu Guðmundsdóttur og leirmunir eftir Helgu Jó- hannsdóttur, Helgu Pálínu Sigurðardóttur, Ingþór Sigurð Ísleifsson og Snorra Ásgeirsson. Kristinn (Dinni) er fæddur 4. janúar 1943 í Flatey á Breiðafirði. Kristinn sýnir fimm myndir, allar unnar með þekjulitum. Guðrún Þorbjörg (Gunna) er fædd 15. júlí 1935 í Reykjavík en hún ólst upp á Eyrarbakka og í Kópavogi. Guðrún sýnir níu myndir unnar með þekjulitum og vatnslitum. Leirlistarfólkið starfar allt í Smiðjunni, listsmiðju sem rekin er í hæfingarstöðinni Bjarkarási. Á sýning- unni er tvíbrenndur steinleir frá Smiðjunni og eru flest verkin eftir fjóra listamenn. Helga er fædd Reykjavík 1. júní 1964. Hún teiknar aðallega hús og tré í leirinn. Helga Pálína er fædd í Reykjavík 23. desember 1972. Helstu sérkenni hennar í leirnum eru kisumyndir, einnig teiknar hún hús og er að æfa sig í að gera engla. Ingþór Sigurður er fæddur í Vestmannaeyjum 31. mars 1979. Hann byrjaði að teikna í leir núna í haust og einbeitir sér að englum. Snorri er fæddur í Reykja- vík 12. október 1952, teiknar helst hús, tré, fólk og ský. Myndir hans markast mjög af líðan hans hverju sinni. Listahátíðin List án landamæra er haldin í tilefni Evrópuárs fatlaðra 2003 og 10 ára afmælis Átaks, fé- lags fólks með þroskahömlun. Átak, í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp, Fjölmennt, fullorðins- fræðslu fatlaðra, Sérsveit Hins hússins og vinnustof- una Ásgarð, stendur fyrir hátíðinni þar sem listsköpun fólks með þroskahömlun verður í brennidepli. Sýning- unni lýkur 26. október. Málverk og leirmunir á Kjarvalsstöðum Verk eftir Dinna, Kristin Breiðfjörð, á Kjarvalsstöðum. Vegna mistaka í prófarkalestri var orði bætt inn í málsgrein í við- horfi Þrastar Helgasonar í gær, þriðjudag. Breytti þetta merkingu málsgreinarinnar og þeirra sem á undan og eftir komu. Hér eru þær endurbirtar: „Sá sem segist skilja mann er ekki, er áreiðanlega ekki að reyna að skilja mann því hann hefur sinn eiginn skilning nú þeg- ar. Hann þarf ekki að reyna að skilja mann. Hann veður bara áfram. Yfir mann. Á skítugum skónum. Skilningur hans er í raun ofbeldi. Hann er tilraun til þess að berja niður og breyta mínum skiln- ingi. Að breyta mér. Í þeim skiln- ingi eru skilningsríkir ofbeld- ismenn en hinir skilningssljóu vinir í raun. Best er að skilja ekki neitt. Og eiga hálfvita að vinum.“ Leiðrétt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.